Alþýðublaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 6
Asf lækntiB dáleiðsSu ÞAÐ er nú svo komið í henni veröld, að ástin er á- litin eíns og hver annar sjúkdómur, sem æskilegast væri að fá skjóta lækningu á. Að minnsta kosti gefur eftirfarandi saga frá Eng- landi það skýrt í ljós: Hæstlaunaðasta módel þar í landi varð ástfangin. Henni varð svo mikið um þetta, að hún missti á augabragði gleði sína, og ekki nóg með það. Hún horaðist með hverjum degi og missti þar af leiðandi mikinn hluta af atvinnú sinni. Henni var ljóst, að gifting kæmi ekki til greina, þar sem hún vildi með engu móti fórna frægð sinni og atvinnu fyr- ir ástina. En það er ekki amalegt að lifa á öld, þar sem allt getur gerzt. Ung- frúin var læknuð aí þessum meinlega sjúkdómi sínum — með dáleiðslu! ★ SANDRA Rockefeller er ein af ríkustu stúlkum ver- aldar. Þrátt fyrir það vekur hún athygli fyrir látlausan klæðaburð og alþýðlega framkomu. Oft á tíðum ferðast hún í almennings- vögnum í stað þess að aka í Cadillac, eins og flestir mundu gera í hennar spor- um. Hún: segist fara eftir ráðleggingum föður síns, sem hljóða svo: „Reyndu að •ríkja yfir peningum þínum, en láttu þá ekki ríkja yfir þér.“ „Máninn hátt á • mí ://./■ /// //íí % Wk |pp|| ;•■/•:///.;/ 1 /- ■ð :3||||||| ■/://:■■/■/'/■/' í ÞÚSUNDIR ára hafa menn virt fyrir sér tunglið með lotningu og tortryggni, lofað það eða lastað fyrir áhrif á fæðingu og dauða, meðgöngutíma kvenna, upp skeru, brjálæði, ást og afla- brögð, svo að eitthvað sé nefnt. Hin þurru vísindi nú tímans, sem eru á góðri leið með að útrýma með öllu í- myndunarafli og rómanták mannfólksins, telja hins vegar, að áhrif tunglsins á jörðina séu aðeins txenns konar: Það endurvarpi ljósi sólarinnar til jarðarinnar og hafi áhrif á flóð og fjöru með aðdráttarafli sínu. Þótt Ijósmagn tunglsins hafi í aldaraðir töfrað hugi skálda og elskenda, telja vísinda- menn það mjög lítið. Tungls ljós, þegar það er mest, er aðeins 1/500.000 eins sækrt og sólarljósið. Þrátt fyrir allar þessar þurru staðreyndir vísinda- manna skulum við bregða okkur andartak aftúr £ tím- ann og líta yfir hjátrú manna um tunglið. Vafa- laust mun hún vekja með okkur hlátur, en enginn veit hvar sannleikurinn leynist og er því hyggilegt að fara varlega. Til dæmis hlógu menn að þeim æva- forna sið að bera óþrifalegt efni á sér, þar til Sir Alex- ander Fleming uppgötvaði penicillinið, sem einmitt er búið til úr óþriflegu efni. Mikill hluti þjóðsagna um tunglið er sprottinn af hin- um ijósu og dökku blettum á tunglinu. Ameríkumenn og Evrópubúar sáu manns- andlit út úr skuggum þess- um, en á Austurlöndum sáu þeir héra. Hér á Norður- löndum var trú manna, að tunglið væri drengur og stúlka, sem bæru vatnsfötu á milli sín, og stjórnast úr- koma því samkvæmt því af tunglinu. Með mörgum þjóðum var tunglið guð eða gyðja, t. d. með Grikkjum og Egyptum, og enn finnast frumstæðar þjóðir í Afríku, Indónesíu og Ástralíu, sem hafa sömu trú. Það er ýmist, að menn telja tunglið karlkyns eða kvenkyns. í frönsku og ít- ölsku er það kvenkyns, en í þýzku karlkyns. Rúmenar ■trúðu því, að máninn væri kvenkyns, en sólin væri bróðir hennar og hræddi hana svo, að hún þyrði tíkki að vera á ferli nema á nótt- unni. Þjóðflokkur nokkur í Himalayafjöllum trúir því að tunglið sé karlkyns, og einu sinni í hverjum mán- uði fái hann ákafa löngun til þess að ná ástum tengda- móður sinnar. Þetta veldur henni að vonum slíkri gremju, að- hún kastar ösku í augu honum, sem verðug laun fyrir ósvífnina. Græn- lendingar trú því einnig að tunglið; sé karlkyns og geri konur þungaðar, ef þær sofa í tunglsljósi. ☆ Hverjum viljið þér helzt líkjast? BLAÐ nokkurt í Þýzka- landi hefur spurt stóran hóp lésenda sinna, hverjum þeir vildú helzt líkjast, og er fróðlegt að líta á niðurstöð- urnar. Tvö prósent af karl- mönnunum og ellefu prós- ent af kvenfólkinu vildu helzt af öllu líkjast mæðr- um sínum, en þess utan var Albert Schweitzer langsam- lega hæstur, hlaut fimm prósent allra greiddra at- kvæða. Meðal karlmann- anna var Konrad Adenauer hæstur með tólf prósent. Þótt ótrúlegt megi virðast á þessari öld hjónaskilnaða og frjálslyndis í ástum vildi .........................................milimi.......111111.1.limimiii.1..immmmmmmmmii...........imiiimmi.. KaK e3/jHT Ha TpoflKe? Hvernig aka skal Trojka AMERÍSKI milljónamær- ingurinn Cyrus Eaton, er í góðu vinfengi við Rússa, og í nýársgjöf fékk hann frá vinum sínum dýrindis gjöf. Hann fékk þrjá hvíta hesta ásamt sleða, — það sem Rússarnir kalla Trojka. í landi doilaragrínanna eru ekki margir, sem kunna að fara með slíka hluti, og virðast Rússarnir hafa reiknað með því. Æfður ek- ill fylgdi gjöfinni. Á 20. Trojka-þinginu, sem haldið var í Omsk 1955, gerðu þingfulltrúar það sér til gamans, að segja illílllllllllllll!l||||||||||||||||||||I|l||||||||,|„|„„1|||| LAND- KYNNING? „.. . dáðist að jöklasýninni er flogið var vestur með suð urströndinni, en var síðan sagt frá Clausensbræðrum, þegar lent var í Rvík.“ Mánudagsblaðið, síðasta tbl. sögur af því, hvernig Rúss- ar á ýmsum tímum bregð- ast við, ef úlfar taka að elta þá. Hinum bandaríska millj ónamæringi þætti. eflaust fróðlegt að heyra pær sög- ur. Þær eru í stuttu máli þessar: Á keisaratímunum: Þegar fyrst heyrist span- gól í úlfum, grípur ekillinn fast utan um dóttur hús— bónda síns og mælir nokk- ur huggunarorð í eyra henni. Hann snýr sér við til hálfs og hleypir af byssu sinni með lokuð augu. Hinn fremsti úlfanna fellur og er étinn af hinum. Nú verður hlé andartak. Þá heyrist aftur spangól. Ekillinn ætl- ar að hleypa af, en skotið frýs fast í hlaupinu. Þá fleygir hann byssunni, og hæfir auðvitað fremsta úlf- inn. Sagan endurtekux sig. Ekillinn fleygir loðkápu sinni, tevélinni, dótturinni og síðast heildarútgáfu á verkum Tolstoj fyrir úlfana til þess að bjarga hinum dýrmætu hestum húsbónda 00000 ■ /./•.'. /■ -'■ •’/;////;•:'////- ■■/■-;■ -/■■/■ "/•/■/ -■■;//:';"/ ' ■-// ■ síns. Hestarnir komast heim seint og um síðir, laf- móðir með tóman sleða. Óð- alsbóndinn tæmir vodka- flösku í angist sinni og fell- ur eftir skamma hríð í vær- an blund. Morguninn eftir er hann vakinn af ekli sín- um og döttur, sem hafa bit- ið fimm úlfa til bana um nóttina. Óðalsbóndinn gift- ir hina hraustu dóttur sína öðrum ekli, sem er ennþá hraustari. Stalinisminn: Þegar fyrst heyrist span- gól í úlfum, grípur ekillinn Karl Marx og blaðár í hon- um til þess að sjá hvernig bregðast skuli við á hættu- Stund sem þessari. Að lok- um gefst hann upp og fleyg- ir „Das Kapital“ fyrir úlf- ana, Úlfarnir drepast úr harðlífi og ekillinn þeysir inn í borgina sigurglaður með hestana heila á húfi. í dögun er hann skotinn. Dagar Krústjovs: Þegar fyrst heyrist span- gól í úlfum, kallar ekillinn á fjölda aðstoðarmanna, sem eru til reiðu í skógin- um. Þeir setjast allir við hlið honum á sleðann og svo er ekið af stað í sameig- inlegri baráttu. í hvert skipti sem. úlfarnir ætla að éta hestana, hendir hinn eini rétti ekill öðrum upp í opið ginið á úlfunum. Síð- an koll af kolli, unz hann nær heilu og höldnu til Krcml. stór hópur bæði karla og kvenna líkjast ektamaka sínum og engum öðrum. Boxarinn Max Schmeling og efnafræðingurinn Albert Einstein voru ofarlega á l laði, og skáldin Goethe og Schiller virðast enn eiga rík ítök í almenningi í Þýzka- landi. Af öðrum, sem at- kvæði hlutu, má nefna kvik myndaleikkonuna Maríu Schell, Helen Keller og Soray keisaradrottningu. ★ r Ar yíIIí- svlnsins TOKYO, jan. (UPI). — Nýlega hefur verið birt hér hin ævagamla kínverska stjörnuspá, sem mikill hluti íbúa Asiu trúir eins og verð andi staðreyndum. Að þessu sinni er spáin heldtír ugg- vænleg. Gengið er í garð ár villisvínsins, og á slíkum ár um hafa ævinlega miklir at- burðir gerzt, og ekki alltaf þægilegir. Árið 1755, sem einnig var ár villisvínsins, urðu miklir jarðskjálftar á Miðjarðar- hafi, og létust af völdum þeirra 72 000 manns. Árið 1887 flæddi Gula fljótið yf- ir bakka sína og grandaði 900 000 manns. Á sama ári létust 200 manns í París, er eldur kom upp í Opera Co- mique þar í borg. Tuttugu og fjórum árum síðar, 1911, gaus eldfjallið Taal í Fil- ippseyjum'. Þrjú þúsund manns létust. 1923, í mán- uði villisvínsins og á ári villisvínsins, gerðust hinir miklu jarðskjálftar í Tokyo og Yokohama, þar sem 143 000 manns týndu lífi. Þannig mætti telja enda- laust. Það virðist óbrigðult, að á ári villisvínsins hafi ævinlega gerzt voveiflegir atburðir, svo að ekki er að furða, þótt Asíubúar leggi trúnað á stjörnuspá þessa. Styrjaldir hafa til að mynda tíðast brotizt út á ári villi- svínsins, t. d. þrælastríðið í Bandaríkjunum, og óeirð- irnar í Munchen, þar sem Adolf Hitler vakti fyrst at- hygli á sér, gerðust sömu- leiðis á slíku ári. KAUPMAÐURi hafði ráðið dren, greiðslustarfa. Hs vakandi auga me þegar hann afgrei< viðskiptavininn, ‘ kona. Konan: — Ég a stykki af rækjuoí Strákurinn (efti gáð í ostahylluna; miður er hann al seldur. Þegar konan v gaf kaupmaðurinn greicllslumanninum góð ráð. iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiimiim I Versíu kvi | veraicfar | VIÐBRÖGÐ | gagnvar kvölu 1 sársauka eru se = jöfn. Sumir get | þolað litilsháttí | uðverk á morgn i æða hljóðandi u i —ef þeir fá tan I aðrir geta með | styrk sínum | nærri hvað sem | þess að á þeim i Tveir band | læknar, Jamc | Hardy og Hari | Volff, hafa rann | hvaða tegundú | auka er erfið; 1 þola. Skýrsla | hljóðar svo: 1 við vinnu, — | blikssársauki, | menn eru beitti 1 eða verða fyrir | un, — nýrnas | að brenna sig á | ingi. iiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiuimii I sama bili út, byrja hættuhljóðmerki að óma um allt á flugvell- inum. Einhver hefur haft hugsun á að styðja á hættu- merkjahnapp. Allt kemst á ringulreið. Frans hafði ver- ið að tala við flugfreyjuna, en snýr sér nú eld og er nógu fljótux um gluggann til þjóta framhjá ein væri skotið. Hann hugsar slj 6 14, jan, 1959 — Alþýðublaðið B3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.