Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 17 Stjórnkerfi Evr- ópubandalagsins eftir Sigurrós Þorgrímsdóttur Evrópubandalagið er stöðugt að verða sterkara. Samvinna meðal aðildarríkjanna eýkst sífellt og æ fleiri ríki sækja um aðild að banda- laginu. í dag eru aðildarríki EB tólf: Belgía, Bretland, Danmörk, Grikkland, Frakkland, Holland, ír- land, ítalía, Lúxemborg, Portúgal, Spánn og Vestur-Þýskaland. Nú hafa Austurríkismenn og Tyrkir einnig sótt um aðild en óvíst er hvenær eða hvort þessi ríki f á aðild. I þeirri miklu umræðu, sem nú á sér stað um Evrópubandalagið, tel ég rétt að skýra í stuttu máli hver sé forsaga slíkrar samvinnu meðal hinna vestrænu þjóða Evr- ópu, hverjar séu helstu stofnanir bandalagsins og hvernig uppbygg- vingu og ákvarðanatöku er háttað innan þess. Aðdragandi að stofnun EB . Eftir síðari heimsstyrjöldina jókst áhugi meðal ríkja í Vestur-Evrópu að auka samvinnu sín á milli, eink- um á sviði efnahagsmála. Árið 1951 stofnuðu því sex ríki í Evrópu, Belgía, Frakkland, Holland, italía, Lúxemborg og V-Þýskaland, með sér markaðsbandalag, sem nefnt var Kola- og stálbandalagið. Næsta skref var stigið árið 1957 þegar þessi sex framangreindu ríki náðu samkomuiagi um stofnun Efnahagsbandalags Evrópu (EBE) og einnig um stofnun Kjarnorku- bandalags Evrópu (KBE). Sáttmál- ar þessara bandalaga voru undirrit- aðir í Róm og tóku gildi 1958. Kallst þeir einu nafni Rómarsátt- málinn. Árið 1967 voru þessi þrjú bandalög síðan sett undir eina sam- eiginlega yfirstjórn og stjórnstofn- anir þeirra sameinaðar. Allt frá þeim tíma hafa þessi bandalög starfað sem eitt bandalag, sem nefnt eru Evrópubandalagid. Stjórnstofnanir Meginstofnanir Evrópubanda- lagsins eru ólíkar að gerð og upp- byggingu. Annars vegar eru hinar svonefndu yfirþjóðlegu stofnanir og hins vegar stofnanir sem tengdar eru ríkisstjórnum aðildarríkjanna beint. Þær stofnanir, sem eru í bein- um tengslum við ríkisstjórnir aðild- arríkjanna, eru leiðtogaráðið og ráðherraráðið. Þær stofnanir, sem kallaðar eru yfirþjóðlegar, eru aftur á móti framkvæmdastjórnin, Evr- ópuþingið og Evrópudómstóllinn. Ástæða þess að þessar stofnanir eru kallaðar yfirþjóðlegar er m.a. vegna þess að aðildarríkin hafa fal- ið þessum sameiginlegu stofnunum meðferð nokkurra málaflokka. Stofnanirnar geta tekið ákvarðanir um þessa málaflokka, sem eru bind- andi fyrir aðildarríkin. Fulltrúarnir, sem í þeim sitja, eiga að vera óháð- ir þeim ríkjum er þeir koma frá og er þeim ætlað að hafa hagsmuni bandalagsins fyrst og fremst að leiðarljósi við ákvarðanatöku innan viðkomandi stofnunar. Þeir fulltrú- ar er sitja í leiðtogaráðinu og ráð- herraráðinu eru aftur á móti einnig Sigurrós Þorgrímsdóttir „Þrátt fyrir hið yfir- þjóðlega yfirbragð framkvæmdastjórnar- innar, Evrópuþingsins og Evrópudómstólsins er valdsvið þeirra mjög takmarkað. I raun er valdið að mestu í hönd- um leiðtogaráðsins og ráðherraráðsins, sem eru í beinum tengslum við ríkisstjórnir aðild- arríkjanna." meðlimir í ríkisstjórnum aðildarríkj- anna. Fulltrúar þessara ráða þurfa því að gæta hugsmuna viðkomandi ríkis um leið og þeim er ætlað að tryggja framgang markmiða EB og gæta hagsmuna þess. Leiðtogaráðið Leiðtogaráðið er einn æðsti ákvörðunaraðilinn innan Evrópu- bandalagsins, og þar hafa mikil- vægustu pólitísku ákvarðanir bandalagsins verið teknar. Þátttaka ráðsins í stefnumótun og ákvarð- anatöku er þó bundin við tiltölulega fá en mikilvæg mál. í leiðtogaráðinu sitja forseti Frakklands, forsætis- ráðherrar annarra aðildarríkja og forseti framkvæmdastjórnar banda- lagsins. Sú regla hefur gilt innan leiðtogaráðsins að samþykki allra leiðtoganna þarf þegar ákvörðun er tekin. Ráðherraráðið Ráðherraráðið er sú stofnun inn- an Evrópubandalagsins, sem fer með æðsta ákvörðunarvaldið og er ein allra valdamesta stofnun banda- lagsins. Ráðið er aðalhandhafi lög- gjafarvalds bandalagsins og gerir einnig formlega samninga fyrir hönd bandalagsins við ríki utan þess þó samningagerðin sé í hönd- um framkvæmdastjórnar. Ráð- herraráðið er skipað 12 ráðherrum, einum frá hverju aðildarríki. Oftast eru það utanríkisráðherrar land- anna er sitja í ráðinu en þó er það breytilegt eftir málefnum hvaða ráðherrar sitja í því. Til að mynda ef taka á fyrir landbúnaðarmál þá skipa landbúnaðarráðherrar aðild- arríkjanna ráðið og sama gildir um aðra fagráðherra. Meðlimir ráð- herraráðsins hafa neitunarvald inn- an ráðsins í málefnum, sem talin eru varða grundvallarhagsmuni við- komandi aðildarríkis. Aftur á móti eru mál er snerta innri markað bandalagsins beint afgreidd með meirihlutasamþykki innan ráðsins. Framkvæmdastj órnin Hlutverk framkvæmdastjórnar EB innan stjórnkerfis bandalagsins er margþætt. Hún sinnir m.a. ýms- um framkvæmdavalds- eða stjórn- störfum innan bandalagsins, undir- býr stefnumótun fyrir bandalagið og leggur fram tillögur fyrir ráð- herraráðið. Framkvæmdastjórnin er skipuð 17 mönnum, sem eru til- nefndir af ríkisstjórnum aðildarríkj- anna til fjögurra ára í senn. Stærri þjóðirnar," Bretland, Frakkland, ít- alía, Spánn og Vestur-Þýskaland, eiga tvo fulltrúa hvert en smærri aðildarríkin einn fulltrúa hvert. Hver fulltrúi í framkvæmdastjórn- inni fer með ákveðinn málaflokk fyrir hönd bandalagsins svo sem utanríkismál, landbúnðarmál, iðn- aðarmál o.s.frv.. Því hafa fulltrúar í framkvæmdastjórninni fengið í æ ríkara mæli á sig ákveðna ráðherra- ímynd, þó vald þeirra sé ekki það sama og ráðherra í ríkisstjórnum aðildarríkjanna. Evrópuþingið Þingmenn Evrópuþingsins eru kosnir í beinum kosningum í aðild- arríkjunum. Þetta er því eina stofn- unin innan EB, sem hefur beint umboð þegna aðildarríkjanna. Á þinginu sitja 518 þingmenn og er þingsætunum skipt á milli aðild- arríkjanna nokkurn veginn í hlut- falli við íbúafjölda þeirra. Nú eru starfandi átta þingflokkar og stjórnmálahreyfingar á Evrópu- þinginu. Síðast var kosið til Evrópu- þingsins 1989 og er kjörtímabilið fimm ár. Þó þingið sé kosið í beinum kosningum hefur það ekki þau völd sem þjóðþing aðildarríkjanna hafa. Þingið hefur ekki löggjafarvald heldur er það fyrst og fremst ráð- gefandi gagnvart ráðherraráðinu og framkvæmdastjórninni. Skylt er þó að leggja ýmsa málaflokka fyrir þingið til að fá álit þess. Annað mikilvægt hlutverk þingsins er að hafa eftirlit með störfum fram- kvæmdastjórnarinnar og hefur það heimimld til að lýsa vantrausti á hana. Þingið þarf að staðfesta aðild nýrra ríkja að bandalaginu og sam- þykkja samninga við önnur ríki til að slíkir samningar öðlist gildi. Evrópudómstóllinn Evrópudómstólnum er ætlað að tryggja að lögum og reglum Evr- ópubandalagsins sé framfylgt sam- kvæmt Rómarsáttmála. Hann er eini dómstóll bandalagsins og hefur hann aðeins eitt dómstig og er end- Málverkauppboð á sunnudag 29. málverkauppboð Gallerís Borgar haldið í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Bene- diktssonar hf. fer fram í Súlna- sal Hótel Sögu sunnudaginn 7. október 20.30. Um 60 verk verða boðin upp, flest öll eftir þekkta listamenn þar af mörg eftir „gömlu meistarana". Má þar nefna stóra olíumynd frá höfninni eftir Snorra Arinbjarnar, tvær gamlar vatnslitamyndir eftir Ásgrím Jónsson önnur frá 1906, stór olíumynd frá Húsafelli eftir Ásgrím, hringlaga litla vatnslita- mynd eftir Kjarval, módelmynd eft- ir Gunnlaug Blöndal, nokkrar myndir eftir Jón Engilberts og Þor- vald Skúlason og stóra olíumynd af Gullfossi eftir Jón Stefánsson. Af yngri höfundum má nefna: Sverri Haraldsson, Kristján Davíðs- son, Eirík Smith, Erró, Jóhannes Geir, Pétur Friðrik, Ágúst Petersen, Hafstein Austmann, Karl Kvaran, Magnús Rjartansson, Steinþór Sig- urðsson, Veturliða Gunnarsson, Sigurð K. Árnason og Svein Björns- son. Uppboðsverkin verða sýnd í Gall- erí Borg við Austurvöll 5., 6. og 7. október frá kl. 14—18, þar verð- ur tekið á móti forboðum einnig er hægt að bjóða í verkin símleiðis. (Fréttatilkynning) c ÞEGNAR AÐÍlDARRÍKJANNA bem kosnifKj I 3> PJ0ÐPIN6 RIKISSTJORNIR LEIÐTOGARÁÐIÐ skipaft 12tei6togum H RAÐHERRARAÐIÐ 12 ráíherrar (K«jaf«rv«M) T3 tillögugerS FRAI1KVÆI1DASTJORNIN Skipuð 17 mönnum fráaðildarríkjunum l samráð EVRÓP0PIN6IÐ 518þingmenn (ráðgjafarþing) Bretl. 81 Frakkl. 81 ítalía 81 V-þýsk 81 Spánn 60 Holland 25 Belgía 24 Grikkl. 24 Portúg. 24 Danm. 16 Irland 15 Luxemb. 6 EVROPODOnSTOLLINN skipaður 13dómurum } lsÞ/1990 anlegt úrskurðarvald. Dómstóllinn er skipaður 13 dómurum, einum frá hverju aðildarríki. Þeir eru tilnefnd- ir af aðildarríkjunum og kosnir til sex ára í senn af ráðherraráðinu. Þrettándi dómarinn getur komið frá hvaða aðildarríki sem er og á hann að tryggja að ekki sé jöfn tala dóm- ara í dómstólum. Hlutverk dóm- stólsins er margþætt og sinnir hann í raun hlutverki margra ólíkra dóm- stóla. Geta einstaklingar, aðild- arríki og stofnanir bandalagsins lagt mál sín fyrir dómstólinn og fengið úrlausn sinna mála. Lokaorð Hér að framan hafa aðeins verið teknar fyrir þær stofnanir, sem margir telja að séu þær mikilvæg- ustu í stjórnkerfi Evrópubandalags- ins. En auk þeirra starfa fleiri mikil- vægar stofnanir og nefndir á vegum •EB til dæmis nefnd fastafulltrú- anna, efnahags- og félagsmála- nefndin, Fjárfestingarbankinn og fleiri, sem ekki verða tíundaðar hér. Þrátt fyrir hið yfirþjóðlega yfir- bragð framkvæmdastjórnarinnar, Evrópuþingsins og Evrópudóm- stólsins er valdsvið þeirra mjög tak- markað. í raun er valdið að mestu í höndum leiðtogaráðsins og ráð- herraráðsins, sem eru í beinum tengslum við ríkisstjórnir aðild- arríkjanna. Ráðherraráðið er einn aðalhandhafi löggjafarvaldsins og leiðtogaráðið tekur allar meirihátt- ar ákvarðanir fyrir bandalagið. Þó er rétt að hafa í huga að hinar yfir- þjóðlegu stofnanir eru ekki með öllu valdalausar og í vissum mála- flokkum hafa þær töluverð völd. Höfundurer sljórnmálafræðingur. TILSÖLU Haf beitarstöð þrotabús Vogalax hf. við Vogavík, Vatnsleysustrandarhreppi, ásamt endurheimturétti á laxi Um er að ræða: Seiðaeldisstöð með öllum útbúnaði, 7500 rúmmetra eldisrými, klakhús, rafstöðvarhús, skrif- stofuhús, móttökumannvirki, geymsluþrær og slátur- hús, sleppilón, ferskvatns- og sjóborholur með dælum. í stöðinni eru 2 millj. sumaralinna seiða og klakfiskur er gefur 10 millj. hrogna. Upplýsingar veita bústjórar þrotabúsins: Ingi H. Sig- urðsson hdl., Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 92-14142 og Steingrímur Eiríksson hdl., Ármúla 13a, Reykjavík, sími 679040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.