Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990 7 Morgunblaðið/Sverrir Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Grjótaþorpi, en þar er verið að endurnýja hitalagnir, endur- leggja götur og koma fyrir snjóbræðslukerfi. Hitalagnir í götur í Grjótaþorpi MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir í Gijótaþorpi í Reykjavík. Er þar verið að end- urleggja götur og skipta um hitalagnir. Þar verður jafii- framt lagt snjóbræðslukerfi í götur, samkvæmt borgarstjórnar. samþykkt Borgarstjórn samþykkti í vor að leggja snjóbræðslukerfi í götur í miðbænum og eru nú fram- kvæmdir við það hafnar í Grjóta- þorpi. Þar er nú verið að endur- leggja götur og jafnframt að end- umýja hitalagnir og verður snjó- bræðslukerfinu komið fyrir í leið- inni. Borgarstjóri um sorpböggunarstöðina í Gufunesi: Grafarvogsbúar fá að fylgjast með uppbyggingnnni Konum hefiir flölgað í bæjar- sljómimi og borgarstjóm KONUM fjölgaði nokkuð í bæjar- stjórnum og borgarstjórn í sveit- arstjórnarkosningunum í vor. Þær eru nú 32,4% kjörinna fulltrúa í bæjarsljórnum kaupstaða landsins og borgarstjórn Reykjavíkur en voru 28,9% eftir kosningarnar 1986. Kjörnir fulltrúar í bæjarstjórnum kaupstaða og borgarstjórn Reykjavíkur eru nú 250. Þar af eru konur 81, eða 32,4%. í borgarstjórn Reylq'avíkur sitja nú 7 konur og 8 karlar, í Garðabæ og Seltjarnarnesi eru konur í meirihluta bæjarstjórna og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru konur 45% sveitarstjórnarmanna, að því er fram kemur í frétt frá Jafnrétt- isráði. Jafnréttisráð hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á stjórn- málasamtök og framboðslista að hafa í huga 12. grein jafnréttislag- anna þegar skipað verður í stjórnir, nefndir og ráð bæjarfélaga. Þar seg- ir að leitast skuli við að hafa sem Fyrirlestur um atvinnu- mál fatlaðra Dr. Lou Brown heldur fyrirlest- ur í Norræna húsinu í kvöld um hvernig styðja megi fatlað fólk á almennum vinnumarkaði. Hefst lyrirlesturinn kl. 20.15. Dr. Brown er brautryðjandi í Bandaríkjunum í þjálfunarmálum fatlaðra. Hann hefur undanfarið haldið námskeið í Kennaraháskóla íslands um atvinnumál fatlaðra. jafnast tölu kynjanna í stjómum nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka, þar sem því verði við komið. VIÐRÆÐUNEFND borgar- sljórnar hefur átt tvo fiindi með fulltrúum íbúasamtaka Grafar- vogs vegna byggingar sorp- böggunarstöðvar í Gufunesi. íbúasamtökin hafa krafist þess að stöðin verði byggð annars staðar en viðræðuneftid borgar- sljórnar féllst ekki á þau sjónar- mið. Davíð Oddsson borgar- stjóri segir viðræðurnar hafa verið gagnlegar og Ibúasamtök- in fái að fylgjast með uppbygg- ingu stöðvarinnar. íbúasamtök Grafarvogs efndu til undirskriftasöfnunar í maí þar sem staðsetningu' sorpböggunar- stöðvarinnar í Gufunesi var mót- mælt. í kjölfar þess var af hálfu borgarstjórnar sett á fót viðræðu- nefnd, sem haldið hefur tvo fundi með fulltrúum íbúasamtakanna. Viðræðunefndin hefur hafnað kröfunni um að stöðinni yerði val- inn annar staður og hafa íbúasam- tökin sent frá sér fréttatilkynn- ingu, þar sem lýst er miklum von- brigðum með að vilji íbúanna sé þannig að engu hafður. Davíð Oddsson borgarstjóri seg- ir að viðræðurnar hafi verið gagn- legar og íbúasamtökin muni fá að fylgjast með uppbyggingu stöðv- arinnar og skipulagningu aksturs- leiða að henni. Hveravellir: Nýir veður- athugunar- menn ráðnir NÝIR veðurathugunarmenn hafa verið ráðnir til að sjá um veðurat- huganir á Hveravöllum. Það eru þau Grímur Sigurjónsson og Harpa Lind Guðbrandsdóttir sem taka við starfinu af Arnari Jóns- syni og Steinunni Hannesdóttur um mánaðamótin júlí og ágúst. í samtali við Morgunblaðið sagði Arnar Jónsson að tíminn á Hvera- völlum hefði verið ógleymanlegur. Hann sagðist ekki vita hvað tæki við hjá þeim Steinunni í haust en tók fram að þau ætluðu að taka sér gott sumarfrí í haust, ferðast um Island í ágúst og Evrópu í septem- ber, Að þessu sinni sóttu 16 pör um starf veðurathugunarmanna á Hveravöllum. Ráðið er í starfið til eins ár í senn en fyrir hefur komið að sama fólkið hefur sinnt veðurat- hugunum á Hveravöllum í fimm ár. Landssamband smábátaeigenda: Grásleppuafli helm- ingi minni en í fyrra ÚTLIT ER FYRIR að grásleppuafli verði um það bil helmingi minni í ár en í fyrra. Þá veiddust 13.500 tunnur en nú er áætlað að veiðist í um 7.000 tunnur. Að sögn Arnars Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands smá- bátaeigenda, lýkur veiði á svæðinu frá Skagatá austur að Hvítingi 20.' júní en veiðar á þessu svæði hófust 20. mars. Hann sagði að sennilega hefði einungis verið um eina göngu að ræða enda hefði veiði verið langt undir meðallagi. Veiði á svæðinu frá Horni og suð- ur með Vesturlandi lýkur 20. júlí en á öðrum svæðum 1. júlí. Á þessum svæðum hefur veiði einnig verið langt undir meðaltali. Um 150 bátar stunda grásleppu- veiðar í sumar. Það eru töluvert færri bátar en árin á undan. Arnar sagðist reikna með að lágt verð á grásleppu ætti nokkurn þátt í þess- ari fækkun. Hann sagði að verð á grásleppu væri svipað og í fyrra, jafnvel heldur lægra. Ferðamönnum fiölg- ar í maímánuði ERLENDIR ferðamenn, sem komu til íslands í maí, voru alls 11.569 og eru þeir 15% fleiri en í maí á síðasta ári. Árið 1985 komu 6.836 erlendir ferðamenn til landsins í maí og hefur þeim því fiölgað um 70% á þessum fimm árum. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði er gert ráð fyrir að á tímabilinu frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst komi um 1.000 erlend- ir ferðamenn að meðaltali til landsins á hveijum degi. Jafnframt hafi bók- anir og fyrirspurnir íslendinga vegna ferða um landið aukist mikið. Þá kemur fram, að í maí síðastliðn- um hafi 11.569 erlendir ferðamenn komið til landsins en í maí árið 1985 hafi þeir verið 6.836. Þar af hafi Bandaríkjamenn verið 1.951 nú í ár en 2.408 árið 1985, Norðurlandabúar hafi nú verið 5.274 en 1.812 árið 1985 og ferðamenn frá meginlandi Evrópu hafi verið 2.795 í maí síðast- liðnum en 1.072 í maí árið 1985.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.