Alþýðublaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 12
t 40. árg. — Sunnudagur 11. jan. 1959 — 8. tbl. Favnilie Journal birtir frásögn af naiiðlendingu Geysis 1950 Frásögnin færð í dramatískan búnin^. FAMILIE JOURNAL, hið þekkta clanska vikublað, hefur í 4 síðustu eintökum birt dramatiska frásögn af nauð- lendingu Geysis á Vatnajökli í september 1950. Fyrsta frásögnin birtíst 16. desember undir fyrirsögninni: „Með lík í farþegageymslunni". En eins og menn muna var Geysir að koma með lík frá Iiuxemburg, þegar hann fórst á Vatnajökli. „HIÐ DULARFULLA SOS“. Næsta grein birtist 23. des- ember undir fyrirsögninni: „Hið dularfulla SOS“. Fylgja mjög skemmtilegar myndir greinunum. „YNDISLEGASTA STÚLKA HEIMS“. Þriðja greinin birtist svo 30. desember undir fyrirsögninni: „Yndisleggsta stúlka heims“. Mun höfundur þar eiga við flugfreyjuna, er var um borð á Geysi. ,,GALDRA-JÖKULLINN“. Og síðasta greinin um slysið á Vatnajökli birtist 6. janúar sl. undir fyrirsögninni: „Galdra Jökullinn“. Er í henni rætt um duttlunga Vatnajökuls o.fl. — Höfundur þessara greina er danskur blaðamaður, Aage Grauballe, en hann kom hing- að til íslands til þess að kynna sér allt í sambandi viS flug- slysið á Vatnajökli. Blöð þessi fást í bókaverzlunum. PARÍS, 10. jan. (RÉUTER) Kinn nýskipaði forsætisráð- kerra Fraklands, Michel Debré, kynnti ráðuneyti sitt fyrir de Gaulle í dag', í stjórninni eiga sæti 21 ráðlierra og sex aðstoð- arráðherrar. 18 menn í hinni nýju stjórn voru einni-g í fráfarandi Stjórn. •— Samkvæmt stjórnarskránni verða þeir þingmenn, sem sæfi taka í ríkisstjórninni að segja af sér þingmennskii, og koína varamenn í jveirra stað. Debré er lögfræðingur að ménnt, 46 ára að aldri. Hann hefiur um langt skeið vérið ör- uggur stuðningsmaður de Gaulle og er nú form,aður Nýja •lýðveldisfiokksins, sem er stærsti flokkur þingsins. iSoustelle, sem ríkastan þátt átti í því að de Gaulle var kall- aður til valda á síðastliðnu vori, er ráðherra án stjórnar- deiidar og mun einkum fara s.neð mál þau, er snerta lönd Frakka í Afríku og kjarnorku- raál. VONBRIGÐI í ALSÍR SAMTÖK uppgjafahermanna ag varaliðsmanna í Alsír hafa hh*t jfirlýsingu vegna afstöðu de Gaulle til Alsírmálsins. Seg- ir þar að Frakkar í Alsír hafi vonað að de Gaulle mundi end- anlega sameina Alsír Frakk- landi, en í Ijós hafi komið að hann hafi aðeins beitt sér gegn öllum aðgerðum í þá átt. í ræðu þeirri, er de Gaulie hélt er hann tók við forseta- émbættinu síðastliðinn fimrntu dag komst hann svo að orði að Alsír væri ætluð að vera í nánu samlbandi við Frakkl'and og yæri nú í undiríbúningi tillaga um það. í fyrrgreindri yfirlýsingu er benf á, að engir nema Múham- éðsmenn hafi fagnað ræðu de Gaulle DAG Hammerskjöld, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, dvaldist um jólin hjá gæzlusveit- um SÞ á Gazasvæðinu (rrtilli Egyptalands og ís- raels). Hér talar hann við arabiskan flóttadrcng. — Það er álvörusvipur . á framkvæmdastjóranum - Sá litli veit augsýnlega hvað hann syngur. FRETIIP. í Stllttll REUTERSFREGNIR LONDON. Mikil snjókoma er nú víða í Vestur-Evrópu og hafa tafir orðið á samöngum í mörgum löndum. Ár flæða yfir bakka sína víðsvegar í Frakk- landi og gífurleg snjókoma er í Belgíu og Norður-Ítalíu. — Fyrsti snjór vetrarins féll í dag í Róm. Talin er hætta á snjó- flóðum víða í Ölpunum. Fresta varð mörgum knattspyrnuleikj um í Englandi í dag vegna ill- veðurs. SALERNO. ítalskur listfræð- ingur telur sig hafa fundið mál verk eftir sextándu aldar mál- arann Tintoretto og átjándu aldar málarann Tiepolo í kirkju San Severino. BRUSSEL. Belgíumenn halda áfram að senda fallhlífarher- menn til Leopoldville. Voru 240 hermenn sendir þangað í dag með sérstökum flugvélum. HAAG. Sá orðrómur gengur í Hollandi að Sovétstjórnin hafi í hyggju að skipa Molotov sendiherra í Hollandi. Hol- lenzka stjórnin hefur hvorki gert að játa eða neita þessum orðrómi Skipar stöðu Emiis Jónssonar, meðars Emii sitor í ríkisstjórn. BANKARÁÐ Landsbankans; sinni og verið trúað fyrir mar.; hefur samþvkkt, að dr. Jóhann' víslegum ábyrgðarstörfun • .T ■ , , , , . v , i - bæði af bankanum og ríki: - es Nordal taki við bankastjora- , ° stjornum. Siðusíu manuoi he:-- starli iimils Jónssonar, meðan ur hann ^il dæmis verið eir. > Emil er ráðherra. Oskaði for- sætisráðherra sjálfur eftir því, að dr. Jóhannes, sem verið hef- ur hagfræðingur bankans, tæki við starfinu. Dr. Jóhannes Nordal er 34 ára að aldri, sonur hjónanna Sigurðar prófessors og Ólafar Nordal. Hann lauk stúdents- prófi við Menntaskólann í Reykjavík 1943, fór til náms við London School of Econom- ics og lauk þar B.Sc. prófi í hagfræði og félagsfræði 1950 og doktorsprófi 1953. Jóhannes hefur starfað við Landsbank- ann tæpan áratug, en varð hag- fræðingur bankans 1954^ Hefur hann vaxið skjótt í fræðigrein Jóhannes Norclal. fremsti sérfræðingur þjó-nr- innar í fríverzlunarmálum og sótt fjölda funda til að fylp :st með þeim fyrir íslands höid. Frá því að Gylfi Þ. Gís3 .- cn varð menntamálaráðherra og varð að hætta kennslu í ;ð • skiptadeild háskólans hefu: li . Jóhannes annazt kennslu i reksturshagfræði í deildinni. Tvær landanir TVEIR togurar lönduðu full- fermi af karfa í Reykjavík í síðustu viku, þcij- Jón forseti og Þorkell máni. Tveir togarar eru á leiðinni frá Nýfundna- landsmiðum með karfa. Kosið í framkvæmdanefnd, blaOs stjórn og verkalýðsmálanefnd Á FUNDI miðstjórnar Alþýðu- flokksins í gær var kosin fram- kvæmdastjórn flokksins, blað- stjórn Alþýðublaðsins og verka lýðsmálanefnd. í framkvæmdastjórn voru þessir kjörnir: Axel Kristjáns- son, forstjóri Rafha, Baldvin Jónsson, hrl., Kristinn Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Bæj- arútgerðar Hafnarfjarðar, Magnús Ástmarsson, prentari, form. HÍP, Óskar Hallgríms- son, framkvæmdastjóri ASÍ, og Sigurður Ingimundarson, form. BSRB. Fyrir í framkvæmda- stjórn eru formaður, varafor- maður og ritari, kjörnir af flokksþingi, en þeir eru: Emil Jónsson, forsætisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra og Gylfi Þ. Gíslason, menntamálai’áðherra. Varamenn voru kjörnir: Jó- hanna Egilsdóttir ,form. Fram- sóknar og Jón Þorsteinsson, lögfræðingur. VERKALÝÐSMÁLANEFND. í verkalýðsmálanefnd voru þessir kjörnir: Eggert G. Þor- steinsson, Guðjón B. Baldvins- son, Hálfdán Sveinsson, Jó- hanna Egilsdóttir, Jón Hjálm- arsson, Jón Sigurðsson, Magn- ús Ástmarsson, Óskar Hall- grímsson, Ragnar Guðleifsson. Sigurrós Sveinsdóttir og Svav- ar Árnason. Emil Jónsson, for- maður flokksins, er sjálfkjör- inn í nefndina. Varamenn voru kjörnir: Ingimúndur Erlends-; son, Sigurður Ingimundarson. Kári Ingvarsson, Sigurður Eyjólfsson og Einar Jónsson. BLAÐSTJÓRN. í blaðstjórn Alþýðublaðsins voru þessir kjörnir: Áki Jak-. obsson, Axel Kristjánsson,' Kristinn Gunnarsson, Pétur Pétursson og Guðmundur í. Guðmundsson. HVERFISSTJÓRAR í Melaskólahverfi og Miðbæj- arskólahverfi eru boðaðir til fundar á skrifstofu Alþýðu- flokksins annað kvöld kl. 8.30. Áríðandi að allir mæti. t Pr-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.