Alþýðublaðið - 08.01.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.01.1959, Blaðsíða 1
WWMWVWMWVMWWMWWWIWWWMWWWVtWWMMMWWMWWWWWIWMMMI EftMg) 40. árg. — Fimmtudagur 8. jan. 1959 — 5. tbí. CHARLES DE GAULLE tekur í dag við embætti Frakklands- i'orseta. Hann vinnur embætt- iseið og að því loknu flytur hann í Elysée liöllina í París. Hann verður nú valdamesti maður Frakklands síðan á dög- um Napóleons. Velur hann ráð herra sína sjálfur og getur þing ið ekki fellt ríkisstjórnina. For setinn getur rofið þing á 12 mánaða fresti og sent það heim ef liann álítur öryggi ríkisins þá betur borgið. Enda þótt de Gaulle þurfi ekki að kalla sam- an þing að sinni er þá búizt við að því verði stefnt saman upp úr miðjum mánuði. De Gaulle er kjörinn til sjö ára og er hann raunverulega einráður í flestum málum rík- isins. Margt bendir til að verka- lýðssamtökunum sé að verða lióst, að þau eiga undir högg að sækja í viðskiptum við hina nýju stjórn landsins. Hafa verkalýðsfélög krafizt hærri launa og kjarabóta vegna geng islækkunarinnar. Guy Mollet form. franskra Jafnaðarmanna, hefur tilkynnt de Gaulle, að þeir muni ekki taka sæti í ríkisstjórn hans. En de Gaulle hefur lagt mikla áherzlu á að Jafnaðarmenn ættu aðild að henni. Veikir þetta aðstöðu de Gaulle að mun. VETRARVERTÍÐ er haf- in, og væri nú að komast í fullan gang, ef kommúnist- ar væru ekki staðráðnir í að fyrirbyggja hvers konar skynsamlega lausn efnahags málanna og koma í veg fyrir stöðun dýrtíðarinnar. Þetta er hin gamla og eiginlega stefna þeirra, og taki sjó- menn ekki sjálíir í taumaiia, getur valdabrask kommún- istaleiðtoganna valdið vinn- andi mönnum á sjó og íandi miklu tjóni, Málið stendur nú í stórum dráttum þannig: 1) Viðræður ríkisstjórnar- innar og útvegsmanna hóf- ust á annan jóladag. Nokkr- um dögum seinna hófust við ræður sjómanna og útvegs- manna. Samningar milli þessara aðila hafa tekizt og þeir verið undirritaðir. 2) Samkvæmt samningun- um fá bátasjómenn réttlátar kjarabætur, 13—14%, sem er meira en nokkur önnur stétt hefur fengið síðan í fyrravor. 3) Eftir að þessi kjarabót er fengin, tclja forustumenn Alþýðuflokksmanna í sjó- mannastétt, að bátasjómenn eigi eins og allar aðrar stétt ir í landinu að lúta þeim breytingumi, sem kunna aö verða á vísitölu. Kommvin- istar krefjast þess, að lækki vísitalan, skuli sú lækkun ganga yfir allar stéttir nema sjómenn. Slík krafa hefur aldrei komið fram hér á landi fyrr. Alþýðublaðið trúir því ekki, að bátasjómenn geri slíka kröfu um algerð sér- réttindi fram yfir alla aðra borgara landsins, ef þeir fá tækifæri til að kynna sér málið. Blaðið hefur þá trú, að það muni ekki standa á hinum vinnandi stéttum þessa lands, ef nokkrar bvrð ar verða lagðar á alla lands- mlenn réttlátlega til að stöðva hina geigvænlegu dýr tíðarskrúfu. Leiðtogar kommúnista hugsa öðruvísi. Þeim er ekk- ert áhugamál að hindra hækkun vísitölunnar í 270 stig á þessu ári, eins og verð ur, ef barátta ríkisstjórnar- innar gegn verðbólgunni ber ekki árangur. Þjóðin for- dæmir þessa afstöðu þeirra. Hún krefst þess, að tilraun ríkisstjórnarinnar til skyn- samlegrar lausnar efnahags- málanna verði reynd til þrautar. Nú reynir á stéttarþroska og skilning manna. Sjaldan eða aldrei liefur verið meira í liúfi í íslenzku efnahagslífi. TOGARINN „Surprise“ seldi afla sinn í Cuxhaven í fyrradag 145 lestir fyrir 86 245 mörk. isfar buðu ka omm ef beir fengiu að vera ækkun og niðurgreiðsiu r / nu gegn sem þeir fylgdu fyrir jólin KOMMÚNISTAR berjast nú hatramlega gegn viðleitni ríkis- stjóinarinnar til að stöðva dýrtíðina. Ráðast beir á stjórnina f.yrir að lækka verð nauðsynja með niðurgreiðslum og fyrir áform hennar um að allir landsm.enn gefi eftir nokkuf vísi- tölustig sem fórn í baráttunni við verðbólguna. ★ Fyrif tveim vikum var annað hljóð í leiðtogum kommunista. Skömmu áður en núverandi íikisstjórn var mynduð, Voru þessir sömu menn tilbúnir að fallast á 5 prósent kauplækkun og niðurgreiðslu vísitölunnar í 185 stig, — ef þeir aðeins fengu að vera áfram í ríkisstjórn. Það var skilyrðið. ★ Að sjálfsögðu gat enginn ábyrgur maður anzað slíkum hríng- snúningi í alvarlegustu vandamálum þjóðarinnar, þegar til- gangur kommúnista var augljóslega sá einn, að komast aftur til valda. Framkoma þeirra nú sýnir, hversu mikið var á þeim að byggja. 400 vantar til vertiðarsfarfa ÞEIR HATA HULAHOPP PEKING, 7. janúar. (REUTER.) Kommúnista- stjórnin í Kína er á móti húlagjörðum og húla- hoppi. í fréttatilkynningu frá Peking segir að húlahopp isé viðbjóðslegt æði, sem heimsauðvaldið breiði út um heiminn til þess að draga úr þrótti og ábyrgð artilfinningu almennings, ásamt með kynóraþrugli og hryllingsbókmenntum. Fréttastofan Nýja Kína bendir í allri vinsemd á, að Júgóslavar hafi verið fljótir að tileinka sér húla hoppið, og sé það í sam- ræmi við aðra þjónkun þeirra við kapítalismann- MMUWMHMMMVMtMMMMM HÓPUR FÆREYINGA KOMINN í „ÓLEYFI" VETRARVERTÍÐIN er hafin.' Að vísu er ekki fullgengið frá samningum í öllum verstöðv- um, en það sem þó hamlar enn meira er manneklan, er víða gætir í verstöðvum. I Vest- mannaeyjum er þetta vanda-J mál erfiðast. Þar mun vanta um »200 manns á bátana og 100 —200 í fiskvinnslustöðvarnar. | Kominn mun hópur ungra Fsereyinga til Vestmannaeyja °g hyggjast þeir ráða sig á ís- ’enzka fiskibáta upp á sömu kjör og íslendingar. Eru þeir hingað komnir í óleyfi fær- eyska sjómannafélagsins. SLITNAÐI UPP ÚR SAMNINGUM. Alþýðublaðið fékk þær upp- lýsingar hjá LÍÚ í gær, að skeyti hefði borizt frá fær- eyska sjómannaféláginu : um það, að enginn Færeyingur fengi að fara til íslands. Er af þessu skeyti ljóst, að slitnað hefur upp úr samningaviðræð- um milli Færeyinga og LÍÚ. FÆREYSKAR STÚLKUR FENGNAR TIL ÍSLANDS. Ekki vantar aðeins fólk á fiskiskipin hér, heldur einnig til vertíðarstarfa í landi. Hef- ur Alþýðublaðið fregnað, að útvegsmenn í Eyjum ráðgeri að fá færeyskár stúlkur hingað til lands. BÁTAR RÓA FRÁ VESTMANNAEYJUM. BLAÐIÐ hefur frétt, að ein- hverjir Vestmannaeyjabátar muni róa þangað til samningar um fiskverð og kjör hafa verið staðfestir. Af þessu er augljóst, að dagana fyrir Þorláksmessu vorsi leið- togar kommúnista reiðubúnir að gera það, sem þeir nú kalla að svíkja sjómenn, ef þeir aðeins fengju að komast aftur f í'áðherrastólana. Þá voru þeir reiðubúnir að taka af Dagsbrún- armönnum það, sem þeir nú halda fram að sé 14 prósent kaup- lækkun, ef þeir aðeins fengju að vera í stjórn. — Þannig er barátta kommúnista. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiijiiir | Báfðsjómenn fá meiri hækk-i Sjá 12. síðu -j 11111111111111111 m i ■ 11111111111111 n 11111111 n 111 ii 11111111111111111111111111111 ii 1111111111111111111111111111111111111111111111 n 11 ■ 111111111 Áki Jakobsson tek- ur sæti í fjárveit- inganefnd. TILKÝNNT var í sameinuðu þingi í gær, að Áki Jakobsson hefði tekið sæti Friðjóns Skarphéðinssonar í fjárveitinga nefnd. Talsverf tjón af eldsvoða. ELDUR kom upp í tvílyftu íbúðarhúsi að Akurgerði 39 í gærkvöldi. Var aðaleldurinn í herbergi á efri hæðinni. Taís- verðar skemmdir urðu af völd- um elds og reyks. Ekki er vit- að um eldsupptök. — Eigandi hússins er Jónas Gunnarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.