Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 ísland, EFTA og EB eftir Björn Arnórsson Stórkostlegar breytingar eiga sér nú stað í Evrópu. Annars vegar þróunin í Evrópubandalaginu (EB) og viðræður þess og EFTA um sam- eiginlegt evrópskt efnahagssvæði, hins vegar hin byltingarkennda þró- un í A-Evrópu, sem útilokað er að sjá fyrir endann á í dag. Það blasir við okkur íslendingum — sem öðr- um Evrópubúum — að við munum standa frammi fyrir nýrri Evrópu, Evrópu, sem þróast hratt og örugg- lega. Vð eigum mikið verk fyrir höndum — á stuttum tíma — að í fyrsta lagi átta okkur á ástandinu og hvemig við erum í stakk búin til að mæta þessum breytingum. í öðra lagi að aðlaga efnahagslíf okkár og reyndar þjóðfélagið allt að þessari nýju Evrópu. Skiptir þá ekki máli hve náið við munum tengj- ast þessum nýju skilyrðum — breyt- ingar munu þurfa að vera umtals- verðar, eins og nánar mun fjallað um hér á eftir. Því jafn mikilsvert og það er að slá því föstu að innganga íslands í EB er ekki á dagskrá, jafn mikils- vert er að slá því föstu að við þurf- um og ætlum að aðlaga íslenskt efnahagslíf að þeim breyttu aðstæð- um, sem EB-þróuninni fylgja. Af hverju EB? Það kom æ betur í ljós á sjöunda og einkum áttunda áratugnum að Evrópa var að dragast veralega aftur úr N-Ameríku og Japan. Hug- takið Évrópulömunin — Euroschler- osis — varð æ algengara í efnahags- umræðunni og margir sáu fyrir sér að efnahagslífið mundi snúast um tvo póla: N-'Ameríku með Banda- ríkin í fararbroddi annars vegar og hins vegar Asíu með Japan í farar- broddi. Það var sama hvar niður var gripið. Framleiðni, atvinnuleysi, verðbólga ... Allar tölur bentu til þess að Evrópa væri að daga uppi í hinni miskunnarlausu samkeppni fjármagnsins. Það er í þessu samhengi, sem verður að skoða jákvæða afstöðu norrænu verkalýðshreyfingarinnar til þróunarinnar í EB, án þess að með því sé kveðið á um inngöngu þeirra ianda, sem enn eru utan þess. Það er augljóslega einnig að þessu leyti hagkvæmt fyrir íslend- inga. EB-löndin taka við meira en helmingi útflutnings okkar og því mikilsvert að markaðir þar þróist á jákvæðan hátt. Á þessu stigi máls er heldur eng- an veginn augljóst á hvern veg EB muni þróast að öðra leyti. Annars vegar er hægt að hugsa sér EB, þar sem markaðsöflin — nýfijáls- hyggjan — munu ráða ferðinni í einu og öllu. Hins vegar má hugsa sér EB, sem stefni inn í velferðar- þjóðfélagið, eins og við þekkjum það t.d. á Norðurlöndum. Um þetta standa hatrömm pólitísk átök og úrslit þeirra átaka eru á engan hátt ráðin. Það er einnig rétt að árétta í þessu samhengi að þau, innan EB, sem leggja mesta áherslu á að þró- unin þar gangi sem örast og hvað lengst, era oft hin sömu og standa í eldlínunni fyrir félagslega þáttinn. Og öfugt. Nægir e.t.v. að nefna Delors og Thatcher, sem dæmi þar um. Alþjóðleg samtvinnun Önnur röksemd í máli þessu er sú staðreynd að fjármagnið lætur landamæri sig engu varða og al- þjóðleg samtvinnun þess er löngu viðurkennd staðreynd. Þegar ákvarðanir fjármagnsins era orðnar alþjóðlegar og taka lítt tillit til þjóð- legra vandamála, þá er ljóst, að pólitísk stjórnun verður einnig að vera alþjóðleg — yfirþjóðleg — ef unnt á að vera að beita fjármagnið lýðræðislegri stjómun. Fjárfestingar t.d. Svía í EB-lönd- unum þrefölduðust á árunum 1985-88. Því má slá föstu að áhrif- in eru meiri en þessar tölur segja til um, því það má ganga út frá því að þau fýrirtæki, sem um ræð- ir, séu kjaminn í vaxtarbroddi sænska efnahagslífsins. Það er augljóst mál að vandi Svía (og þá um leið annarra þjóða, sem standa frammi fyrir þessari þróun) er sá að lýðræðið — í merk- ingunni ákvarðanir þingsins og ríkisstjórnar — verður æ rýrara að innihaldi, Þessir aðilar verða að aðlaga sig þeim aðstæðum, sem fjármagninu er boðið í EB. Lýðræð- ið verður í raun æ formlegra — aðlögun að aðstæðum, sem ákvarð- anir era teknar um annars staðar, án þess að (í þessu tilviki Svíar) hafí nokkur áhrif þar á. Fleiri dæmi mætti nefna, sem bókstaflega kalla á aukna alþjóð- lega samvinnu og í vissum tilvikum yfirþjóðlegt vald. T.d. er erfitt að sjá hvemig leysa á mengunar- vandamálin án þess að það sé gert í alþjóðlegri samvinnu og með bind- andi alþjóðlegum samningum. Það er til lítils fyrir eitt þjóðríki að taka á þessum' vandamálum með næsta þjóðríki við hliðina spúandi mengun yfír landamærin. Það er einnig vandséð hvernig einstök ríki ætli að leggja — oft kostnaðarsamar — kvaðir á „sín“ fyrirtæki, ef sömu kvaðir era ekki samtímis lagðar á samkeppnisfyrirtækin. Við samtökum launafólks blasir nauðsyn fjölþjóðlegrar samninga- gerðar. Við það verður ekki unað að fjölþjóðleg fyrirtæki geti att launafólki ýmissa landa hveiju gegn öðru. Þetta er augljóst vandamál, sem ekki minnkar við þá staðreynd að sterk öfl era á ferðinni innan íslensku verkalýðshreyfingarinnar, sem vilja minnka einingar hennar enn meir en nú er. Hins vegar er rétt að taka skýrt fram að á þessu stigi málsins virð- ist nokkuð víðtæk samstaða ef litið er til samþykkta hagsmunasamtaka á íslandi, um að ganga ekki í EB. Samtök launafólks á íslandi eru a.m.k. mjög samhljóða í þeirri af- stöðu sinni. Mest áberandi rök- semdin að baki þeirrar afstöðu er spumingin um fiskveiðarnar og aðgang erlendra þjóða að landhelg- inni — auk hins yfirþjóðlega valds í EB. Skoðanakannanir meðal þjóðar- innar sýna þó miklu jákvæðari af- stöðu til samvinnu við EB og jafn- vel til inngöngu. Samtímis endur- spegla skoðanakannanir ótrúlegt þekkingarleysi um þessi efni. Einnig er rétt að minna á í þessu samhengi að EB er ekki reiðubúið til tvíhliða umræðna við einstök ríki um inngöngu, þannig að einnig þess vegna er spurningin um inn- göngu ekki -á dagskrá. EB Fimm atriði ber hæst þá fjallað er um EB, þ.e. „frelsin fjögur" og hið yfirþjóðlega vald, sem er einn af hornsteinum þess. a) Vörar. Með nokkrum sanni má segja að frelsi vörannar sé ,ráðandi í alþjóð- legum viðskiptum í dag. Alltént má segja að þeim röddum, sem beijast fyrir vemdartollum, hefur stórlega fækkað undanfarin ár. Þó skal ekki dregið úr mikilvægi þeirr- ar umræðu, sem á sér stað innan EB um hvort EB skuli umlukið vemdartollum eða ekki. Hér skiptir verslun með sjávarafurðir okkur íslendinga höfuðmáli, sbr. þá áherslu, sem lögð hefur verið á þann þátt mála af íslands hálfu í þessum umræðum. b) Þjónusta. Þessi þáttur mun að líkindum geta haft mest áhrif á samgöngur okkar í lofti og á legi, tryggingar og bankastarfsemi (sbr. fjármagn- ið) o.fl. c) Fjármagnið. Áhrif þessa þáttar á íslenskt efnahagslíf era á engan hátt full- könnuð — og er þar bæði átt við fjárstreymi inn í landið og fjár- streymi út úr því. Afleiðingar þessa „frelsis" eru fyrirfram alls ekki sjálf gefnar. Leiða má rök að því (sjá síðar) að í raun sé landið nú þegar galopið fyrir erlendu fjármagni og þurfi að leita allt annarra leiða en lagaboða til að svara tilhneigingum fjármagns til að leita inn í landið — ef menn vilja á annað borð koma í veg fyrir það. Má þar t.d. nefna ríkisútboð á fiskkvótum þannig að Ijármagnið streymdi til ríkisins, ef erlendir aðilar keyptu kvóta, en ekki til einstakra útgerðarmanna eins og nú getur orðið (er?) raunin. Eins má segja að tilhneiging inn- lends fjármagns til að leita út fyrir landsteinaria yrði meiri ef fjármag- nið nyti meira hagræðis innan EB (eða sameiginlegs evrópsks efna- hagssvæðis (EES)), en utan þess. d) Fólk. Fijáls búseturéttindi og fólks- flutningar hljóta alltaf að vera við- kvæmt mál — ekki síst í augum smáþjóðar eins og okkar. Þetta mál þarf að skoða rækilega annars veg- ar út frá mögulegu innstreymi fjöl- mennra hópa frá löndum þar sem atvinnuleysi er mikið og hins vegar út frá stöðu okkar til að taka á móti erlendum innflytjendum. Hið síðamefnda er tekið fram að gefnu tilefni, því reynslan bendir til þess að stórátaks sé þörf í íslensku þjóð- félagi til að auka skilning okkar á menningu annarra þjóða, m.a. til að vinna gegn kynþáttafordómum, sem eru ótvírætt meiri en okkur þykir gott að viðurkenna. í þessu samhengi er einnig rétt að benda á að flutningar milli EB- ríkjanna hafa verið ótrúlega litlir sbr. meðfylgjandi töflu. Enn er þó rétt að taka fram að það segir ekki mikið um hvernig þróunin getur orðið eftir 1992. e) Yfirþjóðlegt vald. Meðfylgjandi skýringarmynd, sem hér er birt með góðfúslegu leyfí Þorsteins Magnússonar úr ágætu riti hans, „Evrópubandalagið: Stofnanir og ákvarðanataka", sem er gefið út af öryggismálanefnd. EFTA-viðræðurnar EFTA-löndin standa öll gagnvart þeim vanda sem hér hefur verið frá greint. Þetta eru öll lítil hagkerfi og opin, i þeirri merkingu að þau era mjög háð utanríkisverslun sinni. Þó þau séu um margt ólík, bæði hvað varðar efnahagslíf og alþjóð- leg samskipti, þá eru það þessar staðreyndir, sem tengja þau hags- munalega saman. Það er einnig ljóst að þau ganga til viðræðnanna með mjög mismun- andi hugarfari gagnvart EB. Sviss- lendingar eru væntanlega tregastir, Austurríkismenn hafa sem kunnugt er sótt um inngöngu, hin koma ein- hvers staðar þar á milli og læt ég þar vísvitandi vera að tjá mig um afstöðu íslendinga, sem er ansi tor- ráðin — ekki síst með tilliti til skoð- ananakannana meðal þjóðarinnar! Hins vegar liggur fyrir að þau era öll reiðubúin til að ganga til samningaviðræðna við EB — Island með fyrirvara um vinnuafl og fisk, eins og síðar mun vikið að. Það era nokkur atriði, sem mikil- vægt er að slá föstum í sambandi við þær viðræður, sem fyrirhugaðar era á árinu 1990. í fyrsta lagi verða menn að horf- ast í augu við (en á því hefur verið nokkur skortur) að hér er um samn- ingaviðræður að ræða. EB gengur á engan hátt til þessara viðræðna með því hugarfari að evrópskt efna- hagssvæði sé EB svo mikilvægt að öllu skuli til kostað til þess að það nái fram að ganga. Þær raddir hafa heyrst í vaxandi mæli — t.d. frá dönskum atvinnu- rekendum — að ekki séu efni til að veita atvinnurekstri EFTA-land- anna aðgang að kostum þeim, sem EB-atvinnurekendur a.m.k. telja fylgja „hinu fjórþætta frelsi" án þess að EFTA taki einnig á sig að borga reikninginn svo sem kostnað- inn við rekstur EB og sjóði. / öðru Iagi eru uppi tvenns konar raddir um áhrif þróunarinnar í A-Evrópu. Annars vegar þær er telja að hún muni stórminnka áhuga EB-landanna á viðræðunum við EFTA. Hins vegar þær er telja, þvert á móti, að A-Evrópuþróunin muni flýta EB-EFTA-umræðunum, því aðilar muni telja sig sterkari gagnvart A-Evrópu með 16-landa efnahagssvæði, en 12. / þriðja lagi er vert að minna á að niðurstöður samningaviðræðn- anna (ef um þær næst sameiginleg niðurstaða) munu lagðar fyrir þjóð- þing EFTA-ríkjanna til ákvörðunar. Heildarfólksfjöldi og Qöldi búsettra innflytjenda í hverju landi Skráð Heildar- EB-innfl. Aðrir innfl. í þús. f þús. % af heildar- fólksfj. f þús. % af heildar- fólksfj. Belgía 9.864,8 538,1 5.45% 315.2 3,20% V-Þýskal 61.170,5 1.377,4 2.25% 3.195,5 5.22% Danmörk 5.102.0 27,0 0.53% 102.0 2,00% Spánn 3S.832,3 193.3 0.50% 141,6 0,36% Frakkland (1982) 54.273,2 1.577,9 2.91% 2.102.6 3,87% Bretland 56.075,0 S10,0 1.45% 1.651.0 2.94% Grikkland 9.739,6 55,3 0.57% 31,3 , 0.32% ftalía (1981) 56.556,9 91.1 0.17% 112.1 0,20% frland 3.543.0 61,7 1,74% 17.8 0,50% Lúxemborg (1989) . 384,2 101.6 26,44% 10,3 2,68% Holland (1988) 14.714,2 156,9 1.06% 434.9 2.95% Portúgal 10.270,0 23,9 0.23% 65,6 0,64% Alls 320.525,7 5.014.2 1.56% 8.179,0 2.56% Heimild: Skýrsla framkvæmdastjórnar EB um félagslega aðlögun innflytjenda frá rfkjum utan Evrópubandalagsins sem fá löglegan búseturétt til frambúðar. (SEC (89) 924 final, 22.6.1989)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.