Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990
v44
fclk f
fréttum
Áhorfendur virtust skemmta sér konunglega.
SPAUGSTOFAN
Léttasta lundín fundin
. , . Morgunblaðið/Börkur
Sveinbjorn Guomundsson 1 lettri sveiflu.
og sungu lag sem aö þeiira sögn
Sveinbjörn Guðmundsson frá
Vestmannaeyjum var valinn
léttasta lund landsins í úrslita-
keppni Spaugstofunnar um þennan
♦ eftirstótta titil síðastliðið þriðju-
dagskvöld. Auk Sveinbjörns tóku
þeir Ingólfur Arnarson frá Búðard-
al, Gunnar Hallsson frá Bolung-
arvík, Geirmundur Valtýsson og
Eiríkur Hilmisson frá Skagafirði,
Einar Sigurðsson frá Raufarhöfn
og Einar Einarsson frá Egilsstöðum
þátt í keppninni sem fór fram í Is-
lensku óperunni.
Sveinbjörn, sem keppti fyrir Suð-
urlandskjördæmi, hóf mál sitt á því
að beina þeirri spurningu til við-
staddra hvort þeim fyndist ekki
undarlegt að fólk næði fullum
þroska miðað við þá meðferð sem
það fengi í æsku.
„Þetta byijar allt á fyrsta degi,“
■f sagði Sveinbjörn. „Þegar manni er
kippt út úr þægilegu og heitu um-
hverfi í móðurkviði inn í iskalt her-
bergi þar sem manni er haldið á
löppunum og maður laminn eins og
harðfiskur. Maður hugsar auðvitað,
„ég hef ekki gert neitt“. Og mamin-
an segir að það sé heilbrigt að barn-
ið missi hárið eftir fyrstu fimm
dagana. Þetta er bull. Barnið er
beinlínis að deyja úr áhyggjum.
Ekki batnar það þegar barnið hittir
pabba, angandi af wisky. „Gúsí-
gúsí,“ segir hann kannski. Og hvað
haldið þið að barnið hugsi. Ju, auð-
vitað: „Er þetta gæinn sem ætlar
að kenna mér að tala?“. Svo fara
ættingjarnir að skoða krakkann og
pota í hann þar sem glittir í bert á
milli buxnanna og peysunnar,"
sagði Sveinbjörn og bætti við að
hann og tveir aðrir Vestiriannaey-
ingar væru með fimm nafla. „Fóik
er jafnvel að pota með óhreinum
fíngrum upp í munninn á börnun-
um. „Ertu ekki kominn með tenn-
ur?,“ spyr það en áttar sig ekki á
því að ef barnið væri með tennur
væri það ekki með putta,“ hélt
Sveinbjörn frásögninni áfram með
leikrænum tilburðum þangað til
áhorfendurnir bókstaflega veinuðu
af hlátri.
Ingólfur Arnarson keppti fyrir
Vestfjarðarkjördæmi og sagði frá
strák sem var með eindæmum mat-
vandur. Foreldrar hans voru búnir
að reyna ýmsar aðferðir til að fá
hann til að borða þegar þau loksins
ákváðu að leyfa stráksa _að velja
hvað yrði á boðstólnum. „Ég vil fá
ánamaðk," sagði strákurinn og lét
sig ekki fyrr en pabbi hans fór út
í garð og náði í stærðar ánamaðk
handa honum. En þegar ánamaðk-
urinn var borinn á borð fyrir strák-
inn heimtaði hann að maðkurinn
yrði steiktur og var það látið eftir
honum. Þá vildi hann að ánamaðk-
inum yrði skipt til helminga og
pabbi hans æti helminginn á móti
honum. Þrátt fyrir að föðurnum
fyndist þetta þröngur kostur lét
hann sig hafa það, át hálfan maðk-
inn og benti stráknum á að ljúka
við þann helming sem eftir var. En
strákur svaraði með grátstafi í
kverkunum: „Já en ég get það ekki,
þú borðaði minn helming.“
Gunnar Hallsson, sem keppti fyr-
ir Vestfjarðarumdæmi, sagði frá
öðrum strák sem sem spurði pabba
sinn hvað orðin félagar, þjóð og
framtíð þýddu. „Félagar,“ sagði
pabbi hans, „eru svona eins og við
tveir. Þjóðin er allir hinir, til dæmis
hún mamma þín, en framtíðin gæti
verið litla systir þín.“ Eina nóttina
vakti svo snáðinn pabba sinn og
sagði: „Vaknaðu félagi, þú verður
að vekja þjóðina, það er kúkalykt
af framtíðinni". Geirmundur Val-
týsson og Eiríkur Hilmisson kepptu
fyrir Norðurlandskjördæmi vestra
var samið fyrir nefnd um sölu á
hrossakjöti. Lagið er eftir Geirmund
en textann samdi Hilmir Jóhannes-
son, faðir Eiríks.
Einar Sigurðsson, sem keppti
fyrir Norðurlandskjöi'dæmi eystra,
sagði frá konu nokkurri sem var
búin að koma sér vel fyrir í gufu-
baði þegar karlmaður stóð skyndi-
lega í gættínni og bað hana að vísa
sér til vegar. Konan ætlaði svo
sannarlega ekki að missa hand-
klæðið en teygði fótinn fram með
jafnvel verri afleiðingum. Að
síðustu sagði Einar Einarsson, full-
trúi Austurlandskjördæmis, frá
manni sem grunaði eiginkonu sína
um framhjáhald.
í stuttu samtali við Morgunblaðið
sagðist Sveinbjörn Guðmundsson
ekkert frekar hafa búist við að sigra
keppnina. „Maður var náttúrlega
búinn að æfa sig en auðvitað getur
maður aldrei verið viss um að
vinna.“ Hann segist hafa unnið út
frá reynslu sinni af yngri systkinum
sínum tveimur og börnum vina
sinna en sjálfur er hann laus og
liðugur, eins og hann orðar það
sjálfur.
Sigrún Andradóttir útskrifaðist
sem doktor • í stærðfræði frá
Stanfordháskóla 17. júní.
Systir hennar, Hrund Ólöf
Andradóttir, varð dúx við
Menntaskólann við Hamrahlíð
nú i vor.
SYSTKIN r
Góður námsárangur
júní var mikill gleðidagur
• í lífi Sigrúnar Andra
dóttur og fjölskyldu hennar því
þann dag útskrifaðist hún sem
doktor i stærðfræði frá Stanford-
háskóla í Bandaríkjunum. Sigrún
hefur ekki enn fengið umsögn um
doktorsritgerðina en þess má geta
að hún dúxaði frá menntaskóla í
París þar sem ijölskylda hennar
bjó um hríð. Að sögn ömmu Sigr-
únar, Sigrúnar Jónsdóttur, hefur
hún þegið stöðu við bandarískan
háskóla í haust.
Þess má geta að systir Sigrún-
ar, Hrund Olöf Andradóttir, varð
dúx við Menntaskólann í
Hamrahlíð nú í vor. Hrund Ólöf,
sem er aðeins 17 ára, lauk hluta
af menntaskólanámi sínu í
Frakklandi. Nafn Hrundar Ólafar
misritaðist í frétt um skólaslit í
vor og er hér með beðist velvirð-
ingar á því.
Að lokum má geta þess að
bræður systranna, Þór ísak, sem
er verkfræðingur, og Hjalti Sigur-
jón, hafa einnig gott orð á sér sem
námsmenn. Hjalti Sigurjón, sem
er 13 ára, fékk t.a.m. þrenn verð-
laun fyrir góðan námsárangur við
skólaslit nú í vor, en hann stund-
ar nám í New York.
NYJAR VORUR
BÆKUR - SPÓLUR - TÍMARTT O.FL.
BÆKUR GURUDEVS JÓGA:
□ Meditation in Motion I & II
□ Working Miracles of Love
□ Happiness is now
□ Your Center and hour to keep it (spóla)
NÝTT FRÁ LOUISE HAY:
□ Love yourself, Heal your life - Workbook
□ Metafitness
□ A Garden of Thoughts
□ You can Heal your Life
□ Power Thougts - Litlu marglitu kortin
□ Love your Body
□ Heal your Body
Spólur frá Louise Hay:
□ Forgiveness, Loving the
Inner Child
□ Anger Relieasing
□ Dissolving Barriers
O Totality of Possibilities
Bækur Carlos Castaneda:
□ The Eagles gift
□ A Seperate Reality
□ The Second Ring of Power
□ The Fire From Within
□ Joumey to Ixtlan
0 The Power of Silence
□ Tales of Power
□ Self Healing
□ Self Esteem
□ Stress Free
□ What I Believe,
Deep Relaxation
Bækur Joan Grant:
□ Winged Pharaoh
□ Retum to Elysium
□ Life as Carola
□ Scariet Feather
□ Far Memory
□ Lord of the Horizon
□ Receiving Prosperity
□ Cancer
□ You can Heal your Life
□ Feeling fine Affirmations
□ Moming and Evening
Meditations
Bækur Yogananda:
□ Man’s Etemal Quest
□ Sayings of Parmahansa Yogananda
□ The Devine Romance
□ The Law of Success
□ How you can talk with God
□ Metaphysical Meditations
□ Autobiography of a Vogi
Bækur Lynn Andrews:
□ Medicine Woman
□ Flight of the Seventh Moon
□ Jaguar Woman
□ StarWoman
□ Crystal Woman
□ Windhorse Woman
□ TeachingsAroundtheSacredWheel
□ Course in Miracles bækur
□ Nýjar Michael bækur
□ BækurumTarotogTarotspilíúrvali
□ Bækur um stjörnuspeki
□ Bækur um heilun, heilsufæði, likams-
rækt, nudd o.fl.
□ Pendúlar, orkusteinar og kristallar
□ Tímarit
□ Bækur um kristalla og orkusteina
. Æk VERSLUN í ANDA
beuRMip™
Laugavegi66-101 Reykjavík^^^ Símar: (91)623336 - 626265
Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta
Pantanasimar: (91)623336 og 626265
□ Bækur um dulræn málefni
0 Margar „12 spora“ bækur
t.d. 12 Steps to Happiness,
12 Steps to Overeaters
□ Veggspjöld - gjafakort
□ Reykelsi - ilmolíur
□ Stjörnukort
□ Sérstæðar styttur
□ Mondial armbandið