Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 B 11 IMoregur Sameining Christiana og Realkreditt SAMNINGAR hafa náðst um sameiningu Christiana, næst stærsta banka Noregs, og Real- kreditt, stærstu veðlánastofn- unar landsins. Ætlunin er, eftir sameininguna, að snúa sér einn- ig að tryggingastarfsemi, ann- að hvort með kaupum á inn- lendu tryggingafélagi eða að það gerist aðili að sameiginlega rekstrinum. Fyrr á þessu ári var rekstri Christiana bankans breytt þannig að hann er nú rekinn sem fjár- mögnunarfyrirtæki. Tilgangurinn var að gera bankann samkeppnis- hæfari eftir að tveir stærstu bank- ar landsins voru sameinaðir, og að styrkja stöðu hans gagnvart erlendum bönkum eftir að mark- aðir ríkja Evrópubandalagsins verða sameinaðir árið 1992. Samningurinn um sameiningu Christiana og Realkreditt er háður því að yfirvöld heimili að Realkred- itt verði breytt í hlutafélag. Einnig verða yfirvöld að samþykkja að komið verði á fót nýrri Realkreditt stofnun, sem eigi meirihluta í Re- alkreditt hlutafélaginu. Þeim sem eiga hlutabréf í Christiana og Realkreditt verður boðið að skipta þeim yfir í hluta- bréf í nýju samsteypunni. Heimild: Financial Times. Bandaríkin Ný lög gegn óprúttnum sölumönnum Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunbladsins. ÞAÐ kom póstkort í dag, þar sem okkur var tilkynnt með vel völdum orðum, að það væri kominn tími til að sækja „garðhús- gögnin okkar spánýju, fímm stykki alls“. Það þyrfti ekkert að borga fyrir húsgögnin, það hefði verið gengið frá því smáræði fyrir fram. Við fleygðum póstkortinu strax í ruslið því okkur var vel ljóst af reynslu okkar og annarra að það er ekkert verðmætt gefið ókunn- ugum í henni Ameríku, frekar en annars staðar í heiminum. Ef við hefðum hringt til hennar „Söru“, sem skrifaði póstkortið og sem ráðlagði okkur að hringja sem fyrst ókeypis í símanúmer til hennar, hefði hún vafalaust sagt eitthvað á þessa leið: „Því miður hefur verið svo mikil aðsókn frá fólki að sækja ókeypis húsgögnin sín, að birgðirnar eru á þrotum í bili.“ Hún hefði síðan bætt við: „En ég skal gera eitt alveg sér- staklega fyrir ykkur kæru hjón, vegna þess, að mér líst vel á ykk- ur og ég veit, að ykkur langar í garðhúsgögnin. Strax og nýjar birgðir koma skal ég því með ánægju gera ykkur þann sérstaka persónulega greiða að senda hús- gögnin með vöruflutningafélag- inu. Þið komið svo vel fyrir og ég hef heyrt frá nágrönnum ykk- ar hve mikils þið eruð metin. Það kostar ekki nema 60-70 dollara að senda húsgögnin til ykkar. Þegar þið sendið flutningsgjaldið skal ég með ánægju ganga frá þessu.“ Úti er ævintýri! Nema Sara yrði 60-70 dollurum ríkari og við fátækari og vitanlega garðhús- gagnalaus. Það eru ótal leiðir, sem kaup- héðnar og braskarar finna til að hafa fé af auðtrúa fólki sem held- ur að það fái eitthvað gefins. Er talið, að það skipti milljónum doll- ara árlega, sem ósvífnir og tungu- liprir braskarar hafa með sviksemi út úr auðtrúa fólki í Bandaríkjun- um. Fólki er boðin „snákaolía" við öllum kvillum og miðar í happ- drætti sem gefur aðeins út miða en enga vinninga. Héj’ í Virginíuríki hafa verið sett ströng lög, sem eiga að vernda fólk gegn bröskurum og prettum svikara. Lögin, sem sett voru fyrir ári, eru ströng og eru talin hafa gefist vel til að tryggja, að fólk fái það sem því hefir ver- ið lofað. Sektir nema eitt þúsund dollurum fyrir fyrsta brot. Betty Blackomer er í forystu fyrir neytendafélag Virginíuríkis. Hún hefir tekið saman ýmislegt, sem auglýst hefur verið sem „verðlaun", eða „vinningar" til að lokka fólk til að lýigja sér hús- næði tímabundið. í því safni eru m.a. „ekta skartgripir" sagðir' 1.500 dollara að verðmæti, en sem reyndust í hæsta lagi vera 20 dala virði. Eitt fyrirtækið auglýsti skemmtisiglingu „vélbáta“, sem verðlaun. Vélbáturinn reyndist vera gúmmí-belgur og „vélin“ var rafhlaða en skrúfan eldhúsijóma- þeytari! , Nýju lögin í Virginíu gegn svik- um af þessu tagi mæla svo fyrir, að raunverulegt smásöluverð vinninga skuli auglýst, hveijar séu vinningslíkur og hvernig og hvar vinningar séu afhentir. Gjald fyrir heimsendingu vinningsins má ekki vera meira en 5 dollarar. Sektir fyrir hvert einstakt brot á lögunum um happdrættisvinn- inga eru 1.000 dollarar (5.600 ÍSK), sem þýðir, að fyrirtæki, sem hefír sent út hundruð eða þúsund- ir bréfa og lofað háum vinningi gæti verið sektað um þúsund doll- ara fyrir hvert bréf. iTORAR. steinsteypu. Léttir meöfærilegir viðhaldslitlir. Avallt tytirtiggjandi. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 TA TRIUMPH - ADLER LJÓSRITUNARVÉLAR Fyrir þá er gera kröfu um gæði, þjónustu og gott verð TA - Triumph Adler Ijósritunarvélarnar hafa sannað ágæti sitt á íslandi sem og annarsstaðar. Þær eru allt í senn tæknilega vel útbúnar, hagkvæmar í rekstri, þægilegar í notkun og örugglega til í gerð sem hentar þér og þínum rekstri. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 Nýtt einkaumboð fyrir ifÞHiifínU-BIX Ijósritunarvélar og telefaxtæki. Fullkomin viðgerðar- og viðhaldsþjónusta fyrir allar Konica U-BIX Ijósritunarvélar og telefaxtæki. I þjónustudeildinni vinna eingöngu menn með áralanga reynslu í viðhaldi og viðgerðum. Sem sagt: Gamla góða tækniiiðið. Verið velkomin á nýjan stað með léttum anda. Magnús Ægir Karlsson Páll Vignir Héðinsson Sigurður B. Lúðvíksson Sverrir Gíslason Hjá okkur fáið þið allar rekstrarvörur og varahluti. Síöumúla 23 - 108 Reykjavík - S. 679494 - Fax 679492

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.