Morgunblaðið - 20.06.1990, Page 35

Morgunblaðið - 20.06.1990, Page 35
KNATTSPYRNA / 1. DEILD MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990 ÍBV, vannÍA íEyjum Eyjamenn sigruðu Skagamenn í gær, 2:1, í Eyjum. Leikurinn var opinn og bæði lið fengu þokka- leg færi. Eyjamenn nýttu færi sín ■■■ betur og hrósuðu FráSigfúsi sigri og dýrmætum Gunnari stigum. Guðmundssyni Fyrri hálfleikur- 1 y,um inn var frekar tíðindalítill, þartil á 44. mínútu að heimamenn náðu forustunni. Sig- urlás Þorleifsson framlengdi langt innkast Jóns Braga á Berg Ágústs- son, sem skallaði í netið af stuttu færi. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik juku Eyjamenn for- skotið. Hlynur Stefánsson lék upp að endamörkum og sendi boltann fyrir. Þar var Sigurlás Þorleifsson mættur og skallaði örugglega í net- ið, fyrsta mark hans í vetur. Skagamenn færðu sér í nyt varn- armistök heimamanna og minnkuðu muninn á 60. mínútu. Ingi Sigurðs- son átti slæma sendingu að eigin marki, Bjarki Pétursson komst á milli en Heimir Hallgrímsson komst fyrir markskot hans. Boltinn barst til Alexanders Högnasonar sem renndi honum í netið. Skagamenn hresstust eftir mark- ið og sóttu meira. Bjarki Pétursson skaut framhjá opnu marki og skömmu síðar varði Adolf glæsilega frá Haraldi Ingólfssyni. Eyjamenn áttu þó síðasta færi leiksins er Andrej Jerina skaut framhjá í góðu færi. Mikil barátta var í leiknum og kom það niður á knattspyrnunni. Annað slagið mátti þó sjá góða kafla hjá báðum liðum. „Þetta eru þrjú dýrmæt stig í safnið og við færumst nær mark- miði okkar, að halda okkur í deild- inni,“ sagði Sigurlás Þorleifsson, þjálfari ÍBV. „Við lékum ágætlega í fyrri hálfleik en settu óþarfa pressu á okkur með því að gefa þeim markið.“ Morgunblaðíð/KGA Bjarni Jónsson tók stöðu Erlings fyrirliða Kristjánssonar í vöm KA og stóð sig vel. Hér sækir hann að marki Stjörnunnar í gær. Sumarið komid - sagði Guðjón Þórðarson þjálfari eftirannan sigurleikinn í röð „ÞAÐ má segja að það hafi vorað seint, en nú er sumarið komið og sjö heimaleikir f ram- undan. Eg held að við séum á réttri leið,“ sagði Guðjón Þórð- arson þjálfari Islandsmeistara KA eftir góðan sigur þeirra á nýliðum Stjörnunnar. að var Kjartan Einarsson sem skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu og kom það mark nokk- uð óvænt. Hinn bráðefnilegi Þórður ■■■■■ Guðjónsson gaf þá SkúiiUnnar fyrir frá vinstri Sveinsson kanti, yfir varnar- sknfar menn Stjörnunnar sem voru í miðjum vítateignum, beint á höfuð Kjartans sem skoraði örugglega. Mark þetta var óvænt því heima- menn höfðu sótt linnulítið fram að því. KA-menn komust meira inn í leikinn eftir markið og voru sterk- ari það sem eftir var. Síðari hálfleikur var mjög fjörug- ur frá fyrstu mínútu. Valdimar Kristófersson komst einn í gegnum vöm KA en Haukur bjargaði vel með úthlaupi. Hinum megin komst Jón Grétar í gegn en varnarmaður bjargaði á marklínunni. Á 56. mínútu skoraði síðan Orm- arr Orlygsson úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Magnús Bergs felldi hann innan vítateigs. Stjörnumenn gerðu nú harða h#L að marki KA, en allt kom fyrir ekki. Árni Hermannsson kom inná sem varamaður hjá KA á 74. mínútu og á sömu mínútu skoraði hann eftir að hann fékk fallega sendingu inn fyrir vörn Stjörnunn- ar. Skömmu síðar björguðu Stjörnu- menn skoti frá Kjartani á marklínu áður en Lárus Guðmundsson minnkaði muninn fyrir Stjörnuna tíu mínútum fyrir leikslok. Hann átti þá viðstöðulaust skot eftir fyrir- gjöf frá vinstri. KA-menn léku vel. Erlingur Kristjánsson var ekki með vegna meiðsla og virtist það ekki há lið- inu. Bjarni Jónsson tók stöðu haib? - í vörninni og lék vel. Steingrímur Birgisson átti einnig góðan leik í vörninni. Á miðjunni lék Hafsteinn Jakobsson vel og Ormarr einnig. Bestur hjá KA var þó Þórður Guð- jónsson. Eldfljótur, harður af sér í návígi og með gott auga fyrir sam- 'leik. Haukur var traustur í markinu. Hjá Stjömunni barðist Ragnar Gíslason vel og Magnús Bergs stöðvaði ófáar sóknir þeirra gul- klæddu. Árni Sveinsson lék ekki með vegna meiðsla og var grei&i- legt að Stjarnan má varla við að vera án hans. KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNIN Sindri í 16-liða úrslit bikarkeppninnar Sindri, sem leikur í 4. deild, sigraði Einheija 1:0 á Höfn í gær og er þar með komið í 16- liða úrslit bikarkeppninnar. Þriðja umferð Mjólkurbikarkeppninnar fór fram í gærkvöldi. Úrslit leikja voru eftirfarandi: Selfoss—UMFA 5:1 Dervic 3, Porca, Bjöm Axelsson. Grótta—Breiðablik 0:3 -Amar Grétarsson 3. Tindastóll—Leiftur .2:1 Guðbrandur Guðbrandsson 2 — Örn Torfason. HSÞb KS 2:5 Jón Öm Þorsteinsson 2, Henning Henn- ingsson, Mark Duffield og Hlynur Eiríks- son. Sindri—Ein herji 1:0 Bragi Bjömsson 2, Snorri Már Skúlason. Ilaukar—ÍBK 0:2 Þrándur Sigurðsson. Marko Tanasic, Óli Þór Magnússon. Ari Hallgímsson og Viðar Sigurðson — Öruggt hjá Val „VIÐ förum í hvern leik til að sigra og það gekk upp í kvöld. Þrátt fyrir að leikurinn haf i ver- ið jaf n framan af vorum við betri í seinni hálfleik og úrslitin sanngjörn," sagði Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Valsmanna, eftir 2:1 sigur á Þór á Akureyri í gærkvöldi. Valur er þar með kominn upp að hlið Fram í efsta sæti deildarinnar. Þorgrímur sagði Valsmenn eiga heima á toppnum, „og þar ætlum við okkur að vera. Ég á von á því að mótið verði mjög jafnt, ■■^^■1 keppni verður Reynir spennandi bæði á Eiríksson toppi og botni,“ sagði hann. Fyrri hálfleikur var ágætur af beggja hálfu og sáust margar skemmtilegar fléttur. Fátt markvert gerðist þó upp við mörkin fyrr en á 26. mín. er Valsmenn skoruðu fyrra mark sitt. Þorgrímur átti góða fyrirgjöf sem Siguijón Kristjánsson skallaði laglega í blá- hornið, framhjá Friðrik markverði. Fimm mín. síðar jöfnuðu svo Þórs- arar og var Luka Kostic þar að verki. Hann tók aukasþyrnu af 25 metra færi og þrumaði knettinum í bláhornið — stórglæsilega gert. Skömmu síðar skaut Sigutjón í slá og yfir úr góðu færi hinum megin, Sævar Árnason-fékk gott færi litlu skrífarfrá Akureyri síðar við Valsmarkið en skaut him- inhátt yfir af markteig. Valsarar komu mjög grimmir til leiks eftir hlé og voru mun sterkari aðilinn allan síðari hálfleik. „Við vorum á hælunum allan hálfleikinn og náðum aldrei að rétta úr kútn- um,“ sagði Sigurbjörn Viðarsson, aðstoðarþjálfari Þórs, og segir það allt sem segja þarf um frammistöðu heimaliðsins. Ánnað var upp á ten- ingnum hjá Valsmönnum; þeir léku ágætlega, héldu boltanum mjög vel, léku djarft og fengu fimm góð tækifæri á meðan Þórsarar fengu ekki eitt einasta. Valsmenn nýttu aðeins eitt þeirra — Fijðrik mark- vörður Þórs hafði fjórum sinnum bjargað vel áður en hann varð að játa sig sigraðan: Siguijón var þar aftur á ferðinni; fékk góða sendingu inn fyrir vörnina og skoraði örugg- lega úr miðjum teig skömmu fyrir leikslok. Sigur Vals var mjög sanngjarn. Fyrri hálfleikurinn var í jafnvægi en Þórsarar sáu aldrei til sólar í þeim síðari er gestirnir tóku völdin. „Þrátt fyrir að okkur hafi ekki gengið vel til þessa er ég ekki svait- sýnn á framhaldið. Þórsarar eru þekktir fyrir allt annað en að gef- ast upp. Deildin spilast þannig að allir virðast geta unnið alla — því getur allt gerst ennþá,“ sagði Sigur- bjöm Viðarsson. I I I I I I I I I i I I I I I 1 I I I I I NYTT ÁRGERÐ’90 }SAfÍYO^ VIDEO VHR 5100 „HM“-lækkun 33.900 stgr. JAPÖNSK GÆÐI "Instant start” myndsvörun á skjá á einni sekúndu Fullkomin fjölrása fjarstýring meö upptökuminnum Bandateljari sem sýnir klukkustundir, mínútur og sekúndur Skyndiupptaka ”Quick start recording” Haövirk myndleitun í báðar áttir Eins árs upptökuminni með 8 skráningum Truflunarlaus kyrrmynd/ramma fyrir ramma Endurtekning á atriöi "Lesson repeat” allt aö 5 sinnum Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.