Alþýðublaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 2
V EÐ R I Ð : Austan gola; skýjað. Frost 4—8 stig. JMÆTURVARZLA þessa viku er í V-esturbæjarapóteki, sími 22290. SLYSAVARÐSTörA Reykja víkur í Slysavarðstofunni er opin allan sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fiyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 8—18. Sími 1-50-30. fiYFJABÚÐIN Iðunn, Reykja víkur apótek, Laugavegs apótek og Ingólfs apótek fylgja lokunartíma sölu- búða. Garðs apótek, Holts apótek, Austurbæjar apó- tek og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega, nema á laugardögum til kl. 4. Holts apótek og Garðs apótek eru opin á sunnu- dögum milli kl. 1—4. e. h. 0AFNARF J ARÐ AR apótek er opið alla virka daga kl. 8— 21. Laugardaga kl. 9— 16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21 ICÓPAVOGS apótek, Alfhóls- vegi 9, er opið daglega kl. 0—20, nema laugardaga kl. 9— 16 og helgidaga kl. 13— 16. Sími 23100. ÚTVARPIÐ í dag: 13.15 Les- in. dagskrá næstu viku. 15— 16.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Barnatími: Merkar uppfinn ingar. 18.55 Framburðar- kennsla í spænsku. 19.05 'Þingfréttir. — Tónleikar. 20.20 Daglegt mál. 20.25 Bókmenntakynning: Verk Þórb. Þórðarsonar. 22.10 Lög unga fólksins. -DAGSKRÁ Alþingis: E.-D. I í dag kl. 1,30. Dýralæknar. — N.-D. sama dag. 1. Skipu lagning samgangna. 2. Bæj arstjórn í Hafnarfirði. FRÁ GUÐSPEKIFÉLAGINU — Fundur verður í stúk- unni Mörk í kvöld kl. 8,30 í húsi félagsins við Ingólfs- stræti 22. Gretar Fells flyt- rur erindi, er hann nefnir „endurfundir“. — Hanna Bjarnadóttir syngur einsöng við undirleik Skúla Hall- dórssonar tónskálds. Kaffi- veitingar verða á eftir. — Allir velkomnir. 1 FERÐ AMANNAGENGIÐ: .1 sterlingspund 3. USA-dolIar .. 1 Kanada-dollar 100 danskar kr. 100 norskar kr. 100 sænskar kr. 100 finnsk mörk 1000 írans. frankar 100 belg. frankar 100 svissn, frankar .100 tékkn. kr.... 100 V.-þýzk mörk 1000 lírur........ 5100 gyllini ..... kr. 91.86 32.80 34.09 474.96 459.29 634.16 10.25 78.11 66.13 755.76 - 455.61 - 786.51 - 52.30 - 866.51 Sölugengi Scrlingspund kr. 45,70 1 Bandar.dollar— 16,32 1 KanadadoIIar — 16,96 100 danskar kr. — 236,30 100 norskar kr. — 228,50 100 sænskar kr. — 315,50 100 finnsk mörk — 5,10 C000 franskir fr. — 38,86 XOObelg. frankar — 32,90 100 svissn. fr. — 376,00 100 tékkn. kr. — 226„67 100 v-þýzk mörk — 391,30 51000 Lírur — 26,02 arslysi í Vestmannaeyjum Frúin sýknuð en hafði verið sakfeíld í héraðsdómi í Eyjum i HÆSTIRÉTTUR hefur kveð- ið upp dóm í máli ákæruvalds- ins gegn Alídu Olsen Jóns- dóttur, Heiðavegi 51, Vest- mannaeyjum, vegna áreksturs, sem varð í Vestmannaeyjum á gatnamótum Skólavegar og Hvítingavegar hinn 6. des. 1956. Er ákærða sýkn af öllum kröfurn ákæruvaldsins í mál- inu, en ríkissjóði gert að greiða allan sakarkostnað. Áreksturinn varð milli fólks bifreiðarinnar V-175, er á- kærða ók. og vörubifreiðar- innar V-37, er Már Frímanns- son, Strandvegi 43, Vestmanna eyjum. ók. Theódór S. Georgs- son, fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum kvað upp héraðsdóm, þar sem ákærða var dæmd til að greiða 500 kr. sekt til ríkissjóðs, auk sakar- kostnaðar. nieðtalin laun skip- aðs verjanda Jóns Hjaltasonar hdl. Ákærða áfrýjaði og einnig ákæruvaldið til þyngingar dóms. DÓMUR HÆSTARÉTTAR. í dórni Hæstaréttar segir, að samkvæmt athugun lögreglu- manna á vettvangi hafi bifreið ákærðu, V-175, verið komin aðeins 80 sm. inn á vegamót Skólavegs og Hvítingavegs, er umræddur árekstur varð. Virð ist ökumaður V-37 því hafa haft nægilegt svigrúm til beygju þeirrar, sem um var að tefla. Að svo vöxnu máli þyk- ir eigi í ljós leitt, að akstur á- kærðu varði við lagaboð þau, sem í ákæruskjali eru talin. Ber því að sýkna hana af kröf- um ákæruvaldsins. — Sakar- kostnaður, er ríkissjóði bar að greiða til málflytjenda, nam kr. 3700,00. SÉRATKVÆÐI DÓMARA. Hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason og Jón Ásbjörns- son skiluðu sératkvæði, þar sem þeir töldu ákærðu ekki hafa gætt nægrar varúðar og leysi það hana ekki undan sök, þótt mjög hafi skort á löglegan akstur ökumanns V-37 í um- rætt skipti. Dómsorð þeirra var á þá leið, að ákærða greiði 200 kr. sekt til ríkissjóðs og allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, meðtalin laun málflutnings- manna fyrir Hæstarétti, 1500 kr. til hvors. Ákvæði héraðs- dórns um málskostnað vildu þeir láta vera óraskaðan. ÞAÐ eru hörmulegar fregnjr, að 37 verzlanir í bænum hafi verið kærðar og 27 þegar dæmdar fyrir að sclja smyglað tyggi- gúmmí. Það er nógu slæmt, að sá hvimleiði á- vani, sem tyggigúmmíjapl unglinga og barna er, skuli vera svo útbreiddur, að smj'glarar og óheiðar- legir kaupmenn geti gert hann að féþúfu. Hitt er öllu alvarlegra, hvernig stórir hópar manna meta lög og rétt í landinu einslc- is og noía, að því er virð- ist, hvert tækifæri til að svíkja heildina, ef þeir geta grætt á því nokkrar krónur. Iíafa menn hugleiít við- burði síðusiu mánaða? Það hefur komizt upp um heila hringa af áfengis- smyglurum, síórfelldan þjófnað fjölda manna á Keflavíkurvelli og nú lenda tugir verzlunar- manna sem borgarbúar skipta við daglega, í sama flokki. Hvar endar þetta? Það þykir ef íil vill ekki mikill glæpur að smygla kassa af tyggigjimmii og selja hann unglingum með vænum gróða. En slík smá afbrot leiða tii annarra og þau leysa upp kjarna þjóð- félags okkar, ef ekki verð- ur spyrnt við fæti. Fyrir hvern smyglaðan kassa verða hinir heiðarlegu að greiða nokkrum tugum ltr. meira í ríkiskassann. Þeir bera byrðarnar. Refsingarnar fyrir sölu smyglvarnings — 1000 kr. sektir — eru alltof lágar. Þær ættu að vera minnst 5—10 sinnum hærri, og réítast væri að taka sölu- leýfi af mönnum, t. d. fvr- ir annað slíkt brot. Svo á tvímælalaust að birta nöfn hinna seku. Hví skyldu þcir ekki fá sömu meðferð og unglingar, sem afvega- leiðast, eða aðrir, sem fremja afbrot? í Sjálfstæðisílokkn- um um bændahúsið í alþyðublaðið Pétur Ottesen stórorSnr á þingíundi í gær um Bngóif ©g Jén Páinriascsi BÆNDAHÚSIÐ í Rcykjavík er þessa dagana mesta hitamál alþingis og liefur leitt til mik- illar bræðradeilu Sjálfstæðis- manna í neðri deild eftir að landhúnaðarnefnd hennar klofnaði um afgreiðslu máls- ins. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, sem beita sér gegn mál- inu, eru Ingólfur Jónsson og Jón Pálmason, cn hinn síðar- nefndi íeggur til í landbúnað- arnefnd deildarinnar, að mál- inu verði vísað frá með rök- studdri dagskrá, er hann orðar svo: „Þar sem ekki hefur verið borið undir bændur almennt, hvort þeir vilji leggja fram þær mörgu milljónir króna, sem þeim er ætlað með frum- varpinu, til hallarbyggingar í Reykjavík, og þar sem ekkert liggur fyrir um það, hve mikill hluti bændastéttarinnar er því samþykkur, vill þingdeildin Otgelandl. Alþý.ðufloklturinn. Ritstjórar: Gísli J. ÁstþOrsson og HelgJ Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sig-valdi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgrvin Guömundsson. Auglýsing-astjóri Pét- ur Péturssón. Ritstjórnarsímar: 14901 og- 14902. Auglýsingasími: 14906 Afgrreiöslusími: 14900. Aösetur: Alþýöuhúsiö. Fro.nt.smiÖja A.lþýöublaösins Hverfisgötu 8—10 Tvœr lognar stórfréttir ÞJÓÐVILJINN birtir í gær tvær lognar stórfréttir um væntanlegar ráðstafariir .ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- unum og e heldur en ekki þungorður. Meginefni annarrar er sá boðskapur, að stjórnin boði állt að 10% skerðingu á raunverulegu kaupi verkafólks, en hinnar, að ríkisstjórnin ætli að skerða kjör sjómanna stórlega með vísitölufölsun. Allt eru þetta bl'ekkingar. En á þessuan grundvelli tekur Þ]óðivil.jinn fyrirfram afstöðu gegn tillögum ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálunum. Útskýringin á 10% kaupskerðingu verkafólks er sú full- yrðing, að Dagsbrúnarmenn verði að vinna 13 mánuði tiL að tryggja sér sömu raunverulegu tekjur og þeir hafi nú á ári, ef vísital'an verði lækkuð úr 202 stigum í 175. En hér gleymist verðlækkunin, sem þegar er komin til fram- kvæmda, svo að.dæmi Þjóðviljans er gáleysislega upp sett.. Og jafnframt sést folaðinu yfir þá1 staðreynd, hvað dýrtíð- 202 stiganna muni kosta alþýðu landsins. Uppspuninn um fiskverðið er söm.u tegundar. Alþýðuflokkurinn hefur ekki í huga að skerða hag verkalýðsins, með því að leggja til atlögu við dýrtíðina og verðbólguna. Ráðstafanirnar; sem fyrir honum vaka, eru sjálfsagðar eins og öll þjóðin mun sannfærast um, þegar áihrif þeirra koma til sögunnar. Niðurfærslan, sem Alþýðuflokkurinn beitir sér fyrir, hef- ur til dæmis ekki verið ágreiningsatriði hans og Alþýðu- bandalagsins. Fulltrúar Alþýðutoandalagsins viðurkennau nauðsyn þessara ráðstafana í umræðunum um stjórnar- nriyndunina fyrir hátíðar. Og þá er spurningin aðeins þessi: Geta þær ráðstafanir, sem Alþýðutoandalagið léði máls á sem stjórnarflokkur. orðið óalandi og óferjandi, þó að A1 þýðubandalagið telji sig komiið í stjórnarandstöðu? Og Þjóðviljanum væri hollt að íhuga þæ-r ráðstafanir, sem gerðar voru í efnáhagsmálunum haustið 1956. Voru þær árás á lífskjör vinnandi stétta í landinu? Enrifremur væri auðvitað hægt að rifja upp fyrir honum ráðstafanirnar frá í íyrra. Alþýðutoandalagið átti sinn þátt í þeim. Voru þær hugsaðar af Hannitoal og Lúðvík sem árás á verkalýðinn og alþýðusamtökin? Hér er spurt af því að þéssar ráðstafr anir voru óneitaniega mun óaðgengilegri en þær, sem Al- býðuflokkurinn grípur nú til. Hins vegar dettur Alþýðublað- inu ekki í hug að vera með getsakir í garð Alþýðubandalags- ins af því tilefni. íslendingar urðu í fyrra að takast á herðar þungar toyrðar til að bjarga því, sem er og verður grundvall- aratriðið — atvinnu fólksins til sjávar og sveita, framleiðsl- unni og þar mjeð þjóðartoúskapnuim, Þjóðviljinn toefur ekki ráð á brigzlyrðum sínum í garð Alþýðuflokksins. Alþýðubandalagið myndi una því mæta- vel í stjórnaraðstöðu að framkvæma þær ráðstafanir Alþýðu fiokksins, sem Þjóðviljinn þykist fordæma í óraunhæfri og málefnasnauðri stj órnarandstöðu. Óformlegt samstarf ÝMIiS BLÖÐ reyna að halda því fram, að Sjálfst.æðisfl.okkurinn hafi myndað minnihlutastjórn. Al- þýðufl'okksins! Emq Jónsson forsætisráðherra svaraði þessu málefnalega á fundi Aliþýðuflokksfélags R.eykjavíkur á , þriðjudag með þeim ummælum, að engir samningar hefðu verið gerðir milli Alþýðufloikksins og Sjálfstæðisflokksina nema það, að sá síðarnefndi lofar að afstýra vantrausti á stjórnina, en stjórnin lofar að beita sér fyrir kjördæma- breytingu og kosningum. á þessu ári. Taldi Emil óformtegra samistarf milli flokka Varla geta hugsazt. Æ'tli kammúnistar og Framsóknarmenn hafi ekki ein- hvern tíma komizt nær Sjálfstæðisflokknum en1 þetta og þó álitið sig sæmilega góða? ekki lögfesta frumvarpið og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá‘“. PÉTUR STÓRORÐUR. Pétur Ottesen og Jón Sig- urðsson á Reynistað hafa orð fyrir þeirn Sjálfstæðismönn- um, sem vilja afgreiðslu frum- varpsins, en það er flutt af þing mönnum úr Framsóknarflokkn um, Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum. Gerðist Pét- ur Ottesen stórorður í gær í garð Ingólfs Jónssonar og Jóns Pálmasonar vegna afstöðu þeirra. Komst hann svo að orði um Jón, að hann gæti ekki tal- að í þessu máli fyrir munn meirihluta bændastéttarinnar, því að hún hefði aldrei falið honum nein trúnaðarstörf. Ing ólfur fékk svipaðar kveðjur, en svaraði duglega fyrir sig. Hef- ur ekki í annan tíma hvesst meira á alþingi því, sem nú situr, en í þessum umræðum. FIMMTUGUR er í dag Bjöm Jónsson, sjómaður, Öldugötu 6, Hafnarfirði, 2 16, jan. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.