Morgunblaðið - 06.10.1990, Page 26

Morgunblaðið - 06.10.1990, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Áfangi í álmáli * Afanga var náð í álmálinu á fímmtudag, þegar Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra og fulltrúar fyrirtækjanna þriggja í Atlantsálshópnum sem hafa í hyggju að reisa hér álver rituðu undir minnisblað er áréttar skuldbindingar aðila í málinu. Nú hefur verið tekin formleg og opinber ákvörðun um að nýtt álver skuli rísa á Keilis- nesi. Þá sýnist niðurstaða hafa fengist í skattamálum hins nýja fyrirtækis, sem aðilar geta sætt sig við. Óvissa ríkir hins vegar enn um mikilvæga þætti máls- ins eins og orkuverð og meng- unarvamir. Gildi áfangayfírlýsingarinnar sem gefín var á fimmtudag felst í því, að nú getur enginn efast um vilja fyrirtækjanna þriggja til að ráðast í þessa gífurlegu fjárfestingu hér á landi. Eftir viðræður við viðræðunefndina undir forystu Jóhannesar Nor- dals og íslenska ráðherra og með hliðsjón af niðurstöðu skoð- anakönnunar um viðhorf al- mennings til nýs álvers eru for- ystumenn fyrirtækjanna greini- lega orðnir sannfærðir um að engar óyfírstíganlegar hindran- ir séu í veginum fyrir því að áform þeirra hér á landi geta heppnast. Fyrir allan framgang málsins er mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir. Ríkisstjómin undir forsæti Steingríms Hermannssonar á hins vegar eftir að taka afstöðu til ýmissa þátta málsins áður en það kemst í höfn. í fyrsta lagi er greinilega ekki samstaða um málsmeðferðina í ríkis- stjórninni eða meðal stuðnings- manna hennar. Sama dag og iðnaðarráðherra ritaði undir áfangayfirlýsinguna ályktaði þingflokkur Alþýðubandalags- ins að hann teldi sig óbundinn af undirskrift ráðherrans. For- maður þingflokks framsóknar- manna hefur einnig lýst and- stöðu við undirskrift ráðherr- ans. í öðru lagi hefur ríkis- stjórnin ekki komið sér saman um hvaða tímamörk eiga að vera í málinu. Um leið og tekist er á um umboð iðnaðarráðherra er deilt um hvaða hraði þurfi að vera á málsmeðferðinni og við hvaða aðstæður ráðherrann geti lagt fram stjórnarfrumvarp um málið á Alþingi. í þriðja lagi er síðan tekist á um efnisat- riði málsins meðal stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar og ber deilur um orkuverðið þar hæst. Á þessu stigi er ógjörningur að segja fyrir um hver niður- staða málsins verður. á vett- vangi ríkisstjórnarinnar. Sumir spá því að hún muni springa vegna þess. Aðrir segja að for- sætisráðherra velji þá gamal- kunnu aðferð að láta málið þvælast á fundum stjórnarinnar með það fyrir augum að einhver niðurstaða fínnist að lokum, sem allir geti túlkað sér í vil. Stjórnarhættir af þessu tagi eru aðal ríkisstjórnarinnar. Bæði innan Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins eru menn, sem hafa hingað til verið alfarið andvígir því að útlendingar eigi stóriðjufyrir- tæki hér á landi. Það er mikill sigur fyrir talsmenn þessarar stefnu, sem hefur einkum átt sér málsvara í Sjálfstæðis- flokknum, að andstæðingar nú- verandi samninga innan Al- þýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins eru ekki al- mennt andvígir því að samið sé við Atlantsálshópinn heldur segjast vilja athuga einstaka þætti málsins. Á Alþingi er það aðeins Kvennalistinn sem er al- farið andvígur því að gengið sé til samninga um álverið. Fyrir framtíðarstefnu í stóriðjumálum er ákaflega mikilvægt að fram- vinda umræðna í stjórnarflokk- unum hefur orðið með þessum hætti. Þegar hún er höfð í huga og hve stórt skref Alþýðubanda- lagið hefur þegar stigið frá fyrri andstöðu sinni við stóriðju í eigu útlendinga, er líklega ástæðu- laust að ætla annað en þing- flokkur Alþýðubandalagsins stigi skrefíð til fulls og leggi blessun sína yfír samninga við Atlantsálshópinn að lokum. Afstaða Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum og til samninga við erlenda aðila um álver eða önnur stórfyrirtæki er skýr og afdráttarlaus. Flokkurinn vill að til slíkra samninga sé gengið enda hófust þær viðræður sem nú standa yfir á meðan Friðrik Sophusson var iðnaðarráðherra fyrir hönd flokksins. Hins vegar er sjálfstæðismönnum ekki frekar en öðrum sama um hvert er efni samninganna eða hvern- ig að þeim er staðið. Þurfí tals- menn álsamninga innan ríkis- stjórnarinnar á stuðningi Sjálf- stæðisflokksins að halda við framgang málsins núna verða þeir einnig að vera reiðubúnir til að horfa á pólitíska hlið þess máls. Einhliða kröfugerð á hendur sjálfstæðismönnum skil- ar engum árangri eins og fram hefur komið í viðbrögðum for- ystumanna flokksins. Það er ein af staðreyndum álmálsins sem hefur skýrst við þann áfanga í því sem nú hefur náðst. Sjónleikur um mikil- vægt hagsmunamál eftir Þorstein Pálsson Ríkisstjórninni hefur tekist í þessari viku að gera meðferð ál- málsins sem svo er kallað að enn einni sápuóperunni. Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar er að vísu daglegt brauð en með tilvísun til mikilvæg- is þessa máls fyrir íslenskan þjóðar- búskap þykir ýmsum sem ábyrgðar- leysisskörin sé farin að færast upp á bekkinn. Samræðustíll Bakkabræðra Málið horfir þannig við að Al- þýðuflokkurinn hefur skýra afstöðu og vill ljúka samningum um nýtt álver við þrjú erlend stórfyrirtæki og byggingu nýrra orkuvera á þeim samningsgrundvelli sem nú virðist liggja fyrir að þeirra mati. Þó að álsamningamir hafí dregist fyrst eftir að þeir komu í hendurnar á Alþýðuflokknum má segja að unnið hafi verið af þeirra hálfu eftir tíma- settri áætlun frá því í mars síðast- liðnum. Alþýðubandalagið hefur lýst skýrri andstöðu við þann áfanga samninga sem undirritaður var í gær. Ýmislegt bendir þó til þess að afstaða þeirra alþýðubandalags- manna ráðist meira af því hvar inn- anmein flokksins valda sársauka en skoðun þeirra á málinu sjálfu. Framsóknarflokkurinn tvístígur svo að venju. Forystumenn hans snúa höfðinu til beggja átta og bíða eftir því að einhver meirihluti mynd- ist sem þeir geta síðan hallað sér að. Pólitísk ábyrgð Eitt sérkennilegasta atriðið í þeim sjónleik sem ríkisstjómin hef- ur sviðsett í þessu máli lítur að umræðunni um það hver beri ábyrgð á því sem gert hefur verið og þeim undirritaða samnings- áfanga sem náðist í vikunni. Sam- ræður ráðherranna um það efni minna einna helst á samtöl Bakka- bræðra. Iðnaðarráðherra ber sannarlega stjórnskipulega ábyrgð á meðferð málsins. Allir ráðherramir svo og allir þingmenn ríkisstjórnarflokk- anna sem varið hafa ríkisstjómina vantrausti bera jafnframt pólitíska ábyrgð á embættisathöfnum iðnað-. arráðherrans. Á meðan aðrir ráðherrar sitja í ríkisstjórninni og stjórnarþingmenn sem varið hafa ríkisstjórnina van- trausti fram til þessa bera ekki fram tillögu um vantraust á hana teljast þeir bera pólitíska ábyrgð á þessum gjömingi eins og öðmm. Einföld mótmæli eða bókanir breyta engu þar um. Það er ekkert til í meðferð máls á vegum ráðuneytis og ráðherra sem telst geta verið á ábyrgð ein- hvers manns úti í bæ og óviðkom- andi ríkisstjórnarmeirihluta á Al- þingi. Samstarfsflokkarnir sverja iðnaðarráðherra af sér Eigi að síður er það svo að for- sætisráðherrann lýsir því yfír að undirritaðar samningsniðurstöður um öll mikilvægustu atriði álsamn- inganna séu á ábyrgð Jóns Sigurðs- sonar, hagfræðings, til heimilis á Seltjamarnesi og ríkisstjórninni óviðkomandi. Formaður þingflokks Framsóknarflokksins líkir undirrit- uninni við fundargerð einhvers fé- lags úti í bæ eða sendibréf sem með öllu sé óviðkomandi ríkisstjóm- inni. Engu er líkara en að iðnaðar- ráðherrann sé í einhverri allt ann- arri ríkisstjórn þegar henta þykir. Ráðherrar Álþýðubandalagsins lýstu sömu afstöðu og töldu undir- ritun iðnaðarráðherrans ríkisstjórn- inni óviðkomandi. Eigi að síður þótti þeim ástæða til að halda þingflokks- fund um þetta atriði sem var ríkis- stjórninni óviðkomandi og mótmæla því harðlega. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna þarf að mótmæla því með þessum hætti sem ríkisstjórninni kemur ekkert við og bindur hana ekki á nokkurn hátt. Rökfræðin er sjálfsagt fengin úr sögum Bakkabræðra. Hvar eru samningar á vegi staddir? Þá hefur það verið mikið deilu- efni ríkisstjórnarflokkanna hvað samkomulag er um við erlendu stór- fyrirtækin. Iðnaðarráðherrann hef- ur margítrekað að undirritun þessa áfanga í samningunum feli í sér niðurstöður skattamála og orku- sölusamnings svo og varðandi um- hverfisvemd. Talsmenn Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins lýsa því á hinn bóginn yfir að því fari fjarri að samkomu- lag sé orðið um öll þessi atriði. Af þessu verður helst dregin sú ályktun að annað hvort sé ríkis- stjórnin að blekkja erlendu viðsemj- Þorsteinn Pálsson „Sjálfstæðismenn vilja mjög gjarnan sjá viðun- andi samningsniður- stöðu í þessu efni, þann- ig að hér verði unnt að reisa nýtt álver á til- teknum tíma og hefja framkvæmdir við stór- virkjanir.“ endurna um stöðu málsins ellegar að hún sé að blekkja Alþingi og íslensku þjóðina. Önnur ályktun verður varla dregin á meðan menn líta á ríkisstjórnina sem eina heild. Bakari hengdur fyrir smið? Formaður viðræðunefndarinnar sem farið hefur með þetta mál er Jóhannes Norðdal, Seðlabanka- stjóri, einn af virtustu og reyndustu embættismönnum landsins. Honum var falið þetta verkefni af ríkis- stjórninni sem embættismanni. Nú brá svo við á fimmtudags- kvöldið að fjármálaráðherrann sá ástæðu til þess að hella úr skálum reiði sinnar yfír þennan embættis- mann sem ríkisstjórnin sjálf hafði þó falið að vinna þetta verk. Ef Bakkabræður hefðu verið ráðherrar hefðu þeir ugglaust getað talið sjálfum sér trú um að embættis- mennirnir bæru pólitíska ábyrgð. En ég býst við að allur almenning- ur líti svo á að það sé fjármálaráð- herrann sem sé fyrst og fremst ábyrgur fyrir þeirri blekkingar- starfsemi sem á sér stað af hálfu stjórnvalda varðandi þetta mál. Fólkið í landinu lítur svo á að það séu meiri hagsmunir í húfi en svo að einstakir ráðherrar geti far- ið með málið eins og þeir væru að leika bræðurna frá Bakka. Frumkvæði sjálfstæðismanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið fylgjandi samningum við erlenda aðila um orkufrekan iðnað. Reyndar hafði flokkurinn forystu um þetta efni á sínum tíma þegar samning- arnir voru gerðir við ISAL og virkj- unarframkvæmdir hófust við Búr- fell. Þeir samningar mörkuðu tíma- mót í atvinnusögu landsins. í iðnaðarráðherratíð Friðriks Sophussonar, komst verulegur skriður á samningaumleitanir um þetta efni á nýjan leik. En sem al- kunna er hafði Alþýðubandalagið með Hjörleif Guttormsson í stóli iðnaðarráðherra rýrt svo álit íslands í þessum efnum að langan tíma tók að ná fótfestu aftur. Núverandi iðnaðarráðherra tók við þessu máli þegar það var komið á gott skrið. Fyrst eftir stjórnar- skiptin hægði verulega á samninga- viðræðum. Engu var líkara en að núverandi iðnaðarráðherra vildi fresta því í lengstu Iög að fá ágrein- ing um þetta efni innan ríkisstjórn- arinnar upp á yfirborðið. Síðan gerðist það að eitt af erlendu fyrir- tækjunum gekk út úr viðræðunum en annað bandarískt fyrirtæki kom þar í staðinn. Segja má að frá þeim tíma hafí verið góður gangur í við- ræðunum. Sjálfstæðismenn vilja mjög gjarnan sjá viðunandi samningsnið- urstöðu í þessu efni, þannig að hér verði unnt að reisa nýtt álver á til- teknum tíma og hefja framkvæmd- ir við stórvirkjanir. Álmálið mikilvægara en ríkisstjórnin Hjá því hefur þó ekki verið kom- ist að benda á að þau drög að orku- sölusamningi sem fyrir liggja eru á mörkum þess sem veijanlegt er. Út frá afmörkuðum hagsmunum Landsvirkjunar er ljóst að nokkuð verður liðið fram á næstu öld þegar hún fer að hafa beinan hag af orku- sölusamningnum. Hann mun í heild sinni skila nokkrum arði yfir allt samningstímabilið. Eðlilegt er að ríkisstjórnin komi sér saman í mál- inu áður en Landsvirkjun ábyrgist væntanlega samninga. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi hugs- anlega styðja frumvarp sem iðnað- arráðherra myndi teggja fram sem þingmaður ef skrípaleikurinn í ríkisstjórninni leiðir til þess að þar verði ekki samkomulag um stjórn- arfrumvarp sem heimili ríkisstjórn- inni að ganga formlega frá samn- ingum. Því er til að svara að ekki verði séð að til þess komi að Sjálf- stæðisflokkurinn fái aðstöðu til þess að hafa úrslitaáhrif á afgreiðslu málsins meðan núverandi ríkis- stjórn situr. í fyrsta lagi Iítur iðnaðarráðherra svo á samkvæmt opinberum yfirlýs- ingum að skrípaleikur samstarfs- flokka hafa litlá'sein enga pólitíska þýðingu því að ríkisstjórnin muni að lokum standa sameiginlega að afgreiðslu málsins. Alþýðuflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki sameiginlega þingmeirihluta. Allt tal um samstarf þessara flokka um afgreiðslu málsins án þingkosn- inga er þess vegna óraunhæft með öllu. Alþýðuflokkurinn kaus að vinna að þessu máli með Alþýðu- bandalaginu. Væntanlegt stjórnarfrumvarp mun fela í sér heimild fýrir ríkis- stjórnina til þess að ganga frá samningum á tilteknum forsendum. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Álþingi hvort veita eigi ríkis- stjóm sem er svo ósammála um þetta mikilvæga hagsmunamál, umboð til þess að ganga frá samn- ingum. Andstæðingar málsins gætu allt eins náð yfírhöndinni innan ríkisstjórnarinnar og komið í veg fyrir framgang þess hvað sem liði heimild Alþingis. Eina örugga leiðin til þess að vinna málinu framgang er sú að efna til kosninga og mynda nýja ríkisstjórn, flokka sem ekki erú á öndverðum meiði um öll grund- valiaratriði. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Eini íslendingurinn sem er við störf í Hvíta húsinu - segir Sig Rogich sem er einn af ráðgjöfum Bandaríkjaforseta ÍSLENSK-ameríska félagið er 50 ára um þessar mundir og í tilefni þess er staddur hér á landi í boði félagsins Sig Rogich, einn af ráðgjöfum George Bush Bandaríkjaforseta. Sig eða Sig- fús eins og hann var skírður er íslenskur að uppruna, fæddur í Vestmannaeyjum 17. maí 1944. Móðir hans er Ragnheiður Árnadóttir, dóttir hjónanna Ama Sigfússonar og Olafíu Árna- dóttur frá Gerðakoti á Miðnesi. Ragnheiður fluttist ásamt eigin- manni sínum, Ted Rogich, og Sig til Nevada í Bandaríkjunum 1950. „Þá var ég tvö fet og 10 þumlungar að hæð samkvæmt vegabréfinu" segir Rogich í samtali við Morgunblaðið. Hann lauk háskólaprófi í blaðamennsku og vann sjálfur fyrir sér á námsárunum við ýmis störf, var m.a. ræðuritari Pauls Laxalts, sem áður var öldungadeildarþingmaður og þar á undan ríkis- sljóri í Nevada. Nú á Rogich auglýsingafyrirtæki ásamt bróður sínum, Eddie, er annast reksturinn meðan Sig vinnur fyrir Bush. „Ég var ritstjóri háskólablaðsins í Nevada-háskóla á námsárunum og hafði nokkrar tekjur af því, þetta gekk því ágætlega," segir Rogich er stofnaði síðar fyrirtækið R&R sem nú er eitt af stærstu auglýs- ingafyrirtækjum Bandaríkjanna með skrifstofur í Las Vegas, Reno og Salt Lake City. „Ég er nú einn af tíu eða tólf ráðgjöfum (assist- ants) forsetans, aðrireru m.a. Brent Scowcroft öryggisráðgjafi og Marl- in Fitzwater blaðafulltrúi. Sam- kvæmt starfslýsingunni á ég að veita forsetanum ráð varðandi opin- bera atburði og framtak. Þetta merkir að þegar forsetinn fer í lang- ar eða stuttar ferðir frá Hvíta hús- inu er það venjulega í mínum verka- hring að undirbúa þær. Ég undirbý ferðalögin, samræmi aðgerðir og huga að ýmsu sem snertir álit for- setans hjá almenningi. Sem dæmi get ég nefnt að fyrir leiðtogafund- inn á Möltu á síðasta ári er þeir hittust Bush og Gorbatsjov fór ég þangað til að undirbúa fundinn og kanna aðstæður." Möltufundurinn -Þar stóðust ekki allar áætlanir • • • „Nei veðrið gerði okkur grikk. En reyndar fannst mér athyglisvert eftir á að fundurinn var mjög vel heppnaður, þetta er gott dæmi um það er sjálft inntak atburðanna er mikilvægara en ytra form og við- höfn. Ég fór á sínum tíma til Kól- umbíu þar sem Bush tók þátt í leið- togafundi um fíkniefnavandann og var einnig í Helsinki fyrir skemmstu þegar Bush og Gorbatsjov áttu þar viðræður. Ég ráðgast við helstu embættismenn þeirra opinberu stofnana sem helst koma við sögu slíkra atburða, einnig sérstaka vinnuhópa sem settir eru á laggirn- ar vegna þeirra og vinna fyrir mig. Ég sé um að ferðin sé skipulögð út í ystu æsar, hver mínúta, að ákveð- ið sé fyrirfram hveija forsetinn hitt- ir. Síðan fer ég á fund forsetans og gef honum og æðstu embættis- mönnum hans skýrslu, geng úr skugga um að engir árekstrar verði milli starfssviða einstakra embætt- ismanna. Þegar forsetinn svo legg- ur upp er ég með honum í forseta- vélinni, Air Force One, til að sjá um að allt verði nú eins og ég hef sagt honum að það verði!“ Þegar Gorbatsjov var í Banadríkjunum bað Bush mig að fylgja sovéska forsetanum um borð í fiugvél hans.“ -Hvernig er nýja forsetaþotan? „Hún er stórkostleg en það tók líka langan tíma að smíða hana, mig minnir að hún hafí verið pöntuð fyrir sex árum. Þetta tæki er eins og Hvíta húsið sjálft, á sér meira að segja sína eigin sögu og þama eru öll tæki fyrir hendi sem forset- inn getur þurft á að halda. Sterk staða Bush Bush forseti leggur mikla áherslu á tengsl við almenning og er óhræddur við að ferðast, vill hitta fólk og þjóðarleiðtoga augliti til auglitis. Ég kom frá Suður- Ameríku fyrir mánuði þar sem ég skipulagði ferð forsetans til fimm eða jafnvel sex landa en henni hef- ur nú verið frestað fram í desem- ber. Bush kemur mjög vel út úr skoðanakönnunum núna með tæp- lega 80% fylgi en rétt er að benda á að forsetar njóta að jafnaði mik- ils fylgis á átaka- og hættutímum. En mikilvægast er að almenningur er ánægður með stefnu forsetans í Persaflóadeilunni. Bush hefurtekist að fylkja nær öllum þjóðum heims að baki stefnu Bandaríkjanna, og Morgunblaðið/Sverrir Sig Rogich, sem er einn af ráð- gjöfum George Bush Bandaríkja- forseta. beitt til þessa stjórnmálalegum að- ferðum sem eiga sér ekki fordæmi, einkum beinum tengslum við þjóð- arleiðtoga. Myndband til Bagdad Ég hef yfirumsjón með öllum segulbands- og myndbandsupptök- um af opinberum ávörpum fyrir forsetann, þ. á m. ávarpinu til írösku þjóðarinnar sem sent var til Bagdad og sýnt þar í sjónvarpi. Við þurftum ekki að taka það upp nema einu sinni og það var textað á arabísku. Til vonar og vara lét ég írakana fá ávarpið á öllum hugs- anlegum gerðum myndbanda svo að þeir gætu ekki borið við tækni- legum erfiðieikum og tekið þannig aftur loforðið um að sjónvarpa því! Það er erfitt að meta hvaða áhrif ávarpið hafði en ég hygg að það hafi haft heilmikil áhrif vegna þess að Saddam Hussein svaraði okkur með sínu myndbandi, klukkustund- arlöngu ávarpi til Bandaríkja- manna. Churchill sagði að stundum væri hægt að meta árangur verka sinna með því að kanna viðbrögð andstæðingsins!" „Sumarleyfi“ í Kennebunkport Bush forseti var gagnrýndur fyr- ir að taka sér frí fyrstu vikur Persa- flóadeilunnar og stunda fískveiðar í Kennebunkport. Rogich sagði að forsetinn hefði farið í leyfi á þessum tíma með fjölskyldu sinni ár hvert um 30 ára skeið og þetta leyfi hefði að sjálfsögðu verið skipulagt með löngum fyrirvara. En mestu skipti að alls ekki hefði verið um raun- verulegt sumarleyfí að ræða; forset- inn hefði verið í stöðugu sambandi við helstu ráðamenn og ráðgjafa. „Ég var þarna sjálfur átta daga meðan Bush var í Kennebunkport og það voru stanslausir fundir og skýrslugerðir, Baker utanríkisráð- herra og Scowcroft öryggismála- ráðgjafí ráðguðust við forsetann, þjóðarleiðtogar komu til viðræðna, það var nóg að gera. Þingið var í sumarleyfi og ríkisstjórn landsins var í reynd ekki lengur í Washing- ton. Það er eitt sem menn hljóta að geta orðið sammála um í sambandi við Bush; vinnusemi hans og skyldurækni er með eindæmum. Menn geta gagnrýnt skoðanir hans en á þessu sviði getur enginn fund- ið að neinu, hann er harðduglegur og stendur sig frábærlega vel, legg- ur sál sína í forsetastarfið." Enn íslendingur Rogich varð bandarískur ríkis- borgari 1965, einkum til að geta neytt kosingaréttar en hann segist hafa orðið áhugasamur um stjórn- mál strax á unga aldri. Hann lítur samt á sig sem Islending þótt hann tali ekki málið. Hann var spurður hvort Bush vissi að hann væri af íslenskum ættum. „Já ég hef sagt honum að ég sé eini íslendingurinn sem nokkurn tíma hafi starfað í Hvíta húsinu! Ég er hreykinn af þjóðerni mínu, er ekkert að leyna því. Forsetinn þekkir til landsins, hefur veitt lax hérna og var harðán- ægður með þá ferð, er mjög hlýtt til landsmanna. Ég veit ekki hvort hann kemst aftur hingað til að veiða en ég veit að það vildi hann gjarnan ef ráðrúm gæfíst.“ Yfirlýsing Bandaríkjaforseta: Leifur Eiríksson var sonur Islands Dagur Leifs Eiríkssonar verður haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum á þriðjudag, 9. október, eins og gert hefur verið síðan 1964. Athygli vekur að í yfirlýsingu George Bush forseta í tilefni dagsins er í fyrsta sinn tekið skýrt fram að Leifur hafi verið Islendingur en áður hefur hann verið sagður norskur. Yfirlýsingin fer hér á eftir. Þegar Leifur Eiríksson steig á land í Norður-Ameríku fyrir nær þúsund árum ruddi hann braut sem síðar var farin af mörgum kynslóð- um hraustra evrópskra landkönn- uða og trúboða. Hann efndi einnig til fyrstu tengslanna, sem nú hafa staðið í aldir, milli þjóða þessa meginlands og íbúa Norður-Evrópu. Leifur Eiríksson var sonur Eiríks rauða, er hafði forystu fyrir fyrstu Evrópumönnunum sem námu land á Grænlandi, og talið er að Leifur hafi snúið aftur til lands forfeðra sinna, Noregs, árið 1000. Sam- kvæmt Eiríks sögu rauða snerist ungi siglingakappinn þar til krist- innar trúar. Síðar fékk Ólafur kon- ungur Tryggvason hann til að snúa aftur til Grænlands og stunda þar kristniboð. Og enn vatt Leifur upp segl. I einni af mörgum ferðum sínum um úthöfin kannaði „Leifur heppni“ hluta Norður-Ameríku. Margir fleiri fylgdu í fótspor hans, í von um að sjá sjálfír hin auðugu og fögru lönd sem hann hafði nefnt Helluland, Vínland og Markland. Frá því að Leifur Eiríksson fyrst steig á land á meginlandi Norður- Ameríku hafa kynslóðir norrænna karla og kvenna komið til Banda- ríkjanna og fært með sér auð ein- staks menningararfs síns. Innflytj- endur frá íslandi, Grænlandi, Nor- egi, Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi hafa auðgað land okkar og bætt sínum eigin köflum við sögu þróunar Bandaríkjanna sem ávallt er verið að rita. í hvert sinn sem við minnumst Leifs Eiríkssonar, þessa hrausta sonar íslands og sonarsonar Nor- Stytta Leifs Eiríkssonar við Hallgrímskirkju í Reykjavík. egs, 9. október fögnum við einnig glæstri norrænni arfleifð þjóðar okkar. Siglingakappinn hugprúði, með neista trúboðans, við tengjum nafn hans svo oft við ævintýri og rómantík og hann er okkur einnig kært tákn um sterk og varanleg bönd sem eru milli íbúa Banda- ríkjanna og vina okkar á öllum Norðurlöndunum. Sameinað Bandaríkjaþing ákvað 2. september 1964 að biðja forset- ann að lýsa 9. október á hveiju ári Dag Leifs Eiríkssonar. Þess vegna lýsi ég, George Bush, forseti Banda- ríkjanna, 9. október 1990 Dag Leifs Eiríkssonar og gef viðeigandi emb- ættismönnum skipun um að draga fána þjóðarinnar að hún við allar opinberar byggingar þann dag. Ég hvet einnig íbúa landsins til að nota tækifærið og kynna sér betur hinn auðuga arf Norðurlandabúa í Bandaríkjunum og forna sögu meg- iniands okkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.