Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 25 Færeyjar: Kosið til Lög- þingsins 17. nóvember Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun fréttaritara Morgunblaðsins. ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til þingkosninga í Fær- eyjum 17. nóvember en sam- þykkt var í fyrra dag að leysa upp lögþingið vegna stjórnar- kreppu. Það hefur aðeins einu sinni áður átt sér stað í 40 ára sögu heimastjórnar í Færeyjum að þing hafí verið leyst upp. Jogvan Sundstein lögmaður, leiðtogi Þjóðveldisflokksins, reyndi til hins ítrasta að finna aðrar leiðir út úr stjórnarkreppunni en að efna til kosninga. Sundstein reyndi árangurs- laust að mynda nýja stjórn með ýmsum formerkjum og biðlaði á síðustu stundu í fyrradag til Jafnaðarmannaflokksins, sem synjaði málaleitan hans. Flokk- urinn hefur verið í stjórnarand- stöðu frá því í kosningunum 1988 og nýtur nú mests fylgis færeysku flokkanna, samkvæmt nýjum könnunum á fylgi þeirra. Filippseyjar: Uppreisnarmönn- um stökkt á flótta Cagayan De Oro, Filippseyjum. Reuter. HUNDRUÐ uppreisnarmanna í stjórnarher Filippseyja flýðu borgina Butuan á eynni Mindanao í gær er loftárás var gerð á Bancasi-herstöðina sem þeir höfðu haft á yaldi sínu í sólar- hring. Alexander Noble ofursti, leiðtogi uppreisnarmanna á Filippseyjum, ræðir við blaðamenn í gær. Loftárásin á herstöðina var gerð á tveimur T-28 flugvélum úr seinna stríðinu. Flugu þær 11 ferð- ir með sprengjur og eyðilögðu aðalbyggingu herstöðvarinnar og rafveitu með þeim afleiðingum að hún varð sambandslaus við um- heiminn. Nokkrum klukkustund- um eftir að þeir höfðu flúið her- stöðina voru uppreisnarmennirnir sagðir á bak og burt úr hinni 157.000 manna borg, sem þeir höfðu haft á valdi sínu. Talsmenn stjórnarhersins sögð- ust reiðubúnir að láta einnig til skarar skríða gegn .uppreisnar- mönnum sem hafast við í herstöð í borginni Cagayan De Oro, sem er 800 km suðaustur af höfuðborg- inni, Manillu. Þar er bækistöð upp- reisnarforingjans, Alexanders Noble ofiirsta. Noble ræddi við blaðamenn í gær og sagðist reiðubúinn að láta lífið fyrir málstað sinn. Hann vill stofna sjálfstætt lýðveldi á eynni Mindanao, næst stærstu eynni í Filippseyjaklasanum, og hefur sent sendiráðum erlendra ríkja í Manilla bréf þar sem hann fer fram á að það hljóti alþjóðlega viðurkenningu. Sagðist Noble vilja f á Corazon Aquino forseta til fund- ar við sig og semja við hana um stofnun ríkis á Mindanao. Yfirmenn hersins segja upp- reisn Nobles lið í áframhaldandi tilraunum til þess að steypa Aqu- ino en hún hefur staðið sex bylt- ingartilraunir af sér frá því hún komst til valda árið 1986. Antwerpen: Hætta af strandi amm- oníaksskips afstaðin Brussel. Reuter. libby'/ Stóraóða tómatsósan ÞÝSKT tankskip með ammoníaksfarih var dregið af strandstað í ánni Scheldt 10 km utan við borgina Antwerpen í Belgíu. Fyrstu fregnir hermdu að skipið hefði sokkið og brotnað og væri mikil hætta á að eiturský myndaðist og legðist yfir borgina en þær reyndust rangar. Tankskipið var með 10.700 tonna ammoníaksfarm innanborðs og voru átta dráttarbátar notaðir til þess að draga það á flot. Meðan á því stóð varð að loka allri skip- aumferð um ána. Engar skemmdir sáust á skipinu og engin hætta talin lengur á mengunarslysi vegna strandsins. Hætta var talin á ferðum ef of mikil slagsíða kæmi á skipið á út- flæðinu. A strandstað hallaðist þða 10-15 gráður en er þannig úr garði gert að það á að geta staðið af sér allt að 25 gráðu slagsíðu án þess að kælibúnaði, sem heldur ammon- íakinu -33 gráðu köldu, sé nokkur hætta búin. Tankskipið heitir Bussewitz og er frá austurhluta hins sameinaða Þýskalands. ELSTATEPPAVERSLUN LANDSINS Á VÓNDUÐUM TEPPUM FYRIR STIGAHÚS OG SKRIFSTOFUR <aUP0íjip TEFLOIM Gram Teppi TEPPAYERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN FÁKAFENI 9 - SÍMI 686266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.