Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 Ullariðnaðurmn á framtíð fyrir sér Rætt við Olaf Olafsson, forstjóra Álafoss hf. um rekstur og framtíðar- horfur fyrirtækisins Fyrirtæki ÞRÁTT fyrir gífurlegan taprekstur á síðastliðnum tveimur árum er engan bilbug að finna á stjórnendum Álafoss. Telja þeir að með endur- skipulagningu á fjárhag og rekstri fyrirtækisins ásamt einbeittara markaðsstarfi verði unnt að tryggja áframhaldandi rekstur án stór- skakkafalla. Hins vegar má ætla að róðurinn verði þungur þar sem tapið hefur étið upp aHt eigið fé og gott betur. Eitt helsta vandamál Álafoss frá því gamla Álafoss og ullariðnaðardeild Sambandsins sam- einuðust hefur verið 13 þúsund fermetra ónotað húsnæði á Akureyri og í Mosfellsbæ sem ekki hefur tekist að selja auk þess sem vélar hafa verið stórlega vannýttar. Þegar Olafur Olafsson var ráðinn for- stjóri Álafoss fyrir um einu ári síðan var fyrirtækið nánast orðið órekstrarhæft vegna íjárhagsstöðunnar og stefndi hraðbyr í gjald- þrot. Hann tók að sér að snúa dæminu við og byggir þar á langri reynslu af ullariðnaðinum þar sem hann starfaði áður hjá Álafossi í Bandaríkjunum auk þess sem hann rak um skeið eigið fyrirtæki í ullarvöruútflutningi. Auk vandamála í rekstri hefur fyrirtækið átt við að stríða minnk- andi eftirspurn eftir þeirri tegund fatnaðar sem það framleiðir. Sala hefur minnkað á síðustu árum um allt að helming. Þá hefur efnahags- umhverfi verið fyrirtækinu óhag- stætt vegna fastgengisstefnunnar, sérstaklega á árunum 1986-1988. Á árinu 1988 átti fyrirtækið ekki ann- arra kosta völ en að knýja fram verðhækkun á vörum sínum til að leiðrétta það misgengi sem hafði verið í kostnaði. Innlendur kostnað- ur hafði vaxið um allt að 60% með- an gengið var óbreytt. Verðhækkun- in olli hins vegar miklum sölu- samdrætti. Betur virðist horfa í rekstri Ála- foss á þessu ári en á tveimur síðast- liðnum árum. Tap fyrstu sex mán- uði ársins varð 165 milljónir og er það mun betri afkoma en á sama tíma árið áður þegar tap varð 391 milljón. Þá varð ijármunamyndun á þessu tímabili einnig hagstæðari. Ólafur Ólafsson var fyrst spurður að því hvort fyrirtækið væri að ná endum saman í rekstrinum. „Fyrirtækið er rekið núna sam- kvæmt þeirri áætlun sem sett var upp í lok síðastliðins árs. Frávik sem við stöndum frammi fyrir er að doll- arinn hefur fallið úr 62 krónum nið- ur í 57 krónur. Allir samningar okkar við Sovétm^hn eru í dollurum sem veldur því að bein framlegð af rekstri lækkar um 35 milljónir. Við höfum alltaf sagt það að við ætlum að laga reksturinn, ná honum já- kvæðum að því gefnu að forsendur breytist ekki. Nú hafa forsendur breyst með fallandi gengi dollars, en annað mun nokkuð ganga eftir nema það að afkoma fatadeildar hefur verið nokkuð lakari en gert var ráð fyrir. Við horfum fyrst og fremst á ijár- munamyndunina núna og sam- kvæmt áætlunum fyrir þetta og næsta ár verður fjármunamyndum um 210 milljónir. Við stefnun fyrst og fremst að því að ná framlegðinni í lag og að fjármunamyndunin verði jákvæð. Ef áætlanir og rekstrarfor- sendur okkar standast getum við haldið áfram rekstrinum án nokk- urra stórskakkafalla. Langtímalán eru að mestu afborgunarlaus þetta ár og næstu tvö ár þannig að greiðsluþungi þeirra lána er lítill og mun því veltufjárhlutfall batna sem þessu nemur. Sala eigna mun renna beint í lækkun skuida en fjármag- nið sem myndast af rekstri mun nýtast til þess að lækka allar skuld- ir félagsins og koma þeim á eðlileg- an grundvöll. Við höfum áður sagt að hér muni ekki gerast nein krafta- verk. En það að komast út úr núver- andi stöðu tekur ákveðinn tíma.“ Afkoman verri en búist var við — En það er rétt að víkja að því rekstrarumhverfi sem Álafoss er sprottið upp úr. Hvers vegna í ósköpunum sáu menn ekki fyrir þá erfiðleika sem fyrirtækið hefur átt í eftir sameininguna t.d. við sölu á ónýttum fasteignum? „Þegar menn voru að skoða af- komu í rekstrar ársins 1987 voru m.a. efnahagslegar forsendur frá árinu 1986 lagðartil grundvallar. Á milli áranna 1986 og 1987 gerðist ýmislegt í efnahagslífinu. Það var fastgengisstefna og afkoma fyrir- tækja fór hríðversnandi. Þannig var staða önnur og verri en gert hafði verið ráð fyrir. I öðru lagi var af- koma fyrirtækjanna þ.e. gamla Ála- foss og iðnaðardeildar SIS, verri en bráðabirgðauppgjör sýndu sem stuðst var við. Jafnframt áttu menn von á því að geta ieyst upp meira af fjármunum og náð miklu meiri hagræðingu af sameiningunni en raunverulega varð. Eigið fé fyrir- tækisins yar að stórum hluta bundið í Ijárfestingum sem ekki nýttust til rekstrarins og vegna aðstæðna tókst ekki að selja sem skyldi af þéssum eignum. Við búum í svo litlu um- hverfi að fá fyrirtæki geta nýtt sér sérhæft iðnaðarhúsnæði. Fyrirtækið bar alltof miklar skuldir alveg frá stofnun fyrst og fremst vegna þess að það hafði of miklar eignir. Fyrir- tækið hefur aldrei verið þess megn- ugt að standa undir þeim. Síðan skiluðu verðmæti veltufjármuna sér ekki eins og gert hafði verið ráð fyrir, einkum birgðir fullunninna vara. Menn verða einnig að muna það að fyrirtæki sem hafa verið í harðri samkeppni hvort við annað eru ekki sett saman i eina sæng þannig að allir séu sáttir. Það var jafnræði milli fyrirtækjanna við sameining- una en ekki yfirtaka. Oft er miklu sterkara að um yfirtöku sé að fæða þannig að skýrar línur séu um hver stjórnar og hvaða sjónarmið verði ofan á en ekki að það þurfi að vera endalausar málamiðlunarlausnir sem koma niður á fyrirtækinu. Sam- einingin var framkvæmd á mjög viðkvæmum tíma eða í upphafi söl- utímabils fyrirtækisins. Þetta kom gríðarlegu umróti á alla hluti og sameiningin varð flóknari og erfið- ari en menn gerðu sér grein fyrir.“ Stefndi hraða leið í gjaldþrot Þegar Ólafi var boðið að taka við starfi forstjóra fyrir réttu ári var afkoma og staða fyrirtækisins talin vera miklu betri en raun varð á. Þann 2. október lá fyrir sex mánaða uppgjör sem gaf til kynna að staðan væri miklu verri en reiknað var með. „Á öðrum stjórnarfundi mínum sem ég sat sem forstjóri lagði ég fram til stjórnar bókun þess efnis að fyrirtækið væri órekstarhæft og það stefndi hraða leið í gjaldþrot. Við fórum því strax í tíu mánaða uppgjör en rétt um það leyti stóð til að við fengjum 200 milljónir í skuldbreytingalán og aukið hlutafé. Stjórnin ákvað að upplýsa viðkom- andi aðila um breyttar forsendur og að staða félagsins væri önnur en gert hafði verið ráð fyrir með þeim afleiðingum að hinn svokallaði fjárhagspakki stoppaði á þeim tíma. í greinargerð minni til stjórnar- innar í ágúst 1989 áður en ljóst varð hver afkoman var kom fram að til að tryggja áframhaldandi rekstur Álafoss hf. yrði Ij'árhagsleg endurskipulagning að koma til, áframhaldandi viðskipti við Sov- étríkin yrðu að haldást, verulegur kostnaðarniðurskurður bæði í föst- um kostnaði og breytilegum kostn- aði og markaðsuppbygging til næstu fimm ára. Þetta er það sem við höfum verið að vinna eftir. Fjár- hagslegri endurskipulagningu er að ljúka en hún hefur dregist verulega. Áhrif hennar eru minni en gert var ráð fyrir því 200 milljónir í ár er allt annað en að fá 200 milljónir á nafnverði fyrir ári.“ Lánardrottnar passa hver sitt skinn Fjármögnun Álafoss leiðir hug- ann að ijárhagslegri uppbyggingu fyrirtækja á íslandi. Á einstökum eignum voru allt að 24 mismunandi lán og 7 mismunandi lánveitendur. Þannig skuldaði fyrirtækið Iðnlána- sjóði, Iðnþróunarsjóði, Byggðasjóði, Framkvæmdasjóði, Stofnlánadeild Samvinnufélaganna, Landsbanka og fieiri á einstökum fasteignum. „Þetta hefur þær afleiðingar í för með sér að þegar vel gengur eins og gekk í ullariðnaði hér áður er engin heildarlánastefna í gangi og menn ganga frá sjóði til sjóðs og fá lán. Þannig verða uppsveiflu- áhrifin öflugri en ella. Hins ivegar þegar illa gengur er enginn einn íjarfestingarlánasjóður og banki sem fylgjast með fyrirtækjunum og hjálpa þeim. Ganga þarf frá manni til manns og allir eru að bjarga sinni veðsetningu, allir að passa sitt skinn og á meðan situr allt fast. Þetta eru hin dæmigerðu vandamál okkar.“ Ráðist í verulegan kostnaðarniðurskurð Fjárhagslega endurskipulagning- in hjá Álafossi fólst eins og áður segir meðal annars í eignasölu og skuldbreytingarlánum. Til viðbótar var einnig ráðist í verulegan kostn- aðarniðurskurð og var sagt upp á einum degi þriðjungi af öllu stjórn- unar- og skrifstofufólki félagsins. Sá kostnaður hefur lækkað um 40%. Samhliða hinni fjárhagslegu endur- skipulagningu var ráðist í að endur- skipuleggja framleiðsludeildir fyrir- tækisins. „í ullarþvottastöðinni höf- um við meðal annars lagt áherslu á meiri gæði ullar,“ segir Ólafur. „Þar voru unnar um 120 vinnustundir á vakt en þær eru komnar niður í 50 og sama framleiðslumagn fer í gegn. í fyrra töpuðum við tugum milljóna á ullarþvottastöðinni. Við tökum á móti 1100- 1200 tonnum af ull á ári og af því nýtum við inn- an við helming. Hinn helmingurinn er ónýtanlegur. Þetta verðum við að kaupa en við ráðum ekki magn- inu, gæðunum né tímanum þegar hráefnið berst til okkar.“ — Þau rök hafa verið nefnd að bændur fái svo lágt verð fyrir ullina að þeim megi standa á sama um meðferð hennar? „Bændur fá ekki hátt verð fyrir lélega ull. Þeir fá 7 krónur á kíló af lélegustu ullinni. En ef þeir leggja rækt við ullina eins og verðlagskerf- ið er í dag og senda frá sér góða ull fá þeir ágætar tekjur. Gæði end- anlegrar framleiðslu verða aldrei meiri en hráefnið sem notað er.“ Framleiðniátak í banddeild í banddeild lauk nýlega sérstöku framleiðniátaki og er afkoma henn- ar nú betri en í fyrra. Starfsmönnum hefur fækkað úr 90 í 50 án þess að framleiðslan hafi minnkað. „Núna stendur yfir endurskipulagn- ing fatadeildar sem er að uppistöðu til á Akureyri. Vefdeild er nýlega búin að fara í gegnum endurskipu- lagningu. Fyrirtækið er orðið sam- keppnisfært og miðað við þær tölur sem við höfðum frá Boston Consult- ing framleiðum við band með lægri tilkostnaði en margir samkeppnis- aðilar okkar. Það er mælikvarðinn því það þýðir ekki að ætla að fara tala um markaðsmál og vöruþróun ef fyrirtækið er ekki samkeppnis- hæft. Síðan er markviss uppbygging á vöruþróunar- og markaðsstarfi sem við teljum að muni að skila sér á fimm árum því vertíðarmennska dugir ekki í markaðsmálum. Allur sá ávinningur sem við ætlum að ná núna er í rekstrarkostnaði þannig að fyrirtækið geti staðið undir sér miðað við núverandi tekjur. Þess vegna hef ég sagt að ef við missum stóra tekjupósta eins og Sovétvið- skiptin þá erum við alveg komnir út í horn.“ Annmarki gróft ullarspunnið band Hjá Álafossi hefur verið lögð áhersla á að hanna nýjar vörur en annmarkar vöruhönnunar eru mjög miklir. Hinar sex kembivélasam- stæður framleiða allar gróft ullar- spunnið band og geta ekki framleitt fínna band. „Það er þessi takmark- aði vélakostur bæði í bandinu og eins í pijóninu sem gerir okkur mjög erfitt fyrir,“ segir Olafur. „Við höf- um bætt vöruþróunina innan okkar eigin tækniannmarka og náð góðum árangri." Ein af tillögum Boston Consulting Group var að Álafoss legði áherslu á uppbyggingu dreifingarfyrirtækja erlendis. Fyrirtækið hefur starfrækt dótturfyrirtæki í Bretlandi, Þýska- landi, Bandaríkjunum og Noregi. Horfið hefur verið frá þeirri stefnu og þess í stað verður byggður upp einn lager hér á landi og allri dreif-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.