Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 56
FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Orðabók Háskólans ^.þýðir lög EB Heildarkostnaður vel á sjötta tug milljóna ORÐABÓK Háskóla íslands hef- ur fengið það verkeíhi að þýða Iög og reglugerðir Evrópu- bandalagsins á íslensku, en það er gert vegna fyrirhugaðra samningaviðræðna EFTA-ríkj- anna við EB um evrópskt efha- hagssvæði. Lögin eru um 30 þúsund handritasíður. Jörgen Pind forstöðumaður Orðabókar Háskóla íslands sagði við Morgunblaðið að áætlað væri ’-^að ljúka verkinu fyrir árslok 1991. Reiknað væri með að um tveir tugir manna yrðu ráðnir sérstak- lega til verkefnisins. Heildarkostn- aðurinn væri vel á sjötta tug millj- óna, en inni í þeirri tölu væri tölvu- búnaður sem ríkið mun kaupa. Fjárveiting á þessu ári verður 15 milljónir króna. Jörgen Pind sagði að innan Orðabókarinnar væri mikil reynsla af þýðingum á borð við þessa. Hann sagði að textinn kæmi í töivutæku formi frá Evrópubanda- laginu og yrði þýddur í hópvinnu. íslenski textinn verður síðan keyrður út á síður, umbrotinn og tilbúinn til ijósprentunar. Mikil tómata- framleiðsla ÍSLENSKIR tómatar eru komnir í flestar verslanir og var innflutningi hætt í byrjun síðustu viku. Eru þeir heldur seinna á ferðinni er venjulega vegna veðurskilyrða og að hluta til vegna nýrra tómat- plöntuafbrigða seni garð- yrkjubændur hafa verið að prófa, að sögn Níelsar Mar- teinssonar sölustjóra hjá Sölufélaginu. Fyrsta heildsöluverð hjá Sölufélaginu/Bananasölunni er 390 krónur en var 400 krónur á sama tíma í fyrra. Samkvæmt því gæti algengt smásöluverð tómata verið frá 630 krónum kílóið. Níels sagði að von væri á töluverðri framleiðslu í þess- ari viku vegna góðra ræktunar- skiiyrða að undanförnu. íslenskar gúrkur eru fyrir löngu komnar á markaðinn og kosta nú 168 krónur í heildsölu hjá Sölufélaginu og frá 270 í smásölu. Græn paprika er kom- in í verslanir. Hún kostar 399 krónur í heildsölu og 640 í smá- sölu. Þá sagði Níeis að eitthvað væri væntanlegt af gulrótum ræktuðum í gróðurhúsum. Morgunblaðið/KGA Karen Níelsdóttir í Sölufélag- inu með nýja íslenska tómata. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson UPPRENNANDIGARÐ YRKJUMAÐ UR? Þykk þoka lá yfir Akureyri í gærmorgun en henni létti fljótt og sólin braust fram. Margir hafa því eflaust dyttað að gróðri í görðum sínum — hún Arna litla gaf sér að minnsta kosti góðan tíma til að „aðstoða“ ömmu sína við vorvcrkin. Hlutabréf hækka: Flugleiðabréf hækkuðu um 16% á 2 vikum HLUTABRÉF hafa hækkað veru- lega í verði á undanförnum vikum og HMARK-hlutabréfavísitalan hefúr hækkað um 35% frá áramót- um. A síðustu tveimur vikum hafa hlutabréf í Flugleiðum hækkað um 16% hjá Hlutabréfamarkaðin- um hf. og um 30% frá áramótum. Svanbjörn Thoroddsen, forstöðu- maður Hlutabréfamarkaðarins, seg- ir að mikil eftirspurn og aukin trú á framtíð Flugleiða sé ein megin- skýring hækkunarinnar. Hann sagði einnig aðspurður að ekki væri um einn einstakan kaupanda að ræða. Gengi hlutabréfa í öðrum fyrirtækj- um hefur einnig hækkað mikið. Hlutabréf í Olíufélaginu hf. hafa raunar hækkað enn meira eða um 39%. Á síðustu tveimur vikum hafa hlutabréf fyrirtækisins hækkað um rúmlega 6%. Hlutabréf í Skagstrendingi hafa hækkað litlu minna á undanförnum vikum, en bréf í Flugleiðum. Þannig hafa Skagstrendingsbréf hækkað um 16% á síðustu vikum og um 46% frá áramótum. Verð á hlutabréfum Eimskips hefur lítið breyst að und- anförnu, en frá áramótum hafa þau hækkað um 33%. Sjá nánar: „Hlutabréf í Flug- leiðum hækka um 16% á tveim- ur vikum“ á B-l. Reykjavík: 340 hafa kosið utan kjörstaða UM ÞAÐ bil 340 kjósendur í Reykjavík höfðu í gær greitt at- kvæði utan kjörstaða vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Fyrir kosningarnar 1986 höfðu tæplega 400 greitt atkvæði um sama leyti. Utankjörstaðakosning í Reykjavík fer nú fram í húsakynn- um Fjölbrautaskólans við Ármúla. Sambandið og Flugleiðir: Starfemönnum hefur fækkað um 1.250 á nokkrum árum STÆRSTU fyrirtæki landsins hafa ílest fækkað starfsfólki undanfar- in ár. Tvö stór atvinnulyrirtæki, SÍS og Flugleiðir, hafa til dæmis alls um 1.250 færri starfsmenn í þjónustu sinni en fyrir fáeinum árum. Nú vinna um 920 manns hjá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga en í árslok 1985 voru starfsmenn fyrirtækisins 1.770 og hefur því fækkað um 850. Starfsfólki Flugleiða hefur fækkað um nálægt 400 á undanfornum árum og þar vinna nú um 1.300 manns. Þá hefur starfsfólki Eimskips fækkað um 120 á tveimur árum. Misjafn- lega hefur gengið hjá því fólki sem misst hefur starf sitt vegna uppsagna að fá nýja vinnu, að sögn Péturs Maack, skrifstofustjóra VR. Erling Aspelund, starfsmanna- stjóri Sambandsins, segir að um síðustu áramót hefðu 1.065 starfað hjá fyrirtækinu á móti 1.770 í árs- Iok 1985. í ár hefði enn fækkað og yrðu starfsmenn um 920 í júní og í árslok væri áætlað að þeir yrðu 900. Hann sagði að mest munaði um 400 starfsmenn ullar- iðnaðar sem hefðu orðið starfs- menn Álafoss hf. við sameiningu ullariðnaðarfyrirtækjanna. Þá hefði öðrum starfsmönnum iðnað- ardeildar fækkað, fækkað hefði í fjárhagsdeild, verslunardeild og skipadeild. I ár fækkaði í búvöru- deild og einnig í Bílvangi, búnaðar- deild og Jötni við sameiningu þess- ara deilda. Hjá Flugleiðum unnu 1.276 starfsmenn heima og erlendis í febrúar síðastliðnum, að sögn Kristínar Björnsdóttur í starfs- mannahaldi. Starfsmönnum fjölg- aði eitthvað í mars vegna aukinna verkefna við sumaráætlun. Tveim- ur árum áður voru starfsmenn Flugleiða 1.544 og hafði því fækk- að um 267. Fyrir nokkrum árum voru starfs- mennirnir mun fleiri og hefur í heild fækkað um nálægt 400 manns. Kristín sagði að flugliðum hefði fækkað verulega og nefndi einnig að við endurskipulagningu á Hótel Esju hefði orðið mikil fækkun á starfsmönnum á launaskrá. Rúmlega 700 starfsmenn vinna nú hjá Eimskip og er það 120 færra en fyrir tveimur árum, að sögn Þórðar Óskarssonar starfsmanna- stjóra. Mest fækkun hefur orðið í flutningamiðstöðinní í Sundahöfn en einnig hefur skrifstofufólki fækkað. Fækkunin hjá Eimskip hefur mest orðið með þeim hætti að ekki hefur verið ráðið í stað þeirra sem hætta en töluvert hefur verið um uppsagnir hjá Sambandinu og Flugleiðum á undanförnum árum. Hafa þessi fyrirtæki reynt að að- stoða fólkið við að fá aðra vinnu. Erling Aspelund segir að það hafi gengið fremur illa, en þó tekist í sumum tilvikum. Pétur Maack, skrifstofustjóri Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur, segir að mikið hafi verið um að fyrirtæki segðu upp starfsfólki til að draga úr kostnaði en hann hafði ekki yfirlit um hvað það gæti verið mikið. Misjafnlega liefði gengið að finna störf fyrir þetta fólk, og sumt hefði farið á atvinnuleysisskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.