Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Hálf öld frá hernámsdegi Oldinni sem við nú lifum hef- ur hingað til verið skipt í þrjú meginskeið: tímann fyrir fyrri heimsstyrjöldina 1914-18, tímann milli stríða 1918-39 og árin eftir síðari hejmsstyrjöldina, það er frá 1945. Áður en öldinni lýkur kann fjórða skeiðið að hefj- ast, það er tímabilið eftir að kommúnismi/sósíalismi leið und- ir lok og stjórnkerfið og ríkja- heildirnar sem kenndar eru við hann. Of snemmt er að lýsa þeim endalokum núna, hins vegar bendir margt til þess að áhrif síðari heimsstyijaldarinnar á pólitíska skiptingu þjóða og ríkja í Evrópu séu að hverfa. Best sést þetta á því hve hratt er unnið að því að sameina Þýska- land í eitt ríki. Á sunnudag, sama daginn og Morgunblaðið minntist þess með sérstöku blaði að nú í dag, hinn 10. maí, eru 50 ár liðin frá því að Bretar hernámu ísland, hitt- ust utanríkisráðherrar fjórveld- anna sem hernámu Þyskaland í lok stríðsins 8. maí 1945 ásamt starfsbræðrum sínum frá Aust- ur- og Vestur-Þýskalandi til að ræða framtíðarstöðu sameinaðs Þýskalands. Þrátt fyrir hörm- ungar styijaldarinnar og niður- lægingu Þyskalands eftir fall nasismans er þetta ríki nú að verða fjölmennasta og öflugasta ríki Evrópu fyrir utan Sovétríkin — um leið og Þyskaland samein- ast eru Sovétríkin að gliðna í sundur. Hin ítarlega úttekt hér í blað- inu síðastliðinn sunnudag í til- efni af að 50 ár eru liðin frá því að breska hemámsliðið gekk hér á land varpar góðu ljósi á hin margþættu áhrif sem stríðið hafði á íslenskt þjóðlíf. Myndin af hermanninum og peysufata- konunum tveimur segir raunar allt sem segja þarf um þá tíma, sem þarna hittust. Kortið sem sýnir hvar íslensku skipin urðu fyrir árásum og sú staðreynd að 214 íslenskir sjómenn sneru ekki aftur heim á stríðsárunum minnir á hve margir fræknir Is- lendingar féllu vegna styijaldar- innar, þótt við værum ekki ann- að en friðsamir áhorfendur og landið sjálft yrði ekki fyrir árás. í blaðinu er því einnig lýst, hvernig stríðið réð úrslitum um örlög margra einstaklinga og fjölskyldna. Óttinn við laumuspil násista og harður andróður gegn þeim ekki síst frá kommúnistum varð til dæmis til þess að það var ekki fyrr en 1947 sem brottnumdir Þjóðveijar fengu að snúa aftur til fjölskyldna sinna hér með sérstöku leyfi Bjarna Benediktssonar, þáverandi dómsmálaráðherra. Síðast en ekki síst er ljóst, að framvinda styijaldarinnar og þróun her- fræðilegra og pólitískra þátta vegna hennar gjörbreytti lífi íslensku þjóðarinnar. í hendingu var henni kastað inn í nýjan tíma og hún hefur kannski ekki náð sér enn af þeim skjótu umskipt- um. Bretar tóku í skyndingu ákvörðunina um að hernema Is- land. Þeir óttuðust að Þjóðvéijar ætluðu að leggja landið undir sig eftir innrásina í Danmörku og Noreg og ná þannig tangarhaldi á siglingaleiðunum yfir Atlants- haf. „Það vorum við en ekki Bretar sem áttum að ná Is- landi,“ sagði Adolf Hitler æva- reiður, þegar honum bárust tíðindin um að_ Bretar hefðu gengið á land á íslandi. Á síðari tímum hefur verið bent á, eink- um með rannsóknum dr. Þórs Whiteheads sagnfræðings, að Þjóðveijar hefðu varla getað haldið landinu, þótt þeim hefði tekist að ná haldi á því. Á þess- um árum höfðu þeir ekki nægi- legt hernaðarafl til þess. Eftir komu Breta lögðu Þjóðveijar aldrei til atlögu við landið og ekki leið nema rúmt ár þar til vamirnar hér voru styrktar með herverndarsamningi okkar, Breta og Bandaríkjamanna um að bandarískar hersveitir kæmu hingað. Þjóðinni var þannig forð- að frá því að tekist yrði á um landið í beinni orrustu í því sjálfu. Á stríðsárunum þróaðist her- tækni með þeim hætti, að fjar- lægðin, hin gamla vernd okkar, hvarf vegna nýrra flugvéla og skipa. Þessi þróun hefur ekki stöðvast síðan og nú á tímum er ísland í þjóðbraut, þegar litið er á hugsanleg spennu- og átakasvæði milli öflugustu her- velda heims. Með aðild að Atl- antshafsbandalaginu 1949 sögð- um við endanlega skilið við hlut- leysisstefnuna sem mótuð var með sambandslögunum 1918 og undanfarin 41 ár höfum við ver- ið þátttakendur í að tryggja frið með sameiginlegu varnarátaki vestrænna þjóða. Hver áhrif hinna miklu breytinga í austri verða á varnarsamstarfið eiga eftir að koma í ljós. Afleiðing andavaraleysisins milli stríðanna ætti að kenna okkur, að viðbún- aður á friðartímum er besta ráð- ið til að halda ófriðarseggjum í skefjum. Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti: Líflegar umræður á fundi í Gerðubergi LÍFLEGAR umræður urðu um málefni Breiðholts á fiindi, sem sjálfstæð- isfélögin þar efndu til í Gerðubergi á þriðjudaginn. Framsögumenn voru Davíð Oddsson, borgarstjóri og Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvista barna. Einnig sátu borgarfulltrúarnir Magnús L. Sveinsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrir svörum á fundinum. í upphafi fundarirls fjallaði Davíð Oddsson, borgarstjóri, um borgar- málin almennt og sagði það vera megineinkenni Reykjavíkur, að hún væri ekki stöðnuð, heldur ætti kröft- ug uppbygging þar sér stað. Nefndi hann sem dæmi, að á undanförnum átta árum hefði borgarbúum fjölgað um 14 þúsund, en árin þar á undan hefði fjölgunin verið óveruleg. Borgarstjóri vék að Breiðholts- hverfunum sérstaklega og nefndi, að á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefði verið byggt íþróttahús fyrir Fjölbrautaskólann, sem yrði opnað í haust, lokið hefði verið við sundlaug Ölduselsskóla og fram- kvæmdum við Seljaskóla væri nú loksins að ljúka. Þessu til viðbótar hefði verið unnið við lóðir skólanna, ný heilsugæslustöð hefði verið opnuð við Hraunberg, skiptistöð fyrir Strætisvagna Reykjavíkur verið reist í Mjódd og mikið unnið að gerð gangstíga og gangstétta og fleiri verkefnum. í lok ræðu sinnar íjallaði borgar- stjóri um góða útkomu Sjálfstæðis- flokksins í skoðanakönnunum. Kvað slíkar kannanir vera ágætar, en þær veittu hins vegar ekkert raunveru- legt umboð. Það sem máli skipti væri útkoman í kosningunum sjálf- um. Minnti hann á, að fyrir kosning- arnar 1978 hefði flokknum verið spáð stórsigri í skoðanaskönnunum rétt fyrir kjördag, en niðurstaðan hefði orðið sú, að flokkurinn tapaði meirihluta sínum með örfárra at- kvæða mun. Að lokinni ræðu borgarstjóra tók til máls Anna K. Jónsdóttir, formað- ur stjórnar Dagvista barna í Reykjavík. í máli hennar kom fram, að dagvistarrýmum hefði íjölgað meira á þessu kjörtímabili, en nokk- urn tíman áður og í haust gæti borg- in nokkurn veginn annað eftirspurn eftir þeirri þjónustu, sem í boði væri. Það gæfí þá svigrúm til að auka þjónustuna á ýmsum sviðum. Það væri ekki nóg að byggja dagvistar- heimili, einnig þyrfti að þróa innri starfsemi þeirra og að því hefði ver- ið unnið á kjörtímabilinu. Þegar Anna hafði lokið máli sínu var fundarmönnum gefinn kostur á að bera fram fyrirspurnir. Sátu borg- arfulltrúarnir Magnús L. Sveinsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrir svörum, auk borgarstjóra. Urðu þá líflegar umræður, einkum um mál- efni Breiðholtshverfanna. Lýstu nokkrir fundarmenn óánægju sinni með umferðarþunga á Vesturbergi og jafnframt komu fram skiptar skoðanir um ágæti hraðahindrana. Morgunblaoið/Þorkell Fjölmargir sátu fund um borgarmál, sem sjálfstæðisfélögin í Breiðholti héldu í Gerðubergi á þriðjudaginn. Morgunblaðið/Sverrir Frá fúndi Verkfræðingafélags íslands þar sem fjallað var um hættumat, náttúrhamfarir og hættur af mannavöldum, en að mati stjórnar félagsins einkenn- ir tilfinningahiti oft almennar umræður í þjóðfélaginu þegar hættuástand myndast. Verkfræðingafélag Islands: Tilfinningahiti einkennir umræður um hættuástand HÆTTUMAT, náttúruhamfarir af mannavöldum var yfirski'ift félagsfundar Verkíræðingafélags íslands sem haldinn var ný- lega. Tildrög þess að fundurinn var haldinn var sá tilfinninga- hiti sem að mati stjórnar félagsins einkennir almennar umræður í þjóðfélaginu þegar hættuástand skapast og í tilkynningu frá félaginu er bi'uninn í Áburðarverksmiðjunni tekinn sem dæmi. í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að í umræðum um hættur af völdum ýmiskonar starfsemi og náttúruhamfara, m.a. hættur sem stafa af gas- geymslum, olíubirgðarstöðum, áburðarframleiðslu og jarð- skjálftum. „Umræðan hefur að nokkru borið keim af vanþekk- ingu og tilfinningaróti þeirra sem um hafa fjallað," segir í ályk- tunni og að hlutlaust mat sér- fróðra manna hafi ekki nema að litlu leyti komið fram. Fundurinn beinir því til stjórnmálamanna og ráðamanna að láta þekkingu og staðreyndir sitja í fyrirrúmi þegar ákvarðanir eru teknar um mannvirki og starfsemi sem get- ur liaft í för með sér hættur fyr- ir almenning og umhverfið. Þá er því einnig beint til ráðamanna að eftirliti með reglum varðandi uppbyggingu og starfsemi, þar sem hættur eru fyrir hendi verði framfylgt í hvívetna. Gestir fundarins voru Guðjón Pedersen, forstjóri Almanna- varna ríkisins, Margrét Ólafs- dóttir sálfræðingur og Ómar Ragnarsson fréttamaður, sem fluttu erindi um sitt sérsvið, en auk gestanna fluttu nokkrir verk- fræðingar erindi. Atvinnuhorfur slæmaríVík Vík. MÝRDALURINN og Vík hafa ekki farið varhluta af þeirri efnahags- og atvinnukreppu sem verið hefur undanfarin ár. Bænduni hefur fækkað og mun sennilega fækka enn frekar þar sem sums staðar býr gamalt fólk þar sem ekki er yngra fólk til staðar til þess að taka við búi. Þjónusta við bændur hefiir' dregist stórlega saman. ' Þorp eins og Vík sem áður byggðist nær eingöngu á þjónustu og verslun við bændur hefur ált í vök að veijast í atvinnulegu tilliti. Víkurbúar hafa reynt fyrir sér með ýmiss konar atvinnurekstur en gengið misjafnlega og mörg þessi fyrirtæki hafa hætt rekstri, orðið gjaldþrota eða beijast í bökkum við óheyrilegt fjármagnsokur, sem tröllriðið hefur öllum atvinnuvegi undanfarin ár, eins og dæmin sanna um allt land. Gamalgróin fyrirtæki eins og Kaupfélag Skaftfellinga sem var stærsti atvinnuveitandi í sýslunni hefur verið lagt niður og öll starf- semi þar hætt en Kaupfélag Árnes- inga rekur fíér verslunina með úti- búsformi. Það lætur nærri að áttundi hver fjölskyldufaðir eða -móðir í Vík hafi misst vinnuna við þessar breyt- ingar. Fyrir utan öll önnur fyrir- tæki sem hafa hætt rekstri hér. Þá voru hér tvö slátur- og frysti- hús og var annað þeirra lagt niður með veldboði fyrir fáum árum og hefði mátt ætla að Iífvænlegra hefði verið fyrir hitt á eftir en núna eru uppi hugmyndir hjá því fyrirtæki að leggja niður frystihúsið og jafn- vel sláturhúsið líka og yrði þá svo komið að Víkurbúa og reyndar allir Mýrdælingar þyrftu að aka um 109 km leið til austurs eða vesturs til þess að fá keyptan kjötskrokk í heildsölu eða til þess að fá sagaðan lambsskrokk. Það er annað en gam- an að þurfa að rekja svona raunatöl- ur en staðreyndir evu það eigi að síður. Það má segja að helstu vonir dreifbýlisfólks til atvinnuaukningar séu bundnar við ferðamannaþjón- ustuna og vonandi verður það ekki annað loðdýraævintýri, því að við megum ekki horfa framhjá þeirri staðreynd að við búum norður und- ir heimskautsbaug og veðráttan setur okkur viss takmörk þannig að vinna við ferðaþjónustu verður varla nema sumarvinna og þar að auki háð duttlungum veðurfarsins. - Reynir Þrotabú Kaupfélags Önfírðinga: • • Onundur bauð 3,2 millj. í frystihúsið ONFIRÐINGUR lif. á Flateyri bauð 3,2 milljónir króna í frysti- hús í eigu þrotabús Kaupfélags Onfirðinga á uppboði sem haldið var á hluta af eigum búsins í gær. Á uppboðinu í gær var auk frysti- hússins boðið upp íbúðarhús og lausamunir. Önfirðingur hf. er ný- stofnað fyrirtækið á Flateyri og bauð það 3,2 milljónir króna í frysti- húsið, en brunabótamat þess er 56 millinnir króna. Slát.urfélarið Barð- inn á Þingeyri bauð 400 þúsund krónur í íbúðarhús þrotabúsins við Hrannargötu. Þá voru einnig boðn- ir upp ýmsir lausamunir á uppboð- inu. Kaupfélag Önfirðinga á Flateyri var lýst gjaldþrota í fyrrasumar, en á þeim tíma rak félagið einung- is fiskverkun sem um tólf manns störfuðu við. Verslunarrekstur fyr- irtækisins hafði verið leigður öðrum aðilum áður en til gjaldþrotsins kom. Hafskipsmál: ^ Frumkvæði Utvegsbanka að skuld- breytingu til að minnka gengisáhættu - segir Jón Magnússon hrl, veijandi Ragnars Kjartanssonar JÓN Magnússon hrl, verjandi Ragnars Kjartanssonar hélt í gær áfram varnarræðu sinni. Hann lýkur Iíklega máli sínu í dag og þá tekur við Jón Steinar Gunnlaugsson hrl, verjandi Helga Magnússonar löggilts endurskoðanda Hafskips. Jón Magnússon mótmælir öllum ákærum á hendur umbjóðanda sínum og málflutningur hans í gær snerist um mótmæli við viðamestu köflum ákærunnar, þeim sem fjalla um meint brot forsvarsmanna Hafskips í tengslum við gerð reikningsskila félags- ins en þeim er gefið að sök að hafa beitt stjórn félagsins og stjórnend- ur Útvegsbanka blekkingum með rangfærðum reikningsskilum. Jón Magnússon vitnaði til fram burðar bankastjóra Útvegsbankans því til stuðnings að það hefði verið ófullnægjandi tryggingastaða Haf- skips og skortur á nýjum tryggingum hjá Útvegsbankanum sem olli því að nýjar lánveitingar til Hafskips hefðu verið stöðvaðar 11. október 1984, jafnframt því sem tekin hefði verið ákvörðun innan bankans um að halda félaginu gangandi með hagsmuni bankans í huga. Þetta eitt hafi ráðið því að ekki hafi verið brugðið fæti fyrir Atlantshafssiglingamar sem þá voru að hefjast. Milliuppgjör fyrstu 8 mánaða ársins 1984 hafi engu breytt. Ef eitthvað er hafi það gert bankastjórninni enn betri grein fyrir því en áður að við mjög alvarlegan vanda var við að etja hjá Hafskip, eins og sjáist af framburði bankastjó- ranna. Lögmaðurinn sagði ljóst að frá uppgjörsdegi þar til bankinn fékk milliuppgjörið í hendur hafi staða fyrirtækisins ekki orðið betri. Verk- fall BSRB hafi staðið yfir og í gögn- um félagsins sé ítrekað lýst yfir að það muni valda miklu tapi. Þá hafi gengisfelling verið yfirvofandi og gengið fellt um 12% skömmu eftir að uppgjörið barst. Það hafi verið stærsta stökkið í 26% hnignun krón- unnar síðustu 4 mánuði ársins. Eng- inn hafi gengið þess dulinn að staðan hafði versnað frá uppgjörsdegi, ekki síst ef litið sé til ítrekaðra yfirlýsinga Ragnars Kjartanssonar á þessum tíma í samtölum við bankamenn og fjölmiðla um lífróður félagsins. Hann vitnaði til framburða tveggja hinna ákærðu forsvarsmanna bankans, sem sögðust alls ekki telja að þeir hefðu verið blekktir í skiptum við Hafskip og sagði að þetta segðu þeir jafnvel þótt þeir væru ákærðir menn og hefðu varla hug á að halda hlífðarskildi yfir Hafskipsmönnum og að þessi framburður gæti skaðað þá sjálfa. Lögmaðurinn. sagði að strax í október 1984 hefði félagið verið kom- ið í gjörgæslu hjá Útvegsbankanum og slíkt eigi sér ekki stað nema ljóst þyki að hætt sé við að rekstrarstöðv- un félagsins geti haft veruleg áhrif á stöðu bankans. Það liggi alveg ljóst fyrir að Útvegsbankinn hafi ekki horft á milliuppgjör eða ársreikninga þegar hann hafi ákveðið hvort veita skyldi Hafskip lán eða ekki, þótt þau gögn hafi verið skoðuð og metin eins og önnur. Forsenda þess að fyrirtæk- inu hafi verið lánað og að lánastöðv- un hafi verið sett á 11. október 1984 hafi verið hvernig tryggingum fé- lagsins var háttað, það mat bankans að lán til Hafskips væru hærri en sem nam tryggingum og félagið gat ekki boðið fram auknar tryggingar. Jón Magnússon rakti hvaða lána- fyrirgreiðslu bankinn hefði veitt Haf- skip frá margumræddu milliuppgjöri, sem afhent var bankanum 30. októ- ber 1984, til gjaldþrotsins 6. desem- ber 1985. Þar sé um að ræða eina nýja ábyrgð gagnvart bandarískum banka að jafnvirði 500 þúsund bandaríkjadala. í ákæru segi að ábyrgðin hafi verið veitt 30. október 1984 en nýleggögn frá íslandsbanka staðfesti þá fullyrðingu Ragnars Kjartanssonar að ábyrgðin hafí verið veitt 12. október það ár, 18 dögum áður en bankanum barst uppgjörið. Fullyrðingar í ákæru um að veiting þessarar ábyrgðar tengist blekking- um í milliuppgjöri sé því röng, ábyrgðin komi því ekkert við enda geti uppgjörið ekki hafa blekkt bankastjórana áður en þeir litu það augum. Um aðrar nýjar fyrirgreiðsl- ur sagði Iogmaðurinn að svo virtist sem nýtt lán hefði verið veitt 24.12.84 að fjárhæð 500 þúsund bandaríkjadalir. Ekkert í gögnum málsins segi hvernig því hafi verið ráðstafað og vera kunni að það hafi runnið til greiðslu eldri lána að hluta eða öllu leyti. Mögulegt sé að það hafi verið veitt út á væntanlega hlutafjáraukningu í febrúar 1985 en gögn taki ekki af tvímæli um það. Ljóst sé að staða hlaupareiknings Ilafskips hafi ekki breyst með þessu láni með jafnafgerandi hætti og hefði það runnið til félagsins en ekki til millifærslu eða skuldbreytingar, eins og lögmaðurinn telur að miða verði við. Sannanieg ný lán séu veitt 28. febrúar og 12. mars 1985 í tengslum við 80 milljón króna hlutafiáraukn- ingu félagsins, samtals tæpar 64 milljónir og hafi 51,4 milljónir af því runnið til félagsins. Þá sé um að ræða 7,4 milljóna lán, sem virðist að öllu leyti hafi verið varið til að greiða erlent lán hjá Den Norske Kredit Bank en þótt það hafi runnið til félagsins sé fyrirgreiðslan í mesta lagi 79 milljóna virði. Ekkert þessara lána sé veitt í tengslum við milliupp- gjörið. Fyrsta nýja fyrirgreiðsla bankans til félagsins eftir milliupp- gjör sé í lok febrúar 1985. Á sama tíma hafi bankinn tekið 80 milljóna króna viðbótartiyggingar hjá félag- inu með hlutafjáraukningu. Milliupp- gjörið hafi nákvæmlega engu máli skipt í viðskiptum bankans og Haf- skips og vísaði hann til framburðar bankastjóranna því til stuðnings. Lögmaðurinn sagði það vanþekk- ingu á íslensku viðskiptalífi að halda að forráðamenn banka- og lánastofn- ana skoði fyrst og fremst ársreikn- inga og milliuppgjör við mat á láns- hæfni. Þau gögn komi til skoðunar en fyrst og fremst skipti tryggingar máli. Jón Magnússon vék að þeim ákærulið sem fjallar um blekkingar Ragnars Kjartanssonar og fleiri Haf- skipsmanna, sem með fölsuðu milli- upgjöri hafí fengið bankann til að veita sér tvö lán í nóvember 1984 að fjárhæð um 4 milljónir hollenskra gyllina, 41 milljón króna. Þar hafi ekki verið um að ræða nýja fyrir- greiðslu heldur eingöngu framleng- ingu eldri lána, að frumkvæði bank- ans. Mestu hafi ráðið að á þessum tíina hafi menn búist við gengisfell- ingu. Það hafi því fyrst og fremst verið hagsmunir Útvegsbankans að flýta fyrir skuldbreytingu á þessum lánum. Með því að skuldbreyta fyrir væntanlega gengisfellingu borgi bankinn hið erlenda lán með færri íslenskum krónum en hann hefði þurft eftir gengisfellingu. Enga lána- eða fyrirgreiðslubeiðni sé að finna frá Hafskip í skjölum málsins vegna þessa og með tilvísun til framburða Lárusar Jónssonar bankastjóra hélt lögmaðurinn fram að Útvegsbankinn hefði átt frumkvæði að þessum skuldbreytingum til að minnka geng- isáhættu sína, forðast gengistap. Ákæra sé því einnig að þessu leyti efnislega röng. Um ákæruliði vegna einstakra meintra rangfærðra bókhaldsgagna og reikningsskilaaðferða í 1. kafla ákærunnar vísaði lögmaðurinn að mestu til væntanlegrar ræðu verj- anda Helga Magnússonar, Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Hann vék þó að þeim þætti þess kafla sem tek- ur til ætlaðra oftalinna eigna í milli- uppgjöri vegna séretakra reikninga fyrirsvarsmanna félagsins að fiár- hæð 5,6 milljónir króna og vantalinna skulda vegna ágóðaþóknunar stjórn- arformanns og forstjóra að fjárhæð 8,6 milljónir króna. Hann sagði að þarna sannaðist að saksóknari gæti ekki bæði haldið og sleppt. Þarna miði hann við að skuldir við Ragnar Kjartansson séu vantaldar en í öðrum kafla ákærunnar sé Ragnar ákærður fyrir fiárdrátt og að skulda félaginu vegna ofnotkunar heimilda. Þessar ákærur séu ein gleggsta sönnun þess að ekki hafi farið fram raunveruleg skoðun á efnahag félagsins heldur hafi allt verið lagt út á versta veg. Endurskoðendur séretaks saksókn- ara hafi gert úttekt sína á skýrslu endurskoðanda skiptaréttar en láðst hafi að gera þeim grein fyrir að þeim endurekoðanda hafði snúist hugur frá upphaflegri skýrslu þannig að hann teldi Hafskip nú eiga inni 4,56 milljónir króna í stað þess að félagið skuldi þeim 8,63 miljónir króna. Sinnaskipti endurskoðandans hafi þegar hlotið staðfestingu með dómi Hæstaréttar í einkamáli þrotabúsins gegn Ragnari Kjartanssyni. Lögmað- urinn sagði að ef ákæruvaldið hefði haft einhvern áhuga á að sýna sann- girni hefði það samræmt ákæruna þessu á þann veg að í stað þess að segja skuldir vantaldar væru eignir félagsins í raun vantaldar um 4,56 milljónir króna, sem bæta eigi efna- hag félagsins í milliuppgjörinu um 13,2 milljónir króna. Þá gerði Jón Magnússon grein fyrir mótrökum sínum við refsikröf- um ákæruvaldsins. Hann mótmælir því að Ragnar hafi geret sekur um brot á ákvæðum hegningarlaga um rangfærslu skjala, fiárevik og brot á lögum um hlutafélög. Um sönnunar- færeiu ákæruvaldsins sagði hann að hvað varðaði Ragnar Kjartansson hefði saksóknari vippað sér léttikjya í gegnum sönnunarfærelu, einungis sagt að Ragnar hefði almennt fylgst vel með starfsemi félagsins. Vegna stöðu sinnar hljóti honum að hafa verið ljóst að rangfærsium hafi verið beitt. Engar frekari líkur eða sönnur hefðu verið færðar fyrir brotum Ragnars. í raun væri saksóknari að krefiast þess að hlutlæg refsiábyrgð yrði lögð á stjórnendur hlutafélaga séu reikningsskil þeirra rangfærð. Slíkt gangi meðal annars gegn lögum um löggilta endurekoðendur þar sem komi fram að þeir séu sjálfstæðir og óháðir og hvorki stjórnendur félags ábyrgir fyrir mistökum endurskoð- anda né endurskoðandi ábyrgur fyrir mistökum stjórnenda. Þá sagði hjuin saksóknara hafa smíðað óraunhæfa samsæriskenningu um tilvist teggja milliuppgjöra með ólíkri rekastrarút- komu. Annað þessara uppgjöra, það sem verri útkomu sýndi, hafi í raun verið samanburðarblað sem búið hafi verið til í áætlanadeild félagsins án vitundar endurskoðanda um það bil mánuði eftir að milliuppgjörið lá fyr- ir og nýjar rauntölur höfðu borist. Þetta sæist best af því að innri gerð plagganna væri ólík, sundurliðanir jafnt og öll uppstilling væri ekki sam- bærileg. Þarna væru á ferð tvö óskyld handverk. Hann vék einnig að þeim ákæi-uát- riðum sem fjalla urn ætluð brot Haf- skipsmanna við gei-ð árereiknings fyrirtækisins fyrir 1984 og vísaði að mestu um þau efni til ræðu Jóns Steinare Gunnlaugssonar þar að lút- andi, auk þeirra meginsjónarmiða sem hann hefði áður reifað í máli sínu og ættu jafnt við um gerð mjlli- uppgjöre og ársreiknings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.