Morgunblaðið - 14.07.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 14.07.1990, Síða 1
fHinrgttitlifafeift MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990 BLAÐ JJ Á öllum þessum ferðum hefur Leikbrúðuland tekið þátt í brúðu- leikhúshátíðum og vakið töluverða athygli. í maí birtist gagnrýni um sýninguna í Diari de Barcelona (Dagblaðið í Barcelona) og segir: „Þótt brúðuleikhús sé stundum að leitast við að vera „sófistiker- að“ (fágað, veraldarvant), þá snýr það alltaf til baka til hins ein- læga, en það er þangað sem það sækir sínar auðugu tilfinningar og tjáningarmáta. Islenski hópur- inn, Leikbrúðuland, kemur til dæmis ekki með nein tæknileg undur. Þau styðjast við þjóðsögur frá landi sínu og taka börnin gild sem viðmælendur, án nokkurs samviskubits. Við metum ekki stöðu þeirra á þessu „festivali" út frá efninu sem þau flytja, held- ur út frá menningu framandi og fjarlægrar eyjar sem við tengjum venjulega aðeins við saltfisk. List þessa íslenska hóps er stundum hrjúf, því get ég ekki neitað, en hún er mjög einlæg og áhrifarík. Hvaða ástfangin manneskja sem er veit líka að á ástarfundum eru menn ekki að hugsa um tæknileg- ar brellur eða siðfágun. Flumbra, annar þáttur Trölla- leikja er byggður á „Ástarsögu úr fjöllunum“, eftir Guðrúnu Helgadóttur. Flest okkar þekkja söguna af Flumbru og tröllkarlin- um sem hún verður ástfangin af og eignast hóp af börnum með. Eina nóttina ákveður hún að fara f heimsókn til tröllkarlsins, til að Sjá næstu sídu Getur barna- og unglinga- leikhús orðið til að þróa sjálfsímynd barna og ungl- inga, með því að stefiia hærra hvað varðar þjóð- lega og menningarlega meðvitund? Þetta var yfirskrift 10. ráðstefiiu ASSITEJ, alþjóð- legra samtaka um barna- og unglingaleikhús, sem haldin var í Stokkhólmi dagana 19. til 27. maí síðastliðinn. Meðan á ráð- stefnunni stóð var haldin leiklistarhátíð fyrir at- vinnuleikhús, sem ein- göngu vinna efiii fyrir börn og unglinga. Héðan frá ís- landi var „Leikbrúðulandi“ boðið að taka þátt I há- tíðinni og var boðið þegið. Rætt við aðstandendur Leikbrúðulands, sem getið hefur sér gott orð á erlendri grund Aðstandendur Leikbrúðulands: Helga Steffensen, Erna Guömarsdóttir, Hallveig Thorlacius, Bryndís Gunnarsdóttir og Þórhallur Sigurðsson Islensk tröll Pamplona. Eftir það varð hlé í þrjú ár, eða þar til í vor, að sýnt var aftur á Spáni og Andorra og síðan í Svíþjóð. Þá var einungis farið með tvö verk a fjórum, Flumbru og Risann draumlynda, vegna hagkvæmnisástæðna — yfírvigtin! frá Vasa til Rómar Leikbrúðuland var stofnað fyrir 20 árum og er næstelsta brúðu- leikhús hér á landi. Meðal upphaf- legu stofnendanna voru Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guðmars- dóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Þær stöllur standa enn að Leikbrúðulandi og seinustu tíu árin hefur Þórhallur Sigurðsson verið aðal leikstjóri þeirra. Hann hefur sett upp sjö leikþætti á vegum leikhússins og var meðal annars leikstjóri „Tröllaleikja", sem sýnt var í Svíþjóð í maí síðastliðnum. Trölla- leikir voru frumsýndir árið 1983 í Vasa í Finnlandi. Tröllaleikir eru fjögur verk, það eru Búkolla, Flumbra, Eggið og Risinn draum- lyndi. Árið eftir voru sýningar á Tröllaleikjum í Iðnó. Arið 1985 var haldið með sýninguna í Ieik- ferð til Júgóslavíu og sýnt í Ljúblj- ana, Zagreb og Belgrad, en á hátíðinni í Zagreb hlaut Leik- brúðuland 1, verðlaun fyrirTrölla- leiki. Það ár var einnig farið í leikferð til Ítalíu, Frakklands og Austurríkis. Næsta ár á eftir fóru fimmmenningarnir með sýning- una til Póllands og árið 1987 til Spánar; til Bilbao, Vittoria og Hún mæðist í mörgu, eiginkona draumlynda risans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.