Alþýðublaðið - 08.01.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.01.1959, Blaðsíða 3
Frumvarp ti! laga um sameign fjölbýiishúsa tekið fyrir á þing Eggert G. Þorsteinsson fyígdi því úr hlaði. Of fjölgun á Fijieyju FKUMVARP til laga um sam- cign fjölbýlishúsa var til 1. umræðu í efri deild alþingis í fyrradag. Var frumvarpið sam- ið af heilbrigðis- og félagsmála- nefnd. Hafði, Eggert G. Þor- steinsson framsögu. Máli þessu var fyrst hreyft á alþingi 1957 af Eggert G. Þor- steinssyni. Flutti Eggert þings- ályktunartillögu í málinu og var hún samþykkt 13. marz 1957. Ályktunin var svo hljóð- andi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta semja frv. til laga um sameign fjöl- býlishúsa. í frv. skulu vera ítarleg ákvæði um afnot slíkra cigna og skyldur og réttindi sameigenda.“ Samkvæmt ályktun þessari fól hr. félagsmálaráðherra Hannibal Valdimarsson, hinn 24. júlí 1957 þeim Inga R. Helga syni hdl. og Jóni 3. Ólafssyni stj órnarráðsfulltrúa að semja frumvarp til laga í samræmi við ákvæði fyrrgreindrar þings ályktunar. Reynt var að afla erlendrar löggjafar um þetta efni, eink- um frá Norðurlöndum, er hafa mætti til fyrirmyndar eða hlið Kaffi lækkar VIERÐLAG SSTJÓRINN hef- ur tilkymit nýtt verð á kaffi. Hefur kaffið lækkað sem hér segir: - . . - Áðurkr. Nú kr. í heild,sölu pr. kg. 36,44 35,30 í smásölu pr. kg. 43,00 41,60 Gerviplánelan lyrsli liiur í geimslöðvar- byggingu. LONDON 7. janúar (REUTEB). Tassfréttastofau skýx-ir frá því í dag, að rússneska eldflaugin, sem nú er að komast á braut umhverfis sólu, muni nálgast jörðina á fiinm ára fresti og verði þá mögulegt að rannsaka hana frá jörðu. Yfirmaður stjörnurannsókn- arstöðvar Sovétríkjanna hefur látið svo um mælt, að þessi eld flaug sé fyrsta skrefið.í þá átt að koma upp geimstöð, sem fari braut umhverfis sól, og sendi stöðugar upplýsingar til jarðar. Rússneskir vísinda- menn ræða nú mjög að fært muni að senda menn til ann- ara hnatta innan skamms tíma. NYKOMIÐ sjónar við samningu frumvarps þessa, en það reyndist árang- j urslaust, vegna þess að um j slíka löggjöf er ekki að ræða í nágrannalöndunum, þar eð eign fjölbýlishúsa cr þar yfir- leitt með öðrum hætti en hér tíðkast. Þar er ekki um það að ræða, að íbúar fjölbýlishúsa eigi hver sína íbúð, heldur eru það félög, sem húsin eiga, en réttur hvers félagsmanns til umráða yfir íbúð byggist á fé- lagseign hans. Við samningu frumvarpsins hefur því ekki. verið-hægt að styðjast við erlendar fyrir- myndir. Hins vegar munu þau gögn, sem fengizt hafa erlend- is frá, koma a& nokkru gagni við samiiingu væntanlegrar reglugerðar um sambýlisháttu fólks í fjölbýljshúsum. i íbúar margra fjölbýlishúsa hafa gert með sér sameignar- samninga og sett ýmsar reglur um umgengni og nýtingu sam- eignar sinnar. Hafa semjendur frumvarps þessa fengið í hend- ur allmarga slíka samninga og haft bá til hliðsiónar við samn- ingu frumvarpsins. Þar sem hvorki hefur verið unnt að styðiast við erlenda né innlenda löggjöf, er frumvarp þetta alger frumsmíð. Reynsl- an mun skera úr um það, hversu til hefur tekizt um samningu þess, ög verði það að lögum, er æskilegt :að endurskoða þau, áðúr en langt um líður, þegar reýnslan hefur sýnt, hversu har er vant. og hvað betur. má fara. Frumvarpið skiptist í fimm kaíla. Fiallar fvrsti kaflinn um gi’dissvið laganna, annar um skiptingu isameignárinnár, hinn þriðji uírí -réttindi - og skyldur sáriiéigénda, fjórði kaflinn um sambýlisHát'tu ög 'lóks fimrnti kaflinn ufn ákvæði um gildis- töku. Fruravarpinu var visað til 3. iimræðu. : • ' ■ • Reuterskeyti ROTTERDAM. Skipaeigenda- samband Hollands hélt nýlega aðalfuiid og var þar upplýst að floti upp á 5 000 000 tonn frá járntjaldsríkjunum anngðist svo til alla flutninga til og frá Austur-Evrópuríkjunum. Önn- ur skip fá tæpast þessa flutn- inga. RÓM. Ráðstefna farþegaflug- manna hófst í dag í Róm á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Verð ur þar ræddir m.a. þeir örðug- leikar sem eru á að fljúga þrýstiloftsflugvélum í Austur- og Suðaustur Asíu. | HONG. KONG 44 000 starfs- j menn Pekingstjórnarjnnar hafa nýlokið eins árs störfum við landbúnað og iðnað óg snúa nú aftur að sknfstofustórfum. — Taljsmaður Bekingstjórnarinn- ar sagði í dag, að ekki einung- is hefðu þessir menn komizt í nánari tengsl við þjóðlífið, heldur hefði hugmyndafræði þeirra tekið miklum breyting- um til bóta. Brefar linir Krepnælon- sokkabuxur svartar, raúðar -— og bláar. Yerzlunin Snól Vesturgötu 17 Verkamanna- flokkurinn gagn- rýnir LONDON 7. janúar (REUTER). Framkvæmdanefnd brezka Verkamannaflokksins hefur látið í ljós óánægju með fram- komu vestrænna ríkisstjórna í samningaumleitnnum við Rússa um fram framtíðarstöðu Berlinar. Segix* í yíirlýsingu frá flokknum, að Vesturveldin hafi ennþá einu sinni gloprað úr höndum sér tækifæri til þess að ná frumkvæðinu í alþjóða- málum. Telur tlbkkurinn að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að Rússar fallist á að sameinað Þýzkaland geti þegar í stað gerzt aðili að Atlanzhafsbantla laginu. Ollenhauer, formaður Jafn- aðarmanna í Vestur-Þýzka- landi, sagði í sanxbandi við svar Bonnstjórnarinnar við Berlín- artillögum Rxíssa, að ekki væri xhÖgulegt áð hef ja viðræður um sameiningu • Þýzkalands fvrr en herstyrkur Þýzkalands væri ákveðinn. UNDANFARNA daga engir togarar verið að ólöglegum veiðum hér við land svo vitað sé. Brezkir togarar eru út af Austfjörðum og veiða flestir 20 -—30 Sjómílur frá landi. Þó. voru 2 brezkir togarar að veið- um nálægt fisbúeiðitakmörkun um út _ afNofðf jarðarhorni' í gær. Nokíkur brezk herskip eru við Austíirði. £ fyrradag voru þar tundurspillarnir Solabay og Lagos og ennfromur frei gáturn ár Pallisser, Duncan og RusseE. Sáralítill- afli hefur verið undanfarið hjá brezku togurun rm og áuk þess hefur verið erf- ' ;tt veiðiveður, stormur, frost og sjógangur. ... . . Af öorum fiskislóðum togara ár ekkert sérstakt að frétta og hvergi hefur verið neinn ágang ur á landhelgina. íraksmenn auka her sinn. BAGDAD, 7. jan. (REUTER). Abdel Karem Kassem forsætis ráðherra íraiks tilkynnti í dag, að í ráði væri að endurskipu- leggja allan herstyrk landsins, útveguð yrðu nýtízkuvopn og nýjar herdeildir stofnaðar. Hann kvað her íraks tilheyra hinni arabisku þjóð og ekki yrði setið 'hjá ef einhverju Ar- síbalandi væri ógnað. Hann sagði að írak yrði hlutlaust í átökum austurs og vesturs, en mundi standa þétt saman með öðrum arabiskum þjóðum. Á SAMA tíma og Ástralía °g Nýja Sjáland gera allt til þess ao auka straum innflytj- enda svo takast megi að nýta landgæði þar eins og mögu- legt er og koma upp varnar- stöð hvítra manna þar gegn áhrifum Asíuþjóða, lítur helzt út fyrir að offjölgun hreki í- búa brezku Fijinýlendunnar í hafið ef ekkert verður að gert. Fijieyjar urðu brezk krúnu nýlenda árið 1874. íbúar þar| voru flestir evrópskir sjó-1 menn, sem þar höfðu orðið eftir af skipum eða beinlínis flúið þangað. Um aldamótin síðustu hófst mikil sykurrækt á eyjunum enda er loftslag þar mjög hentugt fyrir rækt-| un sykurreyrs. Plantekrueig-! endurnir töldu hina lötu og' kærulausu Fijieyjabúa ekki j hentugt vinnuafl og því var I griþið til þess ráðs að flytja inn verkamenn frá Indlandi. Voru þeir samningsbundnir en hlutu ekki venjuleg borg- araréttindi nýlendubúa. Meiri hluti innflytjendanna var gjörsamlega eignalaus og átti | varla annað en einhverjar fatadruslur. Brátt kom í Ijós að Indverj- arnir undu illa réttleysinu. Margir þeirra komu með kon ur sínar og þeim fjölgaði ört. Hófust nú háværar kröfur urn að þeim yrði veittur brezkur ríkisborgararéttur. Enska stjórnin varð að láta undan kröfunum og bauð þeim að velja á milli þess að vera á- fram á Fiji eða snúa aftur til Indlands. Langflestir kusu að vera áfram á eyjunum. Eftir fyrra stríðið hófu Ind- verjarnir baráttu fyrir bætt- um kjörum ,og auknum mennt . unarskilyrð.um fyrir böm sín. Stjórnin neyddist til að láta undan. Hinir gömlu Fijibúar voru áfram kærulaúsir ura iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiHiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiim. allt nema hinn líðandi dag en Indverjarnir horfðu fram í tímann og höfðu áhyggjur af framtíð barna sinna. Nú er svo komið að Ind- verjar eru orðnir margfalt fleiri en hinir gömlu Fiji-bú- ar. Horfir til stórra vandræða ef ekki verða fundnar leiðir til að sjá öllu þessu fólki fyr- ir nægri atvinnu. Brezka stjórnin hefur nú skipað nefnd til þess að rannsaka á- standið og gera tillögúr til úr. bóta. Á eyjunum búa rúmlega 300.000 manns. Kaupkröfur í Frakklandi. PARIS. 7. jan. (REUTER). Otti við auknai' kaupkröfur verkamanna olli mikilli verð- hækkun á gulli og dolltirum í Frakklandi í dag. Gullkílóið hækkaði í vei'ði um 4000 franka og dollarinn um finun franka. Starfsmenn við gas- og raf- magnsstöðvar fóru í kröfugöng- ur í gær og kröfðust hærri launa. Búizt er við að fleiri at- vinnugreinar bætist í liópinn innan skamms. Kleppsspífali. !Q I | FYRSTA. spilakvöld AI-§ | þýðuflokksfélaganna í Rvík | I á. þessu ári yerður i Iðnó ann | 1 að kvöld kl. 8.30. Úthlutað § | verður þá verðlaunum í 5-1 | kvöldakeppninni. Gylfi Þ.| I Gíslason menntamálaráðh. | ! flytur ávarp. Kaffi og dans.| Áiiiiiiiiiiiiiiiiiiiillliiliiiiiliiliniiliitmilllililliliiiliiinr Framhald af 12. síðu. Ekki gat Hannibal þess þó, hverjir þessir „ýmsu læknar“ væru og minntist ekki á afstöðu læknadeildar háskólans og læknafélaigsins til tillögu land- læknis í málinu. GOTT TÆKIFÆRI TIL BRKYTINGAR • Benedikt Gröndal tók aftur til máls og benti á, að gott tæki. færi virtist til breytingarinnar í sambandi við mannaskiptin á KLeppi og myndi það- hafa ráðið úrslitum um tiEögu og afstöðu landlæknis.. Næst prófessors- embætti í geðlækningum taldi hann mesta þörf á prófcssors- emíbætti í kvensjúkdómum og fæðingarthjálp við læknadeild- ina, .enda myndi það dómur flestrai sérfróðra aðEa. 'Bj,ar.ni Benediktsson hafði það um málið að segja að skora á núverandi heilbrigðismálaráð heri’a að taka það til athugnar og afgreiðslu, þar eð afstaða hans hefði mun meiri þýðingu en sjónarmið fyrrverandi heE- brigðismálaráðherra, sem væri vikinn úr valdastóli. ;:K2S»-íVíN«*>*- inn in^arópjöi m Grannarnir — Af hverju þarf það endilega að vera ég? — Geta það ekki alveg eins verið þjófar? Alþýðublaðið — 8. janúar 1959 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.