Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 16

Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JULI 1990 Þorsteinn Gylfason: Flokkafjas i Sigurður Nordal gaf mér einu sinni bók sem Christmas Moller hafði sent honum að gjöf. Moller var einn helzti foringi danskra íhaldsmanna á tuttugustu öld og þeir Sigurður vinir frá því Sigurður var sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn að mig minnir. Bókin var safn af greinum og ræðum, ekki sízt frá stríðsárunum en þá var Moller útlagi í Lundúnum og ávarpaði dönsku þjóðina hernumda jafnt og þétt í útvarpi. Við Sigurð- ur reyndumst báðir jafnhrifnir af bókinni. Hún heitir Vi er alle socia- lister, það er að segja Við erum öll félagshyggjufólk. Hugsunin að baki þessu bókarheiti var ofur ein- föld. Hún var sú að danska velferð- arríkið, sem hafði verið eldheitt baráttumál danskra jafnaðar- manna í áratugi og hatursefni íhaldsmanna að sama skapi, væri komið' til að vera. Eftir fáeina ára- tugi í viðbót hefur þessi skoðun reynzt eins rétt og verið getur um spádóma. Og það er áþekka sögu að segja annars staðar af Norður- löndum. Það hvarflar ekki að nein- um norrænum flokki, og varla að neinum heilvita einstaklingi held- ur, að afnema velferðarríkið: heil- brigðisþjónustuna, skólakerfið, al- mannatryggingarnar. A Islandi er það Sjálfstæðisflokkurinn, sem kennir sig við fijálshyggju og hat- ast við félagshyggju, sem hefur í áratugi staðið fyrir öflugustu vel- ferðarvél landsins í nafni Reykjavíkurborgar, eins og Matt- hías Johannessen þreytist seint á að nefna flokknum til lofs. Davíð Oddsson er eindreginn félags- hyggjumaður alveg eins og Christ- mas Moller. Við erum öll félags- hyggjufólk. Það lifa bara sum okk- ar í þeirri einkennilegu sjálfsblekk- ingu að sjá þetta ekki. Við erum líka öll fijálshyggju- fólk. Breytingar svonefndrar við- reisnarstjórnar á íslenzka hagkerf- inu árið 1960 komu til að vera. Það dreymir engan íslenzkan stjórnmálamann um að innleiða á nýjan leik kerfið sem við bjuggum við fyrir viðreisn með til að mynda gjaldeyrisleyfum sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna úthlutuðu. (Eg fékk árið 1959, öldungis sjálf- krafa, mun hærri upphæð í ferða- gjaldeyri en aliur almenningur átti kost á, ugglaust af því að faðir minn var ráðherra.) Og nú skal ég setja mig í spámannsstellingar og segja að á næstu áratugum verði gengið mun lengra í sömu átt, bæði í landbúnaðarmálum og sjávarútvegsmálum. Að minnsta kosti ef stjórnmálaflokkamir verða lagðir niður og rödd skynseminnar nær eyrum þjóðarinnar í gegnum innantómt malið úr stjórnmála- mönnunum. Við erum öll fijáls- hyggjufólk. Þessi samstaða þýðir að það er enginn raunhæfur ágreiningur lengur sem verður með góðu móti kenndur við fijálshyggju og félags- hyggju fremur en uppi er ágrein- ingur um þversum og krussum. Því fylgir aftur að stjórnmálaflokk- arnir sem þykjast vera ósammála um fijálshyggju og félagshyggju eru steingervingar sem á að setja á safn, í næsta bás við þversum og krussum. II Hvað á að koma í staðinn fyrir stjórnmálaflokkana? Kannski nýir flokkar, kannski engir flokkar. Á nítjándu öld voru engir flokkar á íslandi. Jón Sigurðsson vann alit sitt starf án þess að hafa flokk til að styðjast við. í blaðagrein er engin leið að velta fyrir sér öllum þeim margvíslegum möguleikum sem við blasa í öllum áttum. Ég get drepið á fáeina af handahófi. Einhveijum kann að lítast bezt á tveggja flokka kerfi. Ef sú leið er farin er margra kosta völ. Flokk- arnir gætu báðir verið stefnulausir eins og segja má að bandarísku stjórnmálaflokkarnir séu að þó nokkru leyti; í hvorum um sig er rúm fyrir allar mögulegar skoðan- ir. Eða þeir gætu haft stefnuskrár þar sem afstaða til innflutnings á landbúnaðai’vörum, sölu veiðileyfa, aðildar að Evrópubandalaginu og endurreisnar skólakerfisins er felld undir einhver almenn lögmál eða vígorð. Ég bið fólk að veita því sérstaka athygli að það er engin ástæða til að ætla að annar þess- ara tveggja flokka yrði „hægri flokkur" og hinn „vinstri flokkur" í neinum viðteknum skilningi þeirra orða. Hægri og vinstri eru á sama báti og þversum og kruss- um: safngripir. Ef til vill ættu flokkarnir að vera Höfuðstaðar- flokkur og Landsbyggðarflokkur. Svo mætti skipa flokkana eftir hæfileikum til stjórnarstarfa; þá fengjum við Njitjungaflokk og Ónytjungaflokk. Mig minnir að það hafi verið Nixon Bandaríkjaforseti sem skipaði rammlega vanhæfan vin sinn úr lögfræðingastétt hæstaréttardómara með þeim rök- um að ónytjungar ættu rétt á að minnsta kosti einum fulltrúa í Hæstarétti eins og hveijir aðrir. Svo má hugsa sér marga flokka, misjafnlega langlífa eftir aðstæð- um. Sumir þeirra gætu helgað sig einhveiju meiri háttar málefni eins og Kvennaframboðið. Aðrir gætu fylkt sér um einstakling eins og Bandalag jafnaðarmanna og Borg- araflokkurinn. Þá kynnu líka að verða til Veiðileyfaflokkur, Land- búnaðarflokkur, Evrópuflokkur og Menningarflokkur. Kannski ætti hver kjósandi þá að mega kjósa þijá flokka og raða þeim í for- gangsröð. Þá gæti ég til dæmis raðað Veiðileyfaflokknum í fyrsta sæti (því málstaður hans er brýn- asta hagsmunamál þjóðarinnar), Menningarflokknum í annað sæti (því hann vill efla skólakerfið sem er ijúkandi rúst eins og sakir standa) og Kvennaflokknum í þriðja sæti (því enn vantar mikið á jafnræði með konum og körlum). III Ég hef nefnt fimm málefni í þessu fjasi: stjórn fískveiða, land- búnaðarmál, Evrópumál, kvenna- mál og menningarmál. Það er naumast minnsti vafi að þetta eru mikilsverðustu hagsmunamál íslenzku þjóðarinnar á næstu árum og áratugum. Því skyldi maður ætla að stjórnmálaflokkarnir hefðu eitthvað til málanna að leggja um þau. En það er sama hvert litið er: stjórnmálamennirnir standa ekki fyrir neinum málefnalegum ágreiningi um neitt. Þeir þvaðra og segja þegar bezt lætur sjálf- sagða hluti um alls ekki neitt eins og félagshyggju og fijálshyggju. Éf maður vill heyra skelegga ræðu um málefni eins og samband Is- lands við Evrópu þýðir ekki að hlusta á íslenzkan stjórnmála- mann. Það verður að fara á Há- skólahátíð og hlusta á Sigmund rektor Guðbjarnason. Það er líka bara í Háskólanum að stjórn fisk- veiða er skynsamlega og skipulega rökrædd, og rökræðan birt al- menningi í blöðum og bók. Stjórn- málamenniriTír standa klumsa og ráðþrota hjá eins og nátttröll í dagrenningu. Sumir þeirra finna þetta sjálfir. Hinn 4ða júlí segir Þjóðviljinn frá miðstjórnarfundi Álþýðubanda- lagsins á Egilsstöðum á dögunum. Þar segir um Svavar Gestsson: „Svavar rifjaði upp þá tíma þegar hann og ungir sósíalistar áttu svör við öllum spurningum, svörin voru jafnvel fleiri en spurningarnar. Nú væri allt breytt, oft aðeins spurn- ingarnar eftir .. .“ Svavar leyfir sér sem sagt að sitja á Alþingi, og skipa ráðherrastól í þokkabót, í nafni félagshyggju sem hann hefur ekki hugboð um hver er því allt er svo breytt. Hann sagði að vísu á Egilsstöðum að „alþýðu- bandalagsfólk ætti aðferðir til að nálgast nýju svörin". Það væri gaman að sjá hann gera grein fyr- ir þeim aðferðum. Hitt væri þó ennþá meira gaman að sjá hann hafa sómatilfinningu til að hætta stjórnmálaafskiptum úr því hann veit ekki hvað hann er. Það er verst að Austur-Þjóðveijar skuli ekki vera fyrir hendi lengur. Ann- ars gæti maður óskað þess að þeir greiddu Svavari laun fyrir einhver nytsamleg störf. Svavar veinar eftir nýrri skil- greiningu á félagshyggju í stað þess að kannast við, sem miklu meira vit er í, að félagshyggja hafi runnið sitt sögulega skeið í eitt skipti fyrir öll alveg eins og stefnur í fjárkláðamálinu eða sjálf- stæðismálinu, og fijálshyggjan með henni. Af hveiju veinar hann ekki eftir nýjum skilgreiningum á nornum og göldrum? Þá gætum við skipzt í flokka með og móti göldrum og galdrabrennum og gengið úr skugga um hvort kvennalistakonur tii dæmis eru raunverulegar nornir eða ekki. Væri það ekki þörf iðja? Hann ætti að veina eftir því að tekið sé á málefnum líðandi stundar og einkum þó framtíðarinnar, þó ekki sé nema nánustu frarntíðar; að tekið sé á sambandi íslands við Evrópu, stjórn fiskveiða á Islandsmiðum, samdrætti landbúnaðar í landinu sjálfu, kvenfrelsi og viðreisn íslenzkrar menningar. MINNA RYK BETRI HEILSA EIGIIM Á LAGER LOFTVIFTURNAR V I N S Æ L U , hvítar,8vartar,me88Ínglitar.opkrómaðar. ■ Uvormál: I 32 sm. ^ Þrjár hraðastillingar ■ Val uni hlástur eða sog ^ Af|uirrkun niiiinkar til niinia ■ Lækkun á lutakostuaði HENTAR FYRIR: lleimili Lauískála • Skrifstofur Suinarluis • Veitingastaði — á nieðan Inrgðir emlast. Staðgr<‘iðslu\ erð aðeins kr. 19.800,- AfI»orgunarv«“rð kr. 21.800,- Eugin úthorgnn. Eftirsl. til allt að I 2 nián. r%. f- f i á>..«P:J Breska verslunarfélagið Faxafeni 10 Húsi Framtiðar ■ 108 Reykjavik Pöntunarsími: 91 -82265 Áhyggjulaust ævikvöld ER ÞETTA HÆGT, JÓHANNA? eftir Rúnar Pálsson Áhyggjulaust ævikvöld. — Getur nokkur manneskja óskað sér ein- hvers frekar þegar aldur færist yfir og starfsþrekið minnkar. Já, áhyggjulaust ævikvöld, þannig ætti það að vera en verður það svo? Meginþorri þess hóps, sem í dag- legu tali er kallaður eldri borgarar, hefur með ráðdeild og vinnusemi komið sér upp þaki yfir höfuðið. Þeir eru stoltir yfir að eiga íbúðina sína skuldlausa, hafa komið börnum til manns og að hafa lagt sitt af mörkum til uppbyggingar þess vel- ferðarþjóðfélags, sem við búum við í dag. Þetta fóík er ekki hokið í herðum af að bera digra eigin sjóði, heldur af vinnu og aftur vinnu í þágu samfélagsins. Dagur er að kveldi kominn og það er tímabært að sækja launin sín. Þegar fólk er komið á þennan aldur, sem verklok mega teljast, sækist það ekki hvað síst eftir ör- yggi í enda æviskeiðs. Þjónustu- íbúðir aldraðra gefa þeim von um öryggi og einhveija umönnun ef þörf er á, en samt er það sjálf- stætt, þar sem íbúðin er þeirra. Af þeim sökum hefur þetta fólk ráðist í kaup á þjónustuíbúðum í stað gömlu íbúðanna til að tryggja ör- yggi sitt og skapa sér áhyggjulaust ævikvöld. Hjá ótrúlega mörgum var þessi ákvörðun að kaupa sér „þjón- ustuíbúð“ upphaf nýs áhyggju- skeiðs. Látum liggja á milli hluta verð þessara íbúða, þar sem boðið er upp á mismunandi „þjónustu", en sú verðlagning, sem á íbúðunum er, væri verðugt rannsóknarefni fyrir einhvern sérfræðinginn og mætti hann þá taka tillit til vöndun- ar frágangs og viðskil verktaka. En það sem fyrst og fremst eyði- leggur hið áhyggjuiausa ævikvöld er meðferð Ilúsnæðisstofnunar ríkisins á þessu aldraða fólki. Það hafði í veganesti þegar til kaupa var gengið að það fengi hámarkslán til 40 ára. Það kom í ljós að nokk- ur bið yrði á afgreiðslu þessara lána, en í staðinn var boðið upp á fram- kvæmdalán til að brúa bilið, svo hefja mætti framkvæmdir. Þetta lán var miklu dýrara en húsnæðis- lánið, þar sem það bar hærri vexti, lántökugjald og annan kostnað, sem lántöku fylgir. Fólkið tók þessu sem hveiju öðru hundsbiti og hélt áfram að hlakka tii áhyggjulausa ævi- kvöldsins, en þá kom reiðarslagið. Ný reglugerð hafði verið sett af háttvirtum félagsmálaráðherra, þar sem þetta fólk, sem streðað hefur alla ævina til að bæta lífskjör ráð- herrans og annarra landsmanna, er gert að annars flokks borgurum. Lán til þessa einstaka hóps voru stórlega skert með þessari reglu- gerð. I staðinn fyrir að njóta sömu fyrirgreiðslu og aðrir þegnar þessa lands var búin til sérstök reikniað- ferð, þar sem öldruðum var ætlað að borga hluta húsnæðislánsins á 5 árum í stað 40 ára. Þessi sérkenni- lega reikniaðferð fól í sér hlutfall af verði seldrar eldri íbúðar og þeirrar nýju, þar sem komið var í veg fyrir að nokkur afgangur yrði til ráðstöfunar til að létta lífið. Þar var ekki einu sinni tekið tillit til þess að margir þurftu að selja íbúð sína a.m.k. ári áður en þeir gátu flutt inn í nýju íbúðina, með tilheyr- andi rýrnun fjármagns vegna verð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.