Alþýðublaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 5
uðu að leita suður yfir fjalla- sliörðin og setjast að í Sikkim og 1642 varð Tíbet beinlínis háð. Árið 1860 komst Sikkim svo undir brezk yfirráð, og var svo til 1947, að Indland varð sjálfstætt. Þá um tíma var Sikkim sjálfstætt ríki, eða unz stjórnarbylting var gerð árið 1949. Bændur um- kringdu höil Maharajans í höfuðborgirini, Gangtok, sem hefur 7000 íbúa og knúðu hann til að afhenda völdin í hendur ráði, sem yrði kosið. Þessi stjórnarbylting kostaði ekki einn einasta blóðdropa. En eftir 29 daga lýðræði bað Maharajann um hjáln Ind- verja, sem sendu herlið inn í landið og settu yfir það „dev- an“ eða forsætisráðherra. Þeg ar kommúnistastjórnin í Kína tók Tíbet, gerði Indland Sik- kim að verndarsvæði og setti hervörð' við lestavegina um fia’laskörðin frá Tíbet. | KOIÍTIÐ sýnir hvar Sikkin | | liggur sunnan í Himalaja. —I | Myndin yfir fyrirsögninni | = er af Siniolkum, fjállinu, 1 | semt kallað hefur verið feg- | | ursta fjall jarðar. ■^IIfllllSltlllllllllllIEIllllllllllIIIIlllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH, s. ÍI'KKIM er eins og geysi- legur hvammur upp í mesta fjallgarð jarðarinnar, um- kringt á þrjá vegu feiknar- legum tindum. Að norðan eru háfjöll Himalaja og landa- mæri Tíbets í þeim, að vest- an einnig feiknarleg fjöll, þar sem himingnæfandi fjalla- &mmm gljúfur, eru landamæri Rhu- tan, eitt afskekktasta land iarðar. En í suðri er Indland. Á landamærum þess er ferða- mannaborgin Darjeeling, sem er orðlögð fyrir fegurð. Þar á hæð nokkurri, er nefnist Tig- erhill, er útsýn til Everests í björtu veðri. r að er auðvelt að kom- ast til Sikkim frá Indlandi, og óvíða eða hvergi er betra að komast til Tíbets, en úr Sikkim yfir í Chumbidal. Landslag er fjölbreytilegt í Sikkim. Neðan til eru miklir skógar, sem verða svo gisn- ari, eftir því sem ofar dregur, unz komið er upp í berangur og jökla. Á þeirri leið má skoða breytingar gróðurfars- ins frá hitabeltinu norður undir heimskautsbaug. I búar Sikkim eru alls um 140 þúsund. Almenningur er af sama uppruna og Nepal- búar, fremur frumstætt fólk og illa menntað, en annars gott fólk, en yfirstéttin hefur um aldaraðir verið af tíbetsk- um uppruna, og regla hefur það verið, að Maharajann, furstinn, sem ræður ríkjum í Sikkim, kvænist tíbetzkri að- alsmær. Sikkimbúar eru mjög löghlýðnir, lögbrot sjaldgæf, svo að undrun sætir, aldrei meira en 15 menn í fangels- um í landinu í einu. Maharajan í Sikkím. rani skagar suður úr aðalhá- lendinu. Þar er Kangchen- junga, þriðja hæsta fjall jarð- ar. Landamæri Nepal eru á þessum fjallarana. í austri er syðsti skanki Tíbets, fjallgarð ur ekki mjög hár, en á bak við hann Chumbidalur, hlýj- asti og úrkomusamasti stað- urinn í Tíbet. Austan þessa <áals og suður af honum, þar sem hann breytist í ófært íverandi Maharaja er sextíu og fimm ára gamáll og heitir Sir Tashi Namgyal. Hann er þrettándi í röðinni hinna heilögu lamastjórnenda. Hann sinnir lítið stjórnmál- um, er hlédrægur og hneigð- ur fyrir að mála. M.a. hefur hann nýlega málað mynd af ferlegum snjómanni, • er ber nakta konu. Málverk hans eru þannig, að svo virðist sem hann hafi orðið fyrir áhrifum Framhald á 10. síðu. H a n n e s á h o r n i n u Það er að koma í ljós. 'k Sprengjiim vertíðina í loft upp! . . ★ Tilraunir til skemmd- arverka. "k Endurnýjun íslenzkra stjórnmála................ ÉG SAGBI dafíiim eftir að' ríkisstjórnin tók við völdum, að nú yrði athyglisvert að sjá hvern ig' stjórnmáiaflokkarnir byggö- ust við, livort kommúnistar og' Framsókn tækju upp stjórnar- andstöðustefnu Morgunblaðsins og allt að {jví hvettu til kauií- hækkana og þa.:- með áframhald andi skrúfu. Af því gætu menn svo ráðið siðferðilegan þroska allra flofekanna og sannfærzt um hvort þcir vsru í ráun og veru einkahagsmunafyrirtæki fárra manna cða þeir hugsuðu um hag þjóðarinna:- í hcild. ÞÓ :AÐ SKAMIVIT sé liðið af stjórnartíð nýju ráðherranna og ríkisstjórnin hafi ekki fyrr en nú lagt fram grundvöll stefnu sinnar, eru staðreyndirnar um flokkana að koma í ljós. Ég vil segja það strax, að enn hefur ekki komið fram önnur stefna hjá Framsóknarflokknum og blaði hans en hann hafgi meðan ! hann sjálfur bar ábyrgðina. Við’ j skulum vona að framhald verði. I á, en ýmsir ætla að hljóðið breyt ! ist ef jafnrétti eigi að gilda í. efnahagsmálunum, þannig að all ir skuli fórna einhverju í barátt- unni fyrir því að tryggja verð- gildi peninganna og færa dýr- tíðina niður. Við skulum ætla að þetta sé hrakspá — enn sem komið er er húnj ástæðulaus. EN MEB SKOÖANIR komm- únista getur enginn farið í graf- götur. Þeir æsa til kaupsknifu á öllum -sviðum. Þeir reyna allt sem þeir geta til þess að verk- föll heíjist á bátafiotanum. Þeir vildu helzt geta sprengt vetrar- vertíðina í loft upp. Hver einn og einasti rnaður sár þetta I blaði j ílokksins, í ræðum forustumann anna og framkomu klíkanna í. hinurn ýmsu félagssamtökum. Þarna er um skemmdarverk og , tilraunir til skemmdarverka að ræða. Um það er engum blöðum að fletta. RÍKISSTJÓENIN heíur farið mjög vel af stað. Hún hefur ekki fallizt á að taka út einstaka hópa og krefja þá um fórnir ,en vill með sameiginlegu átaki allr- ar þjóðarinnar til að stemma stigu við dýrtíðinni. Hún hefur ekki fallizt á hrokakröfur Fær- Frainhald á 10. síðu. Þ£ 'að mun hafa verið a fjórtándu öld, ag Tíbetar byrj uiniiimmmiimiiiiiiiimumimtiiniiiiiiiimiiiiliiiiiiiiii^ * . " DERVIS'HARNIR í Tyrk- landi hafa nýlega haldið há- tíðlega árshátíð trúar sinn- ar með viðeigandi hring- snúningum. Ef þið lesendur skiljið hvorki upp né niður í þessari fróðlegu setningu, þá skal það sagt til útskýr- ingar, að Dervishar eru á- hangendur sértrúarflokks meðal Múhameðstrúar- manna í Tyrkjaveldi. Trú- flokkur þessi var stofnaður af skáldinu og guðfræð- ingnum Mevleni Jelaludd- in-i-Rumi og þar eð nú eru liðin 685 ár frá dauða þessa merkismanns, héldu Derv- isharnir rækilega upp á af- rnælið 17. des. Konya var fæðingarbær Mevleni og þar voru hátíða höldin. Þar liíði hann á 13. öld og á dögum hans varð Konya hslzta miðstöð hins múhameðska heims. Opinberlega eru engir Dervishar lengur til í Tyrk- landi. Trúflokkurinn var af- numinn, þegar Mustafa Ke- mal Atatyrki ákvað, að Mú- hameðstrú væri ekki lengur opinber ríkistrú. En stjórnin leyfði Derv- ishunum að viðhalda fornri venju sinni og halda afmæl- isdag stoínanda trúflokksins hátíðlegan á sama hátt og venja þeirra var. Og talið er að Dervish- arnir séu enn fjölmargir hér og hvar um landið. Helgisiðir þeirra eru þeir einu meðal Múhameðstrúar manna, sem leyfa að hljóm- list heyrist og dans sé stig- inn á meðan á bænum stenú ur. ■—- Siðirnir eru fram- andi og fagrir. Dervisharnir sitja með krosslagða fætur í svörtum skikkjum með háa tyrk- neska hatta og ákalla guð sinn. Undir bænunum ómar tónlist flautna og trumbna. Þeir verða loks viti sínu fjær í guðsást sinni, svipta af sér svörtuim kuflunum og standa eftir á öðrum hvít- um. Þá fara þeir að snúast í hringi, hægt í fyrstu með krosslagðar hendur, svo harðar og harðar. Þá benda þeir með annarri hendi til guðsins, hinni til jarðar og snúast og snúast eins og þeir eigi lífið að leysa, stjórnlaust og látlaust. Eftir því sem þeir sjálíir segja, snúast þeir í takt við jörðina og þeir snúast þar til þeir falla magnþrota til jarSar. Márgir hafa lagt leið sína í ár til Konya til þess að horfa á fögnuð Dervishanna 17. des. JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIimilliUIIIIIII IIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIMIIIIIMMIIIIMMIMIIIIIMIimmiMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIHIIIIIlíllllllllllMIMIIIIIIIIimilllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIimillllllM'MIIMIIMO Alþýðublaðið — 15. jan. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.