Morgunblaðið - 06.10.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 06.10.1990, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 Súkkulaði Sælkerans Heildsölubirgðir ■ íslensk Dreifing ■ Sími 91-68 73 74 SKEMMTILEGIR GERVIHNATTADISKAR ÁGÓÐU VERÐI! SYNING: í dag, laugardag, kl. 10-16. 1,2 m diskur með mono móttakara og íjarstýringu frá kr. 66.700,- 1,2 m diskur með stereo móttakara og fjarstýringu frá kr. 79.300,- Allar stærðir diska: l,2m-l,5m-l,8m-2,2m S Kapaltækni hf. ÁRMÚLA4, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 680816. Þorsteinn Gylfason: Frelsi o g fjalldalaregla i Einar Ólafsson rithöfundur segist hvorki þekkja Helga Hálf- danarson né mig. Við þekkjum hann ekki heldur, svo að það var heldur en ekki fagnaðarefni að lesa grein hans „Spjall um frelsi og réttlæti" sem birtist í Morgun- blaðinu hinn 31sta ágúst síðastlið- inn og geymir viðbrögð hans við gaspri okkar Helga um þessi efni hér í blaðinu og víðar. Það er mér meiri ánægja en orð fá lýst að rekast á andlegt líf þar sem ég hafði ekki vitað af því áður, og þess verður ekki langt að bíða að ég líti í bækur Einars Ólafssonar. Grein Einars fjallar um tvö efni: fyrst þá kenningu Helga Hálfdan- arsonar að frelsi og jafnrétti séu andstæður, og svo lífvænleika frjálshyggju og félagshyggju sem stjórnmálastefna, en honum hafði ég afneitað hatrammlega, og Vác- lav Havel forseti Tékkóslóvakíu raunar líka eftir því sem Einar upplýsir í grein sinni. Þar er ekki leiðum að líkjast. II Um jafnrétti og frelsi fellst Einar nær orðlaust á þá skoðun mína að jafnrétti sé óhugsandi án frelsis. Á hinn bóginn greinir hann þann flugufót fyrir andstæðu- kenningu Heíga „að jafnréttið [krefst] nokkurrar takmörkunar frelsisins, svo sem þess frelsis að taka sér forréttindi eða kúga aðra í krafti auðs og aðstöðu". Hér virðist mér Einari (og kannski Helga líka) sjást yfir mikilsvert atriði í fijálshyggju Vesturlanda. Það er að frelsið sem fjallað er um, og barizt fyrir, er yfirleitt ekki frelsi til hvers sem er. Mesti stjórnspekingur 20stu aldar, John Rawls prófessor í Harvardhá- skóla, orðar fyrirvarann svo að frelsi hvers manns skuli vera sam- rýmanlegt sama frelsi allra ann- arra manna. Þetta fræðilega orða- lag Rawls á sér margar hliðstæð- ur: nytjastefnumenn binda til dæmis frelsishugsjón sína við þær athafnir sem ekki skaða aðra. Það á sér líka hliðstæður í hversdags- legasta hugmyndaheimi okkar. Enginn heilvita íslendingur mundi telja sig búa í ófijálsu landi af því að honum leyfist ekki að ræna eða myrða náunga sinn ef sér sýnist. Ekkert má nú! Hins vegar búum við íslendingar við marg- víslegt ófrelsi, til dæmis bæði í landbúnaði og í sjávarútvegi, jafn- vel svo margvíslegt að það orkar tvímælis hvort landið getur með góðu móti talizt til fijálsra landa almennt og yfirleitt. Svo eru fróð- leg jaðartilfelli á mörkum frelsis og ófrelsis. Til dæmis má spyrja: er skattlagning til sameiginlegra þarfa þjóðarinnar, segjum í heil- brigðismálum og menntamálum, frelsisskerðing (brot gegn eigna- réttinum) eða ekki? Hvað um það. „Frelsi“ til kúg- unar og ofbeldis er naumast eigin- legt eða réttnefnt frelsi og getur þess vegna tæplega verið til marks um það að frelsi sé and- stæða þess jafnréttis sem stendur látlaus ógn af kúgun, ofbeldi og hvers konar ójafnaðarmennsku eða rangsleitni. III Um fijálshyggju _ og félags- hyggju hefur Einar Ólafsson það helzt fram að færa að honum virð- ist mikils launamunar gæta jafn- vel í okkar heimshluta þar sem á þó að heita að fátækt hafi verið útrýmt að miklu leyti og sums staðar — til dæmis hér á Norður- löndum — að mestu leyti. Hann ber saman launakjör verkamanns og auðjöfurs með mikilli vanþókn- un. Og hann er ekkert að skeyta um aðra þætti þjóðfélagsins eins og þann að til dæmis ég sem á að heita prófessor við Háskóla íslands og er kominn undir fimm- tugt hef í mánaðarlaun (eftir skatt) nokkru minni Ijárhæð en venjulegur einhleypur stúdent þarf til að skrimta í Reykjavík samkvæmt nýlega birtri opinberri könnun, og eru þessi laun mín því sem næst meðaltekjur venjulegs félagsmanns í Alþýðusambandi íslands: hærri en kaup verka- kvenna í frystihúsum og lægri en kaup iðnaðarmanna. Hvað um það: hugsum um auðjöfurinn og öreigann. Einar segir: „Því verður ekki neitað að hagsmunir atvinnu- leysingjans og forstjórans eru andstæðir í ýmsum efnum, og um þessa hagsmuni er tekist á.“ Hann virðist með öðrum orðum hafa sömu hagsmunatrúna um stjórn- málabaráttu og Árni Bergmann og Helgi Hálfdanarson. (Sjá grein mína „Hugsjónir eða hagsmunir?" í Morgunblaðinu 15. september.) Launakjör eru mikið mál eins og allir íslendingar vita því þeir tala nánast ekki um annað á síðustu tímum og eru skemmtileg- ir eftir því; jafnvel kjaftasögur eru hættar að heyrast. Ég ætla ekki að ræða þau hér og nú, en get vísað forvitnum lesendum á lang- loku sem heitir „Hvað er rétt- læti?“ en hana birti ég í Skírni 1984. Þar er mjög lítillega vikið að launakjörum. En ég er þegar búinn að nefna kennara minn og kunningja John Rawls í þessu skrafi, og kannski ég klykki út með því að segja aðeins nánar frá hugmyndum hans því þær varða ekki sízt launajöfnuð. Höfuðrit Rawls heitir Kenning um réttlæti (A Theory of Justice) og kom út 1971. Það er mörg hundruð blaðsíður og þess vegna ekki mjög árennilegt. Þar reynir hann að gera svo glögga grein fyrir félagslegu réttlæti að hann telur sig geta sannað — og þegar hann segir „sannað" þá meinar hann það sem hann segir — tvö lögmál réttlætisins. Fyrra lögmál- ið er frelsisreglan sem ég hef þegar nefnt: hver maður skal hafa fyllsta frelsi til athafna sem sam- rýmist sama frelsi annarra manna. Síðari regluna — jafnaðarregl- una — kalla ég fjalldalareglu á íslenzku. Samkvæmt henni mega hæstu launin (fjöllin) ekki vera hærri en til þess þarf að lægstu launin (dalirnir) séu sem hæst. Þegar Rawls útleiðir þessa reglu gengur hann að því vísu, eins og óhætt virðist að gera, að nokkur launamunur sé öllum, þar með töldum þeim sem lægst hafa laun- in, til hagsbóta því hann hvetji menn til dáða sem allt samfélagið nýtur góðs af. Kannski Einari Ólafssyni þyki gaman að hugleiða þessa réttlætiskenningu. Það hef- ur mér þótt og ýmsum nemendum mínurr. í Háskóla íslands. Einar upplýsir, eins og fram er komið, að Václav Havel for- kasti bæði fijálshyggju og félags- hyggju með lítilsvirðingu alveg eins og ég vil gera. Eg efast ekki um að það sé rétt eftir haft. Eins er ég viss um það að núna eru ungir og gamlir að lesa Rawls í tugþúsundum eintaka um Austur-Evrópu þvera og endi- langa. Og Rawls er hvorki frjáls- hyggjumaður né félagshyggju- maður heldur bara venjulegur háskólakennari sem fengið hefur fáeinar frumlegar hugmyndir um réttlæti. Og hann skrifar fyrir okkar tíma sem félagshyggju- draugarnir og fijálshyggjudraug- arnir gera ekki. Happdrætti skáta: 150 þúsund kr. í stað hunds BANDALAG íslenskra skáta gengst fyrir happdrætti um þessar mundir þar sem meðal annarra vinninga eru St. Bernhardshundar. Stjórnendur happdrættisins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að skátahreyfingunni þyki miður hafi hún sært einhvern með þessu vinningavali. Dómsmálaráðuneytið hefur veitt vilyrði fyrir því að vinni einhver St. Bernhardshund í happdrættinu sem ekki hefur tækifæri til að eiga hann megi breyta vinningnum, segirjafn- framt í tilkynningunni. Fær sá í staðinn úttektarheimild í hvaða verslun sem er fyrir 150 þúsund krónur. Skátahreyfingin ætlar að ábyrgj- ast að hundar fari ekki til annarra en þeirra sem áhuga og aðstæður hafa og uppfylla lögboðin skilyrði til hundahalds. unouu m eí ccumucn Hcni ICCIICCIIU IHV KilFÍÍTIIkl Mikið af nýjum vörum. Opið í dag frá kl. 10-16 |n|(^IRlR SNORRABRAUT 56 HHruiuiu ífiHRtei C13505 + C14303

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.