Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 Sjávarútvegssýning Aukin tækni legg- ur aukna ábyrgð áherðarokkur - sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra við opnun sýningarinnar ÍSLENZKA sjávarútvegssýning var formlega opnuð í gær af Halldóri Asgrímssyni sjávarút- vegsráðherra að viðstöddum for- seta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur og ýmsum háttsettum er- lendum og innlendum gestum. „Við ættum af hafa það í huga, að það er ekki fyrst og fremst magn, sem er eftirsóknarvert, heldur fremur hæfni og gæði í veiðum og vinnslu. Ég hygg að það verði boðskapur Islenzku sjáv- arútvegssýningarinnar 1990,“ sagði Halldór Asgrímsson í setn- ingarræðu sinni. Það var John Legate, aðalfostjóri Evrópudeildar Reed sýningarsam- steypunnar, sem bauð gesti vel- komna við upphaf sýningarinnar, en síðan setti Halldór sýninguna. Við- stödd sýninguna var Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, Walter Carter, sjávarútvegsráðherra Ný- fundnalands og Labrador, Karl Funke, ráðherra sjávárútvegs- og landbúnaðarmála í Neðra Saxlandi, Albrecht Harten, borgarstjóri Cux- haven og ýmsir aðrir gestir innlendir og erlendir. Að lokinni setningu skoð- uðu gestimir sýninguna undir leið- sögn Patriciu Foster, framkvæmda- stjóra sýningarinnar, og stöldruðu sérstaklega við hjá Jósafat Hinriks- syni, sem nú heldur upp á sex- tugustu aljþóðlegu sjávarútvegssýn- inguna sína. Jósafat sýndi fyrst á erlendri grund 1968. Morgunblaðið/Sverrir OPNUNIN — Einn þeirra, sem settu svip sinn á sýninguna, þegar í upphafi var Sigurður M. Helga- son. Hvort það var hæðin eða klæðnaðurinn frá Sjóklæðagerðinni, sem olli því skal ósagt látið, en Halldór Ásgrímsson, Vigdís Finnbogadóttir og John Legate hafa greinilega gaman af því að spjalla við Sigurð. Sýningin er mjög svipuð að um- fangi og síðasta sýning og telja stjórnendur hennar góðan árangur líklegan. Sömu sögu er að segja af sýnendum, en sýninguna nota marg- ir til að endurnýja gömul viðskipta- sambönd og móta ný, þó þau skili ekki beinum viðskiptum strax. I ræðu sinni bauð Halldór Ás- grímsson velkomna erlenda og inn- lenda boðsgesti og sérstaklega for- seta íslands. Þá þakkaði hann stjóm- endum sýningarinnar John Legate og Patriciu Foster fyrir þann áhuga þeirra og dugnað, sem gert hefði þessa sýningu að alþjóðlegum þætti í heima fiskveiða og vinnslu. Þá sagði hann: „Ég hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að opna allar þijár sjávar- útvegssýningamar, sem hér hafa verið haldnar, þá fyrstu í september 1984. Þau 6 ár, sem síðan hafa lið- ið, era langur tími í hinni tækni- væddu og þróðuð veröld okkar. Þó sjávarútvegsráðherrann sé enn sá sami, hafa þessi ár verið tími breyt- inga og framfara á íslandi. Að mínu mati er mikilvægasta breytingin sú, að stjómun fiskveiða með aflakvót- um er nú orðin staðreynd og viðtek- in sem slík. íslenzka kvótakerfið hefur þegar aukið hagkvæmni jafn framt því, að enn er hægt að ná lengra með því að flytja aflaheimild- ir saman með fækkun skipa. Innan fiskvinnslunnar hefur einnig verið tilhneiging til samvinnu og samrana fyrirtækja í stærri einingar. Þessi breyting er að hluta til vegna breyt- inga í vinnslu og markaðssetningu og ekki sízt vegna aukingar á útflut- ingi ísaðs fisks og sjófrystingar. Við markaðssetninguna er nú lög meiri áherzla á neytendapakkningar og tilbúnar máltíðir." Halldór ræddi síðan um tækni og möguleika hennar og sagði: „Um leið og tæknin leysir ákveðin vanda- mál, leggur hún á herðar okkar aukna ábyrgð varðandi skynsamlega nýtingu auðlinda náttúrunnar. Þess vegna verðum við að auaka alþjóð- lega samvinnu til að tryggja varan- lega nýtingu auðlinda heirhshaf- anna.“ íslenzka sjávarútvegssýningin stendur til sunnudags. AMS AMSTERDAM HAM HAMBORG INNFLUTNINGUR ÚTFLUTNINGUR Sími: Sími: 690101 672824 Fax: Fax: 690464 672355 ÞÚ HEFUR HEIMINN í HENDIÞÉR MEÐ Hveragerði Nýr framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði Hveragerði. FYRIRTÆKIÐ Kjörís hf. í Hveragerði hefur ráðið nýjan framkvæmdasljóra, er hann við- skiptafræðingur að mennt og heitir Ólafur Hilmar Sverrisson, liðlega þrítugur að aldri. Hann starfaði áður sem sveitarstjóri í Grundarfirði. Af þessu tilefni lagði fréttaritari leið sína í Kjörís og spurði Hafstein Kristinsson forstjóra frétta af starf- semi fyrirtækisins. „Ástæðan fyrir því að við erum nú að ráða framkvæmdastjóra,“ sagði Hafsteinn, „er sú að nú teljum við að brautryðjendastarfinu sé að ljúka og að þörf sé á nýju afli í sambandi við ijármál og markaðs- setningu fyrirtækisins.“ Hafsteinn kvaðst ætla sér að hlúa betur að framtíðarstefnumótun í vöru- og markaðsþróun. Reksturinn hafí gengið vel á þessu ári og eng- in ástæða sé til að ætla annað en að framtíðin verði sæmilega greið- fær. En þar sem hér ætti í hlut matvælafyrirtæki þá mætti aldrei slá af kröfunum um gæði og stöðug- leika framleiðslunnar. „Við höfum verið mjög heppnir með starfsfólk á öllum okkar svið- um. Það er kannski lykillinn að velgengni okkar. Það hefur verið mjög farsælt að vera hér í Hvera- gerði með fyrirtækið og þessi stutta fjarlægð (40 km) frá aðal markaðs- svæði okkar hefur enga teljandi vankanta í för með sér, nema síður sé.“ Um þessar mundir eru um 30 manns starfandi hjá fyrirtækinu. Á sl. ári var tekin í notkun rúmgóð dreifingarmiðstöð fyrir vörur fyrir- tækisins í Reykjavík, þar sem er góð aðstaða fyrir fjóra frystibíla og söluskrifstofur. Kjörís hefur vélvætt framleiðsluna jafnt og þétt á liðnum árum og sagði Hafsteinn að um þessar mundir stæði fyrirtækið vel að vígi með góðan vélakost. Að lokum sagði Hafsteinn: „Það sem helst ergir okkur er hve heima- markaðurinn er lítill. Öll vöruþróun er dýr, umbúðahönnun og markaðs- setning nýrra vörutegunda er mjög kostnaðarsöm og framleiðsla ein- stakra vörategunda ekki nægilega mikil til að bera eðlilegan kostnað vegna þessa. En þetta er auðvitað eilífa vandamálið varðandi alla framleiðslu og þjónustu hér í okkar fámenna en stóra landi.“ Fréttaritari spurði hinn nýráðna framkvæmdastjóra hvemig honum litist á að starfa í Hveragerði. Ólaf- ur Hilmar lét vel yfir því og sagði: „Þetta leggst ágætlega í mig, fyrir- tækið er traust og hefur gott orð á sér og mér líst vel á starfsfólkið. Þetta er ólíkt því sem ég hef feng- ist við áður, en ég var síðasta kjörtímabil sveitarstjóri í Grandar- firði." Ólafur Hilmar er sonur Sverris heitins Júlíussonar útgerðarmanns og eiginkonu hans Ingibjargar Þor- valdsdóttur. Ólafur er kvæntur Ragnheiði Gunnarsdóttur hjúkr- unarfræðingi. - Sigrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.