Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990
Stjórnmálabaráttan í Sovétríkjunum
Upphefð Borís Jeltsíns eykur
óvissu um stöðu Gorbatsjovs
BORÍS Jeltsín, sem í gær var
kjörinn forseti hins nýja fulltrúa-
þings Sovétlýðveldisins Rúss-
lands, er yfirlýsingaglaður mað-
ur og um leið ákaflega óvenju-
legur stjórnmálaleiðtogi á sov-
éska vísu. Forsetaembættið ger-
ir honum kleift að takast á við
Míkhaíl S. Gorbatsjov, forseta
Sovétríkjanna og leiðtoga sov-
éska kommúnistaflokksins, sem
vék Jeltsín úr stjórnmálaráði
flokksins er hann tók að gagn-
rýna slælega framkvæmd um-
bótasteftiu Sovétleiðtogans. Risu
þá úfar með þeim og lauk þeim
viðskiptum með því að Jeltsín
gerðist leiðtogi umbótasinna þar
eystra. Ovíst er hvort Jeltsín
lætur, þrátt íyrir yfirlýsingar
sínar, sverfa til stáls; til þess
kann hann að skorta stuðning á
þingi. Sovétsérfræðingar sem
Morgunblaðið ræddi við í gær
voru á einu máli um að líta bæri
á forsetakjörið sem markvisst
skref Jeltsíns í átt til aukinna
áhrifa. Hann stefndi að því að
verða fyrsti forseti Rússlands
með sambærilegt valdsvið og
Gorbatsjov og þar með verða
næstur honum að völdum og
áhrifúm í Sovétríkjunum. Sem
þingforseti hefúr Jeltsín lítil
formleg völd þótt hann gegni
æðsta embætti lýðveldisins.
Yfirlýsingar Jeltsíns hafa löng-
um þótt mótsagnakenndar og um-
mæli hans í kosningabaráttunni
voru sama marki brennd. Þó virðist
ljóst að hann mun í krafti enjbætt-
is síns geta beitt sér fyrir lagasetn-
ingu í Rússlandi sem stangast á
við efnahagsumbætur þær er Gorb-
atsjov og undirsátar hans hafa
boðað nú að undanförnu og getið
hafa af sér örvæntingu í röðum
almennings. Jeltsín hefur boðað að
hann muni beijast gegn áætlunum
þessum og jafnframt sagt að auka
beri sjálfsstjórn Rússa jafnt á
stjórnmála- sem efnahagssviðinu.
Samsteypusfjórn með
harðlínumönnum
„Jeltsín sagði m.a. að hann hygð-
ist beita sér fyrir því að efnahags-
þvingunum gagnvart Litháum yrði
hætt. Þetta er vitaskuld í andstöðu
við stefnu Gorbatsjovs,“ sagði Fri-
edhelm Schachtschneider, frétta-
stjóri þýsku fréttastofunnar dpa í
símaviðtali við Morgunblaðið frá
Moskvu í gær. Hann bætti við að
á það bæri að líta að stjómvöld í
Kaupæði hefúr gripið um sig í Moskvu sem rekja má til þeirra aðgerða sem sovésk stjórnvöld hafa boðað
í því skyni að færa efiiahagskerfið allt í átt til markaðsbúskapar. Borís Jeltsín hefur lýst sig andvígan
áætlunum þessum en og boðað aukna sjálfsstjórn Rússa jafnt á stjórnmála- sem efnahagssviðinu.
Rússlandi stjórnuðu t.a.m. ekki
orkudreifmgu, það gerði miðstýr-
ingarvaldið í Moskvu. Á hinn bóg-
inn gæti Jeltsín veitt Litháum
pólitískan stuðning en hann gæti
tæpast komið þeim eða hinum
Eystrasaltsþjóðunum til hjálpar.
Að auki lægi fyrir að samtök þau
sem stóðu að kjöri Jeltsíns og nefn-
ast „Lýðræðislegt Rússland" hefðu
einungis rúman þriðjung fulltrúa á
þingi. „Jelstín mun því þurfa að
leita eftir stuðningi harðlínumanna.
„Raunar lýsti hann yfir því að skip-
uð yrði sérstök nefnd með fulltrú-
um allra þeirra flokka og hópa sem
eiga menn á fulltrúaþingi Rúss-
lands og þessi nefnd myndi ákveða
samsetningu ríkisstjórnar lýðveld-
isins,“ sagði Schachtschneider.
Hann benti á að Jeltsín hefði einn-
ig sagt að hann væri reiðubúinn
til að eiga samstarf við Gorbatsjov
og aðra ráðamenn í Kreml. Erfitt
væri að fá botn í þessi ummæli
forsetans nýja. En þrátt fyrir þess-
ar djörfu og um margt óræðu yfir-
lýsingar blasti við að Jeltsín hefði
tæpast nægilegan styrk á þingi til
að ganga í berhögg við stefnu
Gorbatsjovs.
Síversnandi lífskjör
Schachtschneider kvað engan
vafa leika á því að kjör Jeltsíns
væri áfall fyrir Gorbatsjov þótt of
snemmt væri að segja til um hvaða
áhrif það kynni að hafa á stöðu
hans. „Jelstín er mjög vinsæll í
Rússlandi. Fólk ber gjarnan saman
ástandið í Moskvu eins og það var
er Jeltsín var flokksleiðtogi hér og
afleiðingar efnahagsstefnu Gorb-
atsjovs. I tíð Jeltsíns var matur
auðfáanlegur en nú ríkir skortur
og allt er í niðurníðslu. Fólkið kenn-
ir Gorbatsjov og stefnu hans um
versnandi lífskjör. Það treystir á
Jeltsín, telur raunar að hann einn
geti bætt ástandið."
Valdagrunnur Gorbatsjovs
Míkhaíl Voslenskíj, einn virtasti
Kremlarsérfræðingur Vesturlanda,
sagði í viðtali við Morgunblaðið í
gær að hann teldi líkur á því að
Jeltsín yrði í náinni framtíð kjörinn
forseti Rússlands. Líkt og frétta-
stjóri dpa minnti hann á að strax
eftir að Gorbatsjov var fengið auk-
ið framkvæmdavald í krafti for-
setaembættisins fyir á þessu ári
hefðu þær raddir tekið að heyrast
í Rússlandi að setja þyrfti á stofn
sambærilegt embætti þar með
stjórnarskrárbreytingu. Hreppti
Jeltsín embættið yrði það bein ógn-
un við Gorbatsjov og allan valda-
grunn hans.
„Jeltsín er mjög vinsæll og ég
tel að hann sé lýðskrumari," sagði
Voslenskíj og bætti við að vinsæld-
ir og styrk Jeltsíns mætti rekja til
neyðar almennings í Rússlandi.
Hann væri á hinn bóginn vissulega
óvenjulegur stjórnmálamaður.
Hann væri framfarasinnaður,
hugsaði um þarfir alþýðunnar en
væri ekki, líkt og aðrir stjórnmála-
leiðtogar í Sovétríkjunum, önnum
kafinn við að gæta hagsmuna for-
réttindastéttarinnar. í Ijósi þessa
myndi Jeltsín vafalaust freista þess
að takast á við Gorbatsjov og
stefnu hans. „Sovétríkin eru ný-
lenduveldi Rússa. Önnur lýðveldi
geta sagt skilið við ríkjasambandið
en án Rússlands geta Sovétríkin
ekki þrifíst. Lúti Jeltsín ekki vilja
ráðamanna í Kreml verður hann
Borís Jeltsín
Reuter
um leið andstæðingur þeirra. Verði
hann forseti Rússlands og leggist
hann í krafti þess embættis gegn
Gorbatsjov og stefnu hans, kippir
Jeltsín um leið mikilvægustu stoð-
inni undan völdum Sovétleiðtogans
er sækir þau vitaskuld til Rússa.
Hvert getur Gorbatsjov þá leitað
eftir pólitískum styrk og stuðningi?
Ekki til hinna Sovétlýðveldanna,
þau vilja flest segja skilið við ríkja-
sambandið. Ástandið qr að sönnu
mjög áhugavert."
Gorbatsjov í raðir
umbótasinna?
Voslenskíj sagði Ijóst að kjör
Jeltsíns væri áfall fyrir Gorbatsjov.
Erfitt væri að segja til um hversu
alvarlegt það væri, Sovétleiðtoginn
hefði orðið fyrir mörgum þungum
höggum að undanförnu- eins og
alkunna væri. Jeltsin gæti ógnað
stöðu Gorbatsjovs innan kommúni-
staflokksins. Sovétleiðtoginn væri
nú orðinn miðjumaðui' í sovéskum
stjórnmálum. Hann kynni að bregð-
ast við þessari þróun með því að
færa stefnu sína nær sjónarmiðum
harðlínumanna. Einnig væri hugs-
anlegt að hann freistaði þess að
treysta stöðu sina með því að ving-
ast við umbótasinna. Hann myndi
vafalítið beita öllum brögðum til
að grafa undan Jeltsín og vera
kynni að hann reyndi sjálfur að
gerast leiðtogi skoðanabræðra
keppinautarins. Gorbatsjov væri
mjög reyndur stjórnmálamaður og
mun hæfari en Jeltsín. Engu að
síður væri upphefð Jeltsíns áfall
fyrir Gorbatsjov. „Það má fullyrða
að kjör Jeltsíns eykur enn á óvissu
um stöðu Sovétleiðtogans. Völd sín
sem forseti Sovétríkjanna og leið-
togi kommúnistaflokksins sækir
Gorbatsjov til Rússlands og nú er
kominn fram á sjónarsviðið and-
stæðingur með sambærilegan val-
dagrunn.“
Adalfundur
Aðalfundur Stjórnunarfélags íslands verður haldinn miðvikudaginn
30. maí nk. kl. 12.00 á Hótel Loftleiðum, Víkingasal.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Að loknum aðalfundarstörfum mun
Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri
Félags íslenskra iðnrekenda
ræða um málefnið:
„Standa íslenskir stjórnendur afsér
samkeppni innan Evrópubandalagsins?"
Lýöveldi
Sovétríkj^
Hvlta-
Rússlai
Úkraína
Moldavía
Georgía
Azerbajdzhan
í 15 lýðveldum Sovétríkjanna búa alls um 290 milljónir manna, þar
af eru nær 150 milljónir í Sovétlýðveldinu Rússlandi. Rússland er
'langstærsta lýðveldið, 17.045.000 ferkílómetrar að stærð, eða um
tveir þriðju hlutar alls landrýmis Sovétríkjanna. Rússland sjálft skipt-
ist í 16 sjálfstjórnarlýðveldi, fimm sjálfstjórnarhéruð, 10 svonefnd
þjóðarsvæði, sex fylki og loks 49 umdæmi. Rússar eru langfjölmenn-
asta þjóð lýðveldisins, þeir eru 82,6% íbúanna. 3,6% eru Tartarar,
2,7% Úkraínumenn, 1,2% Tjúvasar; aðrir skiptast milli nær 100
þjóða. Höfuðborgin Moskva hefur milli níu og tiu milljónir íbúa með
útborgum, aðrar helstu borgir eru Leníngrad við Eystrasalt, Arkhang-
elsk við Hvítahaf og Vladívostok á Kyrrahafsströndinni.