Alþýðublaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróttir Landsiiðið í Ég HEF verið beðinn að segja, með nokkrum orðum, frá skoðun minni á vali lands- liðsins í handknattleik og vœnt- anlegum árangri þess í þessum leikjum. Það er vandi að spá núna, og kemur margt til greina. Ég ætla ekki að vera margorður um val liðsins. Nú eru það tveir rnenn, sem velja liðið og munu stjórna æfing- um hér heima, og skipa í lið hverju sinni, ráða skiptingum, leikaðferð o. s. frv. Ábyrgðin hvílir því algerlega á herðum þeirra hvað þetta. snertir.. Þetta er að mörgu leyti gott. í fvrra voru tveir menn í landsliðsnefnd, og völdu beir liðið, sem fór utan. Ég hafði ekkert með það að gera, aðeins þjálfaði mennina. Við vorurn þrír, sem skipuðum í liðin í keppninni, en ég einn stjórn- aði á leikvelli. Þetta hafði ýmsa ókosti í för með sér, þó að samkomulag væri gott. Á- byrgðin dreifðist á of marga. Þetta er betra nú. Um val liðs- ins nú má eflaust deila enda- laust. Menn hafa ýmsar skoð- anir á því máli. Þeir, sem nú velja og eiga að stjórna, telja liðið sterkast svona skipað, og ræður þar eflaust áætlun þeirra um leikaðferðir o. fl. Ég skal játa, að ég er ekki að öllu leyti sammála og hefði haft liðið nokkuð öðruvísi skip- að, En þá hef ég í huga ákveðn- ar leikaðferðir og það, að keppa á stórum völlum. Ég hef aðrar skoðanir um styrkleika sumra þessara manna, en ýmsir aðrir. Reynslan hefur kennt mér, að dugnaður 0g leikfærni í Há- logalandi segir ekki fullkom- lega um getu þeirra á stórum völlum. Ég hef stjórnað leikjum 19 sinnum erlendis á stórum völl- um og fjórum sinnum oftar hér heima utanhúss. Alla utanhúss leiki, sem máli skipta, hef ég séð hér heima og mörg hundr- uð leiki í Hálogalandi. Ég hef séð ýmsa leika mjög vel t Há- iogalandi og jafnvel aldrei bregðast þar. Hins vegar eru nokkrir menn jafnvígir á hvort íveggja. En hvernig eiga þeir að vita um styrkleika manna á stór- um velli, sem aðeins fylgjast með leikjum í Hálogalandi, en svo er um marga áhorfendur og jafnvel suma leiðandi menn okkar. Ég er hér ennþá að vara menn við því, að dæma nær eingöngu eftir frammistöðu manna í Hálogalandi. En hitt er svo annað mál, að það er engan um að saka, þó menn séu ekki jafnvígir á stór- um velli, þegar stórt hús er ekki til. Mín skoðun er sú, að liðið eigi að geta náð allgóðum ár- angri, þó deila megi um val nokkurra manna. Og margs ber að gæta, þegar valið er í lið. Þegar um 14 menn er að ræða, er heppilegt að 2 menn séu valdir í hverja stöðu og 3—4 verða að geta leikið 2 stöður með árangri. Ég er þeirrar skoðunar að allir okkar beztu menn njóti sín bezt { ákveð- inni stöðu á vellinum. Og ég þykist sjá það, að liðið er valið þannig að álíka mikið er af varnar- og sóknarmönnum. Og er það mikil framför frá því sem oft hefur verið þegar valið hefur verið landslið á móti pressuliði. Þá hefur oftast ver- ið hrúgað ' saman skyttum og framherjum, en minna hugsað um vörn. Um úrslit í landsleikjunum vil ég segja þetta: Við þurfum ekki að búast við því, að við sigrum Dani eða Svía, þó að segja megi, að allt geti komið fyrir í keppni. Danir eru svip- aðir að styrkleika og í fyrra. Svíar líklega ekki eins sterkir. Norðmenn munu tæplega eins sterkir og þá. Þetta er álit er- lendra sérfræðinga. Ég er á þeirri skoðun að ekki muni miklu á okkur og Norð- mönnum. Og ef dálítil heppni er með okkur eigum við að geta unnið þá. En líkurnar eru nú samt heldur meiri fyrir því að Norðmenn vinni. Þeir leika á heimavelli, og þrautþekkja sal- inn; en gólfið er hættulegt ó- vönum. í fyrra munaði litlu; og voru þó okkar menn ferð- landsieikiínir lúnir og kepptu, því miður, kvöldið áður við Dani. í byrj- un voru liðin lík, en þegar fór að líða á fyrri hálfleik (og enda líka í byrjun síðari hálfleiks) tóku Norðmenn leikinn í sínar hendur og komust 11 mörk yfir. En þegar síðari hálfleikur var hálfnaður fóru íslendingar að sækja sig og áttu leikinn úr því. Léku þeir þá geysi hratt. Og réðu Norðmenn ekki við hraðann. Virtist úthald okkar manna betra. Þetta var sterk- asti leikkafli okkar manna í ferðalaginu. En víst er það, að það þarf vissar leikaðferðir og breytilegar til að sigra Norð- menn. Það dugir enginn ,göngu- handbolti1 þar. Og það þarf að gera vissar hliðarráðstafanir, til þess að sumir beztu menn liðsins njóti sín, en týnist ekki. Ég er ekki í vafa um það, að leikmenn okkar verða komnir í allgott form, hvað úthald Snertir. Að lokum vil ég, svona að gamni mínu, minnast á eitt at- riði, en það eru ummæli, sem komu í blöðum 6. og 9. jan. sl. og voru höfð eftir stjórn H.S.Í. í öðru blaðinu s.tendur þessi klausa: „Telur H.S.Í. að lands- liðið nú sé betur undir utan- ferð búið en landslið okkar var er það hélt til heimsmeistara- keppninnar sl. ár“. Þessi fullyrðing og saman- burður kom mér sannarlega á óvart. Ekki sízt af því, að dag- inn áður hafði liðið keppt við pressulið og sýnt minni sam- heldni, leikgleði og áberandi minna úthald. Það má reyndar segja að liðið hafi verið að þreifa sig áfram óg kanna ýms- ar samsetningar. Og hafi því tapað á misheppnuðum tilraun- um. En það var meira sem að var, mennirnir voru ekki komn ir f nógu gott keppnisform. Þess vegna hefði þessi yfirlýs- ing mátt bíða. Langflestir þeirra, sem vald- ir voru f keppnina í fyrra eða 3/4 hlutar a.m.k. æfðu allan vet urinn 1957 innanhúss og ná- lega allt sumarið. F.H. æfði allt sumarið og haustið, ein- göngu með keppni á stórum velli. í huga. Og kepptu svo marga leiki í Þýzkalandi í nóv- ember. Í.R.- ingar gerðu hið sama og léku í sarna mánuði marga leiki í Þýzkalandi við góðan orðstír. K.R. æfði meiri hluta sumars og keppti svo í Danmörku í september með góðum árangri líka. Þetta gaf reynslu og þjálfun. Um áramót í fyrra var lands liðið betur undirbúið en núver- andi lið. En það má segja að mestu máli skipti hvernig það verður þegar að keppninni kemur. Ég vona að það verði í fullkomnu formi, Aftur á móti er það plús fyr- ir okkar menn nú, að þeir geta mætt Norðmönnum óþreyttir. En í fyrra vorum við eins og áður segir þreyttir eftir ferða- lag og leik kvöldið áður. Kannski gefur þetta okkar mönnum sigur. En liðið þá hafði orðið nokkra samæfingu á stórum velli. Ég hef nú yfir- leitt fengið orð fyrir það, að verá. ekki sórfega bjartsýnn, svona rétt fyrir leiki, en ég er viss um það, að við stöndum okkur vel í væntanlegri keppni, ef liðið heldur vel saman óg allir gera sitt bezta. Óska ég svo liðinu og fyrirmönnum þess, góðs gengis og ánægju- legrar íerðar. Iíallst. Hinriksson. Evrópumei í kúluvarpi. MOSKYA, 20. jan. (NTB—■ AFP.) Á frjálsíþróttamóti í Leningrad í dag setti Victor Lipsins nýtt Evrópumet og rúss neskt m;et 1 kúluvarpi. Hanrt varpaði kúlunni 18,08 m., en gamla metið, seon var 18,05 m. átti Jiri Skobla. Nýkomnir þýzkir, uppreimaðir með svampsólum. Stærð 31- Stærð 35- Stærð 40- -34 -39 -44 kr. 35,00 jkr. 39,00 kr. 44,00 Notið tækifærið og kaupið ódýra og góða strigaskó. Aðalstræti 8 Laugavegi 20 Laugavegi 38 Snorrabraut 38 Btitasala Moltusala í dag og næslu daga seljum við motiur og búta með niðursettu verði. Noíið þetta einstaka tækifæri Aðalstræli 9 - Sími i|]]jj!tl!liliiiiiu Alþýðublaðið — 21. jan. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.