Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 Vinnuvélaeigendur hjá Reykjavíkurborg: Mótmæla árangnrs- lausum viðræðum VINNUVÉLAEIGENDUR í þjónustu Reykjavíkurborgar efndu til mótmæla í gærmorgun fyrir framan skrifstofur borgarverkfræð- ings í Borgartúni. Alls voru þar um 30 vinnuvélar og eigendur þeirra en þeir mótmæltu árangurslausum samningaviðræðum við borgaryfirvöld. Að sögn Hersis Oddsonar, forstjóra Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar krefjast þeir 38% hækkunar á taxtá fyrir vinnu- vélar sínar. Ágúst Lúðvíksson, talsmaður vinnuvélaeigenda, sagði að við- ræðunefnd á vegum borgarinnar hefði tekið illa í kröfur vinnuvéla- eigenda og jafnvel misboðið þeim með því að mæta ekki á samninga- fundi. „Þetta vandamál má eigin- lega rekja til ársins 1985 þegar verðlagning á þessari þjónustu var gefin frjáls. Síðan hefur forstjóri. Vélamiðstöðvar í umboði borgar- yfirvalda tekið sér vald verðlags- stjóra í hendur og ákveðið okkar taxta sjálfur. Taxtinn er nú 1.360 kr. á klukkustund en síðan gefur hann sjálfum sér 10% afslátt af sínum eigin útreikningum. Þessu mótmælum við," sagði Ágúst. Ágúst sagði að Félag vinnuvéla- eigenda gæfí út rekstrarkostnað- arskrá og samkvæmt þeirri skrá væri rekstrarkostnaður fyrir slíkar vélar 2.012 kr. á tímann. Jafn- framt hefðu vinnuvélaeigendur fengið rekstrarráðgjafarfyrirtækið Hagvang til að reikna út rekstrar- kostnað vinnuvéla og niðurstaðan hefði verið mjög svipuð og fram kemur í skrá Félags vinnuvélaeig- enda. Vinnuvélaeigendur hefðu boðið borginni 15% afslátt af þess- um taxta en því ekki verið tekið. Hersir Oddsson, forstjóri Véla- miðstöðvarinnar sagði að ágrein- Vinnuvélaeigendur mótmæla fyrir utan skrifstofur borgarstjórnar í gær. ingurinn fælist fyrst og fremst í útreikningi á nýtingartíma vél- anna. „Þeir reikna sína taxta út frá því að nýtingartíminn sé 1.600 klukkustundir á ári en athuganir okkar sína að viðskipti okkar við þá flesta eru um 2.300 klukku- stundir á ári. Einnig er samanburð- ur við vélavísitölu sem Hagstofan reiknax út fyrir Vegagerðina og Verktakasambandið 3,7% hærri vinnuvélaeigendum í þjónustu borgarinnar í hag. Þá hefur kaup- liður gröfumanna verið hækkaður um 15% frá því í mars 1988 með greiðslu flokkstjóraálags," sagði Hersir. Hann sagði hækkunar- beiðni vinnuvélaeigenda ekki for- svaranlega og Vélamiðstöðin hefði því ekki boðið þeim neitt á móti. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 6. OKTOBER YFIRLIT I GÆR: Milli Jan Mayen og N-Noregs er 974ra rnb lægð á hreyfingu norðaustur en 990 mb lægð urn 200 km suður af Vest- mannaeyjum þokast austur og grynnist Á morgun myndast hæðar- hryggur fyrir vestan landið. SPÁ: Norðlæg átt, vt'ðast gola en kaldi við norðausturströndina. Dálítil él við norðausturströndlna en annars þurrt og víða bjart veður um landið surtnanvert. Hiti 0-3 stig norðanlands en allt aö 8 stigum á Suðausturlandt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUOAG: Fremur hægt su ðvestlæg átt með sútd um sunnanvert fandið en þurrt og bjárt veður norðaustanttl. Hlýrt-andi veðúr. HORFUR Á MÁNUOAG: Stmoön- og suðvestanátt, víða nokkuð stíf. Purrt á Norðaustur- og Austuiiandt en rt'gning í öðrum lartds-¦¦; biutum. Hitt 5-10 stig.:':<' . ¦;-¦¦'.: ;.r TÁKN: Z \ Heiðski'rt ^ Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind-stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 víndstig. 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus • y Skúrir # V El \æí Lénskýiao r r r r r r r Rigning = Þoka '(^¦k rlá"s'iýiao r r r * r * = Þokumóða ', ' Súld *W$fa skviao f * r # Slydda f * r # * # CXD Mistur —L Skafrenningur J 1 V Alskýjað # # # # Snjókoma * * # [T Þrumuveður Hvammstangi: Bjarni Þór Einarsson ráðinn sveitarstjóri ^ Hvammstanga. A fundi sveitarstjórnar Hvammstangahrepps s.l. fimmtudag var Bjarni Þór Einarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík ráðinn sveitarstjóri á Hvammstanga. Sautjáii umsóknir höfðu borist en þar af óskuðu 8 nafnleyndar. Aðrir umsækjendur yoru: Finnur Jónsson, Stykkishólmi, ívar H. Frið- þjófsson, Garðabæ, ívar Jónsson, lAkureyri, Júlíus Már Þórarinsson, SAkranesi, . Kristján Björnsson, •Hvammstanga, Páll Hlöðversson, Akureyri, Ragnar Jörundsson, Súðavík, Sig. Ómar Hauksson, Sigl- ufirði og Sigursveinn Agnarsson, Reykjavík en aðrir höfðu óskað nafn- leyndar. Oddviti og fulltrúi G-lista, Guð- mundur Haukur Sigurðsson, skýrði frá ákvörðun meirihluta sveitar- stjórnar um að ráða Bjarna Þór til starfa. Fulltrúar L-listans, minnihlut- ans, gagnrýndu vinnubrögð meiri- hluta við ráðninguna en fyrsti maður L-lista Kristján Björnsson, var einn af umsækjendum. Ráðning Bjarna Þórs var síðan samþykkt með öllum greiddum atkjræðum. Bjarni Þór Einarsson er fæddur árið 1948 og nam byggingartækni- fræði vð Tækniskóla Islands. Hann starfaði við Trésmiðjuna Víði árin 1972-1979 en réðist þá sem tækni- fræðingur til Húsavíkurkaupstaðar og var þar bæjarstjóri frá 1987 til 1. september 1990. Bjarni er Vestur-Húnvetningur að ætt. Kona hans er Arndís Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn. Karl *A rtv > 1 H, / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kt. 12:00 i gær að ísl. tíma httl veður Akureyri 0 skýjaS Reykiavik 7 heiðskírt Bergen vantar Helsinki 10 skýjað Kaupmannahöfn 13 rignlng Narasnrssuaq y«IÉ4 Nuuk 1 3}Slm\á Ostó 10 rigning Stokkhótmur 12 ský|ao Þórshðfn 6 skýjað Algarve 25 léttskýjað ArtiBterdam 14 rigntng öarcelona 14 heiðskirt Berlín 16 skýjað Chfcago 13 skýjað Feneyjar 1* rigning Frankfurt 15 skýjáð Glasgow 15 skúrásfð.klst. Hamborg 13 skýjað UtsPetmas vantar London 16 rigning LosAngeles 18 heiðskírt Uixemborg 13 skýjað Madríd 20 heiðekt'rt Malaga 24 skýjað Mallorca vantar Montreal 1 vantar NewYork vantar Orlando 24 þokumoða París 18 skýjað Róm 24 hálfskýJBð Vín 13 alskýjað Washington vantar Winntpeg 4 skúr Alþjóðlega bókasýningin í Frankfurt: Tölverður áhugi á íslenskum bókum FÉLAG íslenskra bókaútgefenda er nú í fyrsta sinn með sérstakan sýningarbás á alþjóðlegu bókasýningunni í Frankfurt, en auk þess er Almenna bókafélagið og Iceland Review með sérstakan sýningarbás á sýningunni eins og verið hefur undanfarin ár. Sýningin, sem hófst á miðvikudag- inn og lýkur næstkomandi mánudag, er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin er árlega í Evrópu, og er áætlað að um 60 þúsund géstir komi á hana daglega. Að sögn Heimis Pálssonar, framkvæmda'stjóra Fé- lags íslenskra bókaútgefenda, hefur verið töluverður áhugi á íslenskum bókum á sýningunni, og hafa margir lagt leið sína í íslensku sýningarbás- aná til að skoða bækur. „Þetta er í fyrsta skipti sem Félag íslenskra bókaútgefenda er með sam- eiginlegan sýningarbás hérna til reynslu, og líst okkur nokkuð vel á það sem af er." 50 ára afmæli íslensk- amerí ska félagsins ÍSLENSK-AMERÍSKA félagið heldur upp á 50 ára afmæli sitt í dag og verður af því tilefni athofn við styttu Leifs Eiríkssonar á Skóla- vörðuholti kl. 15. Félagið var stofnað vorið 1940 og fyrsti formaður þess var Sigurður Nordal. Núverandi f ormaður er Ólafur Stephensen. Stjórn félagsins lagði í upphafi Thor Thqrs sjóðurinn hefur verið áherslu á að meginmarkmið félags- hornsteinn Íslensk-Ameríska félags- ins yrði að greiða götu Islendinga til náms í Bandaríkjunum, jafnframt því sem félagið yrði vettvangur fé- lagslegra samskipta íslendinga og Bandaríkjamanna búsettra á Islandi svo og að stuðla að auknu sam- starfi þjóðanna á sviði menningar- mála. ins frá því hann var-stofnaður árið 1965. Sjóðurinn er í vörslu American Scandinavian Foundation í New York og frá stofnun hans hefur ver- ið úthlutað styrkjum til 339 íslenskra námsmanna og 33 bandarískra námsmanna á Islandi, alls að upp- hæð 478 þúsund bandarikjadala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.