Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990 Sovétríkin minnast sigursins á Þjóðveijum: Mestu hersýn- ingarí fimmár Moskvu. dpa. MIKLAR hersýningar voru haldnar í gær í Moskvu og víðar í Sovétríkj- unum til að minnast sigursins yfír Þjóðverjum fyrir 45 árum. Ekki hefur verið haldið upp á 9. maí með þessum hætti í Sovétríkjunum í fimm ár. Dmitrí Jazov varnarmálaráðherra Sovétríkjanna flutti hátíðar- ræðu á Rauða torginu í gær. Hann gagnrýndi þjóðernissinna í Eystra- saltslöndunum, sagði að miklar breytingar ættu sér nú stað í heiminum í kjölfar perestrojku en hernaðarlega hætta vofði enn yfir Sovétríkjun- Margir stjórnmálaskýrendur segja að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hafí viljað friða herinn með hinum miklu hersýningum. Undanfarið hef- ur orðið vart óánægju innan hersins með hinar öru breytingar í landinu. En Gorbatsjov hefur jafnframt notað tækifærið til að brýna fyrir yfir- mönnum hersins að innan hans sé ekki síður þörf fyrir umbætur en á öðrum sviðum þjóðlífsins. í ræðu í fyrradag gagnrýndi Gorbatsjov einn- ig stríðsferil Jósefs Stalíns. Dmitri Jazov sagði í ræðu sinni Danmörk: 10.000 króna sektfyririlla meðferð á fiski Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. LÖGREGLAN í Horsens á Jótlandi sektaði nýlega tvo líffræðinga — um 1000 danskar krónur hvorn (tæpar tíu þúsund ísl. kr.) — fyrir illa meðferð á dýrum — fiskum í þessu tilviki. Þeir höfðu látið nokkra físka inn í aðrennslisrás virkjunar einnar til að kanna hvaða áhrif vatnshverflar mundu hafa á fisk í Guden-ánni fyrir vest- an Horsens. Líffræðingarnir lentú á milli stríðandi fylkinga bæjarbúa sem óskuðu eftir að áin yrði virkjuð til mengunarlausrar rafmagnsfram- leiðslu og stangveiðimanna og ann- arra sem vildu að fiskurinn fengi að fara frjáls ferða sinna í ánni. Vísindamennirnir helltu um 200 kíló- um af fiski inn í aðrennslisrásina og saxaðist hann í smátt í hverflun- um. Lögreglan segir að þetta sé brot á lögunum um meðferð á tilrauna- dýrum. Líffræðingarnir höfðu ekki aflað sér heimilda til tilraunarinnar hjá réttum aðilum, en lög sem eiga að tryggja að tilraunadýr þjáist ekki að nauðsynjalausu eða verði fyrir varanlegu tjóni ná einnig til físks. Annar líffræðinganna segir að áðumefndur dauðdagi sé mildilegur miðað við hægan dauða í fisktrolli eða á öngli stangveiðímanns. að breytingarnar sem orðið hefðu undanfarin ár í Sovétríkjunum væru ekki óafturkræfar. Hann tók undir þau orð Gorbatsjovs að umbóta væri þörf innan hersins. Við hlið Jazovs og Gorbatsjovs á þaki grafhýsis Leníns stóð Nikolaj Rhyszkov for- sætisráðherra. Á hersýningunni á Rauða torginu sem stöð í hálfa aðra klukkustund var m.a. sýnd ný gerð af skriðdrek- um, T-80 og ný eldflaug, Sa-10. Samkvæmt upplýsingaskrifstofu Æðsta ráðsins í Litháen fékk al- menningur ekki að virða fyrir sér hersýningu sem haldin var í Vilnius. Til ryskinga kom þegar ungmenni gerðu aðsúg að hermönnum í borg- inni en þær höfðu engin eftirköst. Æðsta ráð Litháens samþykkti yfir- lýsingu í gær þar sem sagði að sigur- inn á fasismanum fyrir 45 árum hefði ekki fært Litháum frelsi. Her- sýningarnar í Lettlandi og Eistlandi fóru friðsamlega fram eftir því sem næst verður komist þrátt fyrir að borgaryfirvöld í Riga og Tallinn hefðu mótmælt þeim. Reuter Kontra-liðar leggja niður vopn Um 600 kontra-skæruliðar í Nicaragua aflientu hermönnum Samein- uðu þjóðanna riffla sína við hátíðlega athöfn skammt frá höfuðborg landsins, Managua, í gær. Þetta var fyrsti áfanginn í afvopnun skæru- liðanna, sem börðust gegn fyrrum valdhöfum landsins, stjórn sandin- ista, í átta ár. Talið er að stríðið hafi kostað um 30.000 manns lífið. Grænland: Flugvallargerð samkvæmt ís- lenskri áætlun Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLEN SKA landsþingið stefhir að því að næsti flugvöllur Grænlendinga verði Iagður sam- kvæmt áætlun sem íslensk flug- málayfírvöld hafa unnið. Gert er ráð fyrir því að hann verði skammt frá Sismiut (Holsteins- borg), næst stærsta bæ Græn- lands, og kosti 75 milljónir dkr. (712 milljónir ísl.). Landsþingið samþykkti á þriðju- dag að auk flugvallarins í Sisimiut yrðu lagðar flugbrautir í Upernavik, Paamiut og Maniitsoq. Samgöngu- nefnd þingsins er einhuga um að Grænlendingar geti ekki lengur treyst á stuttar flugbrautir, eins og í Ilulissat og Nuuk. Brautirnar þurfi að minnsta kosti að vera 1.200 metra langar til að venjulegar flug- vélar geti lent á þeim. Jonathan Motzfeldt; formaður grænlensku landstjórnarinnar, segir að það muni verða fjárhagslegt áfall fyrir landsmenn að Bandaríkjamenn hætti að reka flugvöllinn í Syðri- Straumfirði. Jafnframt segir hann það gamlan, góðan sið í landinu að taka til eftir sig og hann vænti þess að Bandaríkjamenn skilji ekkert eft- ir af búnaði sínum á víðavangi. Kostnaðurinn við rekstur vallarins, sem notaður er af bandaríska flug- hernum og grænlenskum farþega- flugvélum, hefur verið um 200 millj- ónir danskra króna á ári (um tveir milljarðar ísl.kr.) og greiddur af Bandaríkjunum. Kjarnorkuvarnir Atlantshafsbandalagsins í Vestur-Evrópu: Kennmgin um sveigjanleg viðbrögð enn í fullu gildi - segir Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Kananskis í Kanada. Reuter. DICK Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðju- dag að þrátt fyrir hrun kommúnismans í Austur-EvrópH bæri aðild- arríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) að hvika hvergi frá grundvelli varnarstefhu sinnar, kenningunni um sveigjanleg við- brögð á átakatímum. Cheney lét þessi orð falla er hann ræddi við blaðamenn á leið sinni til Kananaskis í Kanada er þar hófst í gær tveggja daga fundur varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í kjarn- orkuáætlananefhd bandalagsins. Cheney kvaðst ekki sjá neina ástæðu til að horfið yrði frá varnar- stefnu bandalagsins þar með talið þeirri yfirlýsingu aðildarríkjanna að kjarnorkuvopnum verði beitt af fyrra bragði reynist það nauðsyn- legt á átakatímum í Evrópu. Hátt- settir embættismenn í fylgdarliði ráherrans sögðu að við blasti að ólíklegt mætti teljast að nokkru sinni myndi reyna á þennan lið fælingarstefnunnar þar sem Var- sjárbandalagið væri að liðast í sundur og Sovétríkin ógnuðu ekki öryggishagsmunum lýðræðisríkj- anna í Vestur-Evrópu líkt og áður. Kenningin um sveigjanleg viðbrögð á átakatímum var mótuð í ljósi þeirra yfirburða sem Sovétmenn njóta á sviði hins hefðbundna her- afla í álfunni. Verulega mun hins vegar draga úr þeim yfirburðum fari svo að gerður verði sáttmáli um niðurskurð á sviði hins hefð- bundna herafla allt frá Atlantshafi til Úralfjalla. Öll 23 ríki NATO og Varsjárbandalagsins taka þátt í þeim viðræðum og er stefnt að því að þeim ljúki á þessu ári. Cheney sagði að af hálfu Banda- Spilling í valdatíð kommúnista í A-Evrópu: Bræður Ceausescus seldu CIA upplýsingar um sovésk vopn Fleiri kommúnistaleiðtogar voru á mála hjá leyniþjónustunni BRÆÐUR rúmenska einræðisherrans, Nicolae Ceausescus, voru á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA og þáðu um 40 millj- ónir Bandaríkjadala (rúmlega 2,4 milljarða króna) fyrir upplýsing- ar um hergagnaframleiðslu Sovétmanna. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá þessu um síðustu helgi. Að sögn blaðsins voru Rúmenar ekki einir um að selja Bandaríkja- mönnum upplýsingar um nýjasta vopnabúnað Sovétmanna heldur tóku fleiri kommúnistaleiðtogar í Austur-Evrópu þátt í svikunum við Rauða herinn. Bræður Ceau- sescus gengu hins vegar lengst allra og voru á mála hjá CIA í tíu ár. j^Þeir voru öldungis gjörspillt- ir,“ sagði einn heimildarmaður blaðsins. Ónefndur milliliður sá um að koma upplýsingunum í hendur Bandaríkjamanna og um fimmt- ungur þeirra 40 milljóna dala sem fyrir þær voru greiddar höfnuðu á svissneskum bankareikningum í eigu Ceausescu-fjölskyldunnar. Alls munu um 200 milljónir dala hafa hafnað í vösum austur-evr- ópskra leiðtoga og milliða sem greiðsla fyrir upplýsingar um her- gagnaframleiðslu Sovétmanna. „Þetta kom sér ákaflega vel fyrir okkur,“ sagði ónefndur CIA-maður í viðtali við blaðið og bætti við að telja mætti þetta til merkustu afreka sem unnin hefðu verið á sviði njósna í mannkyns- sögunni. Bandaríkjamenn hefðu með þessu móti ávallt verið skrefí á undan Sovétmönnum og unnt hefði verið að taka mið af nýjustu drápstólunum í vopnabúrum Rauða hersins við mótun varnará- ætlana. Þar með hefðu gríðarleg- ar fjárupphæðir sparast sem ann- ars hefðu runnið til smíði ófuli- nægjandi vopna. Nefndi. sami heimildarmaður að torséðar her- þotur Bandaríkjamanna, sem á ensku nefnast „Stealth“ og koma ekki fram á ratsjám, hefðu verið smíðaðar með hliðsjón af upplýs- ingum um ratsjárbúnað Rauða hersins. Að auki hefðu leiðtogarn- ir gjörspilltu selt sovéskar eld- flaugar, tölvustýrðar fallbyssur, efnavopn, ratsjárbúnað, bryn- dreka og þotuhreyfla til Banda- ríkjanna og hefði búnaður þessi verið fluttur með leynd frá Austur-Evrópu. ríkjamanna væri nú lögð höfuðá- hersla á að hafin yrði þróun nýs kjarnorkuflugskeytis sem koma myndi í stað landeldflauga í Evr- ópu. Gert væri ráð fyrir því að flug- vélar bæru eldflaugina nýju og að smíði hennar væri lokið um miðjan næsta áratug. Ekki er vitað hver drægni nýju eldflaugarinnar verður en því hefur verið haldið fram að með henni verði unnt að granda skotmörkum í rúmlega 400 kíló- metra fjarlægð. George Bush kunngerði í síðustu viku að hann hefði afráðið að hætta við áætlun um endurnýjun skamm- drægra kjarnorkueldflauga í Evr- ópu en ráðgert hafði verið ab koma þar upp nýjum gereyðingarvopnum í stað bandarískra landeldflauga af gerðinni „Lance“ sem þar eru fyrir en teljast nú úreltar. Cheney sagði að ákvörðun þessi tæki ekki til eldflauga um borð í flugvélum og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar þess efnis að hann væri mótfallinn algjörri upprætingu kjarnorku- vopna í Evrópu. Manfred Wörner, framkvæmdastjóri NATO, lét sömu skoðun í ljós í Brussel á mánudag og sagði að áfram yrði gert ráð fyrir kjarnorkuvörnum í lofti í áætl- unum bandalagsins um varnir Vestur-Evrópu. í gær hófst í Alberta-ríki í Kanada fundur kjarnorkuáætlana- nefndar NATO með þátttöku varn- armálaráðherra aðildarríkjanna. Fundur þessi markar upphaf þeirr- ar endurskoðunar a varnarstefri- unni sem boðuð hefur verið í Ijósi breytinganna í Austur-Evrópu. Sögðu ónefndir embættismenn að líklegt mætti telja að fundarmenn tækju undir þau orð bandaríska varnarmálaráðherrans að kjarn- orkuvopn yrðu áfram höfð til taks í Vestur-Evrópu þótt gereyðingar- vopnum á landi yrði fækkað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.