Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 10. MAÍ 1990 Minning-: Páll Guðbjörnsson * Fæddur 23. febrúar 1929 Dáinn 28. apríl 1990 Það er með þakklæti og hlýjum huga sem við kveðjum tengdaföður okkar, Pál Guðbjörnsson, sem lést 28. apríl sl. Það er ótrúlegt að þessi hrausti maður skuli vera horfinn, en minn- ing hans mun lifa með okkur. Páll var sérstaklega handlaginn og ósérhlífinn við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann mátti varla vita af óunnu verki einhvers staðar þá var hann mættur með verkfærin sín og ávallt reiðubúinn til aðstoð- ar. Þau voru ófá handtökin sem hann vann fyrir okkur og dætur sínar. f Ekki má gleyma íþróttunum og þá sérstaklega skíðaíþróttinni, því ófáar voru ferðirnar hans á skíða- svæðin, þar sem hann vann óeigin- gjarnt starf til framdráttar skíða- göngu. Hann var sjálfur keppandi í göngu til fjölda ára og eru ófáir íslendingar sem hafa keppt á jafn mörgum landsmótum og Páll. Það var alltaf gaman að koma á skrif- stofuna hans og sjá alla verðlauna- gripina frá hinum ýmsum keppend- um sem hann tók þátt í. Páll var alveg einstaklega barn- góður maður og barnabörnin nutu góðs af því. Það var unaðslegt að sjá hvað hann gat snúist í kringum börnin, hvða hann hafði gaman af að leika við þau bæði úti og inni. Það verður erfitt fyrir þau að hafa engan afa til að leita til nú þegar hann er fallinn frá. Við kveðjum góðan vin með virð- ingu og þökk og biðjum Guð að blessa og styrkja Önnu og dætur í þeirra miklu sorg. Megi minning hans lifa um ókomna framtíð. Grétar, Gylfi og Björn Kveðja til afa Páll afi minn var besti afi í heimi og hafði alltaf tíma fyrir mig þegar ég kom í heimsókn í Garðsendann. Alltaf var hann til í að leika við mig jafnt úti sém inni. Afi var allt- af tilbúinn að passa mig þegar þess þurfti með og hann tók sér jafnvel frí úr vinnunni til þess. Elsku amma mín, Guð styrki þig í sorg þinni. Ég veit að Guð mun passa afa rninn og láta honum líða vel hjá sér. Minningin um hann afa minn mun lifa áfram í hjarta mínu. Ég læt fallegu kvöldbænina mína vera kveðju mína til afa: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson.) ' Harpa Dögg Loksins er hið langþráða vor komið. Langur og strangur vetur er að baki og bjartar nætur sumars- ins á næsta leiti. Árstíð tilhlökkunar, vona og bjartsýni fer í hönd. En einmitt nú, þegar fögnuður ætti að búa í bijósti er harmur í hjarta. Á þessum vordögum, þegar jörðin vaknar af vetrarblundi og lífsorkan brýst fram í margvísleg- um myndum hefur eitt lífsljós slokknað. Þetta lífsljós, sem veitti mörgum birtu og yl, hefur lokið hlutverki sínu í heimi hér. Páll Guðbjörnsson fæddist á Reykjarhóli í Fljótum í Skagafirði þann 23. febrúar 1929. Hann var næstyngstur 6 bama þeirra hjóna Guðbjörns Jónssonar og Jóhönnu Stefánsdóttur. Páll sleit barnsskónum á Reykj- arhóli, en flutti síðan til Siglufjarð- ar. Þar lærði hann rafvirkjun og varð hún ævistarf hans. Árið 1954 kvæntist Páll eftirlif- andi konu sinni, Önnu Jónasdóttur, sem þá var í foreldrahúsum á Siglu- firði, en þangað höfðu foreldrar hennar flutt frá Ólafsfirði, þar sem hún ólst upp. , Sama ár og Páll og Anna giftust stofnuðu þau heimili í Reykjavík. 5 árum síðar byggðu þau hús við Vallargerði í Kópavogi. Eftir 12 ára búsetu í Kópavoginum fluttu þau að Garðsenda 6 í Reykjavík og hafa átt þar heima síðan. Páll og Anna eignuðust þijár dætur, Jónu Björgu, sem gift er Grétari Sigurðssyni, Fríðu Björk, hennar sambýlismaður er Gylfi Sig- urpálsson og Elfu Björt, sem heit- bundin er Birni Erlingssyni. Páll Guðbjömsson var mikill mannkostamaður. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum allnáið og á honum miklar þakkir að gjalda bæði fyrir margvíslega greiða er hann gerði mér og fjölskyldu minni, svo og ótalmargar ógleymanlegar samverustundir. Við sem búum úti á landsbyggð- inni emm oft illa sett með marg- víslega þjónustu, sem aðeins fæst á höfuðborgarsvæðinu. Það er ýms- um annmörkum bundið að fá þá þjónustu auk ærins kostnaðar vegna fjarlægðar. Margt ómakið tóku þau hjónin Páll og Anna á sig fyrir mig og fjölskyldu mína. Það var ekki ónýtt að eiga slíka hauka í horni þegar mikið lá við. Þau töldu ekki eftir sér að þeytast um þvera og endilanga borgina til að gera mér og öðrum greiða, t.d. að útvega skólafólki húsnæði, að- stoða það við flutninga að ógleymd- um öllum handtökunum hans Páls við viðgerðir af ýmsu tagi. Páll var með afbrigðum úrræða- góður maður og fórnfús. Þá var hann mikill útilífs- og náttúruunn- andi. Moðir náttúra átti sterk ítök í honum og sérstaklega stóðu rætur hans djúpt á æskustöðvunum í Fljótunum. Flest sumur fór hann þangað og átti þar dýrðardaga við veiðar og útivist. Páll hafði yndi af ferðalögum og t JÓN EYVINDSSON BERGMANN, símamaður frá Keflavík, andaðist aðfararnótt 8. maí sl. Jarðarförin verður auglýst siðar. Fyrir hönd systra hans og annarra vandamanna, Sína D. Wiium. •r t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, TORFI MAGNÚSSON, Rauðagerði 66, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. maí. Erna Kolbeins, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, PETREA HOFFMANN INGIMARSDÓTTIR, Eiríksgötu 31, Reykjavík, lést þriðjudaginn 8. maí. Inga Harðardóttir, Hermann Pétursson, Sveinbjörg Pétursdóttir, Gunnar Pétursson, Sigurdís Pétursdóttir, fjölskyldur okkar og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, „ ÚLFAR ÞÓR AÐALSTEINSSON, Suðurhólum 18, Reykjavík, varð bráðkvaddur 3. maí sl. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. maí kl. 13.30. Sigríður Helga Sveri isdóttir, Kristján Ari Úlfarsson, Aðalsteinn Þórðarson, Marta Aðalsteinsdóttir, Þórstína Aðalsteinsdóttir, Svanhvit Aðalsteinsdóttir. Mágur minn og föðurbróðir okkar, GUÐJÓN FJELDSTED TEITSSON fyrrv. forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, Hofsvallagötu 55, lést 2. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 11. maí kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Unnur Bergsveinsdóttir, Teitur Daníelsson, Helga Daníelsdóttir, Ragnheiður Daníelsdóttir, Sigurður Daníelsson, Orn Ragnar Símonarson, Teitur Simonarson, Sigrún Símonardóttir, Sigurbjörg Símonardóttir, Bergsveinn Símonarson. Dóttir mín, móðir, systir og mágkona, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Álfatúni 31, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 7. maí. Jarðarförin augýst síðar. Guðrún Jörundsdóttir, Haukur Örn Dýrfjörð, Sigurður J. Sigurðsson, Gunnar Kr. Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Óskar Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jens Sigurðsson, Þorsteinn Emilsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Barbara Sigurðsson, Guðrún Magnúsdóttir, Jóhanna Hannesdóttir, Guðbjörn Þórðarson, Auður Fr. Halldórsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, SVERRIR JÚLÍUSSON útgerðarmaður, fyrrverandi alþingismaður, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 11. maíkl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hins látna, láti Slysavarnafélagið eða líknarstofnanir njóta þess. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Alma V. Sverrisdóttir, Óskar F. Sverrisson, Gunnar A. Sverrisson, Garðar Sverrisson, Anna G. Sverrisdóttir, Ólafur Hilmar Sverrisson, Oddný G. Sverrisdóttir, Pétur Örn Sverrisson, Guðmundur Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. Egill Jónsson, Sigurveig J. Einarsdóttir, Hrafnhildur Garðarsdóttir, Camilla Bjarnason, Sigurjón Éinarsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, var einstakur ferðafélagi. Nokkrum sinnum fórum við hjónin í ferðalög með Páli og Önnu og eigum við margar ljúfar minningar frá þeim. Hið síðasta var á síðastliðnu súmri. Þá nutum við fegurðar Eyjafjarðar- ins í sumarskrúða og nóttin tendruð af miðnætursól í hafsauga heillaði okkur og hvatti til að teyga meira af unaðssemdum landsins okkar. Þá hétum við því að fara á næsta sumri til Hríseyjar. Ekkert okkar grunaði þá að þetta væri hinsta sameiginlega ferðin okkar. Páll var mikill skíðagarpur. Trú- lega hefur kveikjan að því verið erfiðar vetrarsamgöngur í snjóa- plássinu Fljótum, þar sem hver og einn varð að treysta á mátt sinn og megin, enda var vélvædd sam- göngutækni nútímans óþekkt á uppvaxtarárum hans. Skíðagöngu iðkaði hann allt fram undir hið síðasta eða meðan heilsa og þrek leyfði. Hann keppti iðulega í þessari íþróttagrein og náði þar góðum árangri fyrir sjálfan sig og einnig aðra. Því þarna birtist einnig fórnarlund hans og fylgni, sem var svo ríkur þáttur í fari hans. Hann leiðbeindi unglingum, sem áhuga höfðu á göngu, og fylgdi þeim á skíðamót og aðstoðaði í keppni. Páll var mikill reglumaður. Hann gerði miklar kröfur til sín og verka sinna og var því eftirsóttur til starfa. Starfsdagurinn var jafnan langur og stundum lítill tími til að sinna hugarðefnunum. En þótt þessum atorkumanni væri vinnan mikils virði var þó annað, sem hann setti ofar. Það var fjölskyldan hans. Páll eignaðist mjög góða eigin- konu, sem bjó honum og dætrum þeirra indælt heimili. Þar hefur löngum verið mikill gestagangur og öllum tekið opnum örmum hvort um sem um stutt innlit var að ræða eða margra daga og jafnvel vikna dvöl. Þau hjónin voru með afbrigð- um gestrisin og sannir höfðingjar heim að sækja. Barnabörnin hans Páls, sem eru fimm talsins, voru mjög hænd að afa sínum. Ekki laðaði hann þau að sér með ökuferðum, bíóboðum né sælgætisgjöfum, sem böm eru gjarnan auðkeypt fyrir. Umhyggja hans og ástríki dró þau að honum og þegar þau höfðu vit og þroska til þá fór hann með þau út í náttúr- una, upp í Heiðmörk eða eitthvert annað þar sem þau nutu samvist- anna í umhverfi sem Guð skóp en ekki mennirnir. Ferðirnar hans á vit náttúrunnar verða ekki fleiri nema hin hinsta er allra bíður að samlagast móður jörð. Páll lést í Landakotsspítala 28. apríl sl. eftir fremur stutta en erf- iða sjúkdómslegu. Vágesturinn mikli, krabbameinið, varð honum að aldurtila. Páll Guðbjörnsson er horfinn á vit eilífðarinnar. En minningin um þennan góða dreng, sem lagði hug sinn og hjarta í hvert það verk er hann vann, mun lengi lifa hjá þeim er fengu að njóta samvista með honum. Guð blessi hann og ástvini hans. Hreinn Bernharðsson Kveðja frá dóttur og barnabörnum Það er mjög sárt að missa hann. Það var alltaf hægt að treysta á hann ef eitthvað bjátaði á, þá var hann kominn um leið. Börnin hafa misst mikið, þau sakna félagans sem hafði alltaf tíma til að fara í gönguferðir, ræða málin, hjálpa við lærdóminn. Það var gaman að fylgj- ast með kraftinum og áhuganum, þegar hann tók sér eitthvað fyrir, eins og skíðagöngur og ýmisleg störf tengd skíðaíþróttum. Við vor- um vön því að hann birtist allt í einu í kaffi, eða til að fá krakkana með út að trimma. En nú er eins og eitthvað vanti, tóm sem ekki verður fyllt. Minningin um góðan föður og afa verður alltaf hjá okkur og sú mikla gleði og þökk að hafa átt slíkan að. Guð blessi hann. Jóna, Anna Gréta, Páll Hólm- ar, Sara Rós og Lena Dúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.