Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBÉR 1990 Leikhús í sinni fegurstu mynd Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Ég er meistarinn. Höfundur: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Gítarleikari: Pétur Jónasson. Lýsing: Lárus Björnsson. „Ég er meistarinn," var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í fyrrakvöld. Leikrit sem fjallar um þrjá gítarleikara, miðaldra meist- ara, unga konu sem var undrabarn og metnaðarfullan sambýlismann hennar; eða öllu heldur um tilfinn' ingaleg samskipti þeirra, orsök þeirra samskipta og afleiðingu. Ungu gítarleikararnir, Hildur og Þóra, hafa búið saman frá því þau voru í framhaldsnámi eriendis og nú er liðið eitt ár frá því þau komu aftur heim. Hildur, undrabarnið, kennir á gítar, Þór æfír sig og bíður eftir svari við einhverju af þeim nokkur hundruð bréfum og snæld- um sem hann hefur sent um heim- inn til að koma sér-á framfæri. Þór talar um væntingar sínar og um tónlistina, en Hildur hlustar og innri barátta hennar er í þögninni. Virð- ist vera ósköp einföld og venjuleg saga um konuna sem fórnar frama sínum, vegna minnimáttarkennd sambýlismannsins gagnvart henni. Þar til meistarinn kemur í heim- sókn - ætlar að stoppa í nokkra daga. Þór reyndi hann að kenna, en sendi hann á endanum til ann- ars kennara. Hildi kenndi hann í fjórtán ár, frá því hún kom til hans, sex ára gömul. Þessi fjórtán ár sullast upp á yfirborðið og hugtök eins og ást,_ hatur, snilld, fá nýja merkingu. Ástin milli meistarans og Hildar; meistarans sem skapaði hana, sem gítarieikara, með „blíðu á mörkum hins þolanlega, grimmd á mörkum hins þolanlega. „Tónlist- in var Guð og Hildur átti tvo Guði; Meistarann og tónlistina. Meistar- inn gerði ofurmannlegar kröfur til hennar — hún átti að vera fram- hald af honum. Ekki manneskja; stúlka, kona, heldur hans eigin sköpunarverk. Að einhverju leyti mistókst ætlunarverk hans og Hild- ur varð kona. Meistarinn gerði sér það ljóst, þegar Hildur og Þór fóru að vera saman — svo Guðinn henn- ar Hildar yfirgaf hana. Og nú er hann kominn og krefst þess að endurheimta sál hennar. Þór er andstæða meistarans. Þótt eigingirnin og afbrýðisemin nísti hann eins djúpt, hirðir hann lítt um sál Hildar. Fyrir honum er Hildur mælikvarði, spegill, á hversu vel honum gengur í lífinu. Hún er betri gítarleikari, en það er hann sem vinnur að frama á einleikara- brautinni. Hún kennir. Það fer al- gerlega framhjá honum, hversu illa Hildi Iíður. Reyndar fer það fram- hjá henni sjálfri, því Þór er svo undur ástfanginn af henni — elskar hana, ennþá, eins og hún er, vinn- andi fyrir honum. Ekki eins og meistarinn — sem elskar hana, eins og hún gæti orðið. Það var sérkennileg reynsla að sitja á frumsýningu í Borgarleik- húsinu, á fimmtudagskvöldið. Jú, maður reiknaði með verki sem skrif- að væri af þekkingu á tæknilegum atriðum varðandi gítarleik, svona eins konar „fagidjótaverki". En ekki þessu. Ekki leikhúsi sem ógn- ar, með eldi sem hótar að brenna mann upp til agna í sömu andrá og það læsir í mann ísköldum klóm. Ekki leikhúsi serrl særir mann djúpt, djúpt, um leið og það huggar. Ekki 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasalí Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: 5 herb. sérhæð - frábært útsýni Efri hæð um 120 fm v/Digranesveg, Kóp. Nýtt eldh. Nýtt bað. Nýtt par- ket og teppi. Sérþvottah. Sérinng. Sérhiti. Bílskréttur. Teikn. á s'krifst. Stór og góð - frábært verð 6 herb. íb. i lyftuh. v/Asparfell 132 fm. 4 rúmg. svefnherb. Tvennar svalir. Sérinng. af gangsvölum. Sérþvottah. Bílsk. Ágæt sameign. Verð aðeins kr. 8,1-8,5 millj. Góð eign við Vogatungu, Kóp. Endaraðhús m/5-6 herb. íb. á hæð. Á jarðhæð má gera litla séríb. Ennfremur vinnupláss. Sérbyggður bílsk. Fallegur blóma- og trjágarð- ur. Eignaskipti möguleg. Á vinsælum stað í Tununum 5 herb. íb. í fjorbhúsi á haeð og á rishæð. Sérinng. Sérhiti. Laus strax. Skuldlaus. í lyftuhúsi við Miðvang Glæsil. 2ja herb. suðuríb. Sérinng. af gangsvölum. Sérþvottah. Ágæt sameign. Ennfremur góðar 2ja herb. íb. í lyftuhúsum við Dúfnahóla og Asparfell. Skammt frá sundlaugunum í Laugardal Stór og góð 3ja herb. kjíb. 84,5 fm auk geymslu og sameignar li'tið niðurgr. Sérinng. Sérhiti. Nýtt gler. Skipti mögul. á stærri ib. t.d. í nágrenninu. Iðnaðarhúsnæði við Höfðatún á 1. hæð 142 fm nt. auk lítillar geymslu i kj. og kaffistofu í risi. Laust 1. jan. nk. Teikn. á skrifst. Ódýr íbúð f gamla bænum Á aðalhæð í steinh. lítil 3ja herb. m/föndurherb. i kj. Laus strax. Verð aðeins kr. 3,8-4,0 millj. Þurf um að útvega fjársterkum kaupanda 2ja herb. íb. helst við Hraunbæ. Rétt eign verður borguð út fyrir ára- mót þar af kr. 1,7 millj. við kaupsamning. Afh. samkvæmt óskum selj- arida. í borginni eða Garðabæ óskast einbhús 140-200 fm helst á einni hæð. Miklar og góðar greiðslur. Helst í Austurborginni Þurfum að útvega sérb. 120-150 fm þ.e. einbhús, raðhús eða sérhæð. Rétt eign verður borguð út. • • • Opiðídagkl. 10-16. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. ALMENNA fASTEIGHASAUH LAUGAVEG118 SÍMAR ZH50-21370 ÍíhffidM ŒDrSO Umsjónarmaður Gísli Jónsson Erlendis er ekki fátítt að sama mannsnafn sé haft bæði á konu og karli; Þetta á ekki við meðal okkar íslendinga, en þó eru nokkur dæmi þess að útlend nöfn hafi verið notuð á bæði kynin, en þá sjaldnast samtímis. Ég get nefnt Abel, Elís og Rós- inkar. Randalín er gamalt norrænt nafn, gerviheiti Áslaugar Sig- urðardóttur í Ragnars sögu loð- brókar. Þetta er mesta sóma- nafn. Rönd gat þýtt skjöldur, og -lín er líklega orðið til úr gyðjuheitinu Hlín. Það er í hljóð- skiptum við hlein og merkir kannski „sú sem styður". Randalín hefur verið gott skjaldmeyjar- eða valkyrjuheiti. Filippus Sæmundarson á Stórólfshvoli (d. 1251) gaf dótt- ur sinni nafnið Randalin, en þeir Oddaverjar voru nýjunga- gjarnir í nafngiftum og miðlungi þjóðlegir (Andréas, Filippus, Karlamagnús, Rikissa). Ekki er í Sturlungu nefnd önnur Randalín en hin ríkiláta Odda- verjafrú, kona Odds Þórarins- sonar á Valþjófsstað. Kallar Barði Guðmundsson hana „myndskerann mikla" og heldur að hún hafi skorið út hurðina frægu, enda segir að Randalín væri oddhög. Nafnið Randalín lifði um ald- ir, og hétu svo níu íslenskar konur 1703. En svo dró úr smátt og smátt, enda líklega fæstir sem vissu að rönd hafði þýtt skjöldur. Á síðari hluta 19. aldar deyr nafnið út, en tekið er að nota orðið randalín sem sam- nafn, og fær merkinguna „kona í röndóttum flíkum" og síðar (bröndótt) kýr og nú á dögum allra helst terta, „lagkaka". En nú skrifar mér Magnús Jónsson í Hafnarfirði að uppi hafí verið á Suðurnesjum ekki fyrir mjög löngu karlmaðurinn Randalín Einarsson, kenndur við bæinn Rifshala í Vatnsleysu- strandarhreppi. Þá spyr Magnús Jónsson: „Hét sendimaður Noregskon- ungs hér virkilega Loðinn Lepp- ur? Heldur er það ótrúlegt." Umsjónarmanni þykir það ekkert lygilegt. Loðinn var ekki aðeins dvergsheiti og Óðinsheiti, heldur algengt mannsnafn í Noregi og ekki mjög fátítt á íslandi. „Allmánt i Norge ock tamligen vanligt áven pá Is- land", segir sænski nafnfræð- ingurinn Erik Henrik Lind. Síðasti Loðinn sem ég hef fund- ið á íslandi, var 61 árs 1801, Loðinn Guðmundsson í Bygg- garði í Gullbringusýslu. Magnús Jónsson skrifar seinna nafn sendimanns Eiríks Magnússonar „prestahatara" með stórum staf, en líklega er leppur viðurnefni. Þorkell Þjóst- arsson í Hrafnkels sögu er nefndur leppur, og segir í sög- unni: „Sjá maður var auðkenniligur, því að hann hafði ljósan lepp í hári sínu inum vinstra megin." Leppur merkir þarna lokkur. Fleiri menn báru viðurnefnið leppur að fornu en Loðinn og Þorkell, og fylgdi þá ekki óvirð- ing, eins og nú væri. Ég spurðM 555. þætti um málsháttinn Ýla skal hind sem með úlfum býr. Einn maður hefur komið svo að máli við mig: „Skv. orðabók þýðir „ýla" m.a. ýlfra. Með breyttri orðaröð getur málshátturinn litið svona út: „Hind, sem með úlfum býr, skal ýlfra". Þannig sýnist mér merkingin augljós og gamal- kunn, sbr. Haga skal sér í Róm að hætti Rómverja." Þetta þykir mér góð úrlausn, en því spurði ég um þennan málshátt, að ég vissi hans ekki dæmi nema í Heimsljósi Halldórs Laxness (Höll sumarlandsins, 22. kap.). • Hlymrekur handan kvað: Þau Bjössi og Sigga hjá Sjóna & co gengu í sambúð, þú veist svona hjónakó, og svo fóru bæði þau blessuðu skæði í brúðkaupsferð suður í Mónakó. • Orðið bos (hvk.) getur bæði merkt skafrenningur og svo hreiður, bæli, hýbýli. Asgeir Blöndal Magnússon heldur að skyldleikatengsl séu milli þessa. Að draga í bosið er sama sem 558. þáttur að draga í búið, vera duglegur að bjarga sér, og sá sem er skroppinn úr bosinu, hann er að verða maður með mönnum, ekkert smábarn lengur, enda getur bos stundum táknað barnafatnað eða reifar. Bosviðri=skafrenningur er skylt sögninni að bysja, sbr. 554. þátt. Nefna má meðal skyldra orða bausn=bægsli á hval eða uggi á hákarli, „líkl. sk. beysinn sk. og bústínn og tekið mið af þykkt bægsla og uggans, en bausnir voru hafðar til átu", segir Ásgeir Bl. Magn- ússon. Þá má nefna orðið búsi sem getur þýtt „lítill, feitur og stirðlegur drengur, klaufi; (bitlítill) hnífkuti", sbr. stirð- busi, og busilkinna „kinnamikil og pattaraleg kona". Þessu skylt er einnig bosmi sem táknar eitt- hvað fyrirferðarmikið og digurt. Kona, sem er vel í vexti, er stundum sögð bosmamikil, sbr. og þýsku Busen og ensku bos- om=brjóst. Heimskra manna háttur er að hæða konur í orðum. Út af þeim þó allir vér erum komnir forðum. (Sr. Jón Bjarnason í Presthólum, um 1560-1630.) Aðsent: 1) Heyrst hafa auglýsingar hérlendis, svo sem: „Fljúgum til Evrópu." Spurt er: Hversu langt er frá íslandi til Evrópu? Er ekki masminnst að fara þetta fótgangandi? 2) Spyrill á Stöð 2 við ungan mann sem dvalist hafði í Sov- étríkjunum: Geturðu bjargað þér á sovésku? P.s. Ein lína úr handriti síðasta þáttar féll niður. Rétt er málsgreinin um Grana svo: Grani var sá hestur kallaður að réttu sem hafði hárbrúsk á snoppu, og er frægastur þeirra nafna hestur Sigurðar Fáfnis- bana, og var bæði hugaður og vitur. Grani er einnig manns- nafn, en ekki vinsælt um þessar mundir, hvort sem Grani Gunn- arsson í Njálu ber einhverja ábyrgð á því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.