Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. JUNI 1990 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN A ITALIU Brynja Tómer skrifar frá italíu ■ TVEIR leikmenn fengu sitt annað gula spjald í leik Argentínu og Rúmena. Argentínumaðurinn Jose Serrizuela fer í bann og leik- ur ekki í 16-liða úrslitum. Þá verða Rúmcnar án framheijans Laeatus- ar í 16-liða úrslitum því hann er kominn með tvö gul spjöld. Rúm- enski þjálfarinn, Emerich Jenei, gagnrýndi portúgalska dómarann Carlos Valente fyrir að gefa of mörg gul spjöld í leiknum og sagði að skarð það sem Lacatus lætur eftir sig yrði vandfyllt. ■ FJÖLMÖRG ný frímerki hafa 'verið gefín út víðs vegar í heiminum í tengslum við HM. Ýmist eru myndir frá ítölskum borgum á merkjunum eða myndir af leikmönn- um. Nokkuð hefur borið á ónákvæmni í útgáfunni.til dæm- is á frímerki sem gefið er út í Paraguay þar sem Bergomi er sagður heita Scirea. í Senegal var nýlega gefið út frímerki tileinkað Mílanó. Þar er mynd af Scala- óperuhúsinu og styttunni af Leon- ardo og í texta neðanmáls segir að styttan sé minnisvarði um Kól- umbus . . . ■ JOSEPH Blatter sagði í sjón- varpsviðtali í gær að meðal þeirra dómara sem yrðu ekki látnir dæma fleiri leiki í HM væru ítalski dómar- inn Luigi Agnolin, Erik Fredriks- son hinn sænski og Alexel Spirin frá Sovétríkjunum. Blatter sagði að framangreindir dómarar hefðu ekki fylgt þeim reglum sem FIFA setti fyrir HM, og í sumum tilfellum hefðu þeir ekki einu sinni virt leik- reglurnar. ■ í VETUR höfðu skipulagsaðilar HM gert ráð fyrir því að alls kæmu -átta milljón ferðamenn til Italíu vegna HM, en skv. nýjustu tölum er líklegra að ferðamennirnir verði um ein og_ hálf milljón. Ferðamála- ráðherra Ítalíu, Tognoli segir að meginástæðan sé sú að fjölmiðlar um allan heim hafi blásið upp frétt- ir um illa skipulagðan undirbúning og óeirðir knattspyrnubulla í tengsl- um við leikina. Gleðinni ekki lýst með orðum - sagði Francisco Maturana, þjálfari Kólumbíu, eftirjafnteflið gegn Vestur-Þjóðverjum FREDDY Rincon tryggði Kól- umbíu 1:1 jafntefli á síðustu mínútu gegn Vestur-Þjóðverj- um og um leið sæti í 16 liða úrslitum. Pierre Littbarski, sem kom inná sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks, náði forystunni fyrir Þjóðverja skömmu áður. Úrslitin voru sanngjörn íhörðum leik. Þjóðveijar réðu ferðinni til að byija með, en Kólumbíumenn ætluðu sér greinilega að halda öðru stiginu, hugsuðu fyrst og fremst um vörnina og vörðust óaðfinnan- lega. Um miðjan fyrri hálfleik færðu þeir sig framar og sköpuðu sér ágætis marktækifæri, en lánið lék ekki við þá. Barningurinn hélt áfram eftir hlé og virtust bæði lið sætta sig við jafnteflið. En Kólumbíumenn sofn- uðu andartak á verðinum, Völler gaf stungusendingu inn á Litt- barski, sem skoraði örugglega. Skömmu síðar endurtók sagan sig hinumegin; Valderrama stakk inn á Rincon, sem renndi boltanum á milli fóta Illgner markvarðar. Beckenbauer, þjálfari Þýska- lands, hrósaði sínum mönnum. „Markmiðið var að ná fyrsta sæti í riðlinum og það tókst. Við vissum að þetta yrði erfíður leikur, því Kólumbía er með mjög gott lið. Mótheijamir voru frábærir, stóðu í okkur í 90 mínútur og létu okkur hafa fyrir hlutunum, en jafntefli voru sanngjörn úrslit.“ Þjálfarinn bætti við að fjarvera Andreas Brehme hefði veikt liðið, „en eins getur verið að einbeiting- una hafi vantað. Við höfðum þegar tryggt okkur sæti í 16 liða úrslitum og baráttan því ekki söm.“ Kólumbíumenn fögnuðu ákaft í leikslok og Francisco Maturana, þjálfari, var ánægður. „Mér leið mjög illa, þegar Þjóðveijarnir skor- uðu. Það var ekki sanngjarnt að þeir sigruðu, því þetta voru fyrstu og einu mistök okkar í leiknum. Að sama skapi var gleðin mikil, þegar Rincon jafnaði. Henni verður ekki lýst með orðum, eh árangurinn er merkur kafli í knattspyrnusögu Kólumbíu. Við göngum aldrei út frá neinu sem öruggu, en viljum fara eins langt og mögulegt er og árang- urinn er mjög mikilvægur." HMIDAG Brasilía og Skotland leika í C-riðli í Tórínó kl. 19 og á sama tíma Kosta Ríka og Svíþjóð í Genóa. Fyrri leikurinn verður sýndur í beinni útsendingum hjá RUV. Reuter Higuita, markvörður Kólumbíu, kom mikið við sögu eins og fyrr. Hér nær hann boltanum — rétt við miðju! Rudi Völler til hægri er of seinn. Gerir tónlistin gæfumuninn? Ibúar ítölsku borgarinnar Tórínó þar sem brasilísku áhorfendurnir hafa bækistöðvar sínar, eru ekki ánægðir með lífið í_ borginni sinni þessa dagana. Ástæðan er hávaðamengun af völdum Brasilíumanna sem truflar allt líf í borginni. Hinir blóðheitu Brasilíumenn mættu til leiks á Ítalíu með risastóran vörubíl með- ferðis. í vörubílnum eru 10 þúsund vatta hátalarar sem útvarpa tón- list allan sólarhringinn. Þá er í bílnum tíu manna hljómsveit og danshópur sem stjómar því er tíu þúsund Brasiiíumenn dansa samba og lambada af mikilli inn- lifun, en við litla hrifningu inn- fæddra. Brasilíumenn trúa því að þetta komi til með að hjálpa brasilíska landsliðinu til þess að vinna heimsmeistaratitilinn í fjórða sinn. Hvort sem það er vegna þess að ítalir óttast það, eða hreinlega vegna þess að heyrnarskyni þeirra er ofboðið, þá hafa yfírvöld Tórínó nú bannað tónlistina nema á keppnisdögum brasilíska lands- liðsins. Hinir söng- og danselsku Brasilíumenn hugsa sér því gott til glóðarinnar á morgun þegar Skotar og Brasilíumenn leika. Þó er hætt við að þeir fái verðuga andstæðinga á áhorfendapöllun- um því að skosku áhorfendurnir eru mættir til leiks með heila sekkjapfpuhljómsveit með sér. Júgóslavar í 16-liða úrslit ífyrsta sinn í 16 ár JÚGÓSLAVAR tryggðu sér sæti í 16- liða úrslitum HM (fyrsta sinn síðan 1974 með því vinna Sameinuðu arabísku furstadæmin, 4:1, í D-riðli. Júgóslavar mæta Belgum eða Spán- verjum í 16-liða úrslitum íVeróna. Júgóslavar fengu óskabyijun, komust í 2:0 eftir aðeins átta mínútna leik. Susic, sem lék 50. landsleik sinn, gerði fyrsta markið á 4. mín. og Pancev bætti öðru markinu við aðeins fjórum mínútum sfðar eftir mistök í vörn Araba. Arabar, sem töp- uðu tveimur fyrstu leikjunum, voru ekki á því að gefast upp. Ali Thani skoraði fram- hjá undrandi Ivkovic í markinu eftir fyrir- gjöf frá Talyani og þannig var staðan í hálfleik. Júgóslavar hófu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri með mikilli pressu sem lauk með því að Pancev gerði annað mark sitt. Ara- bar áttu erfitt uppdráttar eftir það og ekki batnaði ástandið er Khalil, einn sterkasti leikmaður Araba, var rekinn út af á 77. mín. eftir að hafa brotið á Pancev, en hann hafði áður fengið gula spjaldið. Prosinecki, sem kom inná sem varamaður gerði fjórða mark Júgóslava á lokamínútu leiksins. Ivica Osim, þjálfari Júgóslava, var ánægður með leikinn. „Við náðum að skapa okkur fjölmörg færi í leiknum, en annars var vörnin ekki nægilega örugg. Við urðum að vinna hvað sem það kostaði og pressuð- um því stíft.“ Carlos Alberto Parreira, þjálfari Araba, gagnrýndi dómara leiksins og sagði að hann hafi látið leikinn ganga of lengi, bæði í fyrrþ og seinni hálfleik. „Reynsluleysi okkar var það sem skipti sköpum í þessum leik, eins og öðrum. En ég er nokkuð ánægður með að liðið hafa ekki fengið nema 11 mörk á sig í þremur leikjum," sagði hann. Reuter Adnan Khamiz Talyani reynir að halda Júgóslav- anum Davor Jozic frá boltanum. Júgóslavar sigruðu og leikmenn Sameinuðu arabísku furstadæmanna eru því úr leik. ■ BRASILÍSKI framheijinn Romario fær að öllum líkindum tækifæri til þess að leika sinn fyrsta leik á HM gegn Skotlandi á morg- un. Það er því ólíklegt að hann standi við þá hótun sína að fara heim, en hann hefur ekki verið ánægður með að vera áhorfandi á leikjum Brasilíumanna. ■ ÞETTA verður fyrsti leikur Romario síðan hann fótbrotnaði í hollensku deildarkejipninni fyrir þremur mánuðum. „Eg get staðfest það að svo framarlega sem ekkert óvænt gerist þá mun Romario leika,“ sagði brasilíski þjálfarinn Sebastiao Lazaroni. „Nú þegar við höfum tryggt okkur sæti í 2. um- ferð er tilvalið að leyfa öðrum leik- mönnum að sýna getu sína.“ ■ IIIN öfluga öryggisgæsla sem viðhöfð er í Cagliari þar sem Eng- land og Holland leika meðal ann- arra hefur áhrif á aðra en knatt- spyrnubullur. Vændiskonur í borg- inni kvarta sáran undan ástandinu og segja lögregluna fæla viðskipta- vinina frá. „Mennirnir eru hræddir um að þekkjast og þess vegna höf- um við ekkert að gera lengur,“ skrifaði vændiskona sem kallar sig Söndru B. í dagblað í Cagliari þar sem hún segir farir sínar ekki slétt- ar. D-RIÐILL Vestur-Þýskaland—Kólumbía....1:1 Pierre Littbarski (86.) — F. Rincon (90.). Áhorfendur: 72.510. Júgóslavía — S.A.F...........4:1 Safet Susic (4.), D. Pancev (8. og 46.) og R. Prosinecki (90.) - Ali Thani Juma (21.). Áhorfendur: 27.833 Fj. leikja u J T Mörk Stig V-ÞÝSKALAND 3 2 1 0 10:3 5 JÚGÓSLAVÍA 3 2 0 1 6:5 4 KÓLUMBÍA 3 1 1 1 3:2' 3 SAM'ARAB. 3 0 0 3 2:11 O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.