Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 22
22_________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990__ Opið bréf til Eyfirðinga —■ vegna áhuga sumra þeirra fyrir álverksmiðju við EyjaQörð 2. grein írá Stefáni Valgeirssyni Nýlega hlustaði ég á umræður um mengun frá álverksmiðju og viðtal við einn af embættismönnum ríkisins á því sviði. Þessi þáttur var á Rás 2 miðvikudaginn 28. mars sl. Það sem vakti sérstaka athygli mína var að ekki hafa verið gerðar mengunarmælingar frá álverinu í Straumsvík í 4 ár, segi og skrifa i 4 ár, að sögn viðmælandans. Við- komandi maður kenndi íjárskorti um þetta eftirlitsleysi eins og venja er í svona tilvikum. Þessar umræð- ur urðu til þess að ég gerði ráðstaf- anir til að fá niðurstöðu á þeirri könnin sem gerð var í Straumsvík árið 1986. Mér lék forvitni á að vita hvort þetta sleifaralag á eftir- liti þarna væri vegna þess að meng- un frá verksmiðjunni hafi reynst í lágmarki miðað við þær viðmiðun- arreglur sem viðurkenndar eru. Mér barst í hendur þessi skýrsla frá Hollustuvemd ríkisins. Þá kem- ur í ljós að þessar mælingar eru þær einu sem gerðar hafa verið af íslenskum aðilum frá því að verk- smiðjan tók til starfa 1969. Þegar verksmiðjan var byggð var engin hreinsun á útblásturslofti frá verk- smiðjunni. Árið 1973 var verk- smiðjunni gert skylt af heilbrigðis- yfirvöldum hér að setja upp búnað til hreinsunar á flúoríðsamböndum úr lofti frá kerskálum verksmiðj- unnar. Uppsetningu þurrhreinsi- búnaðarins var ekki lokið fyrr en 9 árum síðar eða árið 1982. Svo liðu enn 4 ár þar til að starfsfólk Hollustuvemdar ríkisins gerði þessa einu mælingu, sem gerð hef- ur verið og hver varð svo niðurstað- an? í skýrslunni stendur þetta m.a.: „Niðurstöðumar sýna að þegar mælingar stóðu yfir var flúoríð- mengun hjá álverinu meiri en við- unandi getur talist. Þetta á einkum við um loftkennd flúoríð." Og síðan segir: „Rykmengun mældist nokkm meiri en viðunandi getur talist." Síðar í skýrslunni segir: „Álverið í StraUmsvík starfar sam- kvæmt lögum frá árinu 1966 ásamt síðari breytingum. Engin mörk eru í þessum lögum fyrir hámark mengunarefna, sem ieyfilegt er að berist frá verksmiðjunni. I fram- haldi af kröfu heilbrigðisyfirvalda um að settur yrði upp hreinsibúnað- ur á afsogsloft á rafgreiningarkeij- um í kerskálum verksmiðjunnar komu fram eftirfarandi tillögur um mörk, sem stefnt skyldi að sem leyfileg hámörk fyrir mengunarefni í útblásturslofti frá verksmiðjunni: Heildarflúoríð 1 kg pr. tonn af áli. Heildarryk 5 kg pr. tonn af áli. Þessi mörk voru í samræmi við kröfur sem gerðar voru á þeim tíma, þ.e.a.s. 1977, til nýrra og endurbyggðra verksmiðja í Banda- ríkjunum. ÍSAL hefur ekki talið að verksmiðjan geti staðið við þessi mörk, en hefur samþykkt að miðað verði við eftirfarandi mörk: Heild- arflúoríð 2 kg pr. tonn af áli. Heild- arryk 4,5 kg pr. tonn af áli. Miðað við 90% nýtni þekjubúnaðar.“ Um mengun frá álverksmiðjum almennt segir í skýrslunni: „Loft- mengun frá álframleiðslu hefur víða valdið miklu tjóni. Þar eru aðallega flúoríðsambönd, brenni- steinsdíoxíð, ryk og fjölhringa arómatískt kolvetnissambönd eða tjöruefni (PAH), sem hafa verið vandamál. Þegar notuð eru svoköll- uð forbökuð rafskaut er tjörumeng- unin ekki áhyggjuefni. Með breytt- um framleiðsluaðferðum, fullkomn- ari hreinsibúnaði og öflugra eftír- liti hefur tekist að draga mjög úr mengun frá áliðnaði." í lokaorðum segir: „Niðurstöður útblástursmælinganna í álverinu í Straumsvík sumarið 1986 gefa mynd af því ástandi, sem var til staðar þegar mælingamar fóru fram. Flúoríð- og rykmengun í út- blásturslofti frá verksmiðjunni mældist óviðunandi. Niðurstöður eru hærri en þau mörk, sem ísal hefur talið sig geta ábyrgst. Mikið af vandamálum kom upp í sam- bandi við rekstur í kerskálum og í sambandi við þurrhreinsistöð I. meðan mælingamar stóðu yfir. Nauðsynlegt er að setja ákveðin mörk fyrir útblástursmengun frá álverksmiðjunni í Straumsvík. Bæta þarf reglubundið eftirlit, koma á reglubundnum mengunar- mælingum og vinna markvisst að því, að mengun haldist í lágmarki. Eðlilegt er að álverksmiðjan í Straumsvík afli sér starfsleyfis í samræmi við reglugerð nr. 390 frá 1985. í starfsleyfi fyrirtækja koma fram útblástursmörk og reglur um aðra mengunarþætti." Allar þessar tilvitnanir eru úr skýrslu Hollustuverndar ríkisins. Þrátt fyrir þetta ástand, það kæru- leysi og sofandahátt sem stjórnvöld hafa sýnt í sambandi við mengun þar sem fram kom í þeirri einu athugun, sem gerð hefur verið, að mengunin var a.m.k. tvöfalt meiri en talið er viðunahdi, á að stefna að því að byggð verði álbræðsla allt að 4'/« sinnum stærri en álverk- smiðjan Straumsvík og henni verði jafnvel valinn staður við Eyjafjörð. Undir þetta er tekið án þess að það liggi fyrir, hvaða afleiðingar. slíkt gæti haft í för með sér. Ég vil ráðleggja þeim Eyfirðing- um sem virðast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá álver norður, að gera ferð suður og sjá og fmna hvernig ástandið er þar á góðviðrisdögum í nágrenni við ál- verið. Þeir munu sjá blámóðuna allt í kringum Straumsvík, fá remmu og ónot í háls ef þeir nema staðar og fara út úr bíl sínum. Þessi mengunarmóða liggur með öllum undirhlíðum skagans þegar þannig viðrar og er öllum sýnileg sem eitthvað sjá. Forstöðumaður Hollustuverndar ríkisins, Ólafur Pétursson, segir m.a. um umhverfísáhrif frá álverk- smiðjum: „Blöð, blóm og ávextir geta orðið fyrir skemmdum, en líklega eru blöðin næmust. Annar mjög mikilvægur eiginleiki flúors er að hann safnast fyrir í plöntum, þannig áð flúorstyrkur í plöntum getur orðið tiltölulega mikill, þótt styrkur í andrúmsloftinu sé lítill. Vegna þess að plöntur safna í sig flúor er líklegt að grasætur sér- staklega verði fyrir áhrifum um- fram önnur dýr af völdum flúor- mengunar. Nautgripir eru taldir viðkvæmastir og eru 25-40 ppm. flúors í þurrefni fóðurs talin vera þolmörk. Flúor sest fyrir í beinum dýra og veldur m.a. tannlosi og tannsliti. Beinin verða hijúf og stökk og liðamót stirð. Brenni- steinstvíoxíð er mjög alvarlegur mengunarvaldur í heiminum í daer. þar sem talið er að hann sé aðal- ástæðan fyrir súru regnvatni. Áhrif á dýr og menn er fyrst og fremst í öndunarfærin og háð styrk efnis- ins í andrúmsloftinu og hve oft og hve lengi hvert sinn mengunin á sér stað. Áhrif kerbrota frá álverinu á umhverfið fer alfarið eftir þeirri förgunaraðferð sem valin er. Ker- brot innihalda mikið af flúorsam- böndum, einnig eru cyanidsambönd til staðar. Mikilvægast er að sig- vatn frá kerbrotum komist ekki í ferskvatn þar sem flúorsambönd og að sjálfsögðu einnig cyanidsam- bönd geta orsakað eitrun í lífverum. Umhverfisröskun af völdum álvers er mjög háð gróðurfari, landnýt- ingu og dreifíngu mengunarefna í lofti. Þar sem ljóst er að ekki er hægt að segja fyrir um styrk flú- ors í gróðri og grasætum þótt aukn- ing flúors í andrúmslofti megi áætla út frá forrannsókn, þá telur Ólafur Pétursson mjög varasamt að blanda saman áliðnaði og land- búnaði." Heyrt hef ég að einn álagentinn hafí sagt á fundi í Eyjafirði, að þessu með mengunina þýði lítið að hafa áhyggjur af því hún væri lítið minni hér en annars staðar í Evr- Stefán Valgeirsson „Það sem vakti sér- staka athygli mína var að ekki hafa verið gerð- ar mengunarmælingar frá álverinu í Straums- vík í 4 ár, segi og skrifa í 4 ár, að sögn viðmæl- andans.“ ópu. Þessi ummæli finnast mér fáránleg og eru glöggt dæmi um það, hvemig þessi áróður er matbú- inn. Hér var á ferð sænskur náttúru- fræðingur, sem ég bar þessi tilvitn- uðu orð undir. Hann sagðist hafa heyrt að hér væri einhver mengun í fjörum og í kringum fískvinfislu- hús og sláturhús, en úr því ætti að vera auðvelt að bæta ef skilning- ur á nauðsyn þess væri fyrir hendi. Það væri líka einhver mengun áf bifreiðum í þéttbýli, en loftmengun er hér ekki umtalsverð og fráleitt að jafna henni við það ástand sem orðið er í Evrópu. Slíkt er fjarri öllu lagi. Úrgangur úr 400 þús. tonna álveri Áætla má að aðalúrgangur, sem út i umhverfið fer frá álveri, sem framleiðir 400 þús. tonn af áli á árí og búið er bæði þurrhreinsibún- aði og þvottaturni, sé eftirfarandi: Gert er ráð fyrir forlokuðum skautum. a) Út í andrúmsloftið: ryk 780 tonn á ári. Flúor (HF og F) 280 tonn á ári. Hér er rétt að vekja athygli á að Heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur af því spurnir að í þróun sé breytt mötunaraðferð keija sem miði að því að spara orku. Þessi breytta mötunaraðferð hefur einnig í för með sér aukna flúormengun þannig að sé hún notuð má gera ráð fyrir að í reynd sleppi 1 kg flúors fyrir hvert framleitt tonn af áli út í umhverfið miðað við sömu forsend- ur og áður. Brennisteinstvíoxíð 2.010 tonn á ári. Koltvíoxíð auk kolmónoxíðs í óvissu magni 780 tonn á ári. Til sjávar frá sjóþvottaturni: flú- or 39 tonn á ári. Brennisteinstvíoxíð 13.500 tonn á ári. Til sjávar úr kerbrotum. Kerbrot alls 6 þús. tonn á ári, þar af: Flúor 1.170 tonn á ári. Á1 900 tonn á ári. Natríum 900 tonn á ári. Cýaníð 3 tonn á ári. Einangrun, kolefni, oxíð, karbíð og fleira 3.000 tonn á ári. Tölumar hér á undan gera ráð fyrir að á milli 96-97% af allri mengun frá rafgreiningarkerum sé beint til hreinsibúnaðar. Sé það hægt verður það að teljast mjög góður árangur. Hvað gæti það þýtt fyrir byggð- ir Eyjafjarðar ef allt að 400 þús. tonna álbræðsla yrði byggð þar? Allar þessar tölur eru miðaðar við fullkominn hreinsibúnað. Ef eitt- hvað ber út af margfaldast meng- unin, t.d. vegna flúors. Höfundur er alþingismaður Samtaka umjafhréttiog félagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra. NEYTENDAMAL Sætuefiii geta vald- ið taugatruflunum í mars sl. var birt hér á neyt- endasiðu inntak greinar úr vísindatímariti eins virtasta háskóia Bandaríkjanna, Massachusetts Institute of Tec- hnologý (MIT), um áhættu af sætuefhum. Efiii greinarinnar var mjög áhugaverð samantekt á rannsóknum, virkni og áhættu sem fylgt getur neyslu á aspartami eða NutraSweet. Eins og fram kemur í þeirri grein, svo og þeirri sem hér fylgir á eftir, hafa „virtir vísindamenn" alls ekki verið á eitt sáttir um öryggi sætuefiiis- ins fyrir alla neytendur. Sætuefnið aspartam hefur að- eins verið á markaði síðan árið 1973 og á þeim tíma hefur sætu- efninu verið fundin leið í svo margar fæðutegundir að það verður ekki auðveldlega sniðgeng- ið. Þó allur fjöldi fólks virðist þola aspartamið eru þeir margir sem gera það ekki. Það getur því verið spurning hvort taka eigi til- lit til þeirra einstaklinga sem hlot- ið geta skaða af neyslu þess. Á árinu 1988 bárust Fæðu- og lyfjaeftirliti Bandaríkanna (FDA) nokkur hundruð kvartanir vegna aukaáhrifa aspartams. í febrúar- riti „New Scientist 1988 var skýrt frá því, að H.J. Roberts, forstjóri Palm Beach Institute for Medical Research í Flórída, hafí haldið því fram að aspartam geti haft skað- leg áhrif á heilsuna. Hann rann- sakaði hóp fólks eða 551 sem höfðu orðið fyrir aukaverkunum vegna neyslu á aspartami. Veru- leg óþægindi höfðu komið fram hjá 157 eða 28,5 prósentum. Ell- efu misstu sjón á öðru eða báðum augum. Um það bil þriðjungur þjáðist af miklum svima og um helmingur hópsins kvartaði undan slæmum höfuðverkjum. Konur reynast vera þrisvar sinnum næm- ari fyrir aspartami en karlar. Tek- ið er dæmi um truflandi áhrif aspartams og segir frá 18 ára pilti sem, eftir að hafa drukkið tvo lítra af gosi með aspartami varð svo ruglaður að hann gat ekki fundið leiðina heim til sín, þó hann væri staddur í eigin íbúð- arhverfi. í kjölfar rannsókna sinna segir Roberts að sætuefnið þurfi að rannsaka eins fljótt og mögu- legt sé. — Aspartamið sem er um 200 sinnum sætara en sykur brotnar niður í u.þ.b. 50% phenylalanin, 40% asparticsýru og um 10% methylalkohol. Roberts heldur því fram að methylalkoholið í aspart- aminu hafí valdið skaða á sjón- himnunni. Phenylalanin sem er amínósýra hefur áhrif á tauga- kerfíð og heila- starfsemina eins og áður hefur komið fram. í grein- inni er því haldið fram, að ýmis aukaáhrif eins minnisleysi og rugl geti horfið þegar hætt sé neyslu sætu- efnisins. Þar segir einnig, að vísindamenn hafi reynt að setja þrýsing á FDA með að hefja rann- sóknir á sætuefninu í ljósi þeirra aukaáhrifa sem komið hafa fram. En Fæðu- og lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna gerir ekki kröfur um að aukefni séu prófuð á mönnum áður en þau eru sett á almennan markað, segir í lok greinarinnar. Fyrir okkur íslendinga er brýnt SPEKI DAGSINS Ekki tjáir að þegja, þegar sannleikann þarf að segja. að fylgjast með þeirri umræðu, sem fram fer á erlendum vett- vangi, um áhrif hinna ýmsu auk- efna á líkamsstarfsemina. í ljósi stöðugt nýrra upplýsinga er ekki síður nauðsynlegt að náið eftirlit verði með notkun hinna marg- íslegu aukefna í matvælaiðnaði. M. Þorv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.