Morgunblaðið - 06.10.1990, Side 21

Morgunblaðið - 06.10.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 21 Stykkishólmur: Skólinn og stúkurn ar tekin til starfa Stykkishólmi. SKOLINN okkar hóf starfsemi þegar viðfangsefnið ,er flókið og sérstakt. Oft vann Ragnar í sam- starfi við Sigrúnu konu sína, sem sá um listskreytingar guðshússins, þ. á m. glugga, myndir og hökla. Eftirminnilegustu kirkjur Ragnars eru að áliti undirritaðs Mosfells- kirkja, afar falleg og stílhrein lítil sveitarkirkja, og Grindavíkurkirkja. Einnig átti Ragnar drjúgan þátt í Kópavogskirkju, sem hann teiknaði ásamt Herði heitnum Bjarnasyni fyrrverandi Húsameistara ríkisins. Ragnar átti mörg áhugamál, sem hann sinnti töluvert, og bar þar hæst taflmennskuna. Skáklistin átti hug Ragnars öll hans fullorðinsár. Hann var þátttakandi í taflmótum og skákklúbbum um árabil og eign- aðist þar marga vini og félaga, sem hittust reglulega til að sinna áhuga- máli sínu í góðum félagsskap. Is- iensk stjórnmálastarfsemi var einn- ig ofarlega í huga Ragnars. Ragnar fylgdist vel með viðburðum í dægur- þrasi íslensku stjórnmálaflokkanna og var ávallt dyggur stuðningsmað- ur Alþýðuflokksins eins og hann átti kyn til. Tel ég Ragnar hafa verið traustasta stuðningsmann Alþýðuflokksins sem um getur. Aldrei fór svo, að áliti hans, að flokkurinn gerði mistök, ólíkt hinum flokkunum sem tókst í sífellu að hafa ranga stefnu og slæmar lausn- ir, nema þegar hittist svo vel á að þeir voru sammála Alþýðuflokkn- um. Slíkt var trygglyndi Ragnars við flokkinn, en sá góði eiginleiki hans átti einnig sterkan þátt í af- stöðu Ragnars til manna og mál- efna yfirleitt. Ragnar skaut oft inn fróðleiksmolum um flokkinn í miðj- um rökræðum um dagleg málefni. „Veist hvaða flokkur kom á al- mannatryggingakerfi á Islandi". Þetta geri hann til að undirstrika enn frekar ágæti málstaðarins með því að vitna í afrekssögu Alþýðu- flokksins. Kynni mín af Ragnari hófust í byijun sjöunda áratugarins þegar ég kynntist Sigurborgu dóttur hans. Ragnar var félagslyndur og hafði gaman af umræðum um dægur- mál. Tengdasonurinn lærði fljótt, að ekki dugði að hafa aðra skoðun en flokksstefnu Alþýðuflokksins og því fækkaði umræðum um stjórn- mál, en það sakaði ekki því unnt var að ræða um önnur málefni. Ragnar var athugull maður á hegð- un annarra og átti auðvelt með að herma eftir fólki, bæði talanda og látbragði. Var oft gaman að hlusta á hann lýsa á skoplegan hátt við- skiptum sínum við fólk í daglegu lífi og hlusta á hann segja sögur. Sögurnar kryddaði Ragnar með næmri kímnigáfu og lék aðstand- endur sögusviðsins á sannfærandi hátt. Frásagnarlist Ragnars naut sín enn betur í rituðu máli eins og komst að eftir að við Sigurborg fluttum frá Islandi fyrir um það bil 10 árum. Sendibréf Ragnars voru með þeim ánægjulegustu sem okkur bárust. Falleg rithönd, skemmtileg- ur ritstíll og spaugilegar frásagnir gerðu þessi bréf að eftirminnilegri lesningu. Þegar litið er yfir ævi og starf Ragnars verður varla annað sagt CIEKEL KAFFI 3 TEG, SANTOS • KÓLOMBÍA • KÓLOMBÍA/KENÝA en að hann hafi átt ánægjuiegan lífsferil, ef frá eru skilin síðustu æviárin. Skömmu fyrir sextugsald- ur fór Ragnr að kenna illkynja sjúk- dóms sem lék hann grátt. Hlaut hann árangursríka en erfiða sjúk- dómsmeðferð og náði sæmilegri heilsu, þótt hann næði ekki aftur fullu starfsþreki eftir álag sjúkdóms og meðferðar. Um svipað leyti slitu þau Ragnar og Sigrún samvistum og varð það honum erfið raun, þótt hann kvartaði ekki. Það bætti ekki úr skák að einkadóttirin og barna- börnin bjuggu erlendis og ekki gafst tækifæri að hittast nema einu sinni á ári eða svo. Ragnar hafði mikla ánægju af því að taka á móti dóttur- sonunum, þegar þeir komu til Is- lands á sumrin og aka þeim í sveit- ina. Vegna fjarlægðar kom Ragnar ekki oft að heimsækja okkur til Bandaríkjanna, en þegar hann kom naut hann dvalarinnar vel, tók með sér penslana sína og málaði fallegar vatnslitamyndir af mótífum, sem finnast ekki á Islandi. Ragnar var fyrirferðarlítill og ánægjulegur gestur, sem gerði litlar kröfur til húsráðenda, en naut félagsskapar- ins og þess litla sem veitt var með mestu ánægju. Við Sigurborg hvQttum hann ákaft til að koma í heimsókn til Washington með haustinu, en hann tók lítt undir það, enda hefur hann sjálfsagt ver- ið farinn að finna fyrir þrekleysi vegna þess sjúkdóms, sem endan- lega hafði yfirhöndina í glímu lífs og dauða. Jarðarför Ragnars fer fram frá Grindavíkurkirkju, byggingu sem er hans eigið hugverk. Ragnar Emilsson var öðru fremur kirkju- hönnuður og munu hans fallegu guðshúsabyggingar halda minn- ingu hans á lofti um ókomin ár. Washington, 2, október, Stefán Karlsson. sína eins og undanfarin ár á venjulegum tíma. Alls eru nem- endur í vetur 290, í grunnskóla- deild eru 240, en við framhalds- nám 50. Skólastjóri er Lúðvíg Halldórsson og yfirkennari Gun- ar Svanlaugsson. Sama og engar breytingar urðu, en þær hafa mjög litlar orðið síðast- liðin ár, að sögn skólastjóra. Kenn- arar eru alls 21. Þá eru stúkurnar, barnastúkan Björk, nr. 94 og ungl- ingastúkan Helgafell nr. 249, einn- ig að hefja starfsemi sína og í gegn- um árin hefir skólinn og kennaralið- ið verið þeirra trausti bakhjarl og stutt starfsemina frá öndverðu. Er það mikill munur enda markmið allra að bæta þjóðlífið. 40 ára fermingarbörn og eins 15 ára fermingarbörn komu saman hér til að minnast liðinna daga og heilsa upp á gamla og góða skólann og frændur og vini. Þannig mót færast nú í aukana og er það vel._ - Árni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.