Alþýðublaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 4
ÚTSALÁ j á höttum, húfum og kvenfatnaði. . . Hatta & Skermabúðin^ Bankastræti 14. , . Hreiniæfisfæki | W.C. - kassar, W. C. . skálar j W. C. setur } fyrirliggjandi. SigSivatyr Éiuarss©?! & Skipholti 15 — Símar 24-133 og 24-137 Sigtivaiyr Esnarsson & Skipholti 15 — Símar 24-133 og 24-137 á báta frá Hafnarfirði sem síðan veiða L. svo í þorskanet. •i ' Upplýsingar í síma 50565. i * iímastúlka óskasí Skrifstofu ríkisspítalanna vantar stúlku nú þogar til símavörzlu í 2—3 mánuði. V vec;-;: i ‘i '' Umsækjendur um þetta starf hafi samband við skrifstofuna á Klapparstíg 29, sími 11-765. ! SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. • í Herranótt Menntaskólans 1959. i Í Aú., ÞRETTÁNDAKVÖLD \ : Gamanleikur eftir William Shakespeare. ,1 Þýðandi: Helgi Hálfdánarson. 1 ifeí Leikstjóri : Benedikt Árnason. j mm Fjórða sýnlng mánudag kl. 8.00. V i Aðgöngumiðasala frá kl. 2 á mánudag í Iðnó. } Smiiifm handrið j j á stiga og svalir. Önnumst uppsetningu. Vönduð vinna unnin af fagmönnum. Fljót afgreiðsla-. Leitið nánari upplýsinga. 1 tr7 1 / Vélsmiðjan Járn Súðarvogi 2 6 —Sfmi 35-555. Ólafur Mixa og Guðmundur Ágústsson í hlutverkum sínmn. Herranótt !¥ienníaskólans Þreffándakvöld Shakespeare MENNTASKÓLANEMEND- UR sýna um þessar mundir gdmanleikinn „Þrettánda- kvöld“ eftir William Shake- speare, og er það í fyrsta sinn, sem þeir velja s.ér verk eftir hinn brezka meistara. Ýmsir hafa eflaust óttazt, að í of mikið væri ráðizt, en sá ótti hefur reynzt ástæðulaus. ,,Þrettándakvöld“ er léttur og rómantískur gamanleikur, þar sem úir og grúir af skemmtilegum atvikum, hnyttnum orðaleikjum og' spaugilegum misskilningi, svo að gáski og lífsfjör hinna ungu leikenda fær nægilega útrás. Og einmitt það veldur því, að ,,Herranótt“ er ævin- lega minnisstæð ánægjustund. Menntaskólanemendur halda ekki við þessari erfðavenju sinni af rembingi eða metn- aðargirni, heldur sjálfum sér til ánægju og aukins þroska. Þótt þeir kunni að gefa náms- staglinu og prófþrælkuninni langt nef meðan á þessu stendur, munu þeir vart sjá eftir því, þegar fram líða stundir. Benedikt Árnason hefur undanfarin fjögur ár annazt leikstjórn ,,Herranætur“ og í öll skiptin farizt það vel úr hendi. Hann sté sjálfur sín fyrstu spor á leiksviði í menntaskólaleik og þekkir því mætavel allar aðstæður. Heildarsvipur, hraði og stað- setningar voru í góðu lagi, ef frá eru skilin smávægileg mis tök, sem hljóta að koma fyr- ir, þegar meirihluti leikenda eru ungir byrjendur. Þorsteinn Gunnarsson leik- ur píslarvottinn hann Malvo- líu bryta, sem „sér ekki skugg ann sinn fyrir kurteisi“. Þor- steinn er sennilega vanastur sviði af félögum sínum, enda bar leikur hans þess glöggt vitni. Hann sýndi beztan leik að þessu sinni og voru þó fleiri engir aukvistar í list- inni, Ólafur Mixa er einnig svið- vanur. Hann fór með hlut- verk skálksins hans Tóbíasar og var ævin’ega fjörmikill og hressilegur. Guðmundur Ágústsson vakti mikla kátínu í hlutverki ridd- arans ,,hugprúða“, Andrésar Agahlýs, með brosleguní hreyfingum og skrækri rödd. Fíflið, sem er líkast til bezS gerða persónan af höfúndar- ins hálfu, er í góðum hönd-< um Ómars Ragnarssonar. Sér staklega tókst Ómari upp, er hann brá sér í gervi klerks- ins, og þóttust menn þar heyra kunnuglega rödd. Sömuleiðis söng Ómar prýðilega, og er hann tvímælalaust efni í góð- an gamanvísnasöngvara. Kvenhlutverk eru þrjú og eru þau leikin af Vilborgu Sveinbjarnardóttur, Eddu Óskarsdóttur og Sigurveigu Sveinsdóttur. Vilborg lék Ví- ólu og hafði góða framkomu og skýran framburð. Edda lék hina ægifögru Ólivíu greif- ynju, og telst það vart last, þótt sagt sé að fegurðin hafi verið rneiri en leikurinn. Maríu, þernu hennar, lék Sig- urveig létt og glettnislega. Aðrir leikendur voru: Þor- leifur Hauksson, Þorsteinre Geirsson, Sigurður Helgason, Guðmundur Ólafsson, Gunn- ar Rósinkrans, Jakob Möller. Hannes Jón Valdimarsson og’ Friðrik Gunnarsson. Leikrit þetta hefur tvívegis verið sýnt hér á landi áður í þýðingu Indriða Einarssonar,, en nú hefur Helgi Hálfdanar- son þýtt það að nýju af kunnri málsnilld sinni. Enn eru ótaldir allir þeir. sem vinna að tjaldbaki að sýn ingu þessari, en eiga engu síð- ur hrós skilið fyrir góða frammistöðu. Aðeins þeir sem reynt hafa vita, hversu mikillar vinnu það krefst áð setja leikrit á svið. Hafi Menntaskólanemar þökk fyrir góða skemmtun! g. Ellefu nflr söngvarar h|á HINN 22. október s. I. hélt Metrópólítanóperan hélt hátíð- legt 75 ára afmæli með sýningu á ,,Tosca“ eftir Puccini. Aðal- hlutverkin léku Renata Tebaldi Mario del Monaco og Gsorge London. Eins og F.estum mun kunnugt, hóf óperan starfs- árið 1883 með sýningum á óper unni ,,Faust“ eftir Gounod, — Campanini og Christine Niis- son fóru með aðalhiutverkin. Metrópólítanóperan hefur ráðið til sín 11 nýja söngvara á þessu leikári. Af aðalsöngkon- um má nefna þær Aase Nordmo Loevberg, Erika Koeth. og Kun ie lami frá Japan, en hún mun syngja í „Madame Butterfiy“ e'ftir Puccini, og verður það sennilega í fyrsta skipti, sem japönsk söngkona syngur hlut- verk Cio Cio við Metrópóiítan- óperuna. Meðal hinna nýju söngvara eru ennfremur mezzo- sópransöngkonan Mignon Durm — tenórarnjr Sebastian Geier- singer, Karl Liebl, Barry Mor- ell, William Olvis, Dimdter Uzu niv og Primo Zambruno og barýtonsöngvarinn Karl Do- ench. Þá hefur óperan ráðið til sín tvo . nýja leikstjóra, Cari Ebert, forstjóra óperunnar í V,- Berlín, og Jocé Quintero, leik- stjórai frá Broadway. Mun Eb- ert stjórna sviðsetningu á óper unni „Macbeth" eftir Verdi, en Quintero m.un annast nýja svið setningu á ,,I Pagliacci" og Cav alleria Rusticana“. Loks hefur Cssper Neher verið ráðinn til þess að sjá um leiktjöld í „Mac- betíh“ og „Wozzeck" eftir Alban Berg, en Nelher er þekktur leik tjaldamálarj j Evrópu. Nýkomnar vörur Crepe sokkabuxur kvenna Stíf undirpils, telpna Nælonbuxur kvenna venjuiegar stærðir Nælon undirbuxur kvenna, yfirstærð. Nælon undirkjólar Nælon náttkjólar Prjónasilki náttkjólav, verð frá 93,20.— Nælon soltkar, saumlausir, 60 gg á 52,00. Nælon sokkar með saum og lano line, 60 gg. 20 dsu á 45,00. — Ásg. G. Gunnlaugsson. & Co. Austurstrætj 1. Sími 13102. Rafgeyma- Síðumúla .21. — Hef fengið nýtt símanúmer 3-26-81. Páll Kristinssen. $ 11. jan. 1958 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.