Alþýðublaðið - 30.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.10.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ ogaæanaxnn* Amensk /andnemasaga. Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Póröar læknis Sveinssonar er í Lækjarg. 14. (Búnaðarfél.húsinu, suður- enda við Tjörnina). — Opin fillíiti daginn. Simi 86. Slmi 86. 1 drengur getur fengið atvinnu við að bera út »Aiþýðublaðið« til kaupenda nú þegar. Fyrir karla og konur sníð eg undirritaður allar stærðir af sniðum og veiti einnig tilsögn piltum og stúlkum í þessu. O. Rydelsborg, Laugav. 6 og Laufásveg 25 (viðgerðaverkstæði). (Framh.) „Vinur minn“, sagði hann, „hefir þú nokkurn tísnan dvalið í landi, þar sem kurteisi við ókunn- uga og virðing fyrir konum er talið meðal manakostai' Eg spyr svona, vegna þess, að maður sem hefði verið í slíku landi, mundi gera alt, sem í hans valdi stæði, til að hjálpa öðrum, einkum kon- um, út úr kviksyndi, í stað þess að standa aðgerðalaus á þurru og hæðast að öllu saman". „Ókunni maður", sagði fylgdar- maðurinn hálf gramur og hálf skömmustulegur, um leið og hann stöðvaði hest sinn, „eg er hvorki rauðskinni eða útlendur biökku- maður, en maður eins og Guð hefir skapað mig, jatnvel þó hátt- erni mitt sé kamiske svipað skógarmanni, sem eg fúslega skal játa. Eg bið stúikuna fyrirgefn- ingar, ef eg hefi móðgað hana, en þú hefir lagt spurningu fyrir mig, og eftir venjum vorum má eg þá leggja fyrir þig aðra spurn- ingu“. „Gott og veí“, mælti Roland, „vertu þá stuttorður". „Þarna liggur vegurinn, greið fær og þráðbeinn, og þannig er hann alla leið að ánni". „Það gleður mig að heyra", svaraði herforinginn, „en spurn- ingin?" „Hún er þessi", sagði maður- inn, og teygði úr handleggnum reiðilega. „Sem hermann spyr eg þig, hvort hyggilegra sé að senda vopnfæran mann gegn rauðskinn- um, sem myrða menn f landinu, eða láta hann eyða heilum degi í það, að vísa fólki leið, sem blind- ur maður gæti fundið? Þetta er spurning mín“, bætti hann við þjösnalega, „og svaraðu mér eins og hermanni sæmir". „Enginn veit betur en þú sjálf- ur, hvort eg þarfnast fylgdar eða eigi“, mælti Roland. „Ef þú held- ur það, að skylda þín kretjist þess, að þú skiljir konu eftir í vegleysum hjá manni sem ekki ratar rétta leið, þá máttu fara, hvenær sem þig lystir". „Þú hefir á réttu að standa, ókunni maður", svaraði leiðsögu- maðurinn, „þarna er leið þín, eins greið og ruddur vegur, og þarna er mín leið, sem liggur beint til rauðskinnanna". Að svo mæltu snéri hann við hesti sfnum, sveifiaði byssunni yfir höfði sér, rak upp hátt stríðs óp, sem lét í Ijósi gleði hans yfir því að Iosna við hið Ieiða starf, og þeysti af stað, og skildi þau Roland eftir undrandi yfir svik- semi hans. Til allrar hamingju mundi Ro- land vel lýsinguna sem Bruce hafði sagt honum á veginum að ánni. Eftir þeirri lýsingu hlutu þau að vera komin hálfa leið. Og fjórar stundir voru enn til dagseturs. Það mátti því engum tíma eyða, og lögðu þau þvf af stað. Roland á undan og blökku- maðurinn á eftir Edith. Þannig héldu þau áfram meira en mflu, og Roland var þungt hugsi að litast um eftir stfgnum sem lá niður að neðra vaðinu, þegar blökkumaðurinn kom til hans og kvaðst hafa heyrt hófadyn bak við sig. óskast í vetrarvist á fáment sveitaheimili. — Uppl. á afgr. Þó rafstööin sé elcki fengin enn þá og yður ef til vill finnist ekkert liggi á að láta leggja rafleiðslur um hús yðar, þá má búast við kapphlaupi um innlagningar um það bil sem straumur kemur til bæjarins, — einmitt af því hve margir bíða til síðasta dags. — Til þess að lenda ekki í því kapphlaupi, þá er hyggilegt að panta innlagningu í hús yðar strax í dag. Vönduð vinna. — Sanngjarnt verð. H.f. Rafmf. Hiti & Ljós, Vonarstræti 8. — Sími 830.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.