Morgunblaðið - 06.10.1990, Page 15

Morgunblaðið - 06.10.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 15 Álögð opinber gjöld og þjóðarsátt eftír Ásgeir Leifsson Mig langar að vekja athygli á mikilli ósvinnu sem viðgengst hjá skattayfii’völdum á íslandi en það varðar skattaálagningu á leiguhús- næðistekjum. Það lenda margir í þeirri aðstöðu að flytjast búferlum en vilja, ýmissa orsaka vegna, halda húsnæði sínu þar til hlutirnir eru komnir á fast. Hin almenna regla er að menn fái að njóta arðs af eignum sínum og t.d. íbúðareigendur fá að njóta arðs af íbúðum sínum með að búa í þeim án þess að borga af því skatt, að minnsta kosti ennþá. Ef hinsvegar eigið húsnæði er leigt þá ber að telja húsaleigutekjur fram til skatts. Aðeins er leyft að draga frá viðhaldskostnað og fasteigna- gjöld og vexti að því marki sem 6% reglan segir, þ.e. að frádráttur komi aðeins til ef vaxtakostnaður sé hærri en nemur 6% af heimilistekj- um. Ef tvær ijölskyldur skiptast á húsnæði þá ber að telja leigu fram til skatts. Við skulum taka dæmi um skatt- heimtuna. Við skulum segja að fjöl- skylda eigi fasteign sem er að ný- byggingai’virði kr. 10.000.000 og að hún skuldi í henni kr. 4.200.000. Vaxtakostnaður af slíkri skuld er nú kr. 209.000 á ári en væri eðli- lega 294.000. Eðlilegt meðalviðhald er talið vera um 2% af nýbyggingar- virði eða um 200.000 í þessu dæmi á ári, en með því að fresta viðhald- inu um kr. 153.000. Fasteignagjöld eru um kr. 42.000. Heildarkostnað- ur vegna húseignarinnar er því kr. 404.000 á ári en að meðaltali a.m.k. 536.000 (en ótaldir eru ýmsir aðrir útgjaldaliðir svo sem umsjón og eftirlit). Eðlilegar leigutekjur eru um kr. 645.000 á ári. Meðalhagnað- ur.er því í raun enginn en nettótekj- ur utan tekjuskatts gætu verið um kr. 241.000 á ári með vaxtalausum húsnæðismálalánum og því að fresta viðhaldi. Að meðaltali eru því engar nettó- tekjur af eigninni ef tekið er tillit til umsjónar af eigninni o.fl. eins og allir vita sem standa í þessú, þar til skatturinn kemur til sögunn- ar. Skatturinn leyfir ekki frádrátt vaxta ef fjölskyldutekjur eru hærri en kr. 3.200.000 á árinu og því leggst jaðarskattur 39% á kr. 450.000 sem nemur kr. 176.000 og þar á ofan vextir og verðbætur (voru alls kr. 231.000) ef ekki hef- ur verið greidd staðgreiðsla. Heild- arkostnaður er því orðinn kr. 635.000 en með meðalkostnaði kr. 700.000. Þetta er því dæmi sem alls ekki gengur upp. Þarna er um klára eignaupptöku að ræða. Eðli- legra væri að skattleggja skil- greindan hagnað sem er í reynd enginn. Ef fjölskyldan hefði átt fé sitt í ríkistryggðum skuldabréfum (með 5% vöxtum) þá væri ávöxtunin kr. 375.000 skattfijálsar (sem svaraði til kr. 520.000 í launatekjum). Að auki verður að borga skatt af tekj- um sem fara í að greiða leigu eða ef leigan er hluti af launakjörum 39% af 2,7% af fasteignamati íbúð- arinnar. Húsaleigutekjurnar eru þannig tvískattaðar. í síðasta lagi eru lagðar á verðbætur og vextir á „skattskuldina“ og munar um minna. Þetta minnir nokkuð á hið fræga dæmi þegar skáldkonan. Astrid Lindgren fékk 102% tekju- skatt af tekjum af bókum sín'um. Refsingin fyrir að eiga húsnæði og leigja það er því þung og það eru erfið spor til innheimtumanna ríkisins með ránsfeng þess. Flestir sem geta það forðast af sjálfsvörn að gefa húsaleigutekjur upp. Enda verður maður að athlægi fyrir að gera slíkt og hefur í rauninni ekk- ert leyfi til að gera-slíkt að draga tekjur frá fjölskyldu sinni. Þarna þvingar því löggjafinn sómakært fólk til lögbrota og þetta stríðir á móti réttlætiskennd þess. Ég álít að þeir, sem fyrir þessu standa, séu fjandmenn fólksins í landinu og vil ég biðja þeim eftir- taldar bölbænir: Megi þeir falla á eigin bragði. Megi þeir fá ósvífnar og illskiljan- legar athugasemdir frá ritvinnslu skattstjóra. Megi þeir fá háa tekjuáætlun. Megi þeir fá há opinber gjöld utan staðgreiðslu og svo miklar verðbætur og vexti þar á ofan. Megi þeir borga fullan virðis- aukaskatt af beijum sem þeir tína upp úr mó, rabarbara úr görðum sínum og af kartöflum og rófum sem þeir rækta. Megi þeir greiða virðisaukaskatt ef þeir mála íbúðir sínar. En best væri að þeir vitkuðust og stuðluðu að stöðugleika og sann- girni í skattamálum en það er ólík- legt. Það voru nýlega sýndar auglýs- ingar frá fjármálaráðuneytinu þar sem fólk var hvatt til að gefa upp viðhaldstekjur. (sem ekki dragast frá ef dvalið er í eigin húsnæði og enginn sér sér hag í að gefa upp) en nú er víst á döfinni að leyfa frá- drátt á virðisaukaskatti af viðhalds- „Refsingin fyrir að eiga húsnæði og leigja það er því þung.“ kostnaðinum og var fjármálaráðu- neytið kynnt sem einskonar vinur fólksins. Einnig var það kjarni boð- skapar á allmörgum fundum sem ijármálaráðherra hélt víða um landið að skattbyrði almennings væri of lítil miðað við nágranna- löndin og væri því hæfilegt að sjá svo til að kostnaður við íbúðarleigu væri til dæmis 120% áf tekjum í staðinn fyrir að vera eins og nú er um 100%. Það er einnig réttlætismál þegar verið er að sækja réttindanám að sannanlegur námskostnaður sé eins og hver annar rekstrarkostnaður dreginn frá skatti. Annars er framkoma innheimtu- manna ríkisins sérmál. Fyrir tveim- ur árum fékk ég senda í pósti lög- takstilkynningu sem barst mér í hendur eftir að lögtak átti að hafa farið fram vegna skuldar á skipu- lagsgjaldi, sem ég skuldaði ekki heldur fyrri eigandi fasteignarinnar og hvergi var þinglýst. Einnig má deila um réttmæti erfðaskatts þegar fyrirvinna fellur frá heimili og fjárhagsleg afkoma þess er í voða. Og hvað með ekknaskatt, matar- skatt o.s.frv.? Hinar miklu breytingar á skatta- lögum og aft-urvirkni sumra þeirra elur á óstöðugleika, óréttlæti og óöryggi í þjóðfélaginu og væri síst þörf á því. Það er eins og sumir stjórnmálamenn vilji alltaf hafa þjóðfélagið í uppnámi. Er nokkuð orðið að marka skuld- bindingar ríkisins? Hvað með samn- inginn við BHMR? Hvað með þjóð- arbókhlöðuskattinn? Hvað með gjaldið í framkvæmdasjóð aldraðra? Hvað með framlög til Ferðamála- ráðs? Hvað með bensíngjaldið? Hvað með vexti á húsnæðismála- stofnunarlánum. Hvernig verður það með greiðslur á ellilífeyri? Hvernig verður það með greiðslur af ríkistryggðum skuldabréfum? Hvernig er það? Það eru alls ekki allir möguleikar ríkisins notað- ir til að afla þess fjár. Hvernig er með auðlindaskattinn sem útgerð- armennirnir fengu í gjöf sem kvóta með skipum sínum og eru svo að selja sín á milli? Auðlindin sem var sameign mín og þín og afkomenda okkar. Hvernig er með kjör fiskimanna á frystitogurum? Eru þau utan þjóð- arsáttar? Eru fiskverðshækkanirn- ar hluti af þjóðarsáttinni? Nýlega var sagt frá aflaferðum tveggja skipa „Akureyrinnar“ og „Júlíusar Geirmundssonar" og var háseta- hluturinn eftir þijár vikur frá kr. 750.000 í 775.000 og „unnu fyrir hverri krónu“, sagði fréttmaðurinn. Er nokkuð unnið, þjóðhagslega séð, með aflaskipum og duglegum áhöfnum? Er það ekki ódýrara og skilar meiri verðmætum og verð- mætasköpun bæði á sjó og í landi ef aflað er með skipulegum hætti og jafnt? Höfundur er iðnráðgjafi á Húsavík. er ÆSKR? Á helgistund í æskulýðsfélagi Fella- og Hólakirkju. Sigurður Grétar Sigurðsson og Jóna Erlendsdóttir spila á gítar. Hvað eftír Ilagnheiði Margrétí Guðmundsdóttur Það er ótrúlegt hvað við heyrum sjaldan fallegar sögur af unglingum. Það eina sem þykir fréttnæmt af þeim eru sögur um barsmíðar og skemmdarverk. Mig langar því hér til að segja frá blómlegu unglinga- starfi kirkjunnar á höfuðborgar- svæðinu í tilefni af því að um þessar mundir er vetrarstarf Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Reykjavíkur- prófastsdæmi, ÆSKR, að hefjast. Saga ÆSKR Sögu ÆSKR má rekja til hausts- ins 1983. Þá komu nokkrir æsku- lýðsleiðtogar úr Reykjavíkurpróf- astsdæmi og Garðabæ saman til fundar. Þar fæddist hugmynd um samstarf meðal leiðtoganna til þess að skiptast á hugmyndum og til að efla og styrkja hvert annað í þessu erfiða starfi. Hittust leiðtogarnir mánaðarlega eftir þetta og upp úr því samstarfi var ákveðið að leyfa krökkunum úr ýmsum æskulýðsfé- lögum að hittast. Fyrsta æskulýðs- mótið var haldið í Olveri í febrúar 1984 og síðan hafa verið mót á hveiju ári auk þess sem æskulýðsfé- lögin hittast einn dag bæði vor og haust í safnaðarheimili í Reykjavík. Á safnaðarráðsfundi Reykjavík- urprófastsdæmis í ársbyijun 1984 kom fram hvatning til þess að próf- astsdæmið kæmi á fót sumarbúð- um. Sumarbúðastarf kirkjunnar hafði þá legið niðri um árabil nema hvað Unnur Halldórsdóttir djákni hafði haft einn flokk á Kleppjárns- reykjum sumarið 1983. Var það samþykkt og stofnuð sumarbúða- „Leikirnir eru mikil- vægir til að hrista hóp- inn saman, maður kynnist svo vel í leik.“ nefnd Reykjavíkurprófastsdæmis. Hófst sumarbúðastarf næsta sumar í Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi og hefur staðið síðar. en sumarbúð- irnar fluttu í Heiðarskóla í Leirár- sveit sumarið 1988. Samstarf æskulýðsfélaganna og sumarbúðanna óx og dafnaði og 17. febrúar 1988 var Æskulýðs- samband kirkjunnar í Reykjavíkur- prófastsdæmi, ÆSKR, stofnað. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni var kosin fyrsti formaður sambandsins en sex mánuðum síðar var hún ráð- in starfsmaður í hálft starf og gegn- ir hún báðum störfunum enn. Til- gangur sambandsins er samkvæmt lögum þess „að styðja og efla æsku- lýðsstarf safnaðanna, vekja æskuna til tilbeiðslu og trúar á Drottinn vorn og frelsara Jesú Krist, hvetja hana til þjónustu í kirkju hans og vera vettvangur barna og unglinga prófastsdæmisins til samfélags og fræðslu." Markmiðum sínum hyggst sambandið ná með því að halda námskeið fyrir æskulýðsleið- toga, standa fyrir æskulýðsmótum og sameiginlegum starfsdögum safnaðanna og með rekstri sumar- búða. ÆSKR í vetur Þegar ÆSKR var stofnað voru fimm æskulýðsfélög í sambandinu og starfsmaður í hálfu starfi. Nú eru félögin orðin níu og starfsmað- urinn kominn í fullt starf. Þannig vex starfið og blómstrar. Æsku- lýðsfélög starfa nú í þessum söfnuð- um: Seltjarnarneskirkju, Neskirkju, Háteigskirkju, Hallgrímskirkju, Laugarneskirkju, Bústaðakirkju, Árbæjarkirkju, Fella- og Hólakirkju og Seljakirkju. Þangað eru allir unglingar 13 ára og eldri velkomnir. Fundir eru haldnir einu sinni í viku í hveiju félagi og eru með ýmsu sniði. Þó eiga þeir flestir sam- eiginlegt að þar er farið í leiki, sung- ið og stundum kemur gestur sem flytur fræðslu af einhveiju tagi. í upphafi eða lok hvers fundar er svo helgistund þar sem unglingarnir lesa orð Guðs, syngja og biðja sam- an. Leikirnir eru mikilvægir til að hrista hópinn saman, maður kynn- ist svo vel í leik. Einnig geta þeir verið fræðandi eins og ratleikur um kirkjuna. Sameiginlegt starf félaganna í vetur hefst á haustsamveru í nóv- ember. Leiðtoganámskeið verða svo tvö kvöld í haust og um eina helgi í Skálholti í janúar. Þessi námskeið miða að því að gera leiðtogunum ljóst að hvaða markmiðum er unnið og hvaða aðferðum sé hægt að beita til þess að ná þeim. í febrúar verður æskulýðsmót yfir helgi. Þar verður m.a. dagskrá æskulýðsdags- ins, sem er hápunktur starfsársins, undirbúin. Mótin eru mjög mikil- vægur þáttur í þessu starfi. Þar fer fram bein og óbein fræðsla auk þess að lifa saman í kristilegu sam- félagi. Ýmislegt fleira er á döfinni í vetur eins og samstarf við KFUM óg KFUK um tónlistarstarf. Unglingarnir eldast og nú hafa þau sem eru orðin 16 ára stofnað eldri deild og ætla að hittast einu sinni í mánuði í vetur auk þess sem þeir starfa líka hver í sínum söfnuði, Það er líf og fjör í æskulýðsfélög- unum og óvíða hef ég kynnst jafn jákvæðum og skemmtilegum ungl- ingum. Og það er ánægjulegt að þetta unga fólk skuli vilja starfa með kirkjunni. Höfundur er framhaldsskóia- kennari og í stjórn ÆSKR. M DR. AGNES Ghaznavi, geð- læknir frá Sviss, heldur fyrirlest- ur fyrir almenning í Baháí mið- stöðinni, Álfabakka 12, 2. hæð í Mjóddinni í Reykjavík, um efnið „Ofbeldi í fjölskyldunni og í þjóð- félaginu", sunnudaginn 7. október klukkan 21. Fyrirlesturinn verður þýddur á íslensku og aðgangur er ókeypis. ■ NÚ ER starf ITC deildanna um allt land að hefjast. Október- mánuður er tími kynninga og eru kynningarfundir hjá ölium deildum í þeim mánuði. I-Ráð ITC er með sinn kynningarfund í félagsheimil- inu Fjörgyn í Foldaskóla í Graf- arvogi laugardaginn 6. október. Húsið er opnað klukkan 13.30 og fundurinn veður settur klukkan 14. Fjölbreytt dagskrá veður á fundin- um og gefst gestum tækifæri til að kynnast því starfi sem fram fer á deildarfundum undir markmiðum þeim, sem starfað er eftir, þ.e. þjálf- un í samskiptum. Allir eru velkomn- ir. í I-Ráði ITC eru deiidirnar: Björkin, Harpa og Ýr Reykjavík. Korpa Mosfellsbæ, Brellur Pat- reksfirði og Sunna á Isafirði. ■ SUMARSTARFI KFUK í Vindáshlíð er lokið að þessu sinni. Dvalarflokkar voru 11. Flestir flokkarnir voru fyrir telpur á aldrin- um 9-12 ára, tveir voru fyrir 11-13 ára, einn unglingaflokkur og loks kvennadagar. Hver flokkur dvaldi að jafnaði viku í senn og var að- sókn að venju mjög góð. Kökur verða seldar í Kolaportinu laugar- daginn S. október til styrktar starf- inu í Vindáshlíð. Að kvöldi sunnu- dagsins 7. október verður samkoma á vegum Vindáshlíðar í húsnæði Kristniboðssambandsins á Háa- leitisbraut 58. Allir eru hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.