Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990 23 VERKSMIÐJUUTSALA í MAX-HÚSINU Askorun til íbúa í Reykjavík eftir Friðrik H. Guðmundsson Nú á páskadag lá við einu mesta voðaslysi sem um getur hér á ís- landi er kviknaði í gömlum ammon- íakgeymi við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Þessi atburður getur ekki annað en kallað á viðbrögð hjá okkur sem búum í næsta nágrenni í verksmiðjuna og íbúar þessara hverfa verða að gera sér grein fyr- ir því hvurslags óhemju hætta stafar af þessari gömlu verksmiðju. Þessi verksmiðja er um 30 ára gömul og var reist hér á.sínum tíma með aðstoð Bandaríkjamanna og greidd að einhverju eða öllu leyti af þeim. Þessi verksmiðja er þannig gerð að með litlum tilkostnaði má breyta henni í sprengiverksmiðju. Voru nokkrar verksmiður eins og þessi reistar í Evrópu á sama tíma og með sama markmiði, þ.e. áburð- arframleiðslu á friðartímum en sprengiverksmiður á ófriðartímum. Væntanleg íbúðarbyggð Reykvík- inga kemur til með að liggja enn nær en núverandi byggð og eftir 10 ár mun gamla sprengiverksmiðj- an sem byggð var á tímum kaida- stríðsins standa eins og nátttröll inni í miðri íbúðarbyggð. Eftir 10 til 20 ár verður væntanlega ekki spurt hvort verksmiðjan springur heldur hvenær, nema til komi algjör endurnýjun á tækjum og búnaði. Þess má geta að samsvarandi verksmiðjur sem reistar voru í Evr- ópu, þær eru allar annaðhvort sprungnar eða búið að leggja þær niður vegna hættu á sprenginu. Greinarhöfundur skorar því hér með á íbúðarsamtök Grafarvogs og önnur íbúðarsamtök í Reykjavík að taka það upp sem baráttumál sitt að leggja niður Áburðarverksmiðj- una í Gufunesi. Greinarhöfundur leggur til að íbúðarsamtök Grafarvogs standi fyrir opnum borgarafundi um þetta mál og bjóði til hans öllum íbúðar- samtökum í Reykjavík. Þar verði fengnir til menn sem geti upplýst fundargesti um þá hættu sem af verksmiðjunni stafi og geti t.d. svarað eftirfarandi -spurningum. — Er það rétt að sprengikraftur verksmiðjunnar sé slíkur að rúður í íbúðarhúsum í Vogunum muni brotna frá þrýstibylgjunni. — Hvað hefði gerst ef ammon- íakið hefði sloppið út úr tanknum í þessu logni sem var hér á páska- dag o g eiturskýið lagst yfir borgina? — Hvað er raunhæft að áætla að margir muni farast í slíku slysi og í hvaða hverfum Reykjavíkur hefði það manntjón orðið mest? — Hvaða einstaklingar eru það sem bera persónulega ábyrgð á því eigna- og manntjóni sem af slíku slysi hlýst? — Ætla allar nefndir og ráð borgarinnar ásamt slökkviliðsstjóra Reykjavíkur að samþykkja nýju skipulagstillögurnar að byggð úti í Geldinganesi, þrátt fyrir nálægðina við verksmiðjuna? — Er það íbúum Grafarvogs nægjanlegt, að með tilkomu nýja ammoníaksgeymisns verði öryggis- mál verksmiðjunnar þannig að þau séu „næstum því samkvæmt ströngustu kröfum“. — Þó búið sér að endurnýja einn þátt í margbrotinni keðju sem fram- leiðsluferlið er, hvaða þá með allan hinn búnaðinn, hann yngist ekki hvað eftir 10 til 20 ár, í hvernig ástandi verður verksmiðjan þá, 40 til 50 ára. — Er ekki kominn eðlilegur end- urnýjunartími á verksmiðjuna og er ekki réttara að byggja nýja verk- smiðju sem býggir á öðru fram- leiðslufyrirkomulagi þar sem sprengihættan er engin og byggja slíka verksmiðju á Reyðarfirði eða Akureyri eftir hvor staðurinn fær ekki álverið, í stað þess að sóa stórfé á næstu árum í úrelda og Við bjóðum til frumsýningar um helgina! Brimborg hf. FAXAFENI 8 • S. 68 58 70 „Eftir 10 til 20 ár verð- ur væntanlega ekki spurt hvort verksmiðj- an springur heldur hve- nær, nema til komi al- gjör endurnýjun á tækj- um og búnaði.“ gamla verksmiðju hér í Reykjavík. — Varþaðekkieinafforsendum fyrir byggð í Grafarvogi á sínum tíma að bæði öskuhaugarnir og áburðarverksmiðjan myndu hverfa þaðan þegar byggð færi að þróast þar? — Er íbúum Reykjavíkur nægj- anlegt að einhveijir sérfræðingar komi og segi að hættan sé lítil og því sé allt í lagi að láta verksmiðj- una standa áfram. Sömu sérfræð- ingar viðurkenna jafnframt að hættan verði ávallt fyrir hendi. Verður verksmiðjan ekki hreinlega að fara í burtu og þar með væri þessi hættuvaldur úr sögunni fyrir fullt og allt. — Eru Reykvíkingar tilbúnir til að lifa við þessa hættu næstu 10 til 20 ár? Þetta er dæmi um þær spurning- ar sem þyrfti að fá svör við á slík- um borgarfundi. íbúðarsamtökin í Reykjavík eiga að standa fyrir slík- um fundi og fá þar þessumy spur ningum svarað ásamt öðrum atrið- um varðandi verksmiðjuna og fylgja síðan þessu máli eftir þar til fullur sigur vinnst. Höfundur er verkfræðingur og íbúií Grafarvogi. Maxou Henson íMtX-húsiiw rHHIIllna á Hagkaupi, Skeilml. Opið virka daga frá kl. 12-18. Laugardaga frá kl. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.