Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 23 Parkinsonsamtökin: Norræn ráðstefna haldin í Osló nýlega Párkinsonsamtökunum á íslandi var í fyrsta sinni boðið að taka þátt í Norðurlandaráðstefnu í Noregi dagana 21. til 22. september 1990. Formaður samtakanna Áslaug Sigurbjörnsdóttir hjúkruna- rdeildarstjóri sendi í sinn stað Bryndísi Tómasdóttur frá Tómasar- haga og Kristjönu Millu Thorsteinsson. Parkinsonsamtökin starfa á Akureyri og í Reykjavík. Aðrir þátttakendur í þessari norrænu ráðstefnu voru Norges Parkinsonforbund, Parkinsonseksjonen, Svenska parkinsonförbundet, Neurologisk Handikappade Riksför- bund, Dansk Parkinsonforening og Finlands Parkinsonförbund. Á dagskrá voru þrjú mál: 1. Al- þjóðleg ráðstefna Parkinsonsam- taka haldin í Rómaborg í júní sl. 2. Bílamál Parkinsonsjúklinga og hvað er til bóta. 3. Húsnæðismál Parkinsonsjúklinga og hvernig á að leysa þau. Bryndís og Kristjana Milla voru svo heppjiar að daginn sem þær komu til Óslóar-hélt Norges Parkin- sonforbund fund í Akershus sem er fundarstaður þeirra. Fundurinn hófst á Parkinsonsöngnum sem er eftir Sigurd Muri, lagið eftir Finn Lund. Ekki var annað að heyra en hver sem vettlingi gæti valdið syngi af hjartans lyst. Salurinn sem er stór var troðfullur og þurfti að bæta við borðum. Fundurinn sem hófst kl. 7 um kvöldið var afar fjör- ugur, en alltof langur fyrir sjúkl- inga. Jan Presthus, taugasérfræð- ingur og fyrrverandi yfirlæknir, og kominn á eftirlaun og hefur lagt alla sína krafta og tíma til hjálpar parkinsonsjúklingum, hélt þrum- andi ræðu um Rómarráðstefnuna. Hann hélt einnig fyrirlestur um aðra sjúkdóma en Parkinson, svo sem alls konar sjúkdóma sem valda skjálfta en eru ekki Parkinsons- veiki. Annar taugasérfræðingur Knut Rönniksen ræddi einnig um Rómarráðstefnuna. Núverandi for- maður, Arne Baklund, sem er arki- tekt, stjórnaði fundi af miklum eld- móði. Arne Baklund var sá fyrsti í sínu fyrirtæki sem var látinn hætta störfum þegar harðnaði í ári. Hægt er að segja að þetta er stærsta og jafnframt versta mál allra Parkin- sonsjúklinga um víða veröld. Park- insonsjúklingar eru yfirleitt gáfað og vel hæft fólk til flestra starfa. En þekkingarleysi almennings er með eindæmum mikið. Flestir fá' að halda vinnu sinni þótt eitthvað bjáti á, en það fá Parkinsonsjúkl- ingar yfirleitt ekki. Hvers vegna? Maður líttu þér nær. Kannski ertu næstur og hvað þá? Fyrirspurnir á þessum fundi voru svo margar að ekki vannst tími til að svara þeim öllum. Ráðstefnan sjálf var einnig rekin áfram af sama eldmóði og var Jan Presthus þar í fyrirsvari, og lét hann fulltrúa frá öllum Norðurlönd- um skiptast á um að stjórna umræð- um og kynna erindin. Island og Finnland tókií í fyrsta skipti þátt í slíkri ráðstefnu og var þeim vel fagnað. Tveir fulltrúar frá hverju landi um sig héldu fyrirlestur og voru síðan spurðir í þaula um það efni sem talað var um. Þeir sem voru mestir skörungar að okkar dómi var ung kona frá Svíþjóð (Parkinsonsjúklingur) Kerstin Sold- enborg og Dani (ekki Parkinson- sjúklingur) Jörgen Hansen og Norfðmaður Helge Knutsen (ekki Parkisonsjúklingur). Þvílíkar þrum- uræður höfum við sjaldan heyrt. Kerstin Sonderberg og önnur sænsk kona Inga Olofson fara á sjúkrahús og skýra frá því hvernig það er að vera parkinsonsjúklingur. Við hér heima erum svo heppin að vera í Öryrkjabandalaginu sem er alveg nauðsynlegt. Nú er stefnt að því að öll Norðurlöndin komist í Álþjóðasamtök Parkinsonsjúkl- inga. En þar eru fyrir samtökin í Englandi sem eru rómuð fyrir dugn- að sinn á þessu sviði. Síðan má nefna Holland, Ástralíu, Sviss, Kanada, Bandaríkin, Frakkland, ítalíu, Brasilíu og Þýskaland. Næsta ráðstefna Parkinsonssam- taka verður í Danmörku að ári. En Frá hinu alkunna kaffihlaðborði Sjálfsbjargarhússins. dr. Jan Presthus væntir þess að á- árinu 1992 verði hún á íslandi. Biðj- um við alla sem geta og vilja styðja Parkinsonssamtökin að svo geti orðið. Parkinsonsjúklingar eru yngri nú en áður. Hvað veldur? Næsti fundur Parkinsonssamtak- anna á íslandi verður haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu laugardaginn 13. október kl. 14. Sigurbjörn Björnsson læknir flytur erindi um öldrunarsjúkdóma og endurhæf- ingu. Hið alkunna kaffihlaðborð Sjálfsbjargarhússins verður á sínum stað. Menn geta fræðast um Park- insonsveikina á fundum samtak- anna' og með því að lesa fréttabréf- ið sem samtökin gefa út. Alltstarfs- fólk sjúkrahúsa veit að það er vel- komið á fundi samtakanna eins og allir aðrir. (Fréttatilkynning) Unnur Haraldsdóttir, Pétur G. J. Jónasson, Sr. Magnús Guðmunds- son og Aslaug Sigurbjörnsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri. Nýkomnar dúnúlpur með hettu «;í ^UGLÝSINGADEILD^ Stærðir: 46-56. Litir: Svart, drapp, brúnt Vero: kr. 10.990,- Barnastærðif: 8-16, Litir: Rautt, svart, grátt Veré: kr. 7.730 - 8.250,- \A Tfl *£ ^Jkr -*/ Ts UTIUF « F Sími 82922 \ því nýjasta fró Habitat. Meðal annars mikið úrval af glösum, i, lömpum, mottum E STAÐCREIÐSLUAFSLÁnUR sé verslað fyrir lágmark i kr. 6.000,- i einu. RAÐCREIÐSLUR habitat LAUGAVEGI13 - SIMI 625870 INNGANGUR I HÚSGAGNADEILD SMIÐJUSTlGSMEGIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.