Alþýðublaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 7
 MAN LIKA I SIEININN? 3 ir, 4 0 krafa, 14 una, MIKILSVIRTUR lögfræð ingur í Rómaborg hélt því fram 5. janúar síðastliðinn, að ef til vill yrði kvik- myndaleikkonan Ingrid Bergmán ákærð fyrir að vera gift tveimur mönnum, eftir að hún giftist landa sínum, Lars Schmidt, skömmu fyrir jól. Bergman er því í sömu aðstöðu og Sophia Loren, sem sagt var frá hér á síðunni fyrir nokkrum dögum. Lars Schmidt er þriðji eiginmaður Ingridar. Nú hefur komið uþp úr kafinu, að Ingrid var ekki löglega skilin við fyrsta éjginmann sinn, Peter Lindström, þeg- ar hún giftist öðrum eigin- manni sínum, Roberto Ros- sellini. Ef dómstó'larnir viðurkenna hjónaband henn ar við Rossellini, er hún enn löglega gift honum, og er því unnt að ákæ’'a hana fyrir nýjasta hjónabandið. INNAN skamms mun ævisaga Píusar páfa XII. verða kvikmynduð af ný- stofnuðu kvikmyndafélagi í Hollywood, sem nefnist Merrin-Laurence Product- ions. Jóhannes páfi XXIII. hefur lýst blessun sinni yfir þessari væntanlegu kvik- myndatöku með því skil- yrði, að hún fari fram að nokkru leyti í samvinnu v-ið kaþólsku kirkjuna. ■1111111111111111111111111111111111111111111111iiiiiiiiiiiiiiiiiiii L ið sér. Churchill | skemmti sér konung- f lega á frumsýning- i unni og sagði m. a.: | „A'ldrei verð ég svo | gamall, að ég hafi | ekki gaman af Pétri | Pan.“ — Churchill er | nú 84 ára gamall. þeirri nsýn- Pan“, dóttir ilutv., hand- sagði a gef- .................................. 24 ÁRA gamall Banda- ríkjamaður, Michael Wahl- der að nafni, fór í skemmti- ferð til Evrópu eftir að hafa lokið prófi í lögfræði. í Amsterdam kom hann auga á ferðapésa frá ísrael með forsíðumynd af ungri stúlku. Það skipti engum togum, að Michael varð á stundinni ástfanginn af stúlkunni og strengdi þess heit að hafa upp á henni og leita eftir ástum hennar. Hann venti sínu kvæði þeg- ar í kross og tók sér far á hendur til Tel Aviv. Hið eina, sem hann vissi um sína heittelskuðu var, að hún bjó þar. f vikutíma flæktist hann um höfuð- borgina í árangurslausri leit að stúlkunni. Þegar hann var í þann mund að gefast upp, kom túlkur hans til hans með þau gleðitíð- indi, að hann væri kominn í samband við móður marg umræddrar stúlku. Fyrsta stefnumótið fór fram og ekki minnkaði ást Michaels, og það sem meira var: stúlkan Nurith Pilzer, varð einnig á augabragði ástfang in af þessum ókunnuga manni. I síðustu viku giftu þau sig á gistihúsi í Tel Aviv og eru nú lögð af stað í brúðkaupsreisu kringum hnöttinn. Þegar blaðamenn spurðu brúðina, hvert för- imii væri fyrst heitið, svar- aði hún skellihlæjandi: ,,Til himnaríkis, — beint til himnaríkis." ☆ FRTJ ELENOR Roosevelt hefur sennilega aldrei feng- ið meira hól en í bandarísku blaði nú fyrir skemmstu. — Blaðið birti teiknimynd af móður, .sem benti á Frelsis- styttuna og spurði litla dótt- ur sína: „Veiztu hver þetta er?“ — „Já,“ svaraði stúlk- an kotroskin. „Það er hún frú Rooosevelt." yrkrinu? 5. Og þar með aðra „Komdu ar hann, rað þetta ættulegt. Það er geislavirkt og getur á hverri stundu orsakað hræðilegustu sprengingu, sem mun eyðileggja allan flugvöllinn.“ Gat það átt-sér stað? Var þetta leyndarmál ig með kórallinn? Frans stendur sem steini lostinn. svo þýtur hann til, grípur kóralstykkið og kastar því út. Hann gerir sér alls ekki grein fyrir því, að með þessu hefur hann bjargað flugvélinni, honum sjálfum og yfirleitt öllum, sem nær staddir erú. Því í sama bili koma slökkviliðsmenn með vatnsslönguna og sprauta vatni yfir allt saman og kór- alstykkið er með því orðið hættulaust. vantar á útilegu og landróðrabáta frá Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50-565. ó s k a s t . Hraðfrysfihúsið Frosl h.f. Hafnarfirði. — Sími 50-165. Húsgagnasmiðir Tilboð óskast í smíði á ca. 200 stólum í samkomi*- hús. Upplýsingar í síma 15564 á venjulegum skrif- stofutíma. Flestir muna ennþá hina áhrifamiklu atburði er urðu í sambandi við „Geysis“-slysið á Vatna- jökli 1950. Danskur blaðamaður hjá lll. Familie Journalert, Aacje Grauballe, hefur nú fekið saman í sjö fram- haldsgreinafhina óvenju spennandi atburðarás. Greinarnar eru skreyttar litmyndum og byrja i Nr. 50 af Fámilie Journalert en það blað ásamt nœstu bioðum kemur í bókaverzlanir hér é landi þessa dagana: Fámilie Journalen Sandblástur Tilkynning frá S. Helgason s.f, (Sandblástur og Málmhúðun) Höfum flutt starfsemi okkar frá Birkimel þ. í- þróttavöll í nýtt húsnæði að Súðavogi 20. 'Har Erum nú reiðubúnir til að annast sem fyrr hvers- konar sandblástur og málmhúðun, mystrun á gler og legsteinagerð. Sími 36177. Alþýðublaðið — 15. jan, 1959 7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.