Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 54
54 ■ FOLK ■ NEVILLE Southall, mark- vörður Everton, er á leið til Man- chester United fyrir rúmar þrjár milljónir punda, ef marka má bresku blöðin. Hann hefur þegar farið fram á að vera settur á sölu- lista en ósk hans var hafnað. Hann hefur þó ekki gefist upp og vill fara frá félaginu, þrátt fyrir að hafa aðeins lokið einu ári af sjö ára samningi sínum. Leikmenn Ever- > -^on fóru í gær í keppnisferð til Kína og Hong Kong en Southall fór ekki með. ■ JOHN Dunkin, hefur verið rek- inn sem framkvæmdastjóri Ipswich í 2. deild ensku knattspyrnunnar. Mikið hefur verið rætt um að Terry Butcher og Mick Mills taki við lið- inu. Butcher leikur með Glasgow Rangers og hefur reyndar sagt að hann hafi ekki áhuga á starfinu. Mills er hinsvegar í atvinnuleit eft- ir að hafa farið með Stoke úr 2. í 3. deild og síðan Colchester niður úr 4. deild í vor. John Lyall, fyrrum framkvæmdastjóri West Ham, hef- ur einnig verið nefndur. ■ HOWARD Kendnll, fram- 'kvæmdastjóri Manchester City, hyggst reyna að kaupa írska varn- armanninn David O’Leary frá Arsenal. Hann keypti Niall Quinn frá félaginu í vetur og vill bæta O’Leary við. ■ GLASGOW Rangers hefur enn einu sinni sett stefnuna á Evrópu- meistaratitilinn í knattspyrnu og Graeme Souness, framkvæmda- stjóri liðsins, leitar að sterkum leik- mönnum. Hann hefur nú boðið sex hundruð þúsund pund í danska varnarmanninn Jan Mölby sem leikur með Liverpool. ■ WALSHALL sem farið hefur úr annarri deild í þá fjórðu, leitar nú að framkvæmdastjóra. talið er að Kenny Hibbit, sem lék lengi með Úlfiinum, taki við starfinu en hann er nú aðstoðarframkvæmda- stjóri hjá Bristol Rovers. ■ BRESKA blaðið New Musical Express sagði frá því nýlega að búið væri að finna nafn fyrir HM- lag Englendinga sem á að koma út 21. maí. Það á að heita Snerting handar Cicciolinu. Hún er ítölsk þingkona, heitir réttu nafni Ilona Staller, og er einkum þekkt fyrir að flíka barmi sínum. Titillinn vísar ÚK! hins fræga atviks er Maradona skoraði með „hönd Guðs“ gegn Englendingum í sfðustu heims- meistarakeppni. Það situr enn í þeim en þeir höfðu ekki áhuga á að nefna hann í baráttulagi sínu fyrir heimsmeistarakeppnina. ■ STJÓRN Leeds, gaf út yfirlýs- ingu f gær þess efnis, að þeir sem handteknir vonj í Bournemouth um helgina, verði settir í ævilangt bann á Elland Road, heimavelli Leeds. Liðið gerði jafntefli við ítalska liðið Genoa, 1:1 og að leikn- um loknum fékk liðið bikarinn fyrir sigur í 2. deild. 1 HANDBOLTI Stuðningsmanna- klúbbur stofnaður Æ' Akveðið hefur verið að stofna stuðningsmannaklúbb íslensku landsliðanna. Að stofnunni standa nokkrir Tékkóslóvakíufarar með stuðningi HSÍ. Stofnfundurinn verður haldinn í fundarsölum ISI í Laugardal á laugardaginn kl. 17. Þá verður rætt um tilurð og tiigang klúbbsins. Full- trúar HSI og íslensku landsliðanna flytja ávörp. FELAGSLIF Afmæliskaffi Vals Knattspyrnufélagið Valur verð- ur 79 ára á morgun, þann 11. maí. Af því tilefni verður opið hús hjá félaginu að Hlíðarenda frá kl. 16-18 á afmælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990 KÖRFUKNATTLEIKUR Dennis Rodman átti mjög góðan leik er Detroit vann 11. leikinn í röð í úrslitakeppninni. Páll Kolbeinsson ráðinn þjálfari KR: „Ætlum að bæta bikamum við“ PÁLL Kolbeinsson, bakvörð- ur KR og besti leikmaður úr- valsdeildarinnar, var í gær ráðinn þjálfari íslandsmeist- aranna fyrir næsta vetur. Hann tekur við af Ungverjan- um Laszlo Nemeth, sem þjálf- að hefur liðið tvö undanfarin ár. Við setjum að sjálfsögðu stefn- una á að halda íslandsmeist- aratitlinum og bæta bikarnum við. Það þýðir ekkert annað en að setja markið hátt og ég er bjartsýnn á veturinn," sagði Páll. Ilann sagðist ætla að reyna að vinna sem mest með liðinu í vet- ur: „Strákarnir í KR hafa mikla reynslu og við ætlum að vinna þetta saman í vetur. Axel, Guðni, Matthías og Birgir hafa leikið lengi með liðinu og í sameiningu reynum við að sjóða eitthvað sam- an. Ég reyni svo að nýta mér það sem ég lærði í Bandaríkjunum," sagði Páll. Páll Kolbeinsson. í gær var einnig gengið frá ráðningu þjálfara fyrir meistara- flokk kvenna. Guðni Guðnason, fyrirliði íslandsmeistaranna, mun sjá um þjálfun liðsins og tekur við af Sigurði'Hjörleifssyni. Norðmaður til UMFN? NBA-DEILDIN Lakers lá heima Tapaði fyrir Phoenix ífyrsta leiknum. Þjálfari Boston rekinn LOS Angeles Lakers tapaði mjög óvænt fyrir Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í 2. umferð úrslitakeppninnar í NBA-deild- inni, 102:104. Phoenix hafði tapað 21 leik í röð í Los Ange- les og sigurinn kom mjög á óvart. í 2. umferð er leikið þar- til annað liðið hefur sigrað fjór- um sinnum. Það var Mark West sem átti stærst- an þátt í sigri Phoenix, gerði 24 stig. Hann kom liðinu yfir 103:101, þegar hálf mínúta var til leiksloka. Liðin gerðu svo sitt- Frá Gunnari hvort stigið úr víta- Valgeirssyni skotum. i Bandaríkjunum Sigurinn var sér- staklega mikilvægur fyrir Cotton Fitzsimmons, þjálfara Phoenix. Hann var áður hjá Atlanta og San Antonio, en sigraði síðast í Los Angeles í forsetatíð Nixons! Portland hefur sigrað í tveimur fyrstu leikjum sínum gegn San An- tonio. Liðið vann nokkuð örugglega, 122:112, í öðrum ieiknum. Detroit byrjaði vel gegn New York og sigraði örugglega, 112:77. Mestur varð munurinn 43 stig. Detroit hafði ekki leikið í viku en New York fékk aðeins tveggja daga hvíld eftir erfiða leiki gegn Boston. Dennis Rodman var bestur í liði Detroit en Isiah Thomas stigahæstur með 21 stig, þrátt fyrir að leika lítið með. Þetta var 11. sigur Detroit í röð í úrslitakeppni deildarinn- ar og þykir afar líklegt að liðið mæti Los Angeles aftur í úrslitum. Chicago vann einnig fyrsta Ieik sinn, gegn Philadelphia, 96:85. Michael Jordan gerði 39 stig og Charl- es Barkley 30, auk þess að taka 20 fráköst. Rodgers rekinn frá Boston Boston Celtics rak í gær þjálfara sinn, Jimmy Rodgers. Hann hafði ver- ið tvö ár hjá félaginu og náði þokkaleg- um árangri í vetur í deildinni. Tapið gegn New York í 1. umferð úrslita- keppninnar kom honum hinsvegar á atvinnuieysisskrá. Mikið hefur verið rætt um hver taki við liðinu og gera menn því skóna að K. C. Jones, sem þjálfaði liðið í fimm ár áður en Rodg- ers tók við og gerði liðið tvisvar að meisturum, fari aftur í gamla starfið. Rodgers er þriðji þjálfarinn sem missir vinnuna í vetur. Áöur hafði Atlanta rekið Mike Fratello og Los Angeles Clippers gert hina hefð- bundnu vorhreingemingu sína og rek- ið Don Casey. Þá hefur það heyrst að Chuck Daley, þjálfari meistaranna í Detroit, ætli að hætta í sumar og taka boði NBC-sjónvarpsstöðvarinnar um að lýsa leikjum NBA-deildarinnar fyrir fúlgu fjár. Rodgers var rekinn frá Boston. NBA-deildin Úrslit urðu þessi í annarri umferð. Það lið sem er á undan til að vinna fjóra leiki af sjö kemst í undanúrslit: Austurdeild Detroit Pistons - New York.112: 77 (Detroit er yfír 1:0) Vesturdeild: Phoenix Suns - LA Lakers.104:102 (Phoenix er yfír 1:0) Portland - San Antonio.....122:112 (Portland er yfír 2:0) KNATTSPYRNA Njarðvíkingar leita nú að er- lendum leikmanni til að taka við af Patrick Releford, Bandaríkja- manninum sem lék með liðinu í fyrra. Einn þeirra sem Njarðvíking- ar hafa rætt við er einn besti lands- liðsmaður Nofegs í körfuknattleik, Hakon Austeidjord. Hann er rúmir tveir metrar á hæð og gerði yfir 30 stig að meðaltali í norsku fyrstu- deildinni, auk þess að taka á annan tug frákasta í hverjum leik. íslend- ingar muna líklega eftir honum en hann var einn besti leikmaður norska liðsins á Norðurlandamótinu sem fram fór á Suðurnesjum í fyrra og í undankeppni EM sem fram fór í Reykjavík 1986. Gunnar Gunnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, sagðist hafa rætt stuttlega við Austerfjord en ekki hefði verið tek- in nein ákvörðun. „'Okkur liggur ekkert á og viljum ekki flýta okkur um of. Hann er sterkur leikmaður en það þarf að ganga frá ýmsu til að hann geti komið,“ sagði Gunnar. Austerfjord, sem er viðskipta- fræðingur að mennt, sendi liðum úrvalsdeildarinnar bréf í vor þar sem hann falbauð þjónustu sína. Hann leggur mikla áherslu á að fá góða vinnu en þar stendur hnífurinn í kúnni, enda ekki auðvelt að finna vinnu fyrir enskumælandi við- skiptafræðing á Islandi. AFREKSMANNASJOÐUR ISI Ragnheiður Runólfs- dóttir fær styrk Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona frá Akranesi, er komin á lista yfir þá sem fá styrk úr afreksmannasjóði ÍSI. Auk hennar fá fjórir aðrir íþróttamenn styrk úr sjóðnuin; Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Einarsson spjótkastarar, Vésteinn Haf- steinsson, kringlukastari og Bjarni Friðriksson júdómaður. Styrkur afreksmannasjóðs ÍSÍ er 40 þúsund krónur á mánuði, frá apríi til september, eða í sex mánuði í senn. Eftir þann tíma verður styrkveitingin endurskoð- uð. Friðjón B. Friðjónsson, formað- ur afreksmannasjóðs ÍSÍ, sagði að vel kæmi til greina að bæta íþróttamönnum inn á þennan lista og verið væri að skoða þau mál núna. KR-ingar meistarar þriðja árið í röð? KR og Fram leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu á gervigrasinu í Laugardal í kvöld kl. 20.30. KR-ingar hafa titil að verja, en þeir hafa verið Reykjavíkurmeistarar tvö síðustu árin. Þetta verður í þriðja sinn á jafn- mörgum árum sem KR og Fram leika til úrslita í Reykjavíkurmót- inu. KR hefur unnið tvö síðustu árin, Fram, sem hefur leikið til úr- slita síðustu fimm árin, hefur tvívegis fagnað sigri á þeim tíma; 1985 og 1986. Úrslitaleikir Reykjavíkurmótsins frá 1985, er mótið var flutt á gervi- grasið, hafa farið þannig: 1985 Fram — Valur.....1:0 1986 Fram-KR.........„3:1 1987 Vaiur —Fram......2:0 1988 KR-Fram..........2:0 1989 KR — Fram........2:1 KR og Fram tefla fram sínum sterkustu liðum. Framarar verða þó án Kristins R. Jónssonar sem er nefbrotinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.