Morgunblaðið - 06.10.1990, Side 4

Morgunblaðið - 06.10.1990, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 Vinnuvélaeigendur hjá Reykjavíkurborg: Mótmæla árangurs- lausum viðræðum VINNUVÉLAEIGENDUR í þjónustu Reykjavíkurborg'ar efndu til mótmæla í gærmorgun fyrir framan skrifstofur borgarverkfræð- ings í Borgartúni. Alls voru þar um 30 vinnuvélar og eigendur þeirra en þeir mótmæltu árangurslausum samningaviðræðum við borgaryfirvöld. Að sögn Hersis Oddsonar, forstjóra Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar krefjast þeir 38% hækkunar á taxta fyrir vinnu- vélar sínar. Ágúst Lúðvíksson, talsmaður vinnuvélaeigenda, sagði að við- ræðunefnd á vegum borgarinnar hefði tekið illa í kröfur vinnuvéla- eigenda og jafnvel misboðið þeim með því að mæta ekki á samninga- fundi. „Þetta vandamál má eigin- lega rekja til ársins 1985 þegar yerðlagning á þessari þjónustu var gefin fijáls. Síðan hefur forstjóri Vélamiðstöðvar í umboði borgar- yfirvalda tekið sér vald verðlags- stjóra í hendur og ákveðið okkar taxta sjálfur. Taxtinn er nú 1.360 kr. á klukkustund en síðan gefur hann sjálfum sér 10% afslátt af sínum eigin útreikningum. Þessu mótmælum við,“ sagði Ágúst. Ágúst sagði að Félag vinnuvéla- eigenda gæfí út rekstrarkostnað- arskrá og samkvæmt þeirri skrá væri rekstrarkostnaður fyrir slíkar vélar 2.012 kr. á tímann. Jafn- framt hefðu vinnuvélaeigendur fengið rekstrarráðgjafarfyrirtækið Hagvang til að reikna út rekstrar- kostnað vinnuvéla og niðurstaðan hefði verið mjög svipuð og fram kemur í skrá Félags vinnuvélaeig- enda. Vinnuvélaeigendur hefðu boðið borginni 15% afslátt af þess- um taxta en því ekki verið tekið. Hersir Oddsson, forstjóri Véla- miðstöðvarinnar sagði að ágrein- Vinnuvélaeigendur mótmæla fyrir utan skrifstofur borgarstjórnar í gær. ingurinn fælist fyrst og fremst í útreikningi á nýtingartíma vél- anna. „Þeir reikna sína taxta út frá því að nýtingartíminn sé 1.600 klukkustundir á ári en athuganir okkar sína að viðskipti okkar við þá flesta eru um 2.300 klukku- stundir á ári. Einnig er samanburð- ur við vélavísitölu sem Hagstofan reiknar út fyrir Vegagerðina og Verktakasambandið 3,7% hærri vinnuvélaeigendum í þjónustu borgarinnar í hag. Þá hefur kaup- liður gröfumanna verið hækkaður um 15% frá því í mars 1988 með greiðslu flokkstjóraálags,“ sagði Hersir. Hann sagði hækkunar- beiðni vinnuvélaeigenda ekki for- svaranlega og Vélamiðstöðin hefði því ekki boðið þeim neitt á móti. VEÐUR Hvammstangi: VEÐURHORFUR í DAG, 6. OKTÓBER YFIRLIT í GÆR: Milli Jan Mayen og N-Noregs er 974ra mb lægð á hreyfingu norðaustur en 990 mb lægð um 200 km suöur af Vest- mannaeyjum þokast austur og grynnist. Á morgun myndast hæðar- hryggur fyrir vestan landiö. SPÁ: Norðlæg átt, víðast goia en kaldi við norðausturströndina. Dálítil él við norðausturströndina en annars þurrt og vfða bjart veður um landið sunnanvert. Hiti 0-3 stig norðanlands en allt að 8 stigum á Suðausturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hægt suðvestlæg átt með súlöl um sunnanvert iandið en þurrt og bjart veður norðaustantil. Hlýn- andí veður. HORFUR Á MÁNUDAG: Sunnan- og suðvestanótt, viða ookkuð stíf. Þurrt á Norðaustur- og Austurlandi en rigning í öðrum lands- hlutum. Hiti 5-10 stig. TAKN: Heiðskírt _____'4 Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað \ Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: V Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 ígæraðísL tíma hhi veður Akureyri 0 skýjað Beykiavik 7 heiðskírt Algarve 28 fóttskýjað Ameterdam ll4l rigning Barcelona 14 heiftskirt Berlín 16 skýjaft Chicago 13 skýjaft Feneyjar 14 rigning Frankfurt liil skýjaö. Qlasgow 15 skilrá sfÓ.kist. Hamborg 13 skýjaft LaaPalmas vantar London 16 rlgning tosAngeles 18 heiftskfrt Uixemborg 13 skýjaft Madrid 20 heiftskírt Maiaga 24 skýjað Mailorca vantar Montreal 1 vantar NewYork vantar Orlando 24 þokumófta París 18 skýjaft Róm 24 hálfskýjaft Vfn 13 afskýjaft Washington vantar Winnipeg 4 skúr Helsinki Kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk t Osló 10 Stokkhólmur 12 Þórshöfn 8 vantar 10 skýjað 13 ' Bjarni Þór Einarsson ráðinn sveitarsljóri Hvammstanga. Á fundi sveitarstjórnar Hvammstangahrepps s.l. fimmtudag var Bjarni Þór Einarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík ráðinn sveitarstjóri á Hvammstanga. Sautján umsóknir höfðu borist en þar af óskuðu 8 nafnleyndar. Aðrir umsækjendur voru: Finnur Jónsson, Stykkishólmi, ívar H. Frið- þjófsson, Garðabæ, ívar JÓnsson, •Akureyri, Júlíus Már Þórarinsson, iAkranesi, . Kristján Björnsson, •Hvammstanga, Páll Hlöðversson, Akureyri, Ragnar Jörundsson, Súðavík, Sig. Ómar Hauksson, Sigl- ufirði og Sigursveinn Agnarsson, Reykjavík en aðrir höfðu óskað nafn- leyndar. Oddviti og fulltrúi G-lista, Guð- mundur Haukur Sigurðsson, skýrði frá ákvörðun meirihluta sveitar- stjórnar um að ráða Bjama Þór til starfa. Fulltrúar L-listans, minnihlut- ans, gagnrýndu vinnubrögð meiri- hluta við ráðninguna en fyrsti maður L-lista Kristján Björnsson, var einn af umsækjendum. Ráðning Bjarna Þórs var síðan samþykkt með öllum greiddum atkyæðum. Bjprni Þór Einarsson er fæddur árið 1948 og nam byggingartækni- fræði vð Tækniskóla Islands. Hann starfaði við Trésmiðjuna Víði árin 1972-1979 en réðist þá sem tækni- fræðingur til Húsavíkurkaupstaðar og var þar bæjarstjóri frá 1987 til 1. september 1990. Bjarni er Vestur-Húnvetningur að ætt. Kona hans er Arndís Jónsdóttir og eiga þau þijú böm. Karl Alþjóðlega bókasýningin í Frankfurt; Tölverður áhugi á íslenskum bókum FÉLAG íslenskra bókaútgcfenda er nú í fyrsta sinn með sérstakan sýningarbás á alþjóðlegu bókasýningunni í Frankfurt, en auk þess er Alnienna bókafélagið og Iceland Review með sérstakan sýningarbás á sýningunni eins og verið hefur undanfarin ár. Sýningin, sem hófst á miðvikudag- inn og lýkur næstkomandi mánudag, er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin er árlega í Evrópu, og er áætlað að um 60 þúsund gestir komi á hana daglega. Að sögn Heimis Pálssonar, framkvæmdástjóra Pé- lags íslenskra bókaútgefenda, hefur verið töluverður áhugi á íslenskum bókum á sýningunni, og hafa margir lagt leið sína í íslensku sýningarbás- aná til að skoða bækur. „Þetta er í fyrsta skipti sem Félag íslenskra bókaútgefenda er með sam- eiginlegan sýningarbás héma til reynslu, og líst okkur nokkuð vel á það sem af er.“ 50 ára afmæli Islensk- ameríska félagsins ÍSLENSK-AMERÍSKA félagið heldur upp á 50 ára afmæli sitt í dag og verður af því tilefni athöfn við styttu Leifs Eiríkssonar á Skóla- vörðuholti kl. 15. Félagið var stofnað vorið 1940 og fyrsti formaður þess var Sigurður Nordal. Núverandi formaður er Ólafur Stephensen. Stjórn félagsins lagði í upphafi áherslu á að meginmarkmið félags- ins yrði að greiða götu íslendinga til náms í Bandaríkjunum, jafnframt því sem félagið yrði vettvangur fé- lagslegra samskipta íslendinga og Bandaríkjamanna búsettra á Islandi svo og að stuðla að auknu sam- starfí þjóðanna á sviði menningar- mála. Thor Thors sjóðurinn hefur verið hornsteinn Islensk-Ameríska félags- ins frá því hann var stofnaður árið 1965. Sjóðurinn er í vörslu American Scandinavian Foundation í New York og frá stofnun hans hefur ver- ið úthlutað styrkjum til 339 íslenskra námsmanna og 33 bandarískra námsmanna á Islandi, alls að upp- hæð 478 þúsund bandaríkjadala.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.