Morgunblaðið - 08.06.1990, Síða 36

Morgunblaðið - 08.06.1990, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 Minning‘: Ingvar Sigurðs- son Grá Efstadal Fæddur 18. júlí 1919 Dáinn 2. júní 1990 Ingvar afi er dáinn, það virðist svo ótrúlegt, því mér fannst hann alltaf vera hraustur og lipur eins og táningur. Þegar ég var barn voru föður- . afí minn og báðar ömmur mínar komin með falskar tennur, en Ing- var afi hafði enn sínar eigin tenn- ur. Mamma sagði mér að það væri vegna þess hve hann borðaði hollan mat og hugsaði vel um tennumar, og því ætti ég að taka hann til fyrirmyndar ef ég vildi halda mínum tönnum. Þetta voru orð að sönnu, því afi var einhver besta fyrirmynd í heilbrigðu líferni, fór snemma í háttinn á kvöldin, var kominn upp fyrir allar aldir og fór þá í langa göngutúra sér til heilsubótar. Ein af fyrstu minningum mínum um afa eru frá því að við bjuggum A hjá ömmu og afa í Drápuhlíðinni fyrstu árin mín. Þegar hann kom heim á daginn hljóp ég á móti honum og sagði; „Afi eigum vicf að koma að telja í töskunni?" og átti ég þá við að við ættum að telja skiptimyntina í bílstjóratös- kunni hans, en það var eitt það skemmtilegasta sem ég vissi. Við gátum setið tímunum saman og raðað tíköllum og fimmköllum í „glös“ eins og ég kallaði það. Mér er minnisstætt eitt atvik þegar við vorum einu sinni sem oftar að „telja í töskunni" að nokkuð var af einnar krónu peningum og smá- aurum í töskunni, ég spurði afa hvað ég ætti að gera við þá, hann leit á hauginn annars hugar og sagði; „Já, þetta er rusl“. Ég starði á hann opinmynt, hvað átti hann við með því að kalla peningana rusl? Hann áttaði sig, brosti og sagði mér að fara með aurana fram í eldhús og láta ömmu fá þá til að kaupa mjólk fyrir. Afa þótti ákaflega vænt um fjöl- skyldu sína. í fyrra sátum við eitt sinn og drukkum kaffi í eldhúsinu í Stigahlíðinni, afi, ég, mamma og tvö af systkinum hennar. Við vor- um að rifja upp sögur frá því að þau systkinin voru lítil. Þá var oft handagangur í öskjunni og einu þeirra verður að orði, að það hljóti t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Álftagerði, lést á sjúkrahúsi Skagfirðinga aðfaranótt 6. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn. t Systir okkar, HULDA SKAFTADÓTTIR, lést á heimili sínu, Suðurhólum 24, þann 2. júní. Ólafur Skaftason, Eva Skaftadóttir, Gunnar Skaftason. t Sonur okkar, faðir og bróðir, GUÐMUNDUR TRAUSTI KRISTINSSON, Hafnarbraut 22, Hólmavik, lést mánudaginn 4. júní. Kristinn Sveinsson, Helga Sigurðardóttir, börn og systkini hins látna. Ástkær sonur okkar og bróðir, JÓN TORFI JÓHANNSSON, Mjóanesi í Þingvallasveit, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. júní kl. 13.30. Rósa Jónsdóttir, Jóhann Jónsson, Oddur Jóhannsson, Trausti Jóhannsson, Júliana Kristín Jóhannsdóttir, Þorvarður Lárusson, Lýður Valgeir Lárusson. t Hjartkær eiginkona mín, ÁSA GUNNARSDÓTTIR, Skógargerði 3, Reykjavík, er lést 31. maí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 8. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Baldvin Árnason. að hafa verið hræðilega erfítt að eiga íjögur böm á svipuðum aldri. Þá segir afí hinn rólegasti; „Þú segir það, já, en ég veit ekki hveiju hefði átt að sleppa.“ Þetta var einkennandi fyrir afa. Hann sýndi börnum sínum og okkur barnabömunum mikla væntum- þykju, og þegar maður kvaddi hann eftir stutta heimsókn í Stiga- hlíðina, gat maður ekki annað en faðmað hann að sér, hann var svo góður. Fyrir nokkrum ámm festi fjöl- skyldan kaup á sumarbústaðarl- andi austur í Efstadal, á æsku- stöðvum afa. í fyrra sumar var svo hafíst handa við að reisa veg- legt sumarhús á landinu, sem varð fokhelt sl. haust. Alltaf var afi jafn spenntur að fara að líta á landið og seinna húsið sem þar var að rísa og hlakkaði ákaflega mikið til að fá að eiga þar góða daga með fjölskyldunni í framt- íðinni, en úr því verður því miður. Ég heimsótti afa á Borgarspítal- ann kvöldið áður en hann lést. Hann var þá á góðum batavegi eftir að hafa verið fluttur þangað nokkrum dögum áður með krans- æðastlflu. Hann sagði okkur að hann væri kominn á sjötta stigið af átta sem sjúklingar sem fá kransæðastíflukast ganga í gegn- um og var mjög ánægður með hvernig sér færi fram. Hann var líka ákaflega stoltur þegar hann sagði okkur að læknarnir hefðu beðið hann leyfis um að fá að reyna á honum nýtt lyf, og væri sú tilraun gerð í þágu vísindanna. Honum fannst það sjálfsagt mál og stórkostlegt ef hann gæti átt þátt í þróun nýs lyfs sem gæti ef til vill læknað eða linað þrautir annarra. Það komst til tals að ég og unnusti minn myndum fá íbúð- Minning: Kveðja frá starfsfólki Hafrannsóknastofinunar Kynni okkar Sigurðar Erlends- sonar urðu býsna löng en ekki þó samfelld. Mér er í barnsminni stór og traustur maður sem var háseti hjá föður mínum á bv. Mars, sem lengi var eitt af mestu aflaskipum flotans. Það var þó ekki vegna ytra atgervis, sem mér varð mað- urinn minnisstæður, heldur kannski frekar vegna þess að hann var sérlega barngóður og hress í tali og það þurfti ekki að hlusta lengi til þess að komast að raun um að sjórinn átti hug hans öðrum hlutum fremur. Það er mér í fersku minni, er fundum okkar Sigurðar bar saman um áramótin 1959-1960. Þá var ég að læra í Þýskalandi en kominn með konu og son og til að spara ina, sem við höfðum fest kaup á, afhenta innan fárra daga. Afi lyft- ist allur upp og spurði hvort hann mætti ekki koma í heimsókn þegar við værum búin að koma okkur fyrir og við buðum hann að sjálf- sögðu velkominn. Ég veit að afí hlakkaði mikið til að sjá fyrsta langafa bam sitt sem von er á nú í sumar, en það mun kynnast Ingv- ari, langafa sínum, í gegnum minningar okkar af honum. Við hefðum öll viljað hafa Ing- var afa lengur hjá okkur, en við erum þakklát fyrir það hve litlar þjáningar hann þurfti að líða. Megi hann hvíla í friði. Þóranna Jónsdóttir Sigurður Erlendsson netagerðarmeistari t Ástkær eiginkona og móðir, GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR, Eyrarvegi 16, Grundarfirði, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 9. júní kl. 14.00. Hermann Sigurjónsson, Berglind Hermannsdóttir. t Litli, ástkæri drengurinn okkar, HANNESPÁLLHAUKSSON, andaðist þann 30. maf sl. á Landspítalanum. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför hans. Sérstakar þakkir til starfs- fólks vöku- og meðgöngudeildar Landspítalans. Haukur Alfreðsson, Anna Lísa Björnsdóttir, Alfreð Hauksson, Björn Arnar Hauksson, Jóhanna Hildur Hauksdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginkonu minnar og móður okkar, AUÐAR KRISTINSDÓTTUR, Leifsgötu 13. Guðmundur Sigurðsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Freygerður Guðmundsdóttir, Indriði Guðmundsson, Sif Guðmundsdóttir, Guðný Nanna Guðmundsdóttir. Lokað Félagsmiðstöð Heyr/ileysingjaskólans verður lokuð laugardaginn 9. júní vegna jarðarfarar BRYNDÍSAR H. STEINDORSDÓTTUR. Skólastjóri. okkur óþarfa útgjöld þáðum við ókeypis ferð með togaranum Keili frá Hafnarfirði til Þýskalands. Ég lét mig hafa það að velja þennan ferðamáta, þótt ég væri veikur um þær mundir. Það reyndist þó ekki koma að sök, því að Sigurður var bátsmaður á skipinu og annaðist okkur af sérstakri prýði á leiðinni og lét sér einkar annt um hvítvoð- unginn, sem löngu síðar átti svo eftir að verða verkstjóri Sigurðar á veiðarfæraverkstæði Hafrann- sóknastofnunarinnar. Ekki liðu ýkja mörg ár, þar til Sigurður var kominn í þjónustu Hafrannsóknastofnunarinnar. Var hann lengi netamaður I gamla Hafþóri og síðan Bjarna Sæ- mundssyni en síðan 1978 vann hann á netaverkstæðinu uns hann lét af störfum fyrir um ári. Reynd- ar fór Sigurður ekki alfarinn í land, því að hann átti það til fram yfír sjötugt að bregða sér í einn og einn túr á togara, enda var hann þar gjaldgengur lengur en flestir aðrir. Fyrir hönd okkar hjá Hafrann- sóknastofnun vil ég þakka Sigurði fyrir mörg og góð handtök til sjós og lands. Við þökkum einnig fyrir skemmtilegar sögur og hressilegt viðmót. Fyrir okkur sem erum hérna megin strandar er sjónar- sviptir að Sigurði Erlendssyni, sem lagður er af stað í síðustu sigling- una. Guðni Þorsteinsson Minningar- greinar Að undanförnu hefur það færst mjög í vöxt að minningar- greinar berast til birtingar eftir útfarardag og stundum löngu eftir jarðarför. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að birta ekki minningargreinar sem berast því eftir að útför hefur farið fram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.