Alþýðublaðið - 12.11.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.11.1932, Blaðsíða 4
4 AMSfÐtJIUAÐISI Kolaverzlum Sigurðar Ólafssom hefir síma nr. 1933. lands úr för siirnii kring'um hnöttr ínn, og hefir veriö tekið með kost- úm og kynjum í móðiurlandi sínu, svo sem við var að búast. Hann ifór eins og menm muna i vestur átt og flaug um ísland og Græn- land. Sjómenn bjargast Sjómönnunum af „Southern Cross“, er fórst við Nýju He- brideseyjar fyrir viku, hefir öll- um verið bjargað, en margir jieirra voru Jneiddir Dg illa leiknir* Þeir voru 22 tal'sins. Frá sjómönnunum. 10. nóv. FB. (Kom til blaðsins í gærkveldi.) Famir áleiðis tii Þýzkalands. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á „Harmesi ráðherm“. Alþýðufræðsla safnaðanna. 1 kvöld kl. 8V2 flytur Jón Páls- son, fyrrv. bankagjaldkeri, erindi í Franska spítalanium. Walter Grleg Þýzkur rithöfundur ,sem hér et staddur, les upp úr ritverkum sínum á rnorgun kl. 2 í Nýja Bíó. Kristinn meistari Andrésson flytur jainiramt erindi nokkurt, þar sem hann segir deili á hr. Grieg og verkum hanis. — Nokk- uð af upplestrinum fer og fram í islenzkri pýðingu. — Hr. Grieg er ágætur uppíesari og hefír fyrir skömmU látið til sín heyra í fé- laginu Germaníu. Hann les skýrt tog skilmerkilega, og er tilvalið fyrir aila þá, er vilja æfa siig í aö skilja þýzku, að hiusta á hamn. Stúdentaóeirðir í Póllandi. í Varsava, höfuðborg Pólilands, hafa orðið miklar óeirðir meðal háskólastúdenta, og hafa ekki færri en , 200 þeirra verið hand- teknir. í Póliandi er svo sem kunnugt er einxæðiastjórn. Alþýðnskólinn á Laugnm. Nemendur þar eru um 60. Bjöm Sigfússon, er þar hefir verið kenn- ari, hefir Játið af kenslu. Æsingar sameignarmanna. Sameignannenn (kommúniBtar) erú nú komniir til borgarinnar all- margir og ætla að halda hér „þing“, þó þeir séu á móti öl’lu þingræ&i. Einnig er komimn til borgarinnar Ingólfur Jónsison, bæjarstjóri á isafirðl, sem Bryn- jólfur Bjarnason síldarrannsókn- annaður fékk rekinn úr flokki sameignarmanna fyrjr það að segja satt. Finst Ingólfi þetta 'sennilega ekki gild á/stæða til brott- vikningar, og vill því láta þingið breyta þeasu. Finst honum senni- lega, að þar sem Brynjólfur er búinn að éta svo mikið ofan í sig undanfarna daga, þá ætti hann ledns að geta étið ofán í ság aftur b ro ttrek sturi nn Eru af þessu öllu æsingar miklar, taeðaí sameignar- rnanna ,og vilja margix, áð Ing- ólfur sé tekinn aftur, ef hann biöL ur afsökunar á því, að hafa ekki viljað Ijúga, og lofar að haga sér aldrei svo „smáborgaralega“ aft- ur. Hins vegar er kuinnugt, að margir hinna fáðandi saméignar- mannia, t. d. Brynjólfur .síldárv rannisóknartnáðúr, telja svo háska- legt jef flokksmenn neita að fara með lygax um forgöngumenn verklýðssamtakanna, að við því verði að liggja skilyrðislaus brott- rekstur úr flokknum. G. Bertfiptt. Hvsiil er að fréftfa? Nœturlœknir er í nótt Bragi Ól- áfsson, Ljósvallagötu 10, uppi, sími 2274, og aðra nótt Jenis Jó- hannesson, Tjarnárgötu 47, sínú 2121. Nœhirvörmrr er tiæstu viku í lyfjabúð Laugavegar og Ingólfs- lyfjabúð. Messim á morgun: I dómkirkj- unni kl. 11 prestsvígsia, kl. 2 barna-guðsþjónusta séra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson. í Landa- kotskirkju kl -.10 f. m. hámessa, kr. 6 e. m. gúðsþjónusta með pre- dikun. : PmstsuígsLa verð'úr í dómikirkj- unni á morgun kl. 11. Vígður verður Benjamín Kristjánsson, áð- ur pnestur vestan hafs, sem nú hefir verið kosinn prestur í Grundarþingum (Saurbæ) I Eyja- fírði — og verið veitt presta- kallið frá 1. þ. m. — Séra Frið- rik HaHgrimsson lýsir vígslu., Hjálprœdísherinn. Samkomur á morgun: Kl. 10 árd. bænastund. Helgunarsamkoma kl. 11 árd, barnasamkoma kl .2. Hallelúja1- samkoma kl. 4. Hjálpræðissam- koma kl. 8 e. m. Lúðra- 0g strengja-sveitin aðstoða. 1 grein Pétars J-akobssonar, í ■gær hefir orðið prentvilla. Þar á að standa: „Þá talar hr. A. Þ. um okrið og segir, áð st@ mngí gangi þáð, áð víxkm, séu „keyptix með 100% vöxtum (ekki: „vélar séu keyptax). Útvarpkð í dag: Kl. 16: Veður- fregnir. Kl. 19,05: Barniatími (Mar- grét Jónsdóttir kennari). Kl. 19,30: I Veðurfregnir. Kl. 20: Fréttir. KI. I 20,30: Erindi: Víga-Hrappur (Magnús Magnússon). Kl. 21: Tónleikar (Útvarpsferspllið), — Söngvél. — Danzlög til kl. 24. Útvcrpid, á morgan:: Kl. 10,40: Veðurfnegnir.. KI. 11: Messa í dómkinkjunmi, (prestsvigsla). Kl. 15,30: Erindi: Söngmótið í Fhalnik- furt. (Sigurður Skúlason meistari). Kl. 18,45: Barnátími (Arngrímur Kristjánsson kennari). 'KI. 19,30: Veöurfnegnir. Kl. 19,40: Söngur (söngvél). Kl. 20: Fréttir. Kl. Lögtak. Eftir beiðni tottstjórans í Reykjavík og að undan_ gengnum úrskurði, verður lögtak látið fram fara fyrif ógreiddum tekju- og eignaskatti, fasteignaskatti, lesta- gjaldi, hundaskatti og ellistyrktarsjóðsgjöldum, sem féllu í gjalddaga á manntalspingi 1932, tekju- og eign- arskattsauka sem féll í gjalddaga 1. okt. 1932, kirkju- sóknar- og kirkjugarðsgjöldum, sem félluf í gjalddaga 31. desember 1931 og vitagjöldum fyrir árið 1932. Lögtökin veiða framkvæmd að átta dögum liðnum frá birtingu þessaiar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjvík 12. nóv. 1932. Björn Þórðarson. 6 myndir 2 kr. Tllbdnar eftir 7 mfn. Photomaton. Templarasundi 3. Opið l—7 alla daga. Ný tegund af ljósmyndapappír komin. Myndirnar skýrari og betri en nokkru sinni. Bifreiðageymsla. Tek til geymslu allar tegundir bíla, yfir lengri . og skemri tíma. Veiðið sann- gjarnt. Geymið bíla ykkar í góðu húsi Þá fáið þið þá jafn- góða eftir veturinn Eglll VilhjálmssoQ, sími 1717, Laugavegi 118. 20,30: Erlndi: Kristmynd (séra Árni Sigurðsson). Kl. 21: Tón- leikiar og einsöngur (söngvél). — Danzlög til taiðúættis. Veðriv. Útlit á Suðvestur- og Vestur-landi: Su'nnan- eða suð- vestan-stormur fram eftir degin- um, en lygnir síðan. Skúrjr, en bjart á taildi .SendisveimrJ Muniið, áð á inorg- un kl. 2 er leikfitniæfing hjá ykk- úr. Þið verðið að hafa með ýkkur 1 kr. fyrir læknisvottorði. Mæt- Sð, á tefingunui í Miðbæjarskólán,- uim, G. Beihanía,.. Samkomá á sunnu- dagskvöld kl. 8V2. Jóhannes Sig- urðöson forstöðum. Sjómanna- stofunnar talar. Allir velkomnir. Höfum fengið ágætar kartöflur í 25 kg. pokum Enn fremur bögglasmjör. Kanpfélao Alpýðo. Símar 1417. — 507. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN, Hverfisgötu S, simi 1294, tekur að sér alls konar tækifærisprentun, svo sem erfiljóð, aðgöngu- miða, kvittanir, reikn- inga, bréf o. s. frv., og afgreiðir vinnuna fljótt og við réttu verði. — Sparið peninga. Forðist ópæg- indi. Munið þvi eftir að vantl ykkur rúður i glugga, hringið i sima 1042, og verða pær strax látnar i. Sanngjarnt verð. Munið Freyjugötu 8. Divanar, fj arðamadressur, strigamadressur. Að tala og lesa dönsku og orgel- spil kennir Álfh. Briem, Laufás- vegi 6, sími 993. Bezta ástasðgnrnar heita: Ættarskömm, Af öllu hjarta, Húsið i skóginum, Tvifaiinn, Cirkusdreng- urinn, Verksmiðjueigandinn, f Örlaga- fjötrum, Beztu drengjasögumar: Buff- alo Bill, Pósthetjurnar, Draugagilið, Æfintýrið i þanghafinu. Ótrúlega ódýrar. —- Fást i Böksalannm, Langavegl 10, og i bókabúð- lani á Langavegi 68. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnx: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.