Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 Til þín sem ert sjálfstæðismaður eftirÞuríði Pálsdóttur Kæri samherji. Ég hef ákveðið að sækjast eftir að verða þingmaður Reykvíkinga. Síðustu misseri hef ég fundið hjá mér vaxandi þörf, til að vera virk- ari þátttakandi í þjóðmálabarátt- unni en hingað til. Kynni mín af störfum Alþingis gegnum menn- ingarmál og baráttuna fyrir leið- réttingu á þeirri stórhækkun eign- arskatts sem lögfest var á Al- þingi, hafa ekki sfst vakiðmeð mér þessa þörf. Ég trúi því fastlega að ég geti gert samborgunum mínum gagn sem þingmaður. Þess vegna mun ég taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins 27. og 28. október og leita eftir stuðningi þínum í öruggt sæti. Höfundur er yfirkennari söngskólans í Reykjavík og sigur ímiðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ertþúakandi tímasprengja? Þuríður Pálsdóttir eftir Ragnheiði Davíðsdóttur „Þegar þú sérð barn við gang- stéttarbrún dregur þú úr hraða. En hvað ef þú sérð ekki barnið?" Einhvern veginn á þessa leið hljómaði umferðarinnskot sem Áhugahópur um bætta umferðar- menningu lét frá sér fara á nýaf- staðinni umferðarviku á Aðalstöð- inni. Þetta er vissulega umhugsun- Teppa-bylting! SÉRHÖNNUÐ STIGAHÚSATEPPI 5 ár án bletta - eða nýtt teppi ÓKEYPIS! Þau hafa aldeilis slegið í gegn GEMINI teppin okkar - sem þola næstum allt. Þessi þykku gæðateppi klæða nú fjölda stigahúsa auk.annarra gólfa hérlendis sem erlendis. Núnageturðu teppalagt f leti sem hingað tíl var óhugsandi að hafa á teppt vegna bletta og slitátags. Skoðaöu ábyrgðarskilmálana. MARQUESA er alger bylting í teppagarrii pg þraut- prófað af hlutlausum rannsóknarstofum með tilliti tit slitþols, fjaðurmagns og eigin- leika til að halda áferð sínni - þetta er gæðatrygging fyrír kaupandann. GEMiNI teppin eru þétt, efnismikil, lykkjuofin gæðateppí, 880 gr af garní í hverjum fermetra og að auki blettaþolin. ÞAÐ MÁ JAFNVEL ÞRÍFA 8LETTINA MEÐ KLÓR. Mælum, rífum gömlu teppi n af - gerum til- boðogleggjumnýju tepptnfljóttpgvél. ÁBYRGÐ: 5 ára blettaábyrgö Myndist, innan 5 ára frá kaupdegi blettur, sem ekki tekst að þrífa úr skv. leiðbeiningum, eða sérfræðingar okkar ná ekki úr þá skiptum við orðalaust um teppi hjá þór. 5 ára slitþolsábyrgð! Slitni teppíð í gegn innan 5 ára frá kai. degi, skiptum við því slitna út með nýju teppi. 5 ára litaheldni! Láti teppi lit innan 5 ára frá kaupdegi, skiptum viö þvl upplitaða út með nýju teppi. Ath: Ábyrgðin Gemini - teppi ofin úr Marquesa Einkár sterk gæðateppi rneð þéttum lykkjum og góðu undirlagi. 15 férskir litir.' Framleitt úr 100% polypropylene. Hentár á atla heimil- isftéti, stigahús og sfcrifstofur, Fullábyrflð. Bíeidd: 400 cm. Efnismagn: 880 gr. ma TEPPABODIN GÖLFEFNAMARKAÐURINN, SUÐURLANDSBRAUT 26. Sími 91-681950. Ragnheiður Davíðsdóttir „ Allt of margir virðast gleyma að börn eru hvarvetna á ferð." arverð spurning og þá sérstaklega þegar þess er gætt að fjölmörg börn úr hópi gangandi vegfarenda, hafa orðið fyrir bíl að undanförnu með hryggilegum afleiðingum. Og hvert er svarið við spurningunni? Jú, varla viðurkennir nokkur ábyrgur ökumaður að hann dragi ekki úr hraða þegar hann sér barn bíða þess að komast yfir götu. En hvað ef hann sér ekkert barn? Og þar með erum við komin að kjarna málsins. Allt of margir virð- ast gleyma að börn eru hvarvetna á ferð þar sem gangandi vegfar- endur eru á annað borð. Þeir gleyma því líka oft að börn eru óútreiknanleg í umferðinni og eiga það til að taka skyndiákvarðanir sem stríða gegn þeirra betri vit- und. Það þarf ekki annað en leikfé- laga handan við götuna sem kallar og þá geysast þau af stað án umhugsunar. Hefur það nokkurn tíma hvarfl- að að þér, þegar þú ekur um íbúða- hverfi þar sem bílum er lagt til beggja handa, að lítið barn gæti hugsanlega skotist út á milli kyrr- stæðra bíla? Tekur þú eftir um- ferðarskiltum sem gefa til kynna að börn séu í nágrenninu? (t.d. við skóla eða barnaheimili). Dregur þú úr hraða þegar þú ekur fram- hjá kyrrstæðum strætisvagni eða skólabíl á biðstöð? Tekur þú eftir hámarkshraða þess hverfis sem þú ekur um — og ekur þú í sarrr- ræmi við þann hraða? Ef þú svarar ollum þessum spurningum neitandi þá ertu ekki aðeins afleitur og samviskulaus ökumaður — þú ert beinlínis stór- hættulegur! Þú ert eins og akandi tímasprengja þar sem líf þitt, barnsins og aðstandenda ykkar beggja, getur snúist upp í harm- leik á sekúndubroti. Harmleik sem svo auðveldlega mætti koma í veg fyrir með því að sýna aðgæslu. Það er ekki aðeins borgaraleg skylda okkar að virða gildandi umferðarlög og reglugerðir — það er ekki síður siðferðileg skylda að bera sameiginlega ábyrgð á þeim sem minna mega sín í umferðinni. Þegar þetta er ritað sitja hnípnir og harmi slegnir foreldrar sem gráta örlög barna sinna sem urðu á örskotsstundu saklaus fórn- arlömb umferðarómenningarinn- ar. Nú er lag að snúa vörn í sókn. Ef þú vilt vera með í þelrri sókn — þá aktu alltaf eins og þú vilt að aðrir aki í nánd við þá sem þú elskar mest. Það er sannarlega þess virði. Höfundur er ökumaður og þáUUkandiiÁhugahóp um bætta umferðarmenningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.