Alþýðublaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 6
NÚ er svo komið, að ætl- að er, að Marilyn Monroe verði efst á lista mánnvina- skrár kvikmyndabæjarins Hollywood. Það var ekki með pen- ingum, en sífelldu seinlæti, sem: hún gerði meðleikend- ur sína í síðustu mynd sinni „Sumir vilja hafa það heitt"' helmingi ríkari en þeir höfðu nokkru sinni gert sér vonir um. Joan Shawlee, snotur, Ijóshærð hnáta, sem segir hér frá kynnum sínum af stjörnunni, kveðst standa í eilífri þakkarskuld. við hana, þvi hún hafi útvegað sér þriggja mánaða starf i stað eins og hálfs mánaðar. Og hún heldur áfram: — Ég hafði ekki við að fara með peninga í bankann og ég kærði mig kollótta um ailar tafir, en sumir voru bálæstir. Vegna þessara tafa gat ég keypt mér bíl, nýtt hús, hús gögn og dágóðan slatta fat.n aðar. Auk þess vakti ég yfir hverju spori hennar og á því lærði ég meir en í nokkrum leikskóla. Þegar ég segist hafa lært af Marilyn á ég við, að ég hef lœrt heil ósköp um hvernig á að vera kona —• ekki leikkona. Þrjá hæfileika hefur hún til að bera, sem gert hafá hana svo dáða og fræga. Það er hvíslandi rödd, van- máttur og — undirfataleysi. Ef þú talar með hvískr- andi röddu, verða allir, sem þú talar við að koma mjög nálægt þér. Það skapar æskilega náið samband. Vanmáttur konu æsir upp hetjuhugsjón karlmannanna og þeir vilja öllu fórna og grípa hvert tækifæri, sem gefst til að sýna þér og sanna dirfsku sína og yfir- burði. Ég hef þegar fleygt öllum mínum undirfötum. Hún Marilyn er mjög, al- úðleg, en utan við sig fram úr hófi. Og hún þekkti mig ekki þótt við hefðum .unnið saman í þrjá mánuði. Ég hafði í fyrstu sama háralit og Marilýn. En ekki höfðum við Iengi unnið sam- an er hún kom, mér á þá skoðun, að ég yrði að breyta því. Eftir að hafa þvegið það níu sinnum upp úr bleikihárþvottaefni og reynt fjóra mismunandi háraliti var að því komið, að ég hélt ég yrði sköllótt. Ég sem hafði 7 þumlunga langt hár, hafði nú gisnar lVz þumlunga lýjur. Það leit helzt út fyrir að ég yrði kvenútgáfa af Yul Brynner. Ég gleymi seint þeim degi þegar Billy Wilder, leik- stjórinn okkar, reyndi að segja henni hvernig hún ætti að leika, visst atriði. „Gjörið svo vel að tala ekki til min,“ var það sem stjarnan sagði, „ég get gleymt hvað ég á að segja.“ Bill gekk burt í skyndi, tautandi fyrir munni sér: „Fyrirgefðu, ég er bara leik stjórinn.“ Ég vil ógjarnan tala illa um Marilyn. Hún á ekkert slíkt af mér skilið. Ég vona innilega að ég fái að vera með í næstu mynd,. sem hún leikur í. E£ allt gegnur eins og síðast, get ég þá keypt mér hús í tugatali. ^iiiiiimiimmiiiiiiiiimiimiiiiiHÍiiiiininiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiimimiiiiiiiiiii'Miiii Ford fékk 3000 betlibréf rir BÍLAKÓNGURINN Henry Ford virðist hafa verið jóla sveinn Ameríku á síðast- liðnu ári. Honum bárust hvorki meira né minna en 3€00 betlibréf fyrir jólin, ekki frá börnum eins og ætla mætti, heldur frá full- orðnu fólki. Undantekning- arlítið biðja bréfritarar Ford að gefa sér bíl í jóla- gjöf. Hér er eitt sýnishorn af bréfunum: „Kæri herra. Undirritað- ur er nemandi í mennta- skóla og er óskaplega ást- fanginn í einni bekkjar- systur sinni. Því miður hef- ur hún ekki sýnt nein merki þess, að ég fái ást mína uppfyllta. En eitt ráð veit ég óbrigðult til þess að vinna hug hennar. Ef ég ætti nýjan og áberandi bíl, gæti ég keyrt hana heim úr skólanum á hverjum degi. Gætuð þér verið svo vin- gjarnlegur að senda mér einn „Thunderbird" í jóla- jólin gjöf. — P.S. Helzt rauðan og með útvarpi og miðstöð og blæju.“ Það má reyndar reikna með, að ofanritað bréf sé frá óhörðnunuðum unglingi, en meirihlutinn er þó frá rosknu fólki, og sum meira að segja frá sértrúarflokk- um sem biðja um bif- reið til styrktar starfsemi sinni. Þess þarf vart að geta, að engum þessara manna varð að ósk sinni, en öllum var þó sent vinsam- legt svarbréf. Til þéss að svara öllum þessum bréfum varð Ford að ráða tvær nýj- ar skrifstofustúlkur. Eitt bréfið hafði nokkra sér- stöðu, en það var frá löm- uðum dreng, sem vonaði, að hann gæti með öllu bjargað sér sjálfur, ef hann fengi bíl. Hann var hinn eini, sem fékk ósk sína upp- fyllta. — Að lokum enn eitt bréf: „Kæri herra Ford. Stöð- ugt horfi ég á í sjónvarpinu fólk vinna bíla í verðlaun í alls konar spurningaþátt- um. Ég er sannfærður um, að allt þetta fólk á bíla fyr- ir, og hefur þar af leiðandi engin not fyrir einn enn. Hins vegar þarfnast ég bif- reiðar óskaplega. Ég hef tekið þátt í spurningaþátt- um og yfirleitt reye.t allar leiðir, en aldrei tekizt að fá bíl. Hvers vegna get ég ekki eignast bíl? Kæri herra. Sjáið aumur á mér. Yðar einlægur, X.“ Þekkti ekki dóttur sína MÓÐIR kynþokkagyðjunn ar nafntoguðu, Brigitte Bar dot, hefur nú skrifað bók um hina frægu dóttur sína. Bókin fékkst eðlilega þeg- ar í stað útgefin, en þegar hún var sett og farið var að lesa prófarkir, kom í ljós að fella varð niður heilan kafla. í honum lýsir móð- irin því yfir,. að dóttir sín muni aldrei aftur ganga í hjónaband, þar sem hið fyrsta hafi farið út um þúf- ur. Eftir að þetta var skrif- að hafði Bardot hins vegar básúnað um allar jarðir, að hún væri trúlofuð. Það’ sann ast hér vissulega, að mæð- ur þekkja aldrei dætur sín- ar. Smávegis um DRYKKJUPENINGAR í Frakklandi eru svo stór lið- ur í heildartekjum ýmissa starfsstétta, að erfitt er að bera saman laun þar og í öðrum löndum. Það er sið- ur í Frakklandi, að gefa ný- ársþóknun. Bréfberarnir fá til dæmis oft yfir eitt hundr að krónur í þóknun frá þeim, sem þeir bera póst- inn til. Að öðrum kosti get- ur svo farið að útburður póstsins verði ,,óreglulegur“ á árinu. Símasendlarnir verða líika að fá sitt og götusópararnir kunna því illa að verða útundan. Lög- regluþjónar og rafmagns- menn vilja fá smáþóknun hjá íbúum þeirra gatna, sem eru á þeirra gæzlu- svæði. Allt í allt má reikna með að frönsk fjölskylda greiði um 400 krónur á ári í ýmis konar þóknanir um nýárið. íbúar sambýlishúsi sleppa að mestu við þesar óreglu- legu greiðslur, en þess í stað verða þeir að borga stórfé til húsvarðarkonunn ar. Sú stétt er mjög áhrifa- mikil í frönsku þjóðlífi. Konur þessar innheimta húsaleiguna, taka á móti póstinum, hringja í leigu- bíla og taka á móti skila- boðum til þeirra, sem ekki eru viðlátnir. Síðast en ekki sízt vaka þær yfir því hverj 'um er hleypt inn í húsin. Það þykir ekki hæfa að bor.ga slikri konu minna en 200 krónur í nýársgjöf. Aukatekjur hennar geta nmið allt að 20 000 krónum á ári ef reiknað er með að 10 fjölskyldur búi í húsinu. iír Fjarsýnísauga ÞAÐ er alkunna, að ef menn fara í bað, bregzt það aldreí, að annaðhvort hring ir síminn eða dyrabjallan. Nú hefur verið fundið upp nýtt tæki til þess að koma í veg fyrir, að taugar manna verði fyrir of mikilli á- reynslu af þessum sökum. Tæki þetta mætti kalla á ís- lenzku „fjarsýnisauga“, en það samanstendur af litlu, kringlóttu sjónvarpstjaldi, og á því birtast þeir, sem standa fyrir utan dyrnar. Jafnframt fylgir hátalari, svo að unnt er að „halda gestinurri uppi á snakki’* þar til baðinu er lokið. Framleiðendur þessa nýst- árlega tækis segjast ábyrgj ast, að ekki saki, þótt sápa fari í „augað“. ÞESSI s' bátur varc sæll á ítal: liðnu ári, jafnað við æðið og ör fyrirbfigði, 4000 Ítalír bát af þe sem nefnd Katamar. hann bori: Nýtt RÓM, 14. jan. í dag kom hér fj kennilegt mál. Casciotti, 27 ára forsíðu Morj sl. þriðjudag. | SOPHIA LOREN § 1 virðist ekki láta sm.á- 1 I muni á sig fá. Eins og | I kunnugt er hefur hún = I verið ákærð fyrir að | I vera gift tveimur = 1 mönnum í senn, en af = | þessari mynd að | = dæma nýtur hún = E hjónabandssælunnar 1 | eftir fremsta megni. = | Myndin var tekin | = skömmu fyrir jól í | | Kaupmannahöfn, þar | I sem leikkonan ásamt | I hinum nýja eigin- | i manni sínum leikstjór 1 1 anum Carlo Ponti, I i var á leið frá París til f i Hollywood. Þar mun | i Loren leika í nýrri f i kvikmynd. 1 l ^ l íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir nú alvarlega yfirheyrðir. er nú öllum ljóst orðið. að þessi kórall er annað og meira en efniviður skart- gripa. Næsta dag einmitt í sama bili og Frans ætlar að fara að koma m sína er dyrunur . . . og Georg í fylgd undurfagi Georg er heils lega. „Við höfu 6 16. jan. 1959 — AlJjýðublaðið fBB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.