Alþýðublaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 10
Tánungur Framhald af 5. síðu. ævintýrin, sem lesa má um í bókurn og sjá í kvikmyndum? Aldrei kemur neitt spennandi fyrir þig. — En — hvaS stend- ur í bókunum — hún fór í bíó — var heima og las — — — o.s.frv. o.s.frv. Þessir hvers- dagslegu atburðir svéipast bara einhverjum dýrðarljóma á prenti — jafnvel uppþvottur getur orðið rómantískur, ef söguhetjan gerir það. En — viría mín — vefðu forlögunum urn fingur þér og skrifaðu nið- ur í dagbók — eða öðru hvoru atriði úr eigin lífi, Eftir nokk- ur ár kemstu að því — hve margt hefur gerzt — hve róm- antísku lífi þú hefur lifað. — Þú sjálf — þrátt fyrir allt. Vör. Framlrald ar 5. síðu. sarnband hinna tveggja lands- hluta. Framtíð Adenauers er því undir því komin hvort Rússar gera alvöru úr þeirri hótun sinni að reka Vestur- veldin frá Berlín ef þau. fara þaðan ekki af frjálsum vilja. Ef Rússar láta undan, eins og nú lítur helzt út fyrir, þá get- ur Adenauer bent á, að hann hafi haft rétt fyrir sér. En ef til vill gerist það í för Mi- koyans til Bandaríkjanna, sem geri alla spádóma Aden- auers að engu. Kirhjuþálfur. Framhald af 5. síðu. sem hún sat frammi í kirkj- unni, og svaraðj með sjálfri sér — eins og spurningin um hina kristnu játningu væri einnig lögð fyrir hana. — Hvernig væri, að vér hinir fullorðnu, að prestunum með toidum, gerðum eitthvað svip að? Börnin eiga að ganga til spurninga, — en þurfum vér ekki einnig að öðlast meiri fræðslu og sýna meiri fram- farir sem kristnir safnaðar- menn? Svari hver fyrir sig. Jakob Jónsson. Utför míns hiartkæra e'ginmanns, föður, tengdaföður og ata, GRÍMS GRÍMSSONAE, Bragagötu 36. er andaðist 2. þ. m.-fer fram frá Fossvogskap- éllu þriðjudaginn 13. janúar klukkan 1,30 e. m. Blóm og kransar v.tnsamlegast afbeðið. En þeir sem vildu minnast hins látna, er bent á líkarstofnanir. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Guðrún Guðbjartsdóttir. E ginkona mín, GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR, andaðist 9. þ. m. að Ellibeimilinu Grund. Jarðárförin ákveðin síðar. Fyrir hönd sona okkar, tengdadætra og barnabarna. Ólafur J. Gestsson. Jarðarför. dóttur minnar, ÞÓREYJAR ÞORLEIFSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 13. jan, kl. 1,30 B3óm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar iitnu, er bent á Blindravinafélag íslands, Ingólfsstræti 16. Eagnheiður Bjarnadóttir, Bókhlöðustíg 2. Innilegar þakkir færum vilð öllum, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, SIGURBJARGAR M. EYJÓLFSDÓTTUR. eo’s’’-' _ Hjúkrunarkonum og starfsfólki að Sólvangi færurn við jafnframt alúðarþakkir fyrir góða hjúkrun og umönnum. Þórunn K. Ólafsdóttir. Ólafur Ólafsson. BARNAGAMAN Barnaspurningar Jólablað Barnagamans. til þess að líta á hreið- Lausn á verðlauna- ur, sem hann vissi að inyndagátu biaðsins. var þar í tré. Þar steig Ævintýri riddarans er hann af hesti sínum. Sá rétt svona: | hann þá far eftir þunga Einu sinni var ridd'ari, löpp, rétt við rótina á sem hét Sveinn. Kastali einu trénu. í sama bili hans stóð fynr neðan ruddist bjarndýr fram hátt fjall. Dag nokkurn úr skógarþykkninu. reið hann út í skóg og Riddarinn þreif sverð fór eins og leið lá með- ! sitt, en það brotnaði und RÉTT ráðning í mynda- gátu í jólablaðinu hljóð- ar svo: Horf í sólarátt og haf réttlæti og trúmennsku að leiðarljósi. fram kvís! úr ánni, lagði síðan lykkju á ieið sína, sagði Gyða, en drengir eru einu sinni drengir — stundum heimskir eins og gengur, bætti hún við, íbyggin, kink-' andi kolli hátíðlega. — Já, heimskir vor- Um við sannarlega, sam sinnti Frank. Ætlið þið að segja ir hjöltunum. Ginið á dýrinu var komið þétt að honum. þegar hann mundi eftir hníf sínum og rak hann á kaf í hjarta dýrsins. Síðan hélt hann heimleiðis, og nú er sagan á enda sögð. Fjölmargaf lausnir bárust, en ekki reynd- ust margar alveg réttar. Effiðast var að finna nafn riddarans, en hann frá þessu heima? áagði j hét Sveinn, eins og að Venni og leit spyrjandi ‘ ofan greinir. Dregið var á frænkur sínar. I úr réttum ráðningum. — Nei, nei, alís ekki, ! Fyrstú verðlaun hlaut staðhæfði Nanna. lón Bjami Þorsteinsson, — Höiid mín upp ~á SporSagrunni 9, Rvík. það, sagöi Frank og smá Dnnur verðlaun hlaut glotti við. I Þórhildur Þorleifsdóttir, — Vihir — er það- Grenimel 4, Rvík og ekki? sagði Venni Qgjjþriðjú verðlaun hlaut leit hvasst á frænkur Pétur Maack, Ránargötu sínar, til þess að vera 30, Rvík. Verðlaunanna viss. (sjá nánar í jólablaðinu) — í bltðu og stríðu, má vitja í afgreiðslu Al- svöruðu þær báðar. I þýðublaðsins, Rvík. 11. jan. 1958 — Alþýðublaðiö SKRYTLUR. Ekki linýsinn drengur. Kennari: ,,Hefur þú ekki lesið bréf Páls post ula til Korintuborgar- manna?“ Drengur; „ónei, ég hef aldrei lagt það í vana minn að hnýsast I bréf annarra manna.“ Beta og Bína fengu að fara upp í sveit og bar þar margt nýstárlegt fyrir augu þeirra Meðal annars voru þær lengi að athuga kýrnar. „Af hverju eru surnar kýrr,- ar hvítar og sumar svart j ar og sumar rauðar?“ ; spurði Beta. „Ég veit það ekki,“ sagði Bína, „en líklega kemur mjólkin úr þeim hvítu, kaffið úr svörtu kúnum og súkkulaði úr rauðu kúnum.“ — Og þetta þótti Betu mjög senni- leg't. BARNAGAMAN 7 Guðmundur Ingi Kristjánsson: MUSARRINDILL Þegar aðrir fara og flýja, finna veröld bjarta og hlýja, kyrr í sínum heimahögum harður músarrindill býr. Hann er öllum öðrum smærri, ellir þó ei hina stærri. Undan myrkri og fsalögum aldrei hann úr dalnum flýr. Hinir fara og heiminn kanna, hylla dýrðir stórveldanna, fyrir ráfa og soldán syngia sóíarljóð frá heimskautsbaug, öðlast frægð af flugi og Ijóðum, frama sig með heldri þjóðum, lifa ve). og efla og yngja anda sinn í tímans laug. Víst er gott þar syðra að sitja, sönglist háa kórar flytja, þar m.á njóta náms hjá snjöllum næturgölum suðurheims. Is og fannir þar ei þreyta, þar er sífelld hitaveita. Ljóma þar í litum öllum leikhústjöld hins víða geim?. Rindili situr heima hægur. hirðir ekkj að verða frægur. hræðum þeim, sem eftir eru, yrkir hann sín kotungsljóð. Sé þar litla list að heyra, láta þau samt vel í eyra. Ríkust er í raun og veru röddin hans á bernskuslóð. Aðrir bera fötin fegri, frakkastélin merkilegri. Hann er gráum kufli kiæddur, kvartar ekki um rýran skammt, Þótt við hret og hörku byggi, hann er alla stund sá tryggi, I13a húinn, illa fæddur unir hann í dalnum samt. Suður flugu sumargestir, svo sem lóur, erlur, þrestir. Þeirra vegna að vetrarlagi vær; byggðin auð og tóm. Músarrindill ver og varðar -vonir sinnar fósturjarðar, leggur yfir lund og bæi lífstrú sína og gleðihljóm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.