Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 2
2 oifi.'f aaáóT3i MORGUNBLAÐID LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 Olíuleiðslan upp á land Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafist var handa við að ná upp sprungnu olíuleiðslunni fyrir utan olíugeyma OLÍS í Laugarnesi í gær. Annar endi leiðslunnar hafði náðst upp á land um kvöldmatarleytið en leiðslan er um 360 metra löng. Aðferðin sem notuð er til að ná leiðslunni á flot er að blása í hana lofti en síðan eru flotholt bundin við hana og hún dregin að landi af dráttarbát. Þegar leiðslan hefur náðst upp verður hún dregin að landi í Elliðavogi þar sem starfsmenn Siglingamálastofnunar munu rannsaka hana og orsök lekans. Vonskuveður á Fáskrúðsfirði; Slitnaði frá bryggju Fáskrúðsfirði. VONSKUVEÐUR af norðvestan gekk yfir Suðausturland á síðasta sólarhring og heyrst hefur um skaða á ýmsum stöðum á Austur- landi. Tíu Iesta bátur slitnaði frá bryggju á Fáskrúðsfirði og rak yfir á næstu bryggju og urðu þar á honum nokkrar- skemmdir. Þannig háttar til hér á Fáskrúðs- fírði að nýlega var byggð smábáta- höfn en ekki hefur verið gengið frá viðlegubryggjunni nema að litlu leyti. Höfnin hefur heldur ekki verið dýpk- uð þannig að bátar af þessari stærð eiga í erfiðleikum með að komast inn í höfnina nema á háflæði. Mikill áhugi er hjá smábátaeigend- um fyrir að úrbætur verði gerðar á höfninni þannig að hægt sé að fara inn með þessa báta sem nú ekki komast inn í hana með góðu móti. Albert Viðræðufundur um Hatton-Rockall svæðið: Víðtækt samkomulag náðist á fundinum - segir Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður TVEGGJA daga viðræðufundi fulltrúa íslands, Danmcrkur og Færeyja um Hatton-RockalI-svæð- ið lauk í gær, en fundurinn var framhald fyrri viðræðna um jarð- fræðilega og lögfræðilega þætti, sem tengjast hafsbotnssvæðinu suður af Islandi og suðvestur af Óhjákvæmilegt að hefja umræðu hvort sækja eigi um aðild að EB - segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur að þær breyt- ingar hafi orðið á viðhorfum grannþjóða okkar síðustu mánuði að óhjákvæmilegt sé að setja á dagskrá íslenskrar þjóðmálaumræðu hvort íslendingar eigi að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Hann seg- ist þó ekki vera sannfærður um að það sé rétta lausnin, en að Islend- ingar verði að halda þannig á málum, að hægt sé á næstu fimm árum að leiða í h"ós hverra kosta sé völ og taka fyrir þann tíma endanlega ákvörðun um það hvernig eigi að skipa tengslum við Evrópu til fram- búðar. Þorsteinn sagði þetta á aðalfundi Samtaka fískvinnslustöðvanna í gær, en þar fór fram umræða um stefnu- mörkum sjávarútvegsins gagnvart EB. Þorsteinn sagði að flest benti til þess að hugmyndin um evrópskt efnahagssvæði verði aldrei annað en bráðabirgðalausn á fullri aðild flestra EFTA-ríkjanna að EB, og benti á að í hinum EFTA-löndunum fímm væri hafin umræða um aðild og Austurrík- ismenn hefðu raunar þegar sótt um hana. „Aðild að EB hefur ekki verið á dagskrá. Ég tel hins vegar að þær breytingar hafi orðið á síðustu mán- uðum og þau nýju viðhorf séu nú uppi, að óhjákvæmilegt sé að setja á dagskrá fslenskrar þjóðmála- umræðu hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Eg er ekki á þessari stundu sannfærður um að það sé eina rétta lausnin. F við sjáum hvert grannþjóðirnar stefna og við fáum aldrei að vita hvaða möguleik'a við höfum nema við látum reyna á það í samningum. Og þegar við sjáum hversu langt við komun^t hljótum við að meta með hvaða hætti framtíðartengsl okkar við Evrópumarkaðinn eigi að vera. Þau gætu orðið full aðild, einhvers- konar aukaaðild eða útfærsla á við- skiptasamningi," sagði Þorsteinn. Halldór Ásgrímsson sjávarútvégs- ráðherra lagði hins vegar áherslu á það í umræðunni að íslendingar ættu að beina allri athygli sinni að ná fram lausn með hinum EFTA-löndunfam í samningum við EB. Það myndi Verða farsælt fyrir ísland og jafnvel þótt aðrir gerðust aðilar að EB yrði það ekkí vegna sjávarútvegshagsmuna heldur iðnaðarhagsmuna. Magnús Gunnarsson formaður samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi sagði í umræðunni, að það væri samdóma álit manna í þeirri nefnd, að ekki komi til greina að sækja um aðild að EB miðað við núverandi kringumstæður eða sam- þykkja kröfu þeirra um veiðiheimild- ir. Hann sagði að freista ætti þess á næstu vikum að fá einhverja þá nið- urstöðu í viðræðum EB og EFTA, sem gæfi mönnum a.m.k. vonir um að tekið yrði þar tillit til sérstöðu íslendinga í sjávarútvegsmálum, en íslendingar þyrftu einnig að vera viðbúnir því að hefja tvíhliða viðræð- ur við EB innan skamms, og fylgja þyrfti fast eftir þeirri opnuh sem Mitterrand Frakklandsforseti hefði nefnt í heimsókn sinni hingað. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra benti á að bæði hann og forsætisráðherra hefðu fylgt um- mælum Mitterrands eftir með bréfa- skriftum, og mælst til þess að Frakk- ar leituðu eftir því innan ráðherrar- áðs EB að það veiti samningaumboð til tvíhliða samninga við íslendinga um niðurfellingu á viðskiptatollum án þess að setja fram kröfur um veiðiheimildir í staðinn. „Við höfum ekkert svar fengið og ég er ekki bjartsýnn á að við fáum það, vegna þess að þegar Frakkar taka það mál upp verður þeim á það bent að þeir áttu fulla aðild að samningsumboði EB um þá samninga við EFTA-lönd- in sem yfir standa, sem felur í sér að ekki sé heimilt að taka upp tvíhliða formlegar samningaviðræður á með- an." Færeyjum. Að sögn Eyjólfs Konr- áðs Jónssonar alþingismanns náð- ist víðtækt samkomulag á fundin- um. Á viðræðufundinum kynntu vísindamenn niðurstöður sameigin- legra rannsókna Iandanna á svæðinu, en þær hafa leitt í ljós nýjar og at- hyglisverðar upplýsingar um jarð- fræði svæðisins. Rædd voru drög að tillögum um frekari sameiginlegar vísindarannsóknir, og voru aðilar sammála um að vinna að nánari út- færslu þeirra. Að sögn Eyjólfs Konráðs Jónsson- ar er nú mikil hreyfing á viðræðum um Hatton-Rockall-svæðið, og sagði hann að á fundinum hefði verið sam- þykkt að bjóða Bretum aðgang að upplýsingum um rannsóknir á svæð- inu í skiptum fyrir þeirra upplýsing- ar. Tyíhliða viðræður fulltrúa Breta og íslendinga verða hér á landi í næstu viku, en þá kemur hingað yfirmaður hafréttardeildar breska utanríkisráðuneytisins. Eyjólfur Konráð sagði að fyrst nú upp á síðkastið hefðu Bretar beinlínis haft frumkvæði að viðræðum um Hatt- on-RockalI svæðið, en þegar vara- utanríkisráðherra Breta var hér á landi í sumar í fylgdarliði Breta- drottningar þá bauð hann upp á tvíhliða viðræður Breta og íslendinga í september, en af þeim viðræðum hefur ekki getað orðið fyrr en í næstu viku. Bretar hafa þegar rætt við Dani, og sagði Eyjólfur Konráð að nú væri ljóst að aðilar væru farnir að ræða saman í fullri alvöru. Mat Samtaka fiskvinnslustöðvanna: 3,3% hagnaður af fiskvinnslunni FISKVINNSLAN í heild er nú rékin með 3,3% haghafii að mati Samtaka fiskvinnslustöðva og hef- ur þá verið tekið tillit til þess að greitt verður í október 2,5% af skilaverði útflutnings í Verðjöfn- unarsjóð sjávarafurða. Þar af er söltun rekin með 3,4% hagnaði og frysting raeð 3,1% hagnaði miðað við 8% ávöxtun stofnfjár. Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðvanna, sem haldinn var í Leiru á Suðurnesjum í gær, sagði Arnar Sigurmundsson formaður samtak- anna að þetta ár hafi verið íslenskri Sovétmenn ætla að yfirfæra van- skil á greiðslum vegna fiskkaupa Utanríkisviðskiptabanki Sovétríkjanna ætlar að yfirfæra 8,9 milljón- ir dollara, eða sem samsvarar rúmlega 495 muijónum islenskra króna, vegna vanskila á greiðslum fyrir freðfisk- og lagmetiskaup Sovét- manna af íslendingum. Kom þetta fram á fundi sem íslensk sendinefnd skipuð fulltrúum banka, utanríkisráðuneytis og fyrirtækja átti með aðstoðarbankastjóra sovéska utanríkisviðskiptabankans í gær. í íslensku sendinefndinni voru þeir Benedikt Sveinsson, framkvæmda- stjóri sjávarútvegsdeildar Sambands- ins, Bjarni Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Barði Árnason, yfir- maður erlendra viðskipta hjá Lands- banka Islands, Björn Tryggvason, aðstoðarseðlabankastjóri og Þor- steinn Ingólfsson, ráðuneytisstjpri í utanríkisráðuneytinu. Þá hefur Ólaf- ur Egilsson, sendiherra íslands í Moskvu, átt viðræður við sovéska utanríkisviðskiptabankann og ráðu- neyti á undanförnum vikum og und- irbjó hann fundi íslensku sendinefnd- arinnar. íslenska sendinefndin fór utan á þriðjudag og hefur átt fjölda funda með sovéskum banka- og embættis- mönnum. Hún átti þrjá furidi með Sovétmönnum í gær og var þá stað- fest að búið er að gefa fyrirmæli um 8,9 milljóna dollara yfirfærslu. „Þetta er mjög ánægjuleg niður- staða ekki sfst í ljósi þess að á mánu- daginn hefjast viðræður um_ nýjan rammas,amning um viðskipti íslands og Sovétríkjanna á næstu árum," segir Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Það var aðstoðarbankastjóri hjá utanríkisviðskiptabanka Sovétríkj- anna um sem tilkynnti sendinefnd- inni um yfirfærsluna. Að sögn Gylfa Þórs kom fram í máli bankastjórans .að um einnar milljónar dollara mís- mun væri að ræða á þeirri upphæð sem yfirfæra á og á upphaflegri kröfu íslendinga. Þetta ætti eftir að skýrast nánar í næstu viku en þess má geta í upphaflegu lánstilboði Landsbanka íslands var gert ráð fyr- • ir þeim birgðum sem þegar hafa verið framleiddar fyrir Sovétríkin og er óafskipað auk vanskila. Sú upp- hæð sem á að yfirfæra samsvarar væntanlega greiðslum fyrir vörur sem búið er að afskipa og eru í van- skilum. „Þetta er mjög góð niður- staða og ljóst að stuðningur ráðu- neytisstjóra, sendiherra og fulltrúa Seðlabanka og Landsbanka gerði þessa lausn að veruleika. Einnig kom fram á fundinum að með þessu er ísland líkast til orðið eina viðskipta- landið sem Sovétríkin eru algjörlega skuldlaus við. Það segir nokkuð um hversu ánægjuleg lausn þetta er," segir Gylfi Þór Magnússon. Þess má geta að íslensk þing- mannanefnd er þessa dagana stödd í Moskvu og hefur hún tekið virkan þátt í að stuðla að lausn á.málinu. fiskvinnslu á margan hátt hagstætt. Hækkandi verð á afurðum erlendis, raunhæfir kjarasamningar, minnk- andi verðbólga og lækkandi fiár- magnskostnaður skiptu þar mestu máli. En Árnar sagði jafnframt að olíu- verðshækkunin nú væri gífurlegt áfall fyrir sjávarútveginn, og allt þjóðarbúið. Framundan væri fisk- verðsákvörðun 1. desember og úti- lokað væri fyrir fiskvinnsluna að taka á sig hækkun fiskverðs umfram kjarasamninga. Ríkisvaldið yrði að halda álögum á olíu og bensin óbreyttum í krónutölu, útgerðin yrði að taka á sig olíuverðshækkunina og sjómenn í samræmi við ákvæði í kjarasamningum, enda hefðu allir þessir aðilar notið ávinnings af stór- lega hækkuðu hráefnisverði að und- anfórnu. Arnar sagði einnig, að ekki léki vafi á að takmarkanir á útflutn- ingi á gámafiski og siglingum ættu stóran þátt í mjög háu verði fyrir íslenskan fisk á fiskmörkuðum er- lendis. Arnar Sigurmundsson var endur- kjörinn formaður Samtaka fisk- vinnslustöðvanna og Sturlaugur Sturlaugssqn var kjörinn varafor- maður, en Agúst Einarsson gaf ekki kost á sér aftur. Þá var Einar Oddur Kristjánsson kjörinn í aðalstjórn samtakanna í stað Brynjólfs Bjarna- sonar en Arnar, Konráð Jakobsson og Kristján Guðmundsson voru end- urkjörnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.