Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 Heimspekifyrirlest- ur í Háskólanum DR. Wolfgang Detel, prófessor í heimspeki við háskólann í Ham- borg, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands og Félags áhugamanna um heimspeki, sunnudaginn 7. októ- ber nk., klukkan 14.30 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Aristotle on the Beginnings of Philosophy" og verður fluttur á ensku. Dr. Wolfgang Detel er sérfræð- ingur á sviði fornaldarheimspeki, einkum heimspeki Aristótelesar og hefur hann einnig unnið mikið á sviði vísindaheimspeki. Nú er hann að ganga frá þýskri útgáfu af Að- ferðarfræði hinni síðari (Posterior Analytics), sem er höfuðrit Arist- ótelesar um aðferð vísindanna, en útgáfa hans er frumtexti, þýsk þýð- ing og skýringarrit. Hann hefur kennt við háskólann í Hamborg í átján ár, verið gistiprófessor í ýms- um háskólum í Þýskalandi og einn- ig í Princeton-háskólanum í Banda- ríkjunum og næsta vor kennir hann í Columbia-háskólanum í New York. Fyrirlesturinn er öllum opinn. (Fréttatilkynning) KAFFIBARINN Málmstandur Höldur (10 stk) Kaffimál (200<L 001 150 240 stk 391 076 5% 24 VsU 467 Samtals Félag velunnara Borgarspítalans eftir Örn S. Arnaldsson Á hvetju ári berast Borgarspítal- anum ýmsar gjafir stórar og smáar frá félagasamtökum, klúbbum og einstaklingum. Allar slíkar gjafir eru vel þegnar ekki síst vegna þess hlýhugs sem þannig birtist í garð spítalans. Verkefni spítalans eru óþrjótandi og stuðningur einstakl- inga og félagasamtaka mjög mikil- vægur og leysir oft ýmsan vanda, sem ekki er hægt að leysa með þeirri föstu fjái’veitingu, sem Al- þingi veitir til spítalarekstursins. Eitt þessara félaga hefur tals- verða sérstöðu, vegna þess að það er stofnað einvörðungu til að sinna málefnum Borgarspítalans og sjúkl- inga hans. Þetta félag heitir Félag velunnara Borgarspítalans og var stofnað í febrúar 1983 af u.þ.b. 50 áhugamönnum. Fyrsti fundarstjór- inn var Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi borg- arstjóri Reykjavíkur. Tilgangur félagsins er þessi: 1) Vinna að því að bæta aðstöðu sjúklinga er til spítalans þurfa að leita og stuðla að því að allir fái sem hagkvæmustu lausn á sínum vandamálum og að sem flestir geti notið þeirrar þjónustu er Borg- arspítalinn veitir. 2) Styðja við þá þjónustu, sem veitt er á spítalanum og stuðla að því að hún verði hveiju sinni sem árangursríkust og til fyrirmyndar. 3) Efla og styrkja hvers konar fyrirbyggjandi starfsemi í heilbrigð- ismálum, sem unnið er að innan veggja Borgarspítalans sem og utan hans í samvinnu við önnur hug- sjónasamtök eftir mati stjómar fé- lagsins hveiju sinni. 4) Stuðla að auknum skilningi almennings og stjórnvalda á starf- semi Borgarspítalans í Reykjavík með málefnalegri kynningu og umræðu. Fylgjast með þróun spítal- ans og einstakra þjónustuþátta hans og gera tillögur til úrbóta eft- ir því sem ástæða þykir til. 5) Stuðla að því að Borgarspítal- inn sé aðlaðandi og vinsæll vinnu- staður og að vinnuaðstaða þar sé jafnan sem best. Eins og sjá má af þessari upp- talningu voru hugmyndir þessara áhugamanna fyrir rúmum 8 árum stórar í sniðum og sannarlega lofs- verðar. Félagið hefur á þessum árum beitt sér fyrir kaupum á ýms- um lækningatækjum og öðrum tækjum, sem hafa komið starfsfólki og sjúklingum að góðu gagni. Auk þess sem Félag velunnara Borg- arspítalans hefur tekið þátt í margs konar starfsemi tengt þeim tilgangi er til var stofnað. Tekna hefur félagið aflað með framlögum frá félagsmönnum, fyr- irtækjum og félagasamtökum. Þá hafa félaginu borist minningargjaf- ir, vegna látinna ástvina og nokk- urra tekna hefur verið aflað með sölu minningarkorta. Með árunum hefur félagsmönnum fjölgað smátt og smátt, bæði meðal Reykvíkinga og fólks í nágrannabyggðunum. Það er mikill fengur í því fyrir stjórnendur og starfsmenn Borg- arspítalans að eiga slíkan bakhjarl í almenningssmtpkum, sem Félag velunnara Borgarspítalans er. Að sjálfsögðu hefur stjórn félagsins náið samstarf við stjórnendur spítalans og leitar hugmyndum sínum fylgis, jafnframt sem aflað er upplýsinga um brýn úrlausnar- verkefni, sem ekki hefur verið hægt að leysa með eðlilegum hætti. Einn þátturinn með tilgangi fé- lagsins var að stuðla að auknum skilningi almennings og stjórnvalda á starfsemi Borgarspítalans, með málefnalegri kynningu og umræðu. Fyrir nokkru síðan fékk ég lánað fundargerðarbók félagsins og fannst mér fróðlegt og lærdómsríkt að fara yfir hana og skynja þann stórhug og áhuga stjórnarmanna félagsins, er þar birtist fyrir hinum ýmsum málefnum spítalans. Sums staðar er vikið að því að nauðsyn- legt sé að kynna félagið betur í fjöl- miðlum og þess vegna settist ég niður og skrifaði þennan greinar- stúf. Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn í mars sl. og var þá kosin sú stjórn félagsins er nú situr, en óhætt er að segja að frá upphafi Örn S. Arnaldsson „Mér er ljúft og skylt að segja hér frá þessum félagsskap og þakka stjórnendum hans fyrir þeirra störf í þágu Borgarspítalans og um leið vil ég hvetja Reyk- víkinga og aðra í ná- grannabyggðum Reykjavíkur að gerast félagsmenn og styrkja með þeim hætti þessi frjálsu áhugasamtök.“ hafi alltaf setið valinkunnir borgar- ar í stjórn þessa félags, þekktir fyrir störf sín að mörgum þjóðþrifa- málum. Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur, fyrnim borgarstjóri Reykvíkinga, hefur verið formaður þessa félags frá upphafi og er enn. Aðrir í núverandi stjórn félagsins eru Bjarki Elíasson skólastjóri Lög- regluskólans, Ólafur B. Thors for- stjóri, Ottó Michelsen forstjóri, Reynir Ármannsson póstumdæma- stjóri, Ásta Atladóttir hjúkrunar- fræðingur og Sigrún Guðjónsdóttir skrifstofustjóri. Þá starfar á vegum félagsins 12 manna trúnaðarráð. Mér er ljúft og skylt að segja hér frá þessum félagsskap og þakka stjórnendum hans fyrir þeirra störf í þágu Borgarspítalans og um leið vil ég hvetja Reykvíkinga og aðra í nágrannabyggðum Reykjavíkur að gerast félagsmenn og styrkja með þeim hætti þessi fijálsu áhuga- samtök, því eftir því sem fleiri leggja þeim lið er betur hægt að ná fram tilgangi félagsins og um leið er hver og einn að styrkja þá þjónustu, sem hann sjálfur eða ein- hver af hans nánustu þarf að njóta síðar. Höfundur cr formaður læknaráðs ogyfirlæknir á Borgarspítalahum. THE ICEIANDIC- AMERICAN SOCIETY Fyrir fundinn, ráðstefnuna eða kaffistofu fyrirtækisins Sparaðu tíma og fyrirhöfn notaðu Duni kaffibarinn! Handhægur og þægilegur; ekkert umstang, -ekkert uppvask Fannir hf. - Krókhálsi 3 Sími 672511 Fimmtíu ára afmœli Islensk-ameríska félagsins 6. október 1990 DAGSKRÁ Kl. 11:00 Hátíðarfundur stjómar félagsins að Þingholti Hótels Holts, Reykjavík. KI. 15:00 Afmælisathöfn við styttu Leifs Eiríkssonar. Ávörp flytja: Davíð Oddsson, borgarstjóri. Charles E. Cobb Jr., sendiherra, Ólafur Stephensen, form. Íslensk-ameríska félagsins. Sigmundur Guðbjamason, háskólarektor, stjómar athöfninni. íslenskir skátar standa heiðursvörð. Verði slæmt veður fer athöfnin fram í Hallgrímskirkju. KL 16:00 Opnun amerískrar ljósmyndasýningar á Kjarvalsstöðum. Kl. 18:00-19:30 Móttaka sendiherrahjónanna Sue og Charles E. Cobb Jr. fyrir gesti hátíðarkvöldverðar Islensk-ameríska félagsins að Laufásvegi 21. KL 19:30 Afmælishátíð Íslensk-ameríska félagsins. Hátíðarkvöldverður og dansleikur að Hótel Sögu. Heiðursgestur: Sig. Rogich, sérlegur ráðgjafi George Bush Bandaríkjaforseta, flytur ávarp. ■TTTaoÍS-' Félagið ÍSLENZK - AM E R ISKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.