Alþýðublaðið - 30.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.10.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreidisla blaðsias er í 'Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað sða í Gutenberg í síðasta lagi ki. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald e i n l£ r . á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. slndálkuð. Útsölumenn beðnir að gera slcil tii afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Kristjanín, og var þá með um- boð frá áður nefndu félagi. Eins og áður svaraði Litvinoff því, að hann gerði ekki út um samninga við neina einstaklinga fyr en út- gert væri um verzlunarsamninga milli ríkjanna. í bréfi sem Kor- sell sendi honum 30. júní, býður hann meðal annars eimvélar, dy- namit og ýmiskonar véiar. Auk þess stingur hann upp á að boi- sivíkar setji upp útibú til vörm innkaupa í Álasundi og leggi þar inn í banka 10 milj. króna í gulli; sjálfur ætlaði hann auðvitað að verða umboðsmaður og hafa full umráð yfir miljónunum. Var auð- séð á öllum bréfunum, að Kor- seil er hreinasti eiginhagsmuna- spekulant. Með Korsell kom til Kristjaníu Peder Ona skrifari fiskimannafé- lagsins, en vegna þess að hann skiídi ekkert mál nema norsku, vissi hann ekki hvað þeim Lit- vinoff og Korsell fór á milli, því samræða þeirra fór fram á erlendu máli. Fyrst framan af bauð Kor- sell hvorki síld eða fisk, en Lit- vinoff kvaðst vilja kaupa þá vöru og helst aflann 1920—21; en bað um skriflegt tilboð. Þetta varð þó ekki fyr en Korsell hafði enn reýnt að fá Litvinoff til að semja munnlega. 16. september sendir hann loks skriflegt tiiboð um að selja 300 þús. tunnur af hafsíld, veiddri 1919—1920 á 45 kr. tn. og 200 þús. tn. af vorslld á 35 kr. tn., hvortveggja frítt á höfn í Arkangel eða Reval. Daginn eftir ad Korsell sendi þetta tilboð, stóð fregnin sem hér- lenda auðvaldsblaðið flutti í norsku blaði. Scheflo, ritstj. norska „Social- Demokraten", setti nú Peder Ona inn í málið í áheyrn Korselis og kom þá upp úr kafinu að Ona liafði ekki haít hugmynd um hvað í tilboðinu stóð. Kvað hann flski- mannafélagið ekki sérstaklega áfram um að selja gömlu síldina. Og eins og Litvinoff vildi helzt kaupa nýja síld, eins var erindi sendimannanna corsku aðailega það, að semja um vetraraflann. Daginn eftir, 17. sept., sendi svo Peder Öna, Litvinoff bréf og bauð honum 300 þús. tn. síldar af velrarveiðinni í vetur til kaups á 60 kr. tn. „fob* í norskri höfn, og skyidi greiðsla fara fram við fermingu. En vegna fjárskorts íé- lagsins óskaði hann eftir því, að Rússland legði hæfilega upphæð inn í norskan banka. Bréfi þessu svaraði Litvinoff um hæl, 18. sept, og tók þar fram, að hann mundi því að eins gera kaup við ein staka Norðmenn, að samningar tækjust milli ríkjanna. En liatm væri fús til þess, og mundi frem- ur semja við félagið, en aðra, ef það biði ekki verri kjör. Norski „Social Demokraten* seg- ir um þetta mál, að sökin sé fyrst og fremst hjá norsku stjórn- inni, verði ekkert úr samningum að þessu sinni, húa hefði þegar fyrir iöngu getað verið búin að koma viðskiftum á milli landanna, og þá hefðu Norðmean ekki þurft að kasta mörg þúsund tunnum af síld í sjóinn aftur. — Rangar fréttir af því, sera ger- ist í nágrannalöndunum eru bein- línis glæpsamlegar, því þær geta óbeinlínis, ef ekki beinlínis, spilt fyrir okkar eigin málefnum út á við, og er þó varla þar á bæt andi. : Tyo morð og sjálfsmorð. Snemma í þessum mánuði varð hryllilegur atburður í húsi von Schers aðmíráls í Weimar f Þýzka- landi. Veggfóðrari nokkur braust inn í húsið og drap konu aðmír- álsins og þjónustustúlku hennar, en særði dóttur hjónanna mjög hættulegu sári. Er hann hafði Iok- ið þessum ódáðaverkum, tók hann sjáifan sig af lifi. jllientamáliti í Rnssianði. Eftir Brynjólf Bj arttason stud. mag. Victor Hugo segir frá, að einu sinni lagði fátæklingur nokkur eld í stórt bókasafn. Hann var spurð- ur, hvort honum væri Ijóst hversu mikið tjón hann hefði unnið menn- ingunni. Hann svaraði: Enginn hefir kent mér að lesa. Rússnesku fátæklingarnir hafa ekki lagt eld í nein bókasöfnt en þeir hafa tekið réttmæta eign sína með valdi. Og til þess að geta hagnýtt sér þau, eru þeir nú byrjaðir að !æra að lesa, með hjálp félaga sinna, sem hafa verið nokkru hepnari í hlutaveltu auð- valdsins. Þegar eg var i Moskva í sumar, kom eg að máli við mentamála- ráðherra Rússa, Lunatschavski. Hann hefir gefið mér upplýsingar og útvegað mér heimildir. Á síðustu árum hefir hinn ment- aði heimur tekið svo stórstígum framförum, að gamla skólafyrir- komuiagið er orðið úrelt og verð- ur ekki notað lengur. Óánægjan fer stöðugt vaxandi. Á öllum svið- utn hefir bæzt svo mikið við á síðustu árum, að menn verða að gefa sig alla við sinni grein, til þess að fá þá mentun sem nauð- synieg er. Það er nauðugur einn kostur, að takmarka almennu mentunina og auka sérmentunina. Þess vegna hafa allar enduibætur horft í þá átt, að auka sérmentun þeirra, sem stunda andleg störf, á kostnað almennu mentunarinnar. En allar endurbætur hafa gengið stirt í Vestur Evrópu, sökum tregðu þeirrar og nýfælni, sem þar ríkir. Kommúnistarcir rússnesku hafa aftur á móti verið skjótir til úr- ræða. Á þessu sviði sem öðruna hafa þeir breytt fyrirkomulaginU þannig, sem nauðsyn krefur og heppiiegast er, samkvæmt þeim kröfum sem menn eiga við að búa. Ekki sízt mentamálunum hafa þeir sýnt þann dugnað og frarn* takssemi, sem er einkenni byltinga* Samkvæmt anda kommúnista hafa breytingarnar horft í þá átt, að auka jöfnuðinn þannig, að ekkl er gert upp á miili manna uö*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.