Morgunblaðið - 26.05.1990, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990
Bryndís Brynjólfsdóttir, Selfossi:
Vanefhdir ríkisins áberandi
í mikilvægfum málaflokkum
Kosið um raunsæja stefhu og örugga forystu í bæjarmálunum
„ÞAÐ LIGGUR margl fyrir hjá okkur, við höfum unnið að mörgum
góðum málum á kjörtímabilinu," sagði Bryndís Brynjólfsdóttir sem
skipar fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna á Selfossi. Konur eru í
efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á fimm stöðum á landinu. Af
þessum fimm er Selfoss stærst. Bryndís hefur ásamt tveimur fulltrú-
um Sjálfstæðisflokksins setið í bæjarstjórn síðasta kjörtimabil.
„Við ætlum að reyna að koma
Sjúkrahúsi Suðurlands aftur inn á
fjárlög, vinna áfram að byggingu
íbúða fyrir aldraða en þar vantar
á að Húsnæðisstofnun samþykki
byggingu alls 24 íbúða sem búið
er að fullhanna en stofnunin hefur
aðeins heimilað fjármagn í helming
byggingarinnar sem nýtist ekki
nema hún sé byggð í einum áfanga.
Á þessu stendur, verkið er full-
hannað og þetta er eitt af okkar
baráttumálum.
Þá viljum við að sorphaugamir
fari úr landi Selfoss en sorp frá
öðmm byggðarlögum á Suðurlandi
er urðað í okkar landi þó Selfoss
sé landminnst af sveitarfélögunum.
Reyndin er sú að sorphaugasvæðið
mun fyllast 1991 samkvæmt þeirri
áætlun sem gerð hefur verið.
Við munum beita okkur fyrir
lægra raforkuverði til atvinnu-
rekstrar og vonum að fyrirtæki á
landsbyggðinni og önnur sjái hve
hagkvæmt það er að vera staðsett
utan mesta þéttbýlisins og nánast
í sveit sem hefur þó flesta kosti
þéttbýlis.
Það er okkur mikið kappsmál
að uppbygging Fjölbrautaskólans
haldi áfram og síðari áfangi hans
rísi ásamt íþróttahúsi. En auk
íþróttahússins viljum við að mark-
viss uppbygging eigi sér stað á
íþróttaaðstöðunni á Selfossi.
Það sem við höfum verið að gera
á síðasta kjörtímabili hefur byggst
á því sem bæjarfélagið hefur gert
upp á eigin spýtur. Þar ber helst
að nefna viðbyggingu grunnskól-
ans, kaup á KA húsinu, lagningu
gatna og gangstétta ásamt stór-
átaki í skipulagsmálum og fjárfest-
ingum í lóðum.
Vanefiidir hjá ríkinu
Það er athyglisvert að þau verk-
efni sem vinna átti að, svo sem
stækkun Sjúkrahúss Suðurlands
og bygging þjónustuíbúða fyrir
aldraða komust aldrei á fram-
kvæmdastig vegna vanefnda ríkis-
stjómarinnar.
Vinstri menn hér í bænum hömr-
uðu gjaman á því á sínúm tíma
að ríkisþátturinn ætti að vera klár
Bryndís Brynjólfsdóttir.
og borðleggjandi og sérstaklega
höfðu þeir mörg orð um þetta þeg-
ar sjálfstæðismenn voru í ríkis-
stjóm en það heyrist minna í þeim
núna enda fer sú reynsla sem við
höfum af núverandi ríkisstjórn ekk-
ert á milli mála í þessum efnum.
Ríkisþátturinn er sem sagt úti í
kuldanum þrátt fyrir einstæða
skattpíningarstefnu ríkisstjómar-
innar. Þá eru augljós svik ríkis-
stjórnarinnar í gerðum samningum
um verkaskiptinguna og má þar'
til dæmis nefna tannlæknakostnað-
inn þar sem bæjarbúar á Selfossi
töpuðum 5 milljónum króna. Virðis-
aukaskatturinn á byggingar sveit-
arfélaga kom eins og köld gusa á
sveitarfélögin því sá skattur var
ekki inni í myndinni þegar fjallað
var um málið milli aðila en á þeim
pósti innheimtir ríkið um 1000
milljónir króna á þessu ári og er
slík skattpíning einsdæmi.
Góð flárhagsstaða
Fjárhagsstaðan hjá Selfossbæ
er mjög góð, íjármagnskostnaður
er lítill og fer lækkandi. Hann er
til að mynda lægri á síðasta ári
en árinu þar á undan. Árið 1988
var Selfoss með lægsta fjármagns-
kostnað allra kaupstaða og árið
1989 er sú upphæð enn lægri. Við
höfum verið forystuafl í bæjarfé-
lagínu á síðasta kjörtimabili og
munum halda áfram á sömu braut
í þessum eftium fáum við til þess
fylgi í kosningunum.
Þurfum afgerandi forystu
Kosningamar snúast um það að
raunsæ stefna sjálfstæðismanna
fái brautargengi þannig að athafn-
ir fylgi orðum. Við bjóðum fram
heilsteyptan lista þar sem fólk með
ólíka reynslu býður fram krafta
sína og fer ekki í grafgötur með
uppruna sinn. Gagnvart þessum
valkosti standa vinstri flokkarnir,
Kvennalisti, Alþýðuflokkur og Al-
þýðubandalag, sem bjóða fram
saman en stefna þeirra hefur beðið
skipbrot. Forystan er tvíræð og
óvíst hver ræður og hver raunveru-
leg stefna er þegar til kastannna
kemur. Það er þekkt staðreynd að
samsuða og málamiðiun ríkir við
aðstæður þar sem margir ráða og
stjórnunin verður lítt afgerandi og
á slíku þurfa Selfossbúar síst að
halda. Framsókn á við innbyrðis
erfiðleika að etja og loks er það
svokallað óháð framboð sem er
runnið undan rifjum Borgara-
flokksins. Þessir hópar hafa það
sameiginlegt að óttast um eigin
hag vegna tengsla við ríkisstjórn-
ina.
Það reynir á samstöðuna
„Þetta er í fyrsta sinn sem kona
leiðir lista sjálfstæðismanna á Sel-
fossi. Við viljum reyna á það að
önnur kona af listanum nái kjöri í
bæjarstjórn. Við ætlum að efla
þrótt sjálfstæðisstefnunnar og
munum vinna saman að því.
Stefna okkar er einföld og skýr
enda höfum við lagt kapp á að
vinna af markvísi til árangurs. Við
leggjum mikið upp úr því að vinna
málefnalega á breiðum grundvelli
og opinskátt enda hefur fjöldi bæj-
arbúa komið við sögu í mótun okk-
ar stefnuskrár. Það fer líka vel á
því vegna þess að við erum að bjóða
okkur fram fyrir bæjarfélagið í
heild sinni. Við viljum vera hvetj-
andi og mér finnst á fólki á öllum
aldri að það laðist að okkar stefnu-
málum, stefnu sem byggir á góðum
og mikilvægum málum fyrir okkar
samfélag og ef við fáum ráðið ferð-
inni mun verða festa og ábyrgð í
stjórnun með tilliti til vona og óska
bæjarbúa," sagði Bryndís Brynj-
ólfsdóttir á Selfossi.
Iþróttahöll í Kópavogi:
Teiknistofan hf. kærð fyrir at-
vinnuróg og fölsun teikningar
Fögnum kærunni, segir Gunnar Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna
VALDIMAR Harðarson hjá Arki-
tektum sf„ einn hönnuða fyrirhug-
aðrar iþróttahallar í Kópavogi,
hefur kært Teiknistofúna hf. til
stjórnar Arkitektafélagsins vegna
birtingar myndar I Vogum, mál-
gagni sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi. „I texta með myndinni í
Vogum er talað um „fyrirhugaða
íþróttahöll," en þessi teikning er
ekki af fyrirhugaðri íþróttahöll,
þar sem hún er ekki frá okkur
komin,“ segir Valdimar og hann
segir myndbirtinguna vera alvar-
legan atvinnuróg. Gunnar Brigis-
son, oddviti sjálfstæðismanna í
Kópavogi, segir sjálfstæðismenn
fagna kærunni, þar sem þá komi
hið sanna í Ijós. Hann segir for-
sendur samnings við ríkið um
byggingu hallarinnar brostnar og
taka verði upp viðræður um nýja
samninga. Gísli Halldórsson hjá
Teiknistofunni hf„ sem vann teikn-
inguna umdeildu, vísar kæruefn-
inu á bug og segir þetta ekki óeðli-
legra en þegar arkitektar hafa
verið að tjá sig um Þjóðleikhúsið
að undanförnu.
„Kæran er vegna þess að mynd
sem við höfum ekki teiknað var birt
þar sem hlutunum hefur verið hagr-
ætt til þess að láta líta svo út að
menn sjái ekki inn á völlinn," segir
Valdimar Harðarson.
„Myndin er ekki teiknuð eftir okk-
ur,“ segir hann, „hún er fölsuð. Þar
er verið að reyna að fara ofan í
ómálsettar tekningar og teiknað upp
úr þeim, sem er gjörsamlega óleyfi-
legt. Bekkjum er hliðrað til, þannig
að sjónlínan verður vitlaus, þetta er
sem sagt falsað."
Hann segir málið ekki snúast um
pólitík, heldur sé um að ræða hreinan
atvinnuróg. „Af honum verðum við
að þvo okkur. Það gerum við með
því að leggja málið fyrir stjóm Arki-
tektafélagsins og beinum spjótum
okkar fyrst og fremst að þeim mönn-
um sem hafa unnið þetta. Stjórn-
málamaður sem lætur vinna svona
verður að reiða sig á að verkið sé
ekki falsað. Upplýsingarnar sem
Gunnar fékk eru rangar, af því að
teikningin er fölsuð."
Valdimar segir þetta vera alvar-
legt mál, „vegna þess að þetta er
atvinnurógur á hæsta stigi.“
Gunnar Birgisson segir sjálfstæð-
ismenn í Kópavogi fagna kærunni.
„Við erum mjög ánægðir með að
þeir kæri, því að þá kemur sannleik-
urinn í Ijós,“ segir hann. „Höfuðmál-
ið er að samið var við ríkið um fasta
upphæð, 300 milljónir, til byggingar-
innar. Þá lá nánast engin hönnun
fyrir, einhvers konar lausleg for-
hönnun. Síðan þarf lágmark 400
milljónir til viðbótar frá ríkinu til að
Kópavogur sleppi út úr þessu og með
þessum hönnunargöllum bætast við
100 til 200 milljónir til viðbótar því.
Við teljum því forsendur samningsins
vera brostnar og að þurfi að ganga
aftur til samninga við ríkið.“
„Ég vísa ákærunni algjörlega á
bug,“ segir Gísli Halldórsson. „Auð-
vitað má maður gefa hlutlaust yfirlit
fyrir hvem sem kemur hingað á
teiknistofuna með teikningar. Það
er alveg hreint eins og arkitektar
hafa verið að gefa yfirlýsingar um
Þjóðleikhúsið að undanfömu í stómm
stíl. Það er ekki nema sjálfsagt. Þar
að auki höfum við undanfarin tvö
ár verið að aðstoða Handknattleiks-
sambandið við að undirbúa þessa
byggingu, þannig að við þekkjum það
manna best hvaða kröfur em gerðar
um svöna hús.“
Gísli segir það vera alrangt hjá
Valdimar að um fölsun sé að ræða.
„Þetta er bara stækkað upp eftir
hans teikningum og við erum einung-
is að gefa hlutlausar upplýsingar um
hve mörgum sé hægt að koma inn
í svona hús samkvæmt brunareglu-
gerðum og öðmm samþykktum. Það
þarf einfaldlega að stækka húsið,“
segir Gísli. Hann segir bæði þurfa
að hækka það og stækka gmnnflöt-
inn til að það rúmi sjö þúsund áhorf-
endur.
Gísli segir hina umdeildu teikningu
ekki hafa verið kynnta sem teikningu
Valdimars. „Þetta er bara faglegt
mál sem maður reiknar út, senti-
metra fyrir sentimetra, og þá sér
maður alveg hve margir komast í
húsið. Að okkar dómi er þetta hús,
eins og það er hugsað núna, aðeins
fyrir um sex þúsund manns, með
þessari þröngu aðstöðu þegar ekki
er gert ráð fyrir góðum sætum fyrir
boðsgesti, sem verða sennilega 400
til 500, eða blaðamönnum sem geta
orðið ansi margir.“
Morgunblaðið/KGA
Heimdallur:
Púsluspili
dreift í hús
í borginni
HEIMDALLUR, félag ungra
sjálfetæðismanna í
Reykjavík, hefur síðustu
daga staðið fyrir dreifingu á
púsluspili í öll hús í borg-
inni. I því eru tólf kubbar;
sex rauðir og sex bláir. Bláu
kubbarnir mynda saman
listabókstaf Sjálfstæðis-
flokksins, D, en ekki er hægt
að raða saman rauðu kubb-
unum, sem eru með listabók-
stöfum annarra flokka.
Með púsluspilinu fylgja
skilaboð frá ungum sjálfstæð-
ismönnum til Reykvíkinga, þar
sem segir, að í borgarstjómar-
kosningunum í dag, 26. maí,
standi val kjósenda milli sam-
hents meirihluta sjálfstæðis-
manna og sundraðrar fylking-
ar vinstri manna. Undanfarin
átta ár hafí sjálfstæðismenn
undir forystu Davíðs Oddsson-
ar borgarstjóra stjórnað höfuð-
borginni og hafí þeir stuðlað
að öflugri uppbyggingu og
stórhuga framkvæmdum á öll-
um sviðum, samfara traustri
fjármálastjóm.
Borgarsij órnarkosningar:
Miimispunktar til stuðn-
ingsmanna D-listans
HÉR fara nokkrir minnispunktar til stuðningsmanna D-listans
við kosningar til borgarsljórnar Reykjavíkur í dag.
Allar almennar upplýsingar um
kosningamar er unnt að fá í síma
82900 og í þeim síma eru skráðir
niður sjálfboðaliðar til aðstoðar
við kosningamar.
Utankjörstaðarskrifstofa Sjálf-
stæðisflokksins er i Valhöll, Háa-
leitisbraut 1, 3. hæð; símar:
679053, 679054, 679056, 679032
og 679036.
Sjálfstæðisflokkurinn býður
upp á keyrslu á kjörstað. Kjósend-
pr í Nes- og Melahverfí, Vestur-
og Miðbæ og Austurbæ, Norður-
mýri, geta hringt í síma 626495
og 626496 á kosningamiðstöðinni
Austurstræti 10A.
Kjósendurí Hlíða-, Holta-, Háa-
leitis-, Laugarnes-, Langholts-,
Voga-, Heima-, Smáíbúða-, Bú-
staða- og Fossvogshverfi, sem
óska aksturs, geta hringt í síma
20720 í húsnæði Ísams-Land-
leiða.
íbúar í Bakka-, Stekkja-,
Fella-, Hóla-, Skóga-, Selja-, Ár-
bæjar-, Selás- og Grafavogshverfi
geta hringt í síma 670341 og
670367 í kosningamiðstöðinni
Þönglabakka 6, 2. hæð, óski þeir
aksturs á kjördag.