Morgunblaðið - 26.07.1990, Side 35

Morgunblaðið - 26.07.1990, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990 35 Dr. S verrir Magn ús- son - Kveðjuorð Fæddur 24. júní 1909 Dáinn 22. júní 1990 Þann 22. júní síðastliðinn andað- ist virtur og mikilhæfur maður, dr. Sverrir Magnússon, lyfsali. Dr. Sverrir fæddist 24. júní 1909 á Hofsósi, sonur hjónanna Magnúsar E. Jóhannssonar, héraðslæknis á Hofsósi, og Rannveigar Tómasdótt- ur. Dr. Sverrir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1930 og síðan lá leiðin í Háskóla íslands og þaðan til Danmerkur þar sem hann lauk cand. pharm.-prófi í október 1935. í framhaldsnám fór hann til Bandaríkjanna en kom heim aftur árið 1947. Það sama ár tók hann stöðu lyfsala í Hafnar- fjarðar Apóteki og gegndi henni til ársloka 1985. Þau eru ófá stjómun- arstörfin sem dr. Sverrir hefur gegnt í gegnum árin þó ekki verði þau tíunduð hér. í Danmörku kynntist dr. Sverrir störfum lyfjatækna, sem þá hétu „defectriser". Síðar, sem lyfsali í Hafnarfjarðar Apóteki, réð hann til sín danska lyfjatækna og þau kynni urðu til þess a’ð hann hófst handa við að koma slíku námi á hér heima. Til að byija með var námið í formi kvöldnámskeiða, sem Apótekarafé- lag íslands stóð fyrir en árið 1973 var stofnsettur Lyfjatæknaskóli ís- lands í samstarfi ríkisins og Apótek- arafélags íslands. Dr. Sverrir sat í nefnd til undirbúnings stofnunar skólans og tók jafnframt sæti í fyrstu stjóm hans. í skólastjórn Lyfjatæknaskóla íslands sat hann samfellt í tíu ár, frá árinu 1973 fram á mitt ár 1983. Dr. Sverrir bar alla tíð hag skólans mjög fyrir bijósti og vann ötullega að því að gera veg hans sem mestan. Dr. Sverrir stofnaði sjóð við skólann, sem kenndur er við hann og konu hans, frú Ingi- björgu Siguijónsdóttur, sem einnig er látin. Tilgangur sjóðsins er að veita viðurkenningu fyrir bestan námsárangur við námslok. Þegar litið er til baka er þáttur dr. Sverris í námi og starfsmótun iyfjatækna ótvíræður og ómetanlegur og nafn hans óijúfanlega bundið sögu Lyfjatæknaskóla íslands. Við minnumst dr. Sverris sem framsýns og viljasterks manns, sem gæddi störf sín og viðmót visku og alúð og kveðjum hann með virðingu og þökk fyrir velvild og óeigingjörn störf í þágu lyijatækna. _ LyQatæknafélag íslands Jarþrúður S. Guð- mundsdóttir - Minning Fædd 24. ágúst 1913 Dáin 16. júlí 1990 Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær, Sorgmæddu hjarta er hvfldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarbönd og leið núg um íöfragtæstu friðarlönd. Ég er þreytt, ég er þreytt og ég þrái svefnsins fró. Kom draumanótt með fangið fullt af frið og ró. (Jón frá Ljárskógum) Síminn hringir og bróðir minn færir mér þær fregnir að mín elsku- lega og góða mágkona, Þrúða, sé látin. Mig brestur orð, ótal hugsan- ir fljúga í gegnum huga minn. Mig langar að minnast hennar í örfáum orðum. Við áttum saman mjög yndisleg- ar ánægjulegar samverustundir. Jarðþrúður hét hún fullu nafni, en hún var kölluð Þrúða af öllum sem þekktu hana. Það var sama hvar hún kom, alls staðar var hún hrók- ur alls fagnaðar. Þrúða var ýmsum kostum búin og átti einstaklega gott með að umgangast fólk. Ef eitthvað fór úrskeiðis reyndi hún að gera gott úr öllu. Þrúða var mjög góð eiginkona og móðir, amma, langamma og langalang- amma og ég veit að söknuður ykk- ar er mikill. Þrúða giftist eftirlifandi manni sínum, Jóni S. Jónssyni, árið 1935. Eignuðust þau hjónin 10 börn sam- an. Þau eru öll á lífi nema eitt sem dó nokkurra mánaða gamalt en það var drengur og hét hánn Jónas. Jarðþrúður og Jón eiga 26 barna- böm, 40 bamabarnabörn og eitt langalangömmubarn. Þau bjuggu öll sín búskaparár á Flateyri þar til þau fluttu suður til Reykjavíkur fyrir nokkrum ámm. Þrúða átti í miklum veikindum hin síðari ár og vakti Jón yfir henni daga og nætur uns yfir lauk. Eg kveð núna mína elskulegu mágkonu. Elsku Nonni, börn og barnabörn og aðrir ættingjar, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa. Soffia Jónsdóttir Guðrún Nikulás- dóttír - Kveðjuorð Fædd 4. ágúst 1916 Dáin 27. júní 1990 Þegar ég frétti að amma Gógó væri látin fylltist ég söknuði og fór að hugsa um allar þær yndislegustu stundir sem ég fékk að njóta með henni. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVH3148. SiMI 76677 Þegar ég gekk með dóttur mína þá labbaði ég oft til hennar úr vinn- unni og við sátum í stofunni og töluðum um framtíðina. Ég gat allt- af leitað til hennar þegar mér leið illa. Hún gat alltaf komið öllum í gott skap því hún var alltaf svo hress og kát, skildi alla og var besti vinur þeirra sem leituðu til hennar. Að yfírgefa okkur var ekki það sem hún vildi en samt veit ég að nú er hún ánægð og henni líður vel. Hún mun alltaf vera í huga mínum og ég get leitað til hennar þegar mér líður illa og hún mun heyra til mín. Hún skilur eftir sig góðar minn- ingar sem við munum varðveita dýpst í hjörtum okkar. María og Thelma Ósk. + Kveðjuathöfn um móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJÖRGU GUÐMUIVIDSDOTTUR frá Hámundarstöðum í Vopnafirði, síðast til heimilis á Digranesvegi 97, Kópavogi, fer fram í Kópavogskirkju föstudaginn 27. júlí.kl. 13.30. Jarðsett verðurfrá Hofskirkju í Vopnafirði fimmtudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Hermann Einarsson, Lára Runólfsdóttir, Una G. Einarsdóttir, Guðmunda Þ. Einarsdóttir, Sigurbjörn Ólason, Eva S. Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Frænka okkar, SÆBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 27. júlí kl. 10.30. • Sædís Karlsdóttir, Helga Sigbjörnsdóttir. + Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRIR ÁSDAL ÓLAFSSON, hagfræðingur, Glaðheimum 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 27. júlí kl. 13.30. Elvíra H. Ólafsson og börn. + Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS HAFSTEINS ÞÓRÐARSONAR, Blikalóni, Hafnarfirði, Jón Viðar Gunnarsson, Sigríður Elin Hauksdóttir, Linda Björk Gunnarsdóttir, Edvard Guðmundsson, Margrét Anna Johannessen, Stig Johannessen, Svandís Erla Gunnarsdóttir, Erik Gjöveraa, Dagbjört Sigríður Gunnarsdóttir, Hafsteinn Ingi Gunnarsson og barnabörn. + Þökkum innilega fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför HELGU Þ. VILHJÁLMSDÓTTUR, lyfjafræðings, Lágholti 9, Mosfellsbæ. Starfsfólki Reykjalundar færum við bestu þakkir fyrir góða umönnun. Reynir Eyjólfsson, Kristin Reynisdóttir, Bjarnveig Helgadóttir, Vilhjálmur Björnsson. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ODDSDÓTTUR, Hjallalandi 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við stjórnum og starfsfólki Hvítabandsins og Hlíðabæjar fyrir allt, sem þau gerðu fyrir okkur. Guðmundur H. Helgason og fjölskylda. + Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og stuðning við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS ÞÓRARINS INGIBERGSSONAR, skipstjóra. Sérstakleaa vilium við bakka séra Ólafi tJtW Oddi Jónssyni og séra Þorvaldi Karli Helgasyni fyrir ómetanlegan styrk í okkar miklu sorg. Guð blessi ykkur öll. Kristfn Guðnadóttir, Anna M. Kristjánsdóttir, Ari Árnason, Guðný Kristjánsdóttir, Júlfus Guðmundsson, Ingiberg Þór Kristjánsson, Ásdís Ýr og Árni. Lokað Skrifstofa Kennarasambands íslands verður lokuð frá kl. 13 í dag, fimmtudag 26. júlí, vegna útfarar Haraldar Hannessonar, formanns Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. Kennarasamband íslands. T- Lokað eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 26.júlí 1990, vegna jarðarfarar Haraldar Hannessonar. Andri hf., Bíldshöfða 12, 112Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.