Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 1
64 SIÐUR B
156. tbl. 78. árg.
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fundur sjö heistu iðnríkja heims:
Landbúnaðarstyrkir
verði takmarkaðir
Houston. Reuter.
LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims samþykktu á fundi sínum
í Houston í gær að minnka styrki til landbúnaðar og beita sér
fyrir því að viðskiptahömlum yrði aflétt. Þeir ákváðu einnig að
stefha að því að undirritaður yrði alþjóðlegur samningur um björg-
un regnskóga. Þeim tókst þó ekki að jafna ágreining sinn varð-
andi þessi mál að fullu og tóku ekki ákvörðun um sameiginlega
efhahagsaðstoð við Sovétmenn.
George Bush Bandaríkjaforseti
kynnti blaðamönnum lokayfirlýs-
ingu fundarins eftir að honum var
slitið í gær. Þar kom meðal annars
fram að leiðtogarnir féllust á mála-
miðlun varðandi niðurgreiðslur til
landbúnaðar. Þeir samþykktu að
minnka niðurgreiðslurnar verulega
í áföngum, en komust þó ekki að
samkomulagi um hvernig standa
ætti að því.
Leiðtogarnir skuldbundu sig
einnig til að beita sér fyrir því að
Námamenn í Vestur-Síberíu ræða saman eftir að þeir höfðu lagt niður vinnu til að krefjast þess að
ríkisstjórn Sovétríkjanna segði af sér.
Sovétríkin:
Frambjóðandi Gorbatsjovs
ber signrorð af Lígatsjov
Námaverkamenn ögra Sovétforsetanum með verkfalli
Moskvu. Reuter, dpa.
VLADÍMIR ívashko, fyrrum for-
seti Sovétlýðveldisins Úkraínu,
var kjörinn í embætti fulltrúa
aðalritara, sem er það næst-
valdamesta í sovéska kommún-
istaflokknum, á flokksþinginu í
Moskvu í gær, að því er frétta-
stofan TASS hafði eftir áreiðan-
legum heimildum í gærkvöldi.
ívashko er sagður hófsamur
umbótasinni og bar sigurorð af
harðlínumanninum Jegor
Lígatsjov í kjörinu. Þetta er sig-
ur fyrir Míkhaíl Gorbatsjov, Sov-
étforseta og aðalritara flokks-
ins, en hins vegar tókst honum
ekki að koma í veg fyrir sólar-
hrings verkfall hundruð þús-
Þýskaland:
Friðrik mikli jarð-
settur í þriðja sinn
Bonn. Daily Telegraph.
FRIÐRIK mikli, heimspekingurinn og konungurinn sem gerði
Prússland að mesta herveldi Þýskalands á átjándu öld, verður
jarðaður að nýju við höffina, sem hann lét reisa í Potsdam, suð-
vestur af Berlín.
Louis Ferd-
inand von Ho-
henzollern
prins, áttræður
afkomandi
Friðriks mikla,
segir að fjöl-
skylda sín hafi
ákveðið eftir
hrun kommún-
ismans að virða hinstu ósk kon-
ungsins um að fá að hvíla við
höllina. Kistur hans og föður hans,
Friðriks Vilhjálms I., voru fluttar
frá höllinni árið 1944 vegna
sprengjuárása og framrásar
bandamanna í lok heimsstyijald-
arinnar síðari. Hann var jarðsett-
ur að nýju árið 1952 við Hohen-
zollern-kastala í Hechingen,
skammt frá Stuttgart í Vestur-
Þýskalandi.
Potsdam var höfuðborg Brand-
enborgar, sem síðar varð Prúss-
land, en er nú í Austur-Þýska-
landi. Þar sem sameining þýsku
ríkjanna er í nánd geta afkomend-
ur hans farið að huga að því að
greftra hann — í þriðja og líkleg-
ast síðasta sinn — þar sem hann
helst vildi hvíla.
Friðrik mikli nýtur mikillar
virðingar á meðal Þjóðverja þar
sem hann gerði Prússland að
hernaðarlegu stórveldi og stuðlaði
að mikilli grósku í menningu og
stjórnmálum landsins á valdatíma
sínum.
unda námaverkamanna á helstu
kolanámasvæðum landsins.
TASS greindi ekki nánar frá
úrslitunum. ívashko er 58 ára að
aldri og sagði af sér sem forseti
Úkraínu í .vikunni. Hann fær nú
það verkefni, sem fulltrúi aðalrit-
ara, að skipuleggja daglega starf-
semi kommúnistaflokksins og
fylgjast með henni. Gorbatsjov
mælti með ívashko í embættið og
sagði það mikilvægt að tveir æðstu
embættismenn flokksins hefðu
svipaðar skoðanir. Lígatsjov bauð
sig fram sem „valkost marx- og
lenínista" og Gorbatsjov reyndi að
koma í veg fyrir framboð hans.
Róttækir umbótasinnar vöruðu við
því að ef harðlínumaðurinn næði
kjöri segðu tugþúsundir umbóta-
sinna skilið við flokkinn. Ekki var
búist við að þriðji frambjóðandinn,
Anatolíj Dúdyrev, prófessor frá
Leníngrad, njAi mikils fylgis.
Verkfallsmennirnir í kolanám-
unum kröfðust einkum afsagnar
Níkolajs Ryzhkovs, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, og stjórnar
hans. Þeir sökuðu stjórnina um að
hafa svikið loforð um kjarabætur,
sem hún gaf til að binda enda á
verkfall þeirra fyrir ári.
Forystumenn verkfallsmanna í
Kúzbass í Síberíu sögðu að um
300.000 námamenn í 68 námum
hefðu lagt þar niður vinnu. í Don-
bass í Ukraínu tóku námamenn í
141 af um 250 námum þátt í ein-
hvers konar verkfallsaðgerðum.
Þá lagðist vinna niður í tíu af þrett-
án námum í Vorkúta, nyrst í Rúss-
landi.
TASS sagði að námamennirnir
í Donbass hefðu miklar áhyggjur
af því að harðlínumenn væru að
N,
Aj,-
Vorkúta,
Moskva
Sovétríkin
Donbass
Kúzbass
Hundruö þúsunda náma-
manna efna til verkfalls
ná undirtökunum í kommúnista-
flokknum. Fréttastofan sagði að
aðeins um 40% námamanna á
svæðinu hefðu lagt niður vinnu.
alþjóðlegur samningur um björgun
regnskóga yrði undirritaður fyrir
árið 1992. Þeir lofuðu að minnka
loftmengun í löndum sínum, einkum
af völdum koltvísýrings, sem talin
er valda hitabreytingum á jörðunni.
Þeir komust hins vegar ekki að
samkomulagi um hversu mikil
mengunin, mætti verða heldur sögðu
þeir að slíkt þyrfti að ákveða á ráð-
stefnu um loftmengun, sem ráðgerð
er í Bandaríkjunum á næsta ári.
I lokayfirlýsingunni segir einnig
að leiðtogarnir hafi samþykkt að
kanna nánar efnahagsástandið í
Sovétríkjunum til að hægt verði að
meta hvernig koma megi Sovét-
mönnum til hjálpar. Að því loknu
verði tekin ákvörðun um sameigin-
lega efnahagsaðstoð ríkjanna sjö.
Hveiju ríki fyrir sig sé það í sjálfs-
vald sett hvort það komi Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétforseta til bjargar.
Albanía:
Skip send eftir
flóttamönnum
Róm. Reuter.
UM 2.000 albanskir flóttamenn,
seni leituðu liælis í erlendum
sendiráðum í Tirana, höfuðborg
Albaníu, verða lluttir með skipum
til Ítalíu og konia þangað snemma
í fyrramálið.
Síðar verða farnar fleiri ferðir til
að sækja flóttamenn í sendiráðum
Vestur-Þýskalands, Ítalíu og nokk-
urra annarra landa í albönsku höfuð-
borginni. Franskt skip verður sent
eftir flóttamönnum í sendiráði
Frakklands.
Alls leituðu um 4.500 flóttamenn
hælis í erlendum sendiráðum í Tir-
ana.
Votur er vinarkossinn
Feðgar í Austur-Berlín virða fyrir
sér risastóra mynd af kossaflensi
Erichs Honeckers, fyrrum leið-
toga austur-þýska kommúnista-
flokksins, og Leoníds Breshnevs,
fyrrum Sovétleiðtoga.