Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 Fjórir þýskir gíslar í Irak látnir lausir Amman. Reuter. FJÓRUM Þjóðveijum, sem haldið var á hernaðarlega mikilvægum stöðum i Irak, var sleppt í gær. Sendiherra Iraks hjá Sameinuðu þjóðunum hélt harðorða ræðu á allsheijarþinginu og sagði að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra væru að reyna að komast yfir olíu Mið-Austurlanda og ná „pólitísku, efnahagslegu og hern- aðarlegu tangarhaldi á heiminum". Fjórmenningarnir komu með flugvél til Amman í Jórdaníu ásamt Brigittu Koegler, fyrrum þingmanni í austur-þýska þinginu, sem hafði beitt sér fyrir frelsun þeirra. Hún kvaðst ætla að snúa aftur til Bagdad til að fá fleiri Þjóðverja lausa, þar á meðal konur. Hún lýsti dvalarstað gíslanna sem „fanga- búðum“. Einn af gíslunum fýrrverandi sagðist hafa verið í haldi í íraskri herstöð. Hann sagði að írakar hefðu farið vel með sig. Hann gaf til kynna að Englendingum hefði verið haldið á. sama stað og sagði þá við góða heilsu en neitaði að ræða dvöl- ina frekar. Engar fréttir hafa borist af vest- rænum og japönskum gíslum, sem haldið er á hernaðarlega mikilvæg- um stöðum í Irak. Koegler sagði að nokkrar þýskar konur væru í haldi írak þótt þarlend stjómvöld hefðu sagt fyrir nokkmm vikum að allar vestrænar konur gætu far- ið úr landi. Forseti íraska þingsins, Sadi Mahdi Saleh, sagði að Þjóðveijarnir hefðu verið látnir lausir „til að sýna að íraska þjóðin samgleddist með Þjóðverjum vegna sameiningar Þýskalands“. Talsmaður þýska ut- anríkisráðuneytisins í Bonn fagnaði frelsun gíslanna en bætti við að stjórn sín krefðist þess enn að allir Vesturlandabúar í írak og Kúvæt yrðu látnir lausir. Abdul Amir Al-Anbari, sendi- herra íraks hjá Sameinuðu þjóðun- um, sagði í ræðu sinni á allsheijar- þinginu að eina leiðin til að tryggja frið og réttlæti í Mið-Austurlöndum væri að leysa öllu deilumál þessa heimshluta í einu, þar á meðal málefni Palestínu, Líbanons og Persaflóa. Þetta er fyrsta ræða sendiherrans á allsheijarþinginu frá innrás íraka í Kúvæt. Jevgeníj Prímakov, sem sæti á í forsætisráði Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta, ræddi í gær við Sadd- am Hussein Iraksforseta og afhenti honum bréf frá Sovétleiðtoganum. íraska fréttastofan INA» sagði að- eins að Saddam og Prímakov hefðu rætt tengsl ríkjanna og framvind- una fyrir botni Persafióa. Reuter Grænfriðungar sigla að Novaja Zemlja Umhverfisverndarsinnar úr alþjóðasamtökunum Greenpeace era nú á leið til eyjanna Novaja Zemlja í Barentshafi til þess að mótmæla fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Sovétmanna í norðurhöfum. Vopnaður sovéskur ísbijótur sem heitir því frumlega nafni „26. flokksþingið" hefur fylgt skipi grænfriðunga, sem heitir Greenpeace, eftir í Barentshafinu. Var myndin tekin í gær er grænfriðungar sigldu léttabát sínum að ísbijótnum til þess að kvikmynda hann. 7 ^ ; Harðir bardagar brj ótast út í höfuðborg Rwanda Mbarara, Kigali. Reuter. HERSVEITIR frá Frakklandi, Belgíu og Zaire voru fluttar með hraði til Mið-Afríkuríkisins Rwanda í gær er uppreisnarmenn reyndu að steypa forseta landsins, Juvenal Habyarimana, af stóli. Bardagar brutust út í höfuðborginni, Kigali, að því er virtist á milli stríðandi fylkinga í her Rwanda. Þyrlur Rwanda-hers gerðu árásir yfir landamærin að Úganda til að reyna að koma í veg fyrir að fleiri flóttamenn gengju til liðs við uppreisnarmennina. ERLENT Kigali-búar sögðu að harðir bar- dagar hefðu brotist út við forseta- höllina og herbúðir skammt frá flugvellinum í höfuðborginni fyrir dögun í gær. Allt var þó með kyrr- um kjörum eftir dagrenningu. Um 300 franskir hermenn og 600 belg- ískir komu til landsins' í gær og stjórnin í Zaire sendi þangað um 500 hermenn. Reuben Ikondere, höfuðsmaður í her Úeranda, sagði að tvær þyrlur frá Rwanda hefðu rofið lofthelgi Úganda á fimmtudag og stjórn sín hefði mótmælt árásunum. Hann sagði að Úgandaher hefði lokað landamærunum að Rwanda eftir að uppreisnarmennirnir fóru yfir þau á sunnudag. Fréttaritari Reut- ers sagði þó að eftirliti við landa- mærin væri ábatavant og mörgum Rwandamönnum hefði tekist að komast yfir landamærin. Uppreisnarmennirnir eru aðal- lega af Tutsi-ættbálkinum, sem er í minnihluta í Rwanda. Margir Olíukreppa í Austur-Evrópnríkjum: Bílstjórar hamstra bensín vegna yfirvofandi hækkana Prag. Reuter. OLÍUKREPPAN er farin að segja mjög til sín í ríkjum Austur-Evrópu, þar sem bílstjórar eru teknir að hamstra bensín vegna yfirvofandi skömmtunar og snarhækkandi bensínverðs. Bílstjórar biðu klukkustundum saman eftir afgreiðslu við bensín- stöðvar í Tékkóslóvakíu í gær eftir að tilkynnt hafði verið að gripið yrði til skömmtunar í dag, laugardag. Margir höfðu sofið í bifreiðum sínum í biðröðunum um nóttina. Tékkneskir bílstjórar geta nú aðeins keypt 25 lítra af bensíni á núgildandi verði þar til í lok mánaðarins. Kaupi þeir meira greiða þeir þriðjungi hærra verð og hefur þá bensínverð tvöfaldast frá því í júlí er Sovétmenn drógu úr olíusölu sinni til kommúnist- aríkjanna fyrrverandi. Langar biðraðir hafa einnig myndast í Búlgaríu, þar sem bensín verður skammtað frá og með 15. október, og í Póllandi, þar sem bensínverðið hækkaði enn í gær og er nú helmingi hærra en fyrir árás íraka í Kú- væt 2. ágúst. Petre Roman, for- sætisráðherra Rúmeníu, sagði í gær að yfirvofandi væri alvarleg- ur eldsneytisskortur í landinu, sem myndi skapa uggvænlegt ástand á næstu sex mánuðum að minnsta kosti. Sovétmenn hafa dregið úr olíu- sölu sinni til flestra Austur-Evr- ópuríkja um 30 af hundraði. Skrúfað var algjörlega fyrir olíu- leiðsluna til Ungvéijalands í sex daga í fyrri mánuði. Búlgarir eru þó verst settir því þeir fá aðeins helming þeirrar olíu sem þeir þurfa. Pólveijar, Tékkar og Rúmenar höfðu vonast til þess að geta mætt minnkandi framboði frá Sovétríkjunum með því að tryggja sér olíu frá írak. Við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna gerðu þær vonir að engu og ríki með takmarkaðan gjaldeyrí hafa ekki efni á að kaupa næga olíu á heimsmarkaði vegna snar- hækkandi olíuverðs. Reuter Tékkneskir bílstjórar bíða eftir afgreiðslu við bensínstöð á þjóð- vegi fyrir utan Prag í gær. Margir þeirra höfðu sofið í bílum sínum til að tryggja sér bensín áður en gripið yrði til eldsneytis- skömmtunar í landinu. Óttast er að olíukreppan hafi alvarlegar afleiðingar fyrir ýmis fyrirtæki í Austur-Evrópu. Vac- lav Klaus, fjármálaráðherra Tékkóslóvakíu, sagði fyrr í vik- unni að kreppan gæti leitt til mikilla verðhækkana jafnvel fyrir „sprenginguna“ sem búist er við í byijun næsta árs er verðstýring verður algjörlega afnumin. þeirra, þar á meðal foringi þeirra, Fred Rwigyema hershöfðingi, höfðu gegnt herþjónustu í Úganda. Ekki er vitað hversu margir upp- reisnarmennirnir eru en þeir munu skipta hundruðum. Stjórnarerind- rekar óttast að uppreisnin breytist í mannskæð átök á milli Tutsi-ætt- bálksins og Hutu-manna, sem eru um 85% íbúa Rwanda. Um 250.000 Rwandamenn hafa flúið til Úganda á undanförnum árum og áratugum og þúsundir þeirra hafa reynt að ganga til liðs við uppreisnarmennina. Um 700 Rwandamenn hafa verið handtekn- ir á undanförnum dögum eftir að hafa reynt að fara yfir landamærin. Juvenal Habyarimana hershöfð- ingi komst til valda í Rwanda árið 1973 eftir valdarán hersins. Hann kom á eins flokks kerfi í landinu árið 1978 og var endurkjörinn for- seti án mótframboðs 1978, 1983 og 1988 með 99% atkvæða. Hann hefur að undanförnu tekið hart á hvers konar andófí, hefur til að mynda látið handtaka blaðamenn og bannað blöð, sem höfðu greint frá hungursneyð í suðurhluta landsins, þar sem Tutsi-menn eru í meirihluta. Sovétríkin: Mormónakirkj- an viðurkennd Salt Lake City, Utah. Reuter. Mormónakirkjan hefur í fyrsta sinn verið viðurkennd opinberlega í Sovétríkjunum. Talsmaður Kirkju Jesús Krists hinna síðari daga heilögu í Utah í Bandaríkjunum sagði í gær að söfnuður mormóna í Leníngrad hefði komist á skrár trúmálayfir- valda í Sovétríkjunum. Samkvæmt sovéskum lögum verður að skrá hvern söfnuð sérstaklega og geta þeir ekki sótt um skrásetningu nema meðlimirnir séu fleiri en tuttugu. Mormónasöfnuðurinn í Leníngrad er sá eini í Sovétríkjun- um sem hefur náð þeim fjölda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.